Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Um þessar mundir eru 15 ár frá því uppbygging svínabús Stjör- nugríss byrjaði á Melum í Mela- sveit. Þar hefur frá þeim tíma far- ið fram mesta matvælaframleiðsla á einu búi á Vesturlandi. Í upphafi var gefið út starfsleyfi fyrir eldi átta þúsund grísa á búinu í einu. Svína- ræktin á Íslandi og vægi þeirrar búgreinar í íslenskum landbúnaði hefur ekki farið hátt í umræðunni, hvorki í fjölmiðlum eða annars- staðar í þjóðfélaginu. Við búgrein- ina hefur loðað neikvæður stimp- ill. Gjarnan hefur verið talað um verksmiðjubúskap þegar minnst er á svínarækt. Geir Gunnar Geirs- son framkvæmdastjóri Stjörnugr- íss segir að þetta sé einhvers kon- ar „mýta“ - fáfræði sem erfitt sé að vinna gegn. Á Melum hefur síðustu árin verið unnið að aukinni sjálf- bærni búsins. Það hefur m.a. verið gert með þurrkun og jarðabótum á miklu landi á Melum og nærliggj- andi jörðum, Sómastöðum og Ási. Eigendur Melabúsins keyptu þær í upphafi og á seinni árum. Far- ið var af stað með kornrækt síð- asta vor sem ætlunin er að stórauka á næstu árum. Blaðamaður Skessu- horn kíkti í heimsókn á Mela á dög- unum þar sem ýmislegt var rætt í sambandi við svínaræktina. Meðal annars samkeppnisstöðu greinar- innar, svo sem með tilliti til aðildar að Evrópusambandinu ef til kæmi. Í mismikilli sátt við umhverfið „Já, við höfum verið hérna þennan tíma í mismikilli sátt við umhverfið. Margt er enn óunnið. Við erum í mörgum verkefnum til að búa í hag- inn til framtíðar,“ segir Geir Gunn- ar þegar hann rifjar upp tímann þegar uppbyggingin hófst á Mel- um. Hann er þriðji ættliðurinn sem stundar svínarækt hjá Stjörnugrís. Geir Gunnar nam svínarækt í Dan- mörku á sínum tíma. Faðir hans og alnafni var fyrir fyrirtækinu lengi, en afinn og frumkvöðulinn Geir Gunnlaugson var kenndur var við Eskihlíð í Reykjavík. Land á Mel- um var keypt á árinu 1998. Upp- bygging hófst árið eftir. Þegar búið var að byggja eldra svínahúsið og fóðurstöðina á Melum voru fram- kvæmdir stöðvaðar í ár af þáverandi umhverfisráðherra Siv Friðleifs- dóttur. Hún varð þannig við kröf- um um umhverfismat vegna fram- kvæmdanna. Geir Gunnar segir að fyrirtækið hafi höfðað mál vegna ákvörðunar ráðherrans. Þar laut ríkið í lægra haldi. Aðspurður segir hann að Stjör- nugrís sé með sína starfsemi á nokkrum stöðum, auk Mela og Kjalarness á Vesturlandi. Fyrirtæk- ið er einnig með rekstur í Grímsnesi og á Skeiðum á Suðurlandi. „Mel- ar eru langmikilvægasta einingin að því leyti að þar er framhalds upp- eldið og kjötframleiðslan. Gyltubú- in eru annars staðar. Mesti mann- aflinn er líka á Melum. Þar starfa um tíu manns í föstum störfum og þjónustustörfum við starfsemina, auk afleiddra starfa annars staðar,“ segir Geir Gunnar. Hann segir að nú þegar hús og búnaður er orðinn 10 til 15 ára gamall sé aukið og fyr- irbyggjandi viðhald viðhaft. Það sé orðið talsvert stór þáttur í rekstrin- um, enda stór hluti innréttinga og búnaðar að fullu afskrifaður. Eigum okkur enga málsvara Talið berst að svínaræktinni á Ís- landi og vægi greinarinnar í ís- lenskum landbúnaði. Geir Gunn- ar segir að svínaræktin njóti yfir- leitt ekki sannmælis í almennri um- ræðu, hvað þá að henni sé hampað fyrir þá verðleika sem hún á sann- anlega skilið. „Við framleiðum ódýrasta kjöt- ið án nokkurra ríkisstyrkja í sam- keppni við ríkisstyrkta framleiðslu í dilka og nautakjöti. Við framleiðum mjög gott kjöt undir ströngu eftir- liti. Það gerum við með því að nota minnst af sýklalyfjum í heiminum ásamt Norðmönnum. Samt höf- um við oft á tíðum þurft að glíma við mikla neikvæðni í garð grein- arinnar. Við eigum okkur í raun enga málsvara og ekki hafa fjöl- miðlar hjálpað okkur að skerpa á því ósanngjarna umhverfi sem við búum hér við. Við erum að tala um þá „mýtu“ sem ég vil kalla og virðist ríkja hér. Hún er sú að ekki er litið sömu augum á svokallað- ar „hefðbundnar búgreinar“ sauð- fjárrækt og mjólkurframleiðslu, og svína- og kjúklingabú. Það er gjarn- an talað um okkur sem verksmiðjur og iðnað án þess að færa nein hald- bær rök fyrir slíkri staðhæfingu. Hver er til dæmis munurinn á stóru svínabúi og stóru kúa eða sauðfjár- ræktarbúi? Öll eru búin starfrækt með því aðalmarkmiði að framleiða kjöt. Svín er afurðamikið dýr frá náttúrunnar hendi. Til dæmis get- ur ein gylta framleitt tvö tonn af kjöti árlega en sauðkindin einungis 35 til 40 kíló. Við teljum okkur ekk- ert síður nýta landsins gæði en aðr- ar búgreinar í landinu. Við kapp- kostum að hafa innlenda fóðuröfl- un og áburð sem mestan og sjáum fram á enn stærri hlut í fóðuröflun- inni á næstu árum. En þetta með bú og verksmiðju er mjög huglægt og vissulega finnst okkur verksmiðju- talið leiðigjarnt og neikvætt. Óskir okkar svínabænda eru auðvitað að njóta sannmælis. Til þess þarf um- ræðan að færast á faglegra plan.“ Andvígur inngöngu í ESB Geir Gunnar segir að vissulega hafi ósamstaða innan greinarinnar um tíma líka háð svínaræktinni í land- inu. Óhóflegar lánveitingar lána- stofnana hafi skekkt samkeppn- isstöðuna og í kjölfarið urðu fyr- irtæki gjaldþrota. Hann segir að menn hafi hreinlega ekki haft tíma né orku til að sinna baráttumálum eins og til dæmis bættri og réttri ímynd greinarinnar. Aðspurður um afstöðu til að- ildarviðræðna í Evrópusamband- ið sagði hann: „Ég eins og fleiri hef mótað mína afstöðu og er sann- færður um það að við höfum ekkert að gera í Evrópusambandið. Við Ís- lendingar erum ekki að verða stór- útflytjendur á kjöti með inngöngu í ESB. Árangurinn í útflutningi á íslensku lambakjöti gefur ekki sér- stakar væntingar til þess. Á síð- asta ári voru um 15% af svínakjöts- neyslunni í landinu innflutt kjöt. Þetta er heilmikið. Tollaverndin sem við höfum notið er að minnka. Maður sér það í hendi sér að við inngöngu í ESB mundi þessi inn- flutningur stóraukast og þrengja mjög að innlendri framleiðslu. Er- lendir markaðir standa okkur ekki opnir. Það er ógjörningur að keppa við ríkisstyrkta framleiðslu ann- arra þjóða. Markaðshlutdeild ís- lenskrar framleiðslu myndi minnka stórlega og þar með slá alla hag- kvæmni í rekstrinum út af borð- inu. Íslenskur landbúnaðar er lítill og að því sögðu myndu margar bú- greinar ekki þola slíkt áhlaup. Þetta er sú blákalda staðreynd sem myndi blasa við okkur. En svo er verið að tala um 30 til 40% lækkun á verði matvöru með inngöngu í ESB. Ég hef ekki séð það gerast, þrátt fyr- ir tvíhliða samninga sem ríkið hef- ur gert á innflutningi á svínakjöti og kjúklingum í skiptum fyrir út- flutning á lambakjöti.“ Vill endurskoðun á styrkjakerfinu Þegar Geir Gunnar er spurður hvort ekki muni koma á móti við inngöngu í ESB landbúnaðarstyrk- ir, t.d. til svínaræktarinnar, segir hann það verði skammgóður verm- ir enda hafi styrkjakerfi aldrei leitt neitt gott af sér. „Og ég segi fyrir mitt leyti að við viljum ekki neina styrki. Mér finnst nær að hampa okkar búgrein fyr- ir það að lifa án ríkisstyrkja. Það er tímabært að endurmeta og skoða styrkjakerfið í íslenskum landbún- aði fremur en að velta fyrir sér styrkjakerfinu í ESB. Ég held að þetta kerfi sé úrelt og þurfi skoðun- ar við,“ segir Geir Gunnar. Alls á sjötta hundrað hektara akrar Eins og áður segir hafa forsvars- menn Stjörnugríss síðustu árin hug- að að aukinni sjálfbærni búsins. Þeg- Mikil matvælaframleiðsla hjá Stjörnugrís í Melasveitinni Geir Gunnar Geirsson framkvæmdastjóri Stjörnugríss. Hluti búshúsa á Melum. Jón Þór Marinósson og Ólafur Jón Guðjónsson hafa starfað við akrana og kornræktina. Séð inn í annað svínahúsið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.