Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Hrannar Einarsson er 32 ára gam- all vélstjóri frá Akranesi. Í maí á síðasta ári hóf hann störf á stórum norskum dráttarbát sem er aðstoð- arskip í olíuiðnaðinum, til þessa einkum í Norðursjó og við strend- ur Noregs. Starfið er vel launað og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Áður var Hrannar vélstjóri á frysti- togaranum Höfrungi III AK 250. Með markvissri vinnu aflaði hann sér alþjóðlegra réttinda til að starfa erlendis. Hrannar braust þannig út úr því að hafa einvörðungu réttindi til að starfa á skipum undir íslensk- um fána. Allur heimurinn er hans vettvangur í dag. Skip með hátæknibúnaði Við hittum Hrannar á heimili hans á Akranesi. Starfsfyrirkomulag- ið á dráttarbátnum er þannig að þar eru tvær áhafnir sem skiptast á um að vera með skipið einn mánuð í senn. Hrannar var þannig á sjó í desem ber en á nú janúar í fríi á full- um launum. Hann býr á Akranesi og flýgur einfaldlega til og frá skipi sínu í og úr fríum, þaðan og þangað sem það er staðsett hverju sinni. Hrannar útskýrir að útgerð skips- ins, Simon Møkster Shipping AS, sé með höfuðstöðvar sínar í Stavan- ger í Noregi. Þetta er rótgróið fjöl- skyldufyrirtæki sem á 23 þjónustu- skip, þar af systurskipin „Stril Chal- lenger“ og „Stril Commander“ sem eru dráttarbátar. Nú eru þrjú ný skip í smíðum. „Ég er á „Stril Chal- lenger.“ Það er sérhæft til að færa leitarolíuborpalla á milli staða og koma þeim fyrir. Við flytjum líka ýmsar vistir og varning til borpall- anna, svo sem gáma, rör, efnavörur, sement, olíu og eiginlega allt sem þörf er á. Skipið er með tankakerfi um borð og úr þeim er dælt ýms- um efnum í tanka um borð í bor- pallana, bæði föstum efnum eins og sementi og fljótandi efnum á borð við díselolíu og vatni. Það er mikill tæknibúnaður í svona fleytu. Nán- ast öllum kerfum er stjórnað gegn- um tölvur og vélbúnaðurinn frá Rolls Royce. Allt af nýjustu gerð- um.“ Fjölbreytt verkefni Aðeins 14 menn eru í áhöfn þessa stóra skips. „Í vélinni þar sem ég starfa eru yfirvélstjóri, fyrsti vél- stjóri, rafvirki og síðan ýmist vél- gæslumaður eða lærlingur. Norska skólakerfið er mjög sniðugt að því leyti að þeir eru með lærlinga. Þeg- ar krakkarnir byrja að læra í sinni iðngrein gera þau samning við menntakerfið. Í olíuiðnaðinum fá þau að afla sér starfsreynslu um borð í skipunum eða á borpöllun- um þannig að það má segja að þau komi úr námi sem fullmótað fag- fólk. Til viðbótar þessum fjórum í vélarrúminu þá eru fjórir í brú, fimm hásetar og svo einn kokkur. Þetta eru Norðmenn, Dani, tveir Svíar og ég Íslendingurinn þarna um borð. Skandinavískt umhverfi,“ segir Hrannar. „Fyrsta mánuðinn minn var ég vélstjóri á öðru skipi í eigu útgerð- arinnar þar sem íslenskur skóla- bróðir minn úr vélskólanum var yf- irvélstjóri. Í næsta túr hóf ég svo störf um borð í „Stril Challen- ger“. Í fyrrasumar vorum við utan við Finnmörku í Norður Nor- egi í grennd við Hammerfest. Nú í haust fórum við svo suður í Norð- ursjó. Vorum mikið utan við Stav- anger og Björgvin. Síðan færðum við okkur yfir til Aberdeen í Skot- landi og erum mest þaðan núna. Verkefnin hafa verið mjög fjöl- breytt. Við erum að flytja vistir og færa palla. Nú á milli jóla og ný- árs fórum við svo út í slæmu veðri og björguðum vélarvana skipi við Skotland og drógum inn til Aber- deen. Kannski förum við nú á vor- mánuðum norður í Barentshaf eða suður til Trinidad. Þetta er mjög spennandi og mikill skóli. Maður kynnist fullt af tækni sem maður sá ekki hér á Íslandi.“ Ólst upp á bryggjunum á Akranesi En hver er sagan á bak við það að Skagamaðurinn Hrannar Einars- son er nú að vinna í alþjóðlegu um- hverfi olíuiðnaðarins? „Ég er fædd- ur 1982 og uppalinn hér á Akranesi. Foreldrar mínir eru Einar Ásgeirs- son og Helga Jónsdóttir. Upphaf mitt í sjómennskunni kom eflaust til af því að ég var alltaf að sniglast í kringum smábátaútgerðina sem fjölskyldan átti á sínum tíma hér á Akranesi. Allt frá tíu ára aldri var ég að skera af netum, stokka upp línu og beita. Ásgeir Samúelsson afi minn og pabbi voru með trillu sem hét Dagný AK. Ég sá ekkert annað en sjóinn. Man ekki eftir mér örðu- vísi en á reiðhjólinu niður við Akra- neshöfn að athuga með trillukarl- ana og skoða skipin sem komu inn. Þegar ég lauk vélstjórnarnámi 2007 hóf ég störf á Höfrungi III AK. Áður hafði ég verið á mörgum HB- Grandaskipunum með námi. Fór fyrsta vélstjóratúrinn minn á Vík- ing AK árið 2004 og það var mikil upplifun,“ segir Hrannar. Árin hans urðu fimm á Höfrungi III. „Þau voru góð. Ég náði ævin- týralegu skeiði í þeirri sjómennsku upp úr 2007. Aflaverðmæti var mjög hátt eftir gengishrunið sem fylgdi í kjölfar bankakreppunnar 2008.“ Aflaði sér réttinda með skipulögðum hætti Hrannar ætlaði samt ekki að ljúka ferlinum á íslenskum frystitogara þó launin væru góð. Hugur hans og metnaður stóð til annarra hluta. „Mig langaði að prófa meira og komast áfram. Þess vegna fór ég að skoða þessa möguleika á að komast á erlend skip og þennan alþjóðlega vinnumarkað vélstjóra á sjó. Ég vann skipulega að því að uppfylla skilyrðin. Ég þurfti að ljúka ýmsum námskeiðum. Ég fór í það að út- vega mér öll alþjóðleg réttindi sem ég þurfti til viðbótar við vélstjórn- arnámið svo ég yrði gjaldgengur á þessum vinnumarkaði. Það gerði ég um leið og ég var á Höfrungi III. Síðan tók ég öll alþjóðleg öryggis- námskeið sem ég þurfti í Slysavarn- arskólanum Sæbjörgu. Auk þessa varð ég að ná samtals 36 mánuð- um sem vélstjóri á sjó. Síðan þurfti ég að ljúka sveinsprófi í vélvirkjun. Það gerði ég með því að mér bauðst að taka samningstímann minn hjá Norðuráli í fríunum þegar ég var í landi af Höfrungi III. Ég á strák- unum þar margt gott að þakka. Ég stóð þar í eitt og hálft ár með frystitogarasjómennskunni til að ná sveinsprófinu sem ég lauk 2009. Síðan náði ég 36 mánaða tímanum uppáskrifuðum af Siglingastofn- un viku áður en ég fór fyrsta túr- inn minn á svona olíuþjónustuskipi nú í maí. Þar var ég kominn með öll réttindi, fór þá strax út og hóf þannig nýjan kafla.“ Norskukunnáttan er skilyrði Samhliða þessu öllu prófaði Hrann- ar að vera erlendis á sjó sem vél- stjóri sumarið 2011. „Mér bauðst starf sem vélstjóri á einkasnekkju ástralsks auðkýf- ings sem notaði hana á Miðjarðar- hafi. Á þessum tíma var ég vélstjóri á frystitogaranum Höfrungi III AK 250 en fékk frí um sumarið til að fara á þessa snekkju. Þarna sigldum við meðfram Ítalíu, til Svartfjalla- lands og Króatíu. Þetta var mikið ævintýri. Uppúr þessu fór ég fyr- ir alvöru að hugsa mér til hreyfings úr sjávarútveginum hér heima á Ís- landi. Ég hafði þó séð að lífsstíll- inn og viðveran á skemmtisnekkju myndi ekki henta mér. Þar var krafan eiginlega sú að maður yrði að vera um borð í ellefu mánuði á ári og fengi svo einn mánuð í frí. Hins vegar var ég búinn að frétta af því að í olíuiðnaðinum væri þessu öðruvísi farið. Þar var maður fjór- ar vikur úti og fjórar vikur heima í fríi, alveg fast allt árið um kring. Það er miklu vænna starfsumhverfi því þá getur maður skipulagt út frá því hvenær maður veit að maður er heima.“ Hrannar vissi að hann yrði að læra norsku ef hann átti að eiga möguleika. „Meðal annars þess vegna fór ég tvo túra á norskum frystitog- urum eftir dvöl mína á Höfrungi III árið 2012. Ég starfaði síðar í landvinnu í Stavanger við smíði á búnaði í olíuborpalla. Einnig lauk ég námskeiðum hjá Mærsk til að starfa á olíuborpöllum. Með þessu öllu fékk ég nasasjón af norskunni. Norðmenn gera kröfur um að all- ir skilji og tali norsku á þeirra skip- um enda er það tungumálið sem við notum við störf okkar. Norskan er lítið vandamál ef maður leggur sig fram. Það situr ótrúlega mikið eftir af gamla dönskunáminu sem var troðið í mann hér heima á sín- um tíma. Það hefur auðveldað mér mikið að ná fljótum tökum á norsk- unni og að skilja hin skandinavísku tungumálin. Maður vinnur í um- hverfi þar sem þessi mál eru töluð og passar sig á því að nota norsku fjölmiðlana, bæði sjónvarp, útvarp og dagblöð. Þá kemur þetta hratt og eiginlega af sjálfu sér. Síðan spillir auðvitað ekkert fyrir að mað- ur kann enskuna.“ Hrannar Einarsson, vélstjóri á Akranesi: Hætti á frystitogaranum og fór í olíuiðnaðinn Skagamaðurinn Hrannar Einarsson vann skipulega og ötullega að því að afla sér réttinda til að geta unnið á alþjóðlegum markaði fyrir vélstjóra á skipum sem sigla um öll heimsins höf. Það skilaði sér þannig að hann hætti á frystitogaranum og hóf störf í norska olíuiðnaðinum. Norski dráttarbáturinn „Stril Challenger“ sem Hrannar starfar á í dag sem fyrsti vélstjóri. Skipið er 73 metra langt og 17 metra breitt með 15 þúsund hestafla vélakraft í tveimur aðalvélum. Toggetan er 250 tonn og togvindur mjög vel. Áfangi í útrás Hrannars var sumarstarf sem vélstjóri á þessari snekkju í Miðjarðar- hafi. Allt er stórt í olíuiðnaðinum. Hér sést annar dráttarbátur og leitarborpallur við Hammerfest í Norður Noregi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.