Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með um 60 nemendur. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði. Einkunnarorð leikskólans eru: vinátta – virðing – velvild. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg Góð hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði í starfi Jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Tölvukunnátta Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá. Vakin er athygli á að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á matthildur@gfb.is. Sótt er um rafrænt gegnum heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2014. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. S K E S S U H O R N 2 01 4 Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu Enginn ætlast til þess að Sjálfstæð- isflokkur og VG stuðli að framför- um. Þessir flokkar hafa það ekki beinlínis á stefnuskrám sínum, og ef það er þar að finna er það ekki á ferilskrá. Líklega hafa þó fáir bú- ist við að meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar myndi færa reglu- verk um samskipti búfjáreigenda og annarra íbúa sveitarfélagsins, sumarhúsaeigenda í Borgarbyggð ásamt þeim vegfarendum sem leið eiga um, nokkra áratugi aftur í tím- ann eins og gert var á sveitarstjórn- arfundi nýverið. Á fundinum var samþykkt ný bú- fjársamþykkt sem tekur af öll tví- mæli um að lausaganga búfjár er heimil í öllu sveitarfélaginu nema innan skilgreindra þéttbýlismarka. Innan þéttbýlismarka má hins veg- ar halda hænsfugla án umsagnar frá nágrönnum eða öðrum sem telja slíkt mögulega skerða réttindi sín á einhvern hátt. Sumar hreppsnefndir gömlu hreppanna sem nú mynda Borgar- byggð höfðu sett þá einföldu reglu að eigendur stórgripa (hrossa og nautgripa) tryggðu eins vel og hægt er að skeppnur þeirra færu ekki úr þeirra vörslu og ef það gerðist skyldu eigendur sjá um að sækja þá eins fljótt og auðið er. Aðrir hrepp- ar höfðu ekki sett slíkar reglur. Því voru þessar reglur mismunandi eft- ir svæðum innan Borgarbyggðar þó nokkuð sé um liðið frá samein- ingu. Í því ljósi var ekki óeðlilegt að regluverkið skyldi samræmt. Sveitarstjórn fékk vel rökstutt er- indi í sumar sem leið þar sem ósk- að var eftir að sveitarfélagið kæmi að málum þar sem skógræktar- fólk hafði árum saman barist við að verja sinn trjábúskap fyrir ágangi búfjár. Þegar unnið var að svari við því var bent á að vel mætti tengja erindið við þá vinnu sem stóð yfir við gerð búfjársamþykktar og setja sanngjarnar reglur sem auðvelduðu fólki að stunda hvort heldur sem er, hefðbundinn búskap eða skógrækt hlið við hlið. Eða hvað annað sem fólk gerir sér til framfærslu eða af- þreyingar í hinum dreifðu byggð- um. En þeim varð ekki þokað. Meirihlutinn varð var við þrýst- ing. Ekkert í veröldinni óttast þau meira en að taka af skarið við slíkar aðstæður. Þá fer að bera á þessum hikandi viðbrögðum sem maður er farinn að þekkja svo vel. Jóhannes F. Stefánsson Borgarbyggð Alþingi samþykkti, að frumkvæði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra, að verja 500 millj- ónum til eflingar löggæslu á lands- byggðinni. Innanríkisráðherra fól undirrituðum þá ábyrgð að fara fyrir nefndinni ásamt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Nefndin skil- aði til ráðherra tillögum sínum í síðustu viku. Verkefni nefndarinnar var að koma með tillögur að því hvern- ig fjármagni þessu yrði best var- ið. Líkt og allir vita er fjármagn af skornum skammti. Því var ljóst frá upphafi að ekki yrði hægt verða við öllum óskum með 500 milljón- um, sem eru engu að síður talsverð- ir fjármunir. Því þurfti að forgangs- raða og var lögð áhersla á að auka viðbragðsgetu, sýnileika og eftirlit lögreglunnar á landsbyggðinni. Þessum markmiðum verður náð með fjölgun lögreglumanna- og kvenna; auknum akstri ökutækja lögreglu á þjóðvegum landsins; aukinni þjálfun og menntun; aukn- um búnaði og að endingu bættum mannauðsmálum. Þá verða rann- sóknardeildirnar enn fremur efld- ar. Öryggis- og þjónustustig lög- reglunnar mun aukast þegar tillög- urnar komast til framkvæmda, en Innanríkisráðherra hefur nú þegar samþykkt þær. Tillögurnar miða að því að lögregluembættin geti strax hafist handa við að auglýsa lausar stöður svo að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. Þá mun öryggi lögreglumanna aukast og starfsað- stæður verða bættar. Það er jákvætt og ekki síður mik- ilvægt eftir tíma niðurskurðar og aðhalds að geta snúið vörn í sókn og eflt lögregluna til muna. Þetta er aðeins fyrsta framfaraskrefið af mörgum en verkefninu er alls ekki lokið. Og mun ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða! Góðar stundir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður. Síðastliðið laugardagskvöld hélt karlakórinn Söngbræður sitt ár- lega matar- og skemmtikvöld í Logalandi. Að þessu sinni var gestakórinn af Mýrunum, Samkór Mýramanna sem söng við upphaf samkomunnar og tók svo undir ásamt öllum viðstöddum í fjölda- söng í lok samkomunnar. Mat- seðillinn var einnig hefðbundinn. Boðið er upp á saltað hrossakjöt og svið frá Fjallalambi sem verk- uð eru með gamla laginu. Kór- félagar höfðu lagt mikinn metn- að í undirbúning og matargerð og voru 250 gestir í Logalandi Pennagrein Búfjársamþykkt Pennagrein Aukin löggæsla á landsbyggðinni Rífandi fjör á skemmtikvöldi Söngbræðra himinlifandi með bæði skemmt- unina og veitingar. Stjórnandi Söngbræðra er Viðar Guðmunds- son bóndi í Miðhúsum á Strönd- um, en uppalinn á Kaðalstöðum. Viðar var jafnframt kynnir og fór á kostum bæði sem slíkur og ekki síður við að laða fram hressilega og vel samstillta tóna kórfélag- anna. Hljómsveit Söngbræðra lék undir í meirihluta laganna, en hana skipa Heimir Klemenzson á píanó, Bjarni Guðmundsson á gít- ar og Guðbjartur Björgvinsson á harmónikku. mm Á boðstólnum voru svið og hrossakjöt sem gestir kunnu afar vel að meta. Söngbræður við upphaf tónleika sinna. hafi íþróttalífið þar verið mun fá- breyttara en á Siglufirði. „Að vísu var fótbolti mikið stundaður á Akra- nesi, en er haustaði datt allt íþrótta- starf niður enda ekkert íþróttahús á staðnum. Það var reyndar að rofa til í þeim efnum, því bygging Bjarna- laugar stóð yfir og lítið íþróttahús var byggt við barnaskólann haust- ið eftir að ég kom. Ég sótti um leyfi til leikfimikennslu í húsinu og fékk það. Aðsókn var töluverð þótt ein- ungis væru gólf- og rimlaæfing- ar í boði í fyrstu. Milli jóla og ný- árs bjó ég til sex metra langa leik- fimidýnu með aðstoð drengjanna, er breytti miklu. Svo komu fleiri áhöld smátt og smátt. Þetta varð síðan vís- ir að meira en tíu ára leikfimikennslu minni á vegum íþróttafélaganna KA og Kára, þar sem að margir fótbol- tastrákanna æfðu vetur eftir vetur hjá mér. Þann 18. júní 1944, daginn eftir hátíðina á Þingvöllum, var mikið um dýrðir hér á Akranesi í tilefni lýð- veldistökunnar. Meðal annars var ég með fimleikasýningu ungra pilta sem hófst með fánakveðju. Þetta var úti- sýning sem fór fram á Kirkjuvallar- túninu þar sem Sjúkrahúss Akraness stendur núna. Fimleikaflokkurinn okkar fór auk þess í ferð til Borgar- ness og Stykkishólms þar sem hann sýndi við ágætar undirtektir,“ seg- ir Stefán meðal annars þegar hann rifjar upp minningar frá löngu lífs- hlaupi, mestan hluta á Akranesi. þá Lögregluliðið á Akranesi um 1965. Aftari röð frá vinstri: Björn H. Björnsson, Brandur Fróði Einarsson, Helgi Biering Daníelsson, Svanur Geirdal og Rúnar Pétursson. Fremri röð frá vinstri: Bent Jónsson, Hermann G. Jónsson bæjar- fógetafulltrúi, Þórhallur Sæmundsson bæjarfógeti og Stefán Bjarnason yfir- lögregluþjónn. Ljósmyndasafn Akraness / ljósmyndari óþekktur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.