Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 „Einmitt þannig eg hef séð hann - Adams var hann skrýddur klæðum“ Vísnahorn Nú nálgast Þorrinn okk- ur óðfluga með öllu því sem honum tilheyrir svo sem Þorrablótum sem sumir tengja við óspar- lega drykkju og át á skemmdum mat. Eitt af því sem margir snæða ótæpilega eru súr- ir hrútspungar sem mörgum þykja vissulega herramannsmatur þó aðrir telji allan súrsaðan mat skemmdan. Það eru líka ólíklegustu hlut- ir sem austurlandabúar telja að geti aukið kyn- hvöt sína og eru tilbúnir að kaupa dýru verði. Eitt sinn var Kaupfélag Ísfirðinga búið að selja töluvert magn af hrútspungum og töldu sig hafa gert góðan díl og fengu bændur ekki að taka þá heim með öðru slátri. Svo fór þó að tap varð á viðskiptunum og varð kaupfélagið fyrir tapi af þessum sökum og bændur urðu að greiða með afurðinni. Á næsta kaupfélags- fundi stóð upp bóndi og spurði; ,,Af hverju voru teknir af okkur pungarnir?“ Af þessu til- efni kvað Guðmundur Gíslason Hagalín: Mörg er bóndans mæða þung, mest þó allra sorga, fyrst er hann sviptur sínum pung og svo er hann látinn borga. Annar góðbóndi norðlenskur seldi töluvert af slátri og þar á meðal eistu hrútlambanna. Lét hann vel af verslun sinni enda munu hon- um hafa þótt peningar skemmtilegri en hrúts- pungar. Þá kvað Egill Jónasson: Selur allt er selja kann, sæll með rjóðar kinnar. Eistnalaus svo hleypur hann heim til kellu sinnar. Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum sagði af sama tilefni: Vonglöð bíður heima hún hefur ei grun um voðann, en það mun fara að þyngjast brún þegar hún fer að skoð’ann. Þorrablótin hafa einnig oft verið uppspretta ástar og þar hefur sömuleiðis verið lagður grunnur að ófáum hjónaböndum. Svo ekki sé nú minnst á öll þau kynni sem styttra hafa staðið. Jafnvel bara nóttina eða hluta af henni. Menn- irnir eru heldur ekki allir skapaðir með nákvæm- lega sama hætti hvorki líkamlega né að gáfnafari þó grunnurinn sé reyndar oftast svipaður. Stúlka ein lýsti manni nokkrum með þessum hætti: Einmitt þannig eg hef séð hann Adams var hann skrýddur klæðum. Hann hafði vaxið vel að neðan en varla neitt á efri hæðum. Margir eru ekkert of vel haldnir hérlend- is og hefur svo lengi verið. Hér á árum áður meðan þjóðin var enn svo skammt á veg kom- in á þróunarbrautinni að hún var að basla við að eyða ekki um efni fram voru líka vandamál, bara ekki nákvæmlega þau sömu. Á þeim tím- um voru kveðnar eftirfarandi Þorravísur: „Nú er frost á Fróni“ frísar klakastóð, hugarhnípin þjóð, hristir tóman sjóð. Fæst ei forðað tjóni, flest er unnið klént — gulli á glæ var hent „ganske pent.“ Síldin aldrei sást, sjóföng varla nást, oss í bili brást Bretans matarást. Þó er ljóst að lóni landhelginni hjá ýmsir utan frá, — æji já. Blysin andans brenna báglega í ár, blaktir logi blár, blæðir morgunsár. Vinum víns og kvenna vefst, í dagsins önn, tunga um falska tönn, bág takast bönn. Oft var þorri þurr, þessi er afleitur, vekur veizlu-kurr valash, kók og spur. Man ég tíma tvenna, teyguð vínin dýr, ótal yndishýr æfintýr. Já, það eru nú tvennir tímar má sannar- lega segja. Allt var þetta betra í gamla daga segja menn og halda því trúlega áfram í nokk- ur hundruð ár ennþá. Fyrir svona 160 árum eða svo var séra Björn Halldórsson prestur í Laufási og orti eftirfarandi þulu um heimil- isfólkið: Jóhanna heitir húsfreyjan, hæversk, en fremur dauf á mann. Svo kemur nú hann séra Björn. Sá er mælskari en nokkur kvörn. Sigríður kona heitir hans, hreppstjóradóttir norðanlands. Þá held ég Tryggvi taki við, timburmaður og dálítið. Jómfrú Kristjana kemur svo, með kvenmannsgáfur á við tvo. Og svo hann Gunnar, auminginn, yfrið seigur við lærdóminn. Þá er hann Eggert ungmennið, allt á honum er stórskorið. Geir Finnur karlinn kemur þá, kempulegur að heyra og sjá. Vilhjálmi bæta við skal þar, votur líklega í fæturnar. Geta verður um gamla Jón, gerfilegur í raun og sjón. Sigurður þykir þarflegur, þar er nú góður ráðsmaður. Rósa, sem honum áföst er, er nógu rækals vel að sér. Einari fer vel fjármennskan svo fæstir jafnast á við hann. Sigríður er hans kona kná, þó karlmönnunum þyki hún smá. Ingibjörg þeirra afkvæmi, eitthvað verður með tíðinni. Jóhann verður að vera með, þó varla sé hann stærri en peð. Þorsteinn krækir í þorskana, þeir missa líka öndina. Árni minn þumbast þarna við, þarfur lengi við kvenfólkið. Steinunn er mesta meinlaust skinn, meir en natin við fjósverkin. Þá er hún Anna eitthvert gull, af allra handa gæðum full. Nærri því minnkun að því er, að hún er síðust nefnd af mér. Þess óska ég, að þetta fólk, þrjóti aldrei skyr né mjólk. Aldrei kornmat og aldrei spað, aldrei mykju né sauðatað. og ekkert það sem þarf í bú, þá er búið, ég hætti nú. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 Um 300 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu Siðmennt- ar á þessu ári. Er það tvöföldun að- sóknar á fimm árum og þreföld- un á tíu árum, að sögn talsmanna félagsins. „Á þeim 25 árum sem Siðmennt hefur boðið borgaralega fermingu sem valkost ungmenna, hafa vinsældir hennar aukist stöð- ugt. Vegna aukins fjölda á þessu ári verða samtals 9 athafnir á 6 stöðum á landinu: Þrjár í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein á A k u r - eyri, Fljótsdalshéraði, Suðurlandi og á Höfn í Hornafirði. Ferming- arbörn á vegum Siðmenntar sækja námskeið þar sem þau undirbúa það að verða fullorðin með öll- um þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á undirbúnings- námskeiðinu er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þeg- ar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum, enda hefur það marg- oft sannast á námskeiðunum að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og mismunandi skoðanir hafa þátt- takendur vel getað rökrætt og átt samskipti á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt. Á námskeiðinu eru umfjöllunar- efnin fjölbreytt, t.d. samskipti ung- linga og fullorðinna, fjölskyldan, siðfræði, gagnrýnin hugsun, mis- munandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingja, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi og réttindi ung- linga, jafnrétti, siðfræði, efahyggja og trúarheimspeki, barátta fyr- ir friði, samskipti kynjanna, um- hverfismál, fordómar, tilfinningar, sorgarviðbrögð og fleira. Foreldr- um / forráðamönnum fermingar- barnanna er síðan boðið að koma í eina kennslustund undir lok nám- skeiðs. Umsjónarmaður námskeið- anna er Jóhann Björnsson, kennari og heimspekingur.“ mm Nafn: Guðlaugur Jóhannsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Vinn á nytjamarkaði Búkollu á Akranesi. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý einn með kettinum Trýnu. Áhugamál: Allar veiðar, útivera og smíðar. Það má segja allt á milli himins og jarðar bara. Vinnudagurinn: þriðjudagurinn 14. janúar 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Ég mætti klukkan 10 og þá fórum við að reyna að fá bíl hjá Fjöliðj- unni til að sækja dót í gáminn sem er uppi á haugum og fara með föt í Rauða krossinn. Hádegið? Bara þetta sama, að snúast inni í Búkollu. Væntanlega hef ég verið að taka af kerrunni og bera inn dót í kringum hádegið. Klukkan 14? Þá var ég að taka Rauða Kross poka. Fötin sem fara í Rauða krossinn eru flokkuð hér og svo er farið með þau í gám uppi í Fjöliðju. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti að vinna klukkan 16. Það síðasta sem ég gerði var að kveðja fólkið og þakka fyrir daginn. Fastir liðir alla daga? Nei, ég held að það sé enginn fastur lið- ur. Þetta er svo rosalega fjölbreytt starf. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Bara ánægjan með vinnudaginn enda góðu verki lok- ið. Var dagurinn hefðbundinn? Já, þetta var hefðbundinn þriðjudag- ur. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði fyrir tveimur árum. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Nei. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, ég geri það. Eitthvað að lokum? Ég er þakk- látur fyrir það tækifæri að fá að vinna hér því ég er öryrki og at- vinnutækifærin eru fá. Það er gaman að kynnast öllu þessu frá- bæra fólki sem hér starfar og hing- að kemur. Dag ur í lífi... Starfsmanns Búkollu á Akranesi Fjölgun borgaralegra ferminga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.