Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Vetrardagskrá Edduveraldar í Borg- arnesi er nú að líta dagsins ljós. „Við höldum áfram að spila Rússa annan hvern miðvikudag og byrj- um kl. 20. Spilað verður dagana 29. janúar, 12. og 26. febrúar auk 12. og 26. mars. Á bóndadaginn föstu- daginn 24. janúar verðum við með Þorrahlaðborð frá klukkan 19 - 21. Panta þarf í síma 437-1455. Hljóm- sveitin Spaðarnir munu skemmta þetta kvöld frá kl. 21-23 og barinn verður opinn til 01.00 eins og verið hefur alla föstudaga og mun verða áfram,“ segja þær Erla og Gunna í Edduveröld í fréttatilkynningu. Þá segir einnig: „Við áætlum að vera með Pub Quiz og byrjum 7. febrúar. Þar mun Heiðar Lind Hansson stjórna og hefjast leikar kl. 21. Nú er um að gera að koma saman og mynda lið í létta og skemmtilega spurninga- keppni. Þemað er Borgarnes og líð- andi stund og er aðgangur ókeypis. Í mars mun Heiðar snyrtir koma og segja okkur allskonar skemmti- legheit. Hann verður með vínkynn- ingu, tónlistaratriði út Borgarnesi og happdrætti. Einnig munum við fá flotta gaura til að hrista kokteila á barnum eins og enginn væri morg- undagurinn. Einnig munum við fá trúbadora og Gylfi Ægisson mun skemmta 11. apríl og eigum við von á súp- er skemmtun eins og honum einum er lagið. Það gleymist seint hversu frábær hann var þegar við opnuð- um hérna í mars á síðasta ári og er alveg pottþétt að þetta kvöld verð- ur ekkert síðra. Föstudaginn langa, 18. apríl, ætl- um við að setja upp sjávarréttahlað- borð með hinum ýmsu fiskiteg- undum. Er ekki kominn tími til að smakka á öllum þessum kræsingum sem sveima um hringinn í kringum landið okkar? Einnig minnum við á heimilismatinn í hádeginu alla virka daga á litlar 1690 krónur. Þá er líka hægt að fá súpu og brauð sem og mat af matseðli. Við vonum að við náum til sem flestra með þessari dagskrá sem framundan er og þið sjáið ykkur fært um að mæta,“ segja þær Erla og Gunna að endingu. mm Dr. Ólafur Ísleifsson hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri gæða- mála við Háskólann á Bifröst. Áður gegndi Signý Óskarsdóttir starfi gæðastjóra á Bifröst en hún hefur nýlega tekið við starfi skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi. „Ólafur mun leiða innra gæðamat Háskólans á Bifröst og undirbúa vinnu vegna ytra gæðamats á skólanum sem fram fer í mars 2015. Það mat er fram- kvæmt af hópi erlendra sérfræðinga sem tilnefndir eru af gæðaráði há- skólanna en innra mat Háskólans á Bifröst er lagt til grundvallar mati erlendu sérfræðinganna,“ segir í til- kynningu frá skólanum. Ólafur Ísleifsson hefur lokið doktorsprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaraprófi í hagfræði frá London School of Economics and Political Science og BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Hann var um tíu ára skeið lektor í hagfræði við Háskólann í Reykja- vík og hefur að baki fjölþætta starfs- reynslu á sviði fjármála og efna- hagsmála á vettvangi Seðlabanka Ís- lands, Þjóðhagsstofnunar, forsætis- ráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Margir þekkja Ólaf auk þess sem álitsgjafa í ljósvakafjöl- miðlum þegar til umræðu eru efna- hagsmál. mm Ritstjóri Skessuhorns ritaða af- bragðsleiðara í blaðinu 15. janú- ar sl. Mér fannst letrið fullsmátt í leiðaranum, en hvað með það, inni- haldið er það sem ég ætla að fjalla um. Í leiðaranum er drepið á niður- stöðu skoðanakönnunar um hvað íbúum finnst að sveitarfélög megi að hámarki skulda. Það má eflaust gagnrýna aðferðafræði könnunar- innar, en niðurstaðan var mjög at- hyglisverð. Samkvæmt niðurstöð- unni, þá vilja íbúar að skuldirn- ar séu miklu lægri en þær eru í dag sem hlutfall af tekjum sveitafélag- anna. En leiðarinn fjallar eigin- lega meira um hvernig reynt er að blekkja íbúana með tölum. Vegna þessa vil ég benda á ný sveitarstjórnarlög og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Fyr- ir okkur íbúana er hlutfall skulda af tekjum sem skipta máli í þessu samhengi. (64.gr. sveitarstjórna- laga; „Viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga“). Með reglugerðinni eru skuldir metn- ar á annan hátt, þar sem skuldun- um er skipt niður á ár til framtíðar o.fl. Það er vegna eftirlits með fjár- málum sveitarfélaga og er eins og stærðfræðiformúla til að meta áhrif hugsanlegra áfalla sem geta gerst í fjármálum sveitarfélaga. Þeir út- reikningar segja ekkert til um hvað sveitarfélag skuldar í raun og veru. Það væri gagnlegt að í Skessu- horni yrði stillt reglulega upp töl- um af fjármálum sveitarfélaga á út- breiðslusvæði blaðsins. Jóhannes Finnur Halldórsson. Höfundur býr á Akranesi og er sér- fræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu innanríkisráðuneytisins og einn af höfundum skýrslu um fjármálareglur fyrir sveitarfélög. Skoðanir eru höf- undar. S e f n u m ó t a n d i byggðaáætlun rík- isstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi í vikunni sem leið. Þar eru mörg góð markmið kynnt til sögunnar og sambærileg stefnuplögg hafa verið lögð fram á þingi í gegnum tíðina. Ef öll þau góðu áform sem kynnt hafa verið af hálfu stjórn- valda í gegnum tíðina hefðu orðið að veruleika hefðum við sem höfum eytt ævi okkar úti á landsbyggðinni ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af búsetuþróun. Því vissulega hafa komið þar fram mörg góð og göf- ug markmið um jöfnun búsetuskil- yrða og ýmiss konar átaksverkefni til að svo megi verða, en því miður hefur það nú ekki gengið eftir nema að litlu leyti. Ég hef sagt það áður að ég tel þá byggðastefnu sem rekin hefur verið segjum síðustu 20 ár vera í algjöru skötulíki. Hún hefur verið mjög ómarkviss og fyrst og fremst mið- ast við að plástra þegar vandamálin eru komin upp og erfiðleikar steðja að. Oftar en ekki þegar allt er kom- ið í óefni þá bregðast menn við, stundum í fljótræði og klastra upp á hlutina en ekki að menn séu að vinna markvisst eftir áætlunum til að koma í veg fyrir að hlutirnir fari á verri veg. Ég held að mjög marg- ir geti tekið undir þessi orð mín sem búið hafa úti á landsbyggðinni og sérstaklega á þeim svæðum sem hafa átt undir högg að sækja eins og er því miður á öllum landshornum. Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðun- um og Suðurlandi og víða á Vestur- landi líka. Á þessum stöðum er fólk kannski hætt að trúa fögrum orðum og vill sjá að verkin tali og að lagð- ir séu fjármunir í hlutina, að fjár- magn fylgi mörkuðum stefnumót- andi byggðaáætlunum. Ríkisstjórnin byrjar ekki vel og er ekki landsbyggðarvæn í verk- um sínum í nýsamþykktum fjár- lögum. Mikið gekk á í fjárlagavinn- unni að ná einhverju til baka þar sem skera átti niður í góðum verk- efnum á landsbyggðinni sem haf- in voru í tíð fyrri ríkisstjórnar. Ég nefni Sóknaráætlun. Þar var skorið niður um 300 milljónir en hún er í raun byggðastefnu í verki. Skorið var niður í jöfnun húshit- unarkostnaðar, menningarsamning- ar voru skornir niður, uppbygging á veikum svæðum eins og í Skaftár- hreppi þar var skorið niður. Verk- efninu „Brothættar byggðir“ átti að skera niður en okkur tókst að ná því fjármagni aftur til baka, 50 milljón- um og þannig mætti áfram telja. Markaðar tekjur til vegagerðar voru skornar niður, stuðningur við flug á ríkisstyrktum leiðum skorinn niður. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða sem vissulega hefur verið að skila miklu út í dreifðar byggðir landsins, þar var skorið niður. Okk- ur tókst að koma í veg fyrir mikinn niðurskurð til uppbyggingar há- hraðatenginga út um landsbyggð- ina. Einnig má nefna að skera átti niður fjármagn til nýrra fram- haldsskóladeilda á landsbyggðinni „dreifinám“ en það tókst að stoppa það af sem betur fer og áfram mætti nefna fjölda dæma. Allt voru þetta verkefni sem hægt var að halda áfram með. Góð verk frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Og þó að ástandið hafi nú verið eins og það var eftir Hrunið markaði síðasta ríkisstjórn þá vegferð að hún ætl- aði að vinna að því að leggja lands- byggðinni lið og fara í framkvæmd- ir eftir getu og í áföngum til að byggja upp víða á landsbyggðinni í verki eins og t.d. ný hjúkrunarrými sýna og vann þar með heimamönn- um eins og að Sóknaráætlun og fleiri góðum verkum. Mikill nið- urskurður var í fjárlögum til rann- sókna- og nýsköpunarsjóða sem skilað hafa sér til uppbyggingar fyrirtækja vítt og breytt um landið. Okkur tókst þó að koma í veg fyrir að skorið yrði niður í endurgreiðslu skatta til nýsköpunarfyrirtækja sem skilað hefur góðum árangri. Ég vil bara nefna þetta vegna þess að hve vel sem fögur fyrir- heit líta út á blaði í þingsályktun- artillögu þá eru það verkin sem tala þegar upp er staðið. Menn tala oft digurbarkalega á hátíðarstund- um um mikilvægi landsbyggðar- innar, en þegar skipta á kökunni og fjármagninu hefur það ekki reynst sérstaklega auðvelt að draga fé til landsbyggðarinnar þó hún sé að skili ríkissjóði miklum tekjum. Þar eru útflutningsgreinar okkar, land- búnaðurinn og í gegnum alla mat- vælaframleiðslu úti um allt land og ýmiss konar starfsemi í ferðaþjón- ustu sem hefur verið að byggjast ört upp á landsbyggðinni undan- farin ár. Mér finnst því ekki að við lands- byggðarmenn þurfum að ganga fram sem ölmusuþegar og þiggja bætur hér og þar. Það á bara að gefa rétt í þessu þjóðfélagi og þeir fjár- munir sem skapast úti á landi eiga að skila sér með réttmætum hætti aftur til baka. Ef það mundi ger- ast þannig væri landsbyggðin bara ágætlega stödd og ég held að það fólk sem býr á landsbyggðinni geti alveg tekið undir það. Ég held að við verðum að fara að bretta upp ermarnar. Ef við mein- um eitthvað með því að við viljum vinna að stefnumótandi byggða- áætlun þá verður það að vera miklu markmiðsmiðaðri áætlun og að fjármagn fylgi. Því annars eru þetta bara fögur fyrirheit sem allir eru hættir að hafa trú á að skili sér til þeirra svæða sem í hlut eiga. Þann- ig viljum við ekki sjá hlutina ger- ast við þurfum öfluga „Sóknaráætl- un“ í samvinnu við fólkið á lands- byggðinni. Við höfum tækifæri og tækifærin liggja líka út um land og þess vegna er það hagur allra lands- manna að unnið sé að uppbyggingu og byggðaáætlun um landið sem skilar sér í verki. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður fyrir VG í NV kjördæmi. Veist þú hvað Comenius er? Come- nius er hluti af símenntunarstefnu í Evrópu og gefur kennurum og nemendum tækifæri til að vinna með öðrum kennurum og nemend- um í Evrópu að verkefnum þar sem þemað er eitthvað sem allir þátttak- endur eiga sameiginlegt. Grunn- skóli Snæfellsbæjar hefur tekið þátt í mörgum Comeniusarverk- efnum og er þátttakandi í tveimur verkefnum á þessu skólaári. Frá því í septem- ber síðastliðnum og næstu tvö ár tekur skólinn þátt í verkefni sem kallast „Nat- ural wonders in Europe: a study of our national parks and nature reserves.“ Nátt- úruperlur í Evrópu fjallar um þjóðgarða og friðlönd sem eru nálægt þátttökuskólunum. Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru frá Kýpur, Danmörku, Þýskalandi, Írlandi, Lettlandi, Póllandi, Portú- gal, Spáni, Frakklandi og Tyrk- landi. Helstu markmið með þessu verk- efni eru að auka vitund og áhuga ungs fólks um Evrópu á umhverf- ismálum. Verkefnin sem unnið er að er hægt að samþætta við flestar námsgreinar og eiga nemendur að öðlast við það nýja sýn og færni til dæmis í náttúrufræði og tungumál- um ásamt því að geta nýtt sér list- ræna og skapandi hæfileika sína í skólastarfi. Verkefnafundirnir eru áætlaðir í átta löndum og veitir Evrópuskrif- stofan styrki til þess að þeir geti far- ið fram. Í nóvember síðastliðnum var fyrsti fundur verkefnisins hald- inn í Þýskalandi. Þar tóku nem- endur og starfsmenn Europaschule í Langerwehe á móti hinum þátt- tökuskólunum. Ásamt því að funda um framvindu og áframhaldandi skipulag verkefnisins fengu gest- irnir tækifæri til að skoða borgina Aachen og fara upp í turn dóm- kirkjunnar í Köln þar sem notið var fagurs útsýnis yfir borgina. Einn- ig var farið í heimsókn í Eifel þjóð- garðinn. Einkunnarorð þjóðgarðs- ins er „Let nature be nature“ sem má þýða sem; Leyfum náttúrunni að njóta sín. Þarna var gengið um í stórkostlegu landslagi þar sem beykiskógarnir skörtuðu sínum fegurstu haustlitum, þrátt fyrir rigninguna. Eins og fram hefur komið þá snýst verkefnið um að kynnast umhverfi annarra og kynna sitt eigið umhverfi, hvernig á að vernda það og við- halda fyrir komandi kynslóðir. Næsti fundur er áætlaður í febrú- ar á Spáni en um hann mun San Augustin skólinn í Valdepenas sjá. Með kveðju, Sóley Jónsdóttir, umsjónarkennari í 3. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar Pennagrein Byggðastefna í skötulíki Pennagrein Hvað er Comenius? Fjölbreytt vetrardagskrá í Edduveröld í Borgarnesi Guðrún og Erla bregða á leik. Pennagrein Skuld er skuld Ólafur verður gæðastjóri á Bifröst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.