Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Síða 1

Skessuhorn - 29.01.2014, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 17. árg. 29. janúar 2014 - kr. 600 í lausasölu Fermingarboðskort www.framkollunarthjonustan.is Jón Jónsson Síðustu dagar útsölunnar 15% auka afsláttur af öllum útsöluvörum Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Næstu sýningar: 7. febrúar kl. 20:00 UPPSELT 8. febrúar kl. 17:00 15. febrúar kl. 17:00 Miðapantanir í síma 437 1600 og landnam@landnam.is Menntamálaráðuneytið skoðar nú hvort fjárhagsvandi Landbúnað- arháskóla Íslands verði leystur með sameiningu skólans við Háskóla Ís- lands eða með því að starfsemi hans verði sameinuð í eina starfsstöð á Hvanneyri. Þetta kemur fram í áliti fjárlaganefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga á fyrri hluta síðasta árs sem birt var á mánudaginn. Í álitinu segir að eftir að skýrsla Rík- isendurskoðunar um fjármálastjórn LbhÍ kom út í mars 2012 hafi verið unnið að lausn fjárhagsvanda skól- ans innan ráðuneytisins í samstarfi við yfirstjórn skólans og hafi fjár- laganefnd kynnt sér tillögur af ýmsu tagi til lausnar á vandanum. Tvær leiðir blasi nú helst við. „Tillögurn- ar miða að því að breyta rekstrarum- hverfi skólans, t.d. með sameiningu við Háskóla Íslands, auk þess sem líka hefur verið til skoðunar að sam- eina starfsemi skólans þannig að hún rúmist öll á Hvanneyri í stað þess að vera á þremur stöðum; á Reykjum í Ölfusi og Keldnaholti í Reykjavík auk Hvanneyrar. Aðrar breyting- ar eru einnig í undirbúningi,“ segir orðrétt í álitinu. Fjárlaganefnd legg- ur áherslu á að ráðuneytið taki af- stöðu til tillagnanna og hrindi þeim í framkvæmd í samvinnu við stjórn- endur LbhÍ ekki síðar en í næsta mánuði. Nefndin gerir ekki ráð fyr- ir viðbótarframlagi til skólans til að mæta uppsöfnuðum halla heldur verði tillögurnar að rúmast innan heildarramma ráðuneytisins til há- skólamála. „Nefndin mun fylgja því eftir að svo verði og væntir þess að í framhaldinu verði rekstrargrund- völlur starfseminnar traustur.“ Sjálfstæður skóli áfram Vinnuhópur um málefni háskólanna í Borgarbyggð fjallaði um málið á fundi sínum í fyrradag. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður hópsins seg- ir að fulltrúar menntamálaráðuneyt- isins hafi mætt á fundinn og kynnt stöðuskýrslu um Lbhí og þá vinnu sem átt hefur sér stað í ráðuneytinu. Einnig voru kynntar tillögur sem unnið hefur verið að varðandi styrk- ingu Hvanneyrarstaðar. „Þær tillög- ur sem við sáum á fundinum miðuð- ust við að skólinn yrði lagður nið- ur sem sjálfstæður skóli og starfsem- in sameinuð Háskóla Íslands. Í stað- inn verði auknu fé varið til að styrkja Hvanneyri og þá starfsemi sem þar er og mögulega nýja starfsemi. Við fögnum því að loks sé hulunni svipt af þessari vinnu en okkur finnst þetta að mörgu leyti mjög sérstök stefna og viljum við frekar að fjár- munir sem ráðgert er að setja í styrk- ingu Hvanneyrar renni til sjálfstæðs skóla á staðnum. Að auki finnst okk- ur að ráðuneytið hafi ekki kannað til fulls alla möguleika í stöðunni, t.d. þann að skólinn yrði rekin í einni starfsstöð á Hvanneyri,“ segir Björn Bjarki sem segir vinnubrögðin óþol- andi. Þar skíni í gegn að hans mati að keyra eigi málið í gegn án þess að fleiri sviðsmyndir séu skoðaðar. „Einnig er þetta algerlega ný tegund af byggðastefnu sem er þeirrar gerð- ar að hægt sé að koma auknu fjár- magni út á land á þeirri forsendu að yfirstjórnin verði í Reykjavík. Þetta finnst mér ansi langsótt nálgun,“ bætir hann við. Starfshópur heimamanna ætlar því sjálfur að skoða möguleikana í stöð- unni og samþykkti hann í fyrradag að ganga til samstarfs við KPMG um vinnu á sviðsmyndum um fram- tíð háskólastarfs í Borgarbyggð og áhrif þess á samfélagið. Óskað hef- ur verið eftir að Vífill Karlsson hjá SSV-þróun og ráðgjöf komin einn- ig að þeirri vinnu. „Það vekur í raun undrun okkar að ráðuneytið hafi ekki viljað ræða og skoða betur aðr- ar leiðir með okkur og öðrum tengd- um aðilum á borð við Bændasamtök Íslands. Við höfum t.d. nefnt þann möguleika að stofnuð verði sjálfs- eignastofnun um skólann að svip- aðri fyrirmynd og gert hefur ver- ið á Bifröst, en fengið litlar undir- tektir. Að okkar mati er besta lausn- in að LbhÍ verði áfram rekinn sem sjálfstæð stofnun með höfuðstöðv- ar á Hvanneyri. Í skólanum starfar hæft fólk sem stendur fyrir metnað- arfullu og faglegu starfi sem fengið hefur góða einkunn í gæðaúttekt- um. Brýnt er að skoða alla mögu- leika til fulls og eyða óvissunni um framtíð skólans.“ hlh Bóndadagurinn var á föstudaginn en hann er fyrsti dagur Þorra. Strax sama kvöld fóru þorrablót fram á nokkrum stöðum og enn víðar á laugardaginn. Næstu fjórar helgar er síðan þétt dagskrá blóta víðsvegar um landið. Þorrablót Skagamanna fór fram á laugardaginn fyrir fullu íþróttahúsi á Vesturgötu. Frábær skemmtun og góður matur var einróma umsögn gesta. Hér má sjá fyrstu matargestina fá sér af glæsilegu hlaðborði en það var veitingastaðurinn Galító sem sá um veisluföng. Sjá nánar frétt bls. 4. Ljósm. ki. Tvær tillögur til skoðunar um framtíð LbhÍ Frá Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.