Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Núna þegar ýmsir eru á þeys- ingi hingað og þangað um landið, ekki síst vegna þorrablóta, er rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega. Áframhaldandi hálkutíð og tvísýn færð er í kortunum og nauðsynlegt að fólk sem ætlar að vera á ferðinni fylgist vel með veðurspám. Útlit er fyrir umhleypingar næstu dagana. Á fimmtudag er spáð suð- austan 10-15 m/sek og slyddu eða rigningu suðaustan til, en gengur í vestan 8-13 m/sek með snjókomu vestan til. Á föstudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu fyrir austan, en dálitlum éljum vestan til. Hlýnar í veðri. Á laugardag er spáð ákveð- inni norðaustanátt og úrkomulít- ið verður suðvestanlands, annars slydda eða rigning. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir norðanátt með ofankomu fyrir norðan, en bjartviðri syðra og kólnandi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ertu ánægð/ur með árang- ur íslensku strákanna á EM?“ Lang- flestir eru það, „já“ mjög sögðu 67,22% og „já frekar“ 23,11%. „Nei slakur árangur“ sögðu 5,66% og rúm 4% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Hvað finnst þér um niðurstöðu verðtryggingarhópsins? Matreiðslufólk sem stendur fyr- ir fjölmennum þorraveislum um þessar mundir eru Vestlendingar vikunnar. Ekki síst þeir sem finnt þorramatur vondur en tekst að leyna því. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Stækkunaráform hjá Akraborg AKRANES: Á fundi skipu- lags- og umhverfisnefndar Akraness í síðustu viku var m.a. til umræðu breyting á deili- skipulagi Smiðjuvalla, vegna Kalmansvalla 6 og Smiðjuvalla 3. Eins og fram kemur í fund- argerð er um að ræða stækk- unaráform matvælafyrirtækis- ins Akraborgar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa á prjón- um að nýta nærliggjandi lóð á Smiðjuvöllum 3, þar sem verk- stæði Trésmiðju Akraness var til húsa en hluti hússins brann í september síðastliðnum og hefur verið tekin ákvörðun um að það verði ekki endurbyggt. Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið um breyt- ingar á deiliskipulagi. Nefnd- in fól byggingar- og skipulags- fulltrúa að ræða við lóð arhafa á Kalmansvöllum 6 og Smiðju- völlum 3 um skipan lóðamála í samræmi við umræður á fund- inum. Þess má geta að stutt er síðan þeir Akraborgarmenn byggðu við og hafa nú hug á frekari stækkun húsnæðisins. þá Stm.f. Kjölur stækkar LANDSBYGGÐIN: Stjórnir Stéttarfélagsins Kjalar og Starfsmannafélags Skagafjarð- ar hafa undirritað samkomu- lag um sameiningu félaganna undir nafni þess fyrrnefnda. Samkomulagið verður kynnt félagsmönnum í Starfsmanna- félagi Skagafjarðar á næstu dögum og afgreitt á aðalfundi félagsins í febrúar. Samein- ingin hefur þegar verið kynnt á trúnaðarmannafundi hjá Kili og á aðalfundi félagsins í mars verður hún endanlega staðfest með kosningu nýrrar stjórnar. Kjölur er stéttarfélag starfs- manna í almannaþjónustu sem varð til við sameiningu Félags opinberra starfsmanna í Húna- vatnssýslum, Starfsmanna- félags Akureyrarbæjar, Starfs- mannafélags Borgarbyggðar, Starfsmannafélags Dalvíkur- byggðar og Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar árið 2004. Að aflokinni samein- ingu verður Kjölur með rúm- lega 1000 félagsmenn og eitt af fimm stærstu stéttarfélögunum innan BSRB. -mm Kaupfélag Borgfirðinga óskar eftir þjónustuliprum og hraustum afgreiðslumanni. Upplýsingar veitir: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Kaupfélag Borgfirðinga rekur búrekstrardeild, sem selur ýmsar rekstrarvörur fyrir landbúnað og fleira. Vöruval og starfsemi er að mestu sniðið að þörfum bænda, þótt einnig sé horft til þjónustu við aðra, m.a. sumarbústaðaeigendur. KB er þátttakandi í smásölumarkaði í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja í gegnum Samkaup. Önnur starfsemi er rekstur á fasteignum í Borgarnesi og á Akranesi, félagið á hluti í öðrum fyrirtækjum. Þar má nefna Borgarland ehf, KB framfarafélag ehf og Fóðurblönduna hf. Menntun og hæfniskröfur • Búfræðimenntun eða önnur gagnleg menntun á sviði starfseminnar • Þekking á landbúnaði og aðstæðum á Vesturlandi nauðsynleg • Reynsla af störfum við verslun og þjónustu æskileg • Lyftarapróf ásamt ríkri þjónustulund nauðsynleg • Starfið krefst hreysti og krafa er um reykleysi • Þekking á DK afgreiðslu- og bókhaldskerfi er kostur Starfssvið • Almenn afgreiðslu- og þjónustustörf í verslun • Vörumóttaka og afgreiðsla af lager Afgreiðslumaður Fjárhagsstaða dvalar- og hjúkrun- arrýma um allt land er orðin býsna erfið eins og ítarlega var fjallað um í síðasta Skessuhorni. Eins og kom fram í máli forsvarsmanna heimil- anna á Vesturlandi telja þeir að rík- ið þurfi að hækka daggjöld um 15% til að rekstur þeirra geti gengið. Bæjarstjórn Grundarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag ályktun vegna fjárhags- stöðu Fellaskjóls. Þar segir: „Bæj- arstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir áhyggjum vegna forsendubrests við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Fellaskjóls. Miðað við nú- verandi stöðu er rekstrargrundvöll- ur dvalarheimilisins brostinn vegna fækkunar hjúkrunarrýma og of lágra daggjalda. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að hækka daggjöld til dvalar- og hjúkrunarheimila nú þegar.“ Í bókun með áskoruninni er lýst áhyggjum vegna forsendubrests við rekstur Fellaskjóls. „Heimil- ið er sjálfseignarstofnun og hef- ur frá upphafi verið rekið af mik- illi útsjónarsemi. Nú er hins vegar svo komið að daggjöldin sem koma frá ríkinu nægja ekki fyrir kostnaði. Sambærileg staða virðist vera uppi um allt land, jafnt á stórum og smá- um hjúkrunarheimilum.“ Loks seg- ir að hjúkrunarrýmum á Fellaskjóli hafi verið fækkað um eitt, meðan þörf fyrir hjúkrunarrými hafi farið vaxandi. Brýnt sé því að sú ákvörð- un verði afturkölluð. „Bæjarstjórn Grundarfjarðar skorar á heilbrigð- isráðherra og ríkisstjórn að hækka nú þegar, daggjöld til dvalar- og hjúkrunarheimila.“ mm Nýlega tilkynnti Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráðherra að ráðuneyti hans myndi styrkja Byggðasafnið í Görðum á Akranesi vegna varðveislu kútters Sigurfara. Bæjarráð þakkaði á fundi sínum ný- verið áhuga forsætisráðuneytisins á málefnum kúttersins. Erindinu var vísað til umsagnar stjórnar Byggða- safnsins í Görðum sem mun funda nk. fimmtudag. Hjördís Garðarsdóttir formað- ur stjórnar byggðasafnsins kvaðst í samtali við Skessuhorn muna á fundinum leggja til að a.m.k. hluti þessa styrks verði nýttur til að afla ráðgjafar hjá styrkjasérfræðingi, svo sem varðandi möguleika á styrkj- um erlendis frá eins og úr styrkja- sjóðum Evrópusambandsins. Hjör- dís segir að varðveisla kúttersins sé mjög dýrt verkefni og ýmsar hug- myndir hafi verið skoðaðar. Síðasta kostnaðaráætlun sem skilað var inn til ráðuneytis var upp á 110 milljón- ir króna, þannig að fimm milljónir segðu lítið en kæmu sér vel. Eink- um þar sem stjórn byggðasafnsins hefði fengið synjun á beiðni um fjárveitingu vegna styrkjasérfræð- ingsins sem lögð hefði verið fram vegna fjárhagsáætlunar Akranes- kaupstaðar fyrir þetta ár. þá Eins og sagt hefur verið frá í Skessu- horni standa nú yfir framkvæmd- Innilaugin í Borgarnesi máluð Innilaugin í Borgarnesi eins og hún blasti við á laugardaginn og Garðar Jónsson að mála. ir í Íþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi. Þar er meðal annars verið að vinna að stækkun þreksalar íþrótta- miðstöðvarinnar og stækkun bún- ingsklefa kvenna. Einn liður fram- kvæmdanna er að hressa upp á inni- laug íþróttamiðstöðvarinnar og hef- ur botn laugarinnar nú verið mál- aður. Einnig stendur til að skipta um gler í kýraugum á veggjum laugarinnar og þá hefur einu nýju kýrauga verið bætt við þar sem ör- yggismyndavél verður komið fyrir. Þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið um íþróttamiðstöðina á laugar- daginn var Garðar Jónsson málara- meistari á Akranesi að fara síðustu umferðina yfir sundlaugarbotninn. Sjá má að andlitslyfting laugarinn- ar verður allnokkur, en einnig má sjá að áhorfendapallar til hliðar við laugina eru nú horfnir, en það svæði er nú hluti nýja þreksalarins. hlh Forsætisráðuneytið styrkir kútterinn Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld vegna stöðu Fellaskjóls

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.