Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Guðmundur Páll Jónsson oddviti Framsóknarflokksins og óháðra í bæjarmálunum á Akranesi hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða listann í sveitarstjórnarkosningun- um í vor. Hann hefur setið í fimm kjörtímabil, alls 20 ár. Guðmund- ur settist fyrst í bæjarstjórn Akra- ness fyrir Framsóknarflokkinn árið 1994. Hann segist fara sáttur frá borði eftir viðburðarík ár í bæjar- stjórn. „Eftir 20 ára vinnu í sveitar- stjórnarmálum tel ég að nú sé kom- ið gott. Það er tímabært að nýir að- ilar komi að. Vonandi gefur yngra fólk kost á sér, fólk sem langar að takast á við spennandi hluti.“ Stillt upp hjá Framsókn Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína á fundi Framsóknarflokksins á Akranesi á fimmtudagskvöld í síð- ustu viku. Í framhaldi var ákveðið á fundinum að kjósa uppstilling- arnefnd sem geri tillögu að fram- boðslista fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í maí. Nefndinni var fal- ið að koma með tillögur að lista eftir þrjár vikur. Dagný Jónsdótt- ir sem hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins ásamt Guð- mundi Páli lýsti því yfir á fundinum að hún gæfi áfram kost á sér til setu á listanum. Með ákvörðun Guðmundar Páls liggur fyrir að oddvitar Framsókn- arflokks, Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks ætla allir að hætta störfum sem bæjarfulltrúar eftir þetta kjör- tímabil. Allir hafa þeir starfað í 20 ár. Það má því segja að það stefni í ákveðin kynslóðaskipti í forystu sveitarstjórnarmanna á Akranesi. Miklar sveiflur á tímabilinu Guðmundur Páll Jónsson segir að þeir tveir áratugir sem hann á að baki hafi að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og viðburðaríkur tími með miklum áskorunum þar sem skipst hafi á bæði skin og skúr- ir. Margt er breytt á þessum tveim- ur áratugum. Til að mynda hefur íbúum Akraness fjölgað úr 5.150 árið 1994 í 6.700 í dag. „Þegar ég settist fyrst í bæjar- stjórn 1994 hafði verið mikil niður- sveifla og efnahagsleg deyfð, bæði í bæjarlífinu og almennt yfir land- ið. Ég man að þá var gjarnan sagt að aðeins væri byggt um eitt nýtt íbúðarhús á ári. Þegar rætt var við kjósendur var aðal umræðuefn- ið hvernig fólk ætlaði að eiga fyrir brauðinu daginn eftir. Á tímabilinu sem ég hef setið hefur maður síð- an mætt kjósendum þegar allt önn- ur sjónarmið hafa verið uppi, mikil bjartsýni og kraftur. Sveitarstjórn- armálin fara mikið eftir því hvern- ig efnahagsmálin sveiflast hverju sinni,“ segir hann. Göngin og Grundartangi Það var einkum tvennt sem kom hjólunum aftur af stað á Akranesi og víðar í þjóðfélaginu. Þetta voru gerð Hvalfjarðarganga og auk- in iðnaðaruppbygging á Grundar- tanga. „Fyrsta kjörtímabilið mitt, og einkum árin 1996 til 1998, stóð þetta tvennt uppúr. Bygging ál- vers Norðuráls var um 50 millj- Fyrr í þessum mánuði tók Hildi- gunnur Jóhannesdóttir, forstöðu- kona Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi, á móti fulltrú- um Lionsklúbbs Stykkishólms, Lionsklúbbsins Hörpu og Kven- félagsins Hringsins. Þessi félög færðu heimilinu að gjöf baðstól. Þau hafa í mörg ár, ýmist í sam- einingu eða hvert fyrir sig, stutt við dvalarheimilið og sjúkrahúsið, m.a. með tækjakaupum. Á mynd- inni eru f.v. Hildigunnur Jóhann- esdóttir, Sigurður Þórarinsson, María Guðmundsdóttir og Alma Diego. eb Þrjú félög gáfu baðstól á dvalarheimilið Ætlar að hætta í bæjarstjórn Akraness eftir 20 ára setu arða fjárfesting. Hún dugði til þess að koma hagkerfinu í gang á þeim tíma. Síðan voru það Hvalfjarð- argöng. Sú framkvæmd varð afar mikilvæg til að breyta möguleikum Akraness sem fram að þeim hafði verið hálfgildings eyjasamfélag. Ég nefni líka mikla gerjun í sjáv- arútvegnum á þessum tíma. Frysti- togaravæðingin, breytingin á fiski- mjölsverksmiðju HB & Co og ýms- ar aðrar endurbætur hjá því fyrir- tæki gögnuðust meðal annars iðn- aðaruppbyggingu eins og til dæm- is hjá Skaganum. Allt hjálpaði þetta atvinnulífinu á Akranesi.“ Guðmundur rifjar upp að á þessum tíma hafi oft orðið eftir- minnileg umræða meðal bæjar- búa á Skaganum. „Ég man fyrst og fremst eftir þessari óformlegu samræðu um hlutina. Athafnafólk- inu þótti oft farið of hægt fram og af miklum vanefnum. Áhuginn og krafturinn var oft slíkur að verk- efnin stóðu vart undir þeirra vænt- ingum. Á meðan þótti öðrum hver áfangi vera of stór. Þetta kom sér- staklega skýrt fram þegar Hval- fjarðargöng voru gerð. Þar höfðu margir enga trú á því að það fengist fjármögnum í þessar framkvæmdir. Enginn myndi lána peninga norður í Dumbshaf þar sem eina trygging- in yrði hola ofan í jörðinni.“ Þakklátur fyrir sam- stöðu Akurnesinga „Okkur tókst að búa þannig um hnúta að menn gætu horft norður fyrir Hvalfjörð í iðnaðaruppbygg- ingu. Stór partur er auðvitað bættar samgöngur en líka það að íbúar og atvinnulíf beggja vegna Hvalfjarðar búa nú við sama kostnað í grunn- þáttum á borð við orku-, vatns- veitu- og fráveitumál. Það var mik- ið atriði til að ákveðin þróun gæti átt sér stað í atvinnuuppbyggingu svo við sætum ekki eftir hér norðan Hvalfjarðar. En svo kom efnahags- hrunið og sveitarstjórnarstigið hef- ur orðið að takast á við afleiðingar þess. Það hefur ekki verið létt verk. Ég er þakklátur fyrir það að okk- ur Skagamönnum skuli hafa tekist að mæta þeim erfiðleikum samstíga og sem ein heild,“ segir Guðmund- ur Páll. Hann nefnir málefni Orku- veitunnar sem dæmi um þetta en mikið af tíma hans þetta kjörtíma- bil hefur farið í að starfa að mál- efnum hennar. „Við náðum sátt um hvernig ætti að ná tökum á þeim vanda sem uppi var í rekstri Orku- veitunnar.“ Það hefur tekist að bjarga OR Guðmundur bendir á að mál- efni Orkuveitunnar hafi hlutfalls- lega meira að segja varðandi dag- legt líf hvers íbúa Akraness held- ur en í Reykjavík. „Það var gífur- lega mikilvægt að okkur auðnað- ist að ná tökum á þeim vanda sem uppi var hjá fyrirtækinu. Þetta hef- ur tekist. Þar var unnið eftir áætl- un sem fékk nafnið „Planið.“ Það var aðallega fjórþætt. Í henni fólst meðal annars að við Skagamenn legðum fyrirtækinu til 700 millj- ónir króna í beinhörðum pening- um af þeim 12 milljörðum samtals sem eigendur þess lögðu fram. Átta milljarðar voru svo lagðir til þess í gegnum hækkanir á gjaldskrám til þjónustunotenda fyrirtækisins. Síð- an voru fjárfestingar fyrirtækis- ins skornar niður um 16 milljarða fram til 2016. Svo á að selja eignir fyrir 10 milljarða. Síðan var dregið úr almennum rekstrarkostnaði og starfsmönnum fækkað þannig að þar spöruðust um fjórir milljarðar. Það var ekki sjálfgefið að ná einingu um þetta en það tókst. Við fulltrú- ar Skagamanna mættum samein- uð til þessa verkefnis þó að skiptar skoðanir hafi verið um fyrirtækið í gegnum tíðina. Í upphafi var þetta mjög erfitt því engar lánastofnan- ir vildu til dæmis tala við okkur Ís- lendinga fyrst eftir hrunið,“ segir Guðmundur Páll. Þjónusta við íbúa og sameiningarmál Þó að Guðmundur Páll hyggist hætta þátttöku í sveitarstjórnarmál- um þá hefur hann skýrar skoðanir á því hver séu brýnustu viðfangsefni næstu framtíðar á þeim vettvangi. „Það verður að tryggja að vel sé byggt utan um þjónustu við íbúana. Ná þarf að ná tökum á rekstri dval- arheimila aldraðra. Hann mun fær- ast yfir á sveitarfélögin á næstu árum með svipuðum hætti og gerð- ist með málefni fatlaðra í ársbyrjun 2011. Sá grunnur sem lagður hef- ur verið til að byggja upp innviði sveitarfélagsins bæði í atvinnulegu tilliti og þegar litið er til þjónust- unnar sem veitt er íbúunum mun fyrst fá notið sín þegar bæði mála- flokkar fatlaðra og aldraðra hafa færst yfir. Það getur þó ekki gerst nema nægir fjármunir fylgi,“ segir Guðmundur. Hann nefnir einnig sameiningu sveitarfélaganna norðan Hvalfjarð- ar sem hann telur bæði eðlilega og óhjákvæmilega. „Á þessu svæði gerðist mjög fín þróun fyrir nokkr- um árum þegar hrepparnir sunnan Skarðsheiðar sameinuðust. Sá tími mun koma að lýðræðið mun ekki líða það að allir íbúar norðan Hval- fjarðar komi ekki að þeirri þró- un sem á sér stað á svæðinu í heild. Það þarf að sameina sveitarfélögin í stærri einingar. Þetta þarf að byggj- ast á samvinnu og samtakamætti. Við getum ekki endalaust búið við 700 – 800 ára gömul hreppamörk. Samfélögin á Íslandi eru að breytast út vertíðarsamfélögum yfir í þjón- ustusamfélög. Við verðum að tak- ast á við þetta til að geta mætt kröf- um í skipulagsmálum og til að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs. Við þurfum að hugsa um hvernig við ætlum að láta þetta líta út til næstu 30 til 50 ára. Þróun sveitarstjórn- arstigsins verður að fylgja þróun í þessum málum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson. mþh Guðmundur Páll Jónsson lætur af störfum sem bæjarfulltrúi á Akranesi eftir 20 ára setu í bæjarstjórn. Hjónin Sesselja Pálsdóttir og Þor- bergur Bæringsson úr Stykkis- hólmi mættu nýverið á Landspít- alann ásamt dóttur þeirra Kristínu Jóhönnu og færðu spítalanum að gjöf 700.000 krónur. Um leið hófst formleg söfnun til kaupa á tæki sem kallað er aðgerðaþjarkur eða ró- bót, en það mun nýtast til marg- víslegra skurðaðgerða en þó eink- um við þvagfæraskurðlækningar og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Áætlað er að tækið kosti um 300 milljónir króna. Hægt er að leggja málinu lið með fjárframlög- um og er slóð á söfnunarsíðu átaks- ins www.islandsbanki.is/robot Þorbergur sagði í samtali við Morgunblaðið, og birt var sl. laugardag, að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruháls- kirtli fyr- ir nokkrum árum en hafi fengið bót meina sinna. Þegar byrjað hafi verið að ræða um að mikilvægt væri að Landspítalinn fengi róbót af þessu tagi, sem auðveldaði með- al annars aðgerðir vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli, hafi sér runnið blóðið til skyldunnar. Þegar hann hafi átt sjötugsafmæli skömmu fyrir jól hafi hann látið þau boð út ganga að vildi fólk gefa eitthvað í tilefni tíma- mótanna vildi hann að féð rynni í söfnun fyrir róbótinum. Þess má geta að í jólablaði Skessuhorns var ítarlegt viðtal við Þorberg smið og fyrrum slökkviliðsstjóra í Stykkis- hólmi. mm Hjónin Þorbergur og Sesselja í Stykkishólmi. Gáfu stórfé til söfnunar lækningatækis Aðgerðaþjarkur eins og sá sem nú er byrjað að safna fyrir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.