Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Hún var bæjarstjórnarefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkishólmi fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar árið 2010. Tveir listar voru í boði, L-listinn og D-listi Sjálfstæð- isflokks og óháðra. Kosningarnar voru æsispennandi. L-listinn hafði nauman sigur, fékk 50,4% eða 353 atkvæði. D-listinn fékk hins veg- ar 49,7% og 347 atkvæði. Þann- ig munaði aðeins sex atkvæðum á milli listanna. Þetta voru sögu- leg úrslit því L-listinn felldi þarna meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hafði setið í 36 ár, eða allar götur síðan 1974. Gyða Steinsdóttir var yfirlýst bæjarstjóraefni L-listans í kosningabaráttunni. Hún var þó ekki á framboðslista. Að kosninga- sigrinum loknum settist hún í stól bæjarstóra Stykkishólms. Því starfi hefur Gyða gegnt í tæp fjögur ár en kýs nú að hætta og snúa sér að öðr- um verkefnum. Hverfur frá stjórnmálunum Með þessu kýs Gyða að draga sig alfarið út af vettvangi stjórnmál- anna. Hún ætlar ekki að vera í framboði í næstu sveitarstjórnar kosningum. „Nei, ég ákvað að stíga frekar til hliðar. Ég vil ekki blanda mér í stjórnmálin. Í störfum mín- um hér hef ég fyrst og fremst ver- ið framkvæmdastjóri sveitarfélags- ins. Ég hef samt mikinn áhuga á að vinna áfram fyrir samfélagið þó ég fari ekki á vettvang stjórnmálanna,“ segir hún þar sem við sitjum á skrif- stofu hennar í Ráðhúsinu í Stykk- ishólmi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en líka stundum erfitt. Allur skalinn,“ segir Gyða og bros- ir áður en hún bætir við: „Í heild- ina hefur þetta verið afar fróðlegur tími. Mikill og góður skóli. Ég hef í raun gengið til vinnu á morgn- ana hvern dag án þess að hafa hug- mynd um hvað dagurinn bæri í skauti sínu. Það eina sem hefur ver- ið öruggt er að hver dagur hefur falið í sér annríki með fjölbreyttum verkefnum. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki sem gaman hefur verið að vinna með. Þau vinatengsl eiga örugglega eftir að endast lengi þó ég gefi ekki kost á mér áfram í starf bæjarstjóra.“ Hættir af fjölskylduástæðum Við spyrjum hana hvort ekki væri lýjandi að vera í sveitarstjórnarmál- um á krepputímum? „Ég hef svo sem ekki samanburðinn við það að starfa í þessum málum á uppsveiflu- tímum. Maður hefur þó fundið að störfin snúast mikið um rekstrar- þættina, að gæta aðhalds og þess að skuldir aukist ekki. Við höf- um haft í huga ákvæði nýrra sveit- arstjórnarlaga um skuldatakmörk sveitarfélaga. Þau lagaákvæði eru að mínu mati mjög þörf og mikil- væg. Sveitarfélögin verða að hafa ákveðna ramma. Ég hef þó heyrt það hjá kollegum mínum sem hafa verið lengur í sveitarstjórnarmálum að þeim finnst sem þessi störf hafi verið að þyngjast. Vinnudagar eru lengri og fundasetur meiri en áður var.“ Gyða segir að fjölskylduástæður geri fyrst og fremst það að verkum að hún óski eftir því að láta af störf- um sem bæjarstjóri. Hún vill starfa á öðrum vettvangi með reglulegri vinnutíma. „Ég á þrjá syni sem eru allir á grunnskólaaldri. Ég gerði mér vissulega grein fyrir því að það væri mikil vinna að vera bæjarstjóri þegar ég ákvað að gefa kost á mér. Hins vegar hef ég fundið það til lengri tíma litið að mig vantar þann tíma sem ég vil hafa með börnun- um mínum. Það eru mikil ferðalög tengd þessu starfi og þeim fylgja fjarvistir. Þannig séð er þetta starf ekki mjög fjölskylduvænt. Auð- vitað reynir maður að nýta allan þann frítíma sem maður hefur til að vera með fjölskyldunni en það er oft þannig að mann skortir tíma og svigrúm til dæmis þegar drengina vantar aðstoð vegna náms og ann- ars.“ Ætlar að búa áfram í Stykkishólmi Gyða hefur verið búsett í Stykkis- hólmi frá fjögurra ára aldri og er menntuð viðskiptafræðingur. Hún hafði rekið bókhaldsstofu áður en hún gaf kost á sér til sveitarstjórn- arstarfa. Á undan bókhaldsstörfun- um hafði hún starfað við skrifstofu- stjórn hjá sýslumanni Snæfellinga. Hún segist hafa lagt drögin að nýjum starfsvettvangi. „Það er í vinnslu núna en þó ekki alveg orð- ið frágengið. Spurning um nokkrar vikur eða daga þar til ég get upplýst um hvaða starf það er,“ segir hún. Gyða er þó ekki á förum úr Stykk- ishólmi. Þar hyggst hún búa áfram. „Fjölskyldunni líður vel í Hólmin- um enda er þar gott og fjölskyldu- vænt samfélag.“ mþh Sjómenn eru orðnir langþreyttir á miklum meðafla ýsu við þorsk- veiðarnar. Útgefnar aflaheimildir í ýsu eru með minnsta móti eða að- eins um 38.000 tonn. Það eru mik- il viðbrigði frá seinni hluta síð- asta áratugar þegar ýsukvótinn var um árabil 90 til 105 þúsund tonn. Fiskifræðingar telja að ýsustofninn stefni að óbreyttu í mikla lægð þar sem litlir árgangar eru væntanlegir í stofninn. Þess vegna vilja þeir fara varlega í veiðar á ýsu. Vandinn er hins vegar sá að ýsumergðin víða á miðum nú er ekki í neinu samræmi við þá fullyrðingu að ýsustofninn fari ört minnkandi. Hlutfall ýsu í afla óvenju hátt Í síðustu viku áttu fulltrúar Lands- sambands smábátaeigenda fund með Sigurði Inga Jóhannssyni sjáv- arútvegsráðherra. Þar var ráðherr- anum greint frá því að ekkert lát væri á ýsugengd á miðunum. Hún veiddist sem meðafli með þorskin- um. Menn ættu í miklum erfiðleik- um með að forðast ýsuna þrátt fyrir að hafa nú orðið þriggja ára reynslu af slíkum skollaleik. Nú um ára- mótin var búið að veiða alls 45% af ýsukvótanum. Til samanburðar þá var þetta hlutfall 37% í árslok 2010. Ýsan virðist vera á grunnslóð allt í kringum landið. „Við erum hér á Flákanum og í norðurkantinum í Breiðafirði. Þetta er búið að vera alveg hrikalegt. Við erum alls staðar á flótta undan ýs- unni. Veiðin er oftast mjög góð, á bilinu 200 til 300 kíló á línubala. Víða er það þannig að menn fá allt að 80% ýsu en hitt er þorskur. Mið- að við árstíma ætti þetta að vera öf- ugt, 80% þorskur og 20% ýsa,“ segir Halldór Kristinsson skipstjóri á Sæhamri SH 223 frá Rifi í samtali við Skessuhorn. Kvarta undan óhag- kvæmum veiðum „Í allt haust og nú í vetur höfum við verið að reyna að forðast það að fá ýsu. Þetta á ekki bara við um okkur heldur alla línubáta, stóra og smáa. Menn sigla sumir langar leiðir til að komast út af ýsusvæðum og inn á slóðir þar sem þorskurinn er. Vand- inn er þá oft sá að þar er þorskurinn minni. Ýsuhallærið leiðir því bæði til þess að olíukostnaðurinn fer upp úr öllu valdi og menn fara að veiða smærri þorsk. Síðan er ýmiss ann- ar kostnaður einnig svo sem að það er verið að keyra langar leiðir með línubala og fisk því bátarnir hafa hrökklast undan ýsunni af slóðum hér vestanlands og jafnvel norður fyrir land. Þetta getur ómögulega talist hagkvæmni,“ segir Halldór. Enginn ýsukvóti fáan- legur til leigu Skipstjórinn á Sæhamri SH segist út af fyrir sig alveg geta tekið undir það með Hafrannsóknastofnun að nú sé mjög stór ýsuárgangur sem er veiðanlegur. Þetta mun vera sex ára ýsa eða þar um bil. „Þeir virðast stefna á að treina þennan árgang í einhver þrjú ár og vilja því ekki mæla með meiri kvóta. Vandinn er bara sá að það er svo mikið af þessari ýsu núna að hún er okkur verulega til trafala við veið- arnar. Lengst af var hægt að leigja ýsukvóta á 300 krónur kílóið. Út- gerðin hjá okkur sem rekur Ham- ar SH, Stakkhamar SH og Sæ- hamar SH er búin að leigja á ann- að hundrað tonn af ýsu frá upphafi þessa fiskveiðisárs 1. september í fyrra. Nú er engan leigukvóta að hafa. Markaðurinn er botnfrosinn. Menn eru að reyna að bjarga sér með því að landa eins og þeir geta í svokallaðan Hafrósjóð sem er þá utan kvóta, en það er bara ákveð- ið magn á hverju tímabili og dugar skammt í þessu ástandi.“ Ráðherra gefur ekki til- efni til bjartsýni Margar útgerðir og þá sérstaklega þær sem láta báta sína róa með línu telja nær ókleift að gera út við þess- ar aðstæður nema ýsukvótinn verði aukinn. Landssamband smábáta- eigenda hefur farið fram á það við sjávarútvegráðherra að hann bæti 5.000 tonnum við ýsukvótann. Það myndi koma hreyfingu á kvóta- markaðinn og losa um þann hnút sem menn telja sig standa frammi fyrir nú. Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra mun hafa tekið dræmt í slíkar hugmyndir. „Ráð- herra gaf Landssambandi smá- bátasjómanna ekki tilefni til bjart- sýni á lausn málsins. Málið yrði að skoða í samstarfi við ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar og athuga hvort vísindamenn þar á bæ teldu efni vera til að breyta ráðgjöfinni svo tilefni væri til kvótaaukningar,“ segir í frétt á vef Landssambands- ins. mþh Ýsuflóð á grunnslóð veldur sjómönnum miklum vanda Þorskur dreginn um borð í Sæhamar SH í bland við ýsuna. Halldór rær ásamt Hreini Jónssyni með handbeitta línu. Þeir hafa margra ára reynslu saman á Sæhamri SH og hafa því góðan samanburð við fyrri ár. Sæhamar SH við bryggju í Rifi. Gyða Steinsdóttir hættir sem bæjarstjóri í Stykkishólmi nú í vor eftir að hafa gegnt starfinu í eitt kjörtímabil, fjögur ár. Hættir eftir fjögur ár í bæjarstjórastólnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.