Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Ný ráðgjafarmiðstöð undir heitinu „Lausnin Vesturland“ verður opn- uð í Brákarey í Borgarnesi í byrjun febrúar. Það er Jóhanna Magnús- dóttir guðfræðingur og ráðgjafi sem stendur að opnun miðstöðv- arinnar sem mun sérhæfa sig í að veita ráðgjöf í ýmsum málum sem snerta andlega líðan fólks. Í samtali við Skessuhorn sagði Jóhanna að í miðstöðinni geti fólk sótt sér ýmsa leiðsögn til að verða betur í stakk búið til að takast á við lausn þeirra fjölmörgu verkefna sem bíða í hinu daglega lífi. „Segja má að markmið ráðgjafarmiðstöðvarinnar sé að veita fólki aðstoð við að stilla lífsfó- kusinn í víðum skilningi. Í miðstöð- inni verður boðið upp á einkavið- töl, hvort sem er einstaklings, para eða fjölskylduviðtöl, þar sem leitast verður við að leiðbeina fólki við að vinna úr vandamálum sínum, erfið- leikum, kvíða og öðru andlegu álagi sem hent geta á lífsleiðinni. Fólk á hér einnig kost á að sækja sér leið- sögn til sjálfsstyrkingar og sömu- leiðis að fá góð ráð til að vinna úr missi og sorg svo sem eftir skilnað, dauðsfall eða atvinnumissi,“ segir Jóhanna sem einnig hyggst bjóða upp á hugleiðslu- og slökunartíma í miðstöðinni. Námskeið fyrir hópa verða einn- ig í boði á vegum miðstöðvarinn- ar en sjálf hefur Jóhanna staðið fyrir námskeiðahaldi undanfarin ár, t.d. á vegum Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands. „Námskeiðin sem ég býð upp á eru margvísleg. Ég hef sem dæmi skipulagt nám- skeiðið „Lausn eftir skilnað“ reglu- lega undanfarin ár með góðum ár- angri og þá hef ég verið fengin til að halda námskeið fyrir fólk sem er að fara aftur af stað á vinnumarkað- inum. Þá býð ég upp á ýmis nám- skeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana,“ bætir Jóhanna við. Hún hefur sinnt ráðgjöfinni víðsvegar á suðvesturhorninu. „Síðustu miss- eri hef ég verið að hluta til starfandi á Vesturlandi og er búin að hugsa lengi um að opna miðstöð á svæð- inu. Sú hugmynd er núna að verða að veruleika í Borgarnesi.“ Fjölþætt reynsla Jóhanna á víðtæka reynslu að baki en hún hefur fengist við ráðgjafar- störf undanfarin þrjú ár í samstarfi við Lausnina fjölskyldumiðstöð, þar sem megináherslan er á að vinna úr meðvirkni, og verður miðstöðin í Borgarnesi rekin í tengslum við samtökin. Áður var hún aðstoðar- skólastjóri og kennari í Mennta- skólanum Hraðbraut í Reykjavík í tæp fimm ár. Sjálf er hún guðfræð- ingur að mennt og hefur sem slík komið að ýmsum sálgæslustörfum. „Ég á að baki fjölþætta reynslu sem hefur nýst vel í vinnu minni með fólki undanfarin ár. Sjálf er ég lífs- reynd manneskja og á auðvelt með að skilja og setja mig í spor annarra. Því hef ég getað veitt fólki ráðgjöf, ungum sem öldnum og af báðum kynjum, sem langar til að stilla fók- usinn betur og styrkja sig og bæta lífsgæði sín.“ Jóhanna stefnir á að opna ráðgjaf- armiðstöðina sína í byrjun febrú- ar og verður hún til húsa við hlið Nytjamarkaðs Skallagríms að Brák- arbraut 25 í Brákarey. „Ég stefni á að halda sérstaka opnun þegar mið- stöðin verður tekin í notkun og halda kynningu á starfsemi henn- ar í leiðinni. Ég býð alla áhuga- sama hjartanlega velkomna þangað og hvet sem flesta til að kynna sér starfsemina,“ segir Jóhanna að lok- um. hlh Starf Rauða kross- ins í Borgarfirði er nú að komast í fullan gang eftir hlé í kringum jól og áramót. Verkefnin eru mörg og fjölbreytt og eru þau unnin af sjálfboðaliðum deildarinnar. Verk- efnin bjóða upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast um leið dýrmæta reynslu. Alltaf er hægt að bæta við nýjum sjálfboða- liðum sem flestir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Allar deildir Rauða krossins í landinu vinna að neyðarvörn- um og neyðaraðstoð. Á haustdög- um tóku fjölmargir sjálfboðalið- ar Borgarfjarðardeildar þátt í viða- mikilli hópslysaæfingu sem heppn- aðist mjög vel. Nýlega var formlega stofnuð sérstök Neyðarmiðstöð Rauða krossins en þar er um að ræða bakland deildanna og styrk- ingu viðbragða þegar neyðarástand verður. Fræðsla og þálfun sjálf- boðaliða sem vinna að neyðarvörn- um deildanna mun eflast í kjölfarið og vinnubrögð verða samræmd. Borgarfjarðardeild vinnur að út- breiðslu skyndihjálpar, en kunn- átta fólks í að bregðast rétt við þeg- ar veikindi eða slys ber að hönd- um hefur margoft sannað gildi sitt. Á afmælisdegi Rauða krossins á Ís- landi 10. desember sl. var hrund- ið af stað sérstöku skyndihjálpar- átaki, sem mun standa í eitt ár. Þá mun sérstök áhersla vera lögð á að kynna nokkra áhersluþætti skyndi- hjálpar fyrir landsmönnum en auk þess býður Rauði krossinn lengri og styttri námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Á næstu vikum munum við auglýsa námskeið og hvetjum við alla til að drífa sig á námskeið í skyndihjálp. Hjá Borgarfjarðardeild eru starf- andi heimsóknavinir en það eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einangrun fólks, með því að veita félagsskap og sýna vináttu með heimsóknum til þeirra sem þess óska. Sjálfboða- liðar sækja undirbúningsnámskeið áður en heimsóknir hefjast og eru þeir bundnir trúnaði. Nú vill deild- in efla þetta verkefni því fimmtu- daginn 6. febrúar nk. mun Jóhanna Róbertsdóttir svæðisstjóri koma til okkar og vera með námskeið fyrir verðandi heimsóknavini og kynn- ingu fyrir þá sem vilja þiggja þessa þjónustu fyrir sig eða sína aðstand- endur. Hvetjum við áhugasama til að hafa samband við deildina og fá nánari upplýsingar um þetta þarfa verkefni. Sjálfboðaliðar hittust fyrir jól- in og pökkuðu fatnaði fyrir verk- efnið „föt sem framlag“. Verkefnið felst í því að útbúa fatapakka fyrir börn á aldrinum tveggja til tólf ára sem sendir eru til Hvíta Rússlands. Stuðningur og framlag íbúa í Borg- arfirði, m.a. íbúa á dvalarheimilinu Brákarhlíð, sem gáfu teppi, sokka, húfur og fl. til verkefnisins er alveg ómetanlegt deildinni og eru öllum færðar bestu þakkir fyrir. Fatabúð Borgarfjarðardeildar er til húsa að Borgarbraut 4, þar er seldur notaður fatnaður á hagstæðu verði. Verslunin er opin á föstudög- um og laugardögum. Þar taka sjálf- boðaliðar Rauða krossins vel á móti þér. Það er gott að geta gleymt sér um stund í góðu og gefandi sjálfboða- starfi, það sýna og sanna þeir fjöl- mörgu sjálfboðaliðar sem nú þegar taka þátt. Sjálfboðaliðum stendur til boða margvísleg fræðsla og þjálf- un í tengslum við störf sín. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið er bent á að hafa sam- band við Rauða krossinn í Borgar- firði á netfangið borgarnes@redc- ross.is eða í síma 857-7100. Einnig er hægt að kynna sér Rauða kross- inn og verkefnin á heimasíðunni www.raudikrossinn.is Rauði krossinn í Borgarfirði þakkar sjálfboðaliðum sínum og öllum þeim sem komu að starfinu á liðnu ári fyrir gott starf og óskar þeim og íbúum öllum gleðilegs ný- árs og hlakkar til samstarfs á nýju ári. F.h. stjórnar, Margrét Vagnsdóttir, formaður Engin skráð gögn eru til um kosn- ingaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Það er miður. Við höfum þó vís- bendingar um að hún sé mun minni en hjá öðrum aldurshópum. Þær vísbendingar koma fram í ís- lensku kosningarannsókninni sem Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur staðið fyr- ir síðan 1983 (http://www.fel.hi.is/ islenska_kosningarannsoknin). Þar er fólk spurt út í kosningaþátttöku sína og aldur svarenda skráður. Skv. þessarri rannsókn virðist þátt- taka ungs fólks í kosningum fara minnkandi og er sú þróun skýrust hjá yngstu kjósendunum, 18 – 24 ára. Þessi þróun er mjög alvarleg og henni verður að snúa við. Rann- sóknir sýna að eftir því sem kjós- endur byrja fyrr að kjósa, því lík- legri eru þeir til að halda því áfram út ævina. Það er því mikilvægt að hvetja ungt fólk til að nýta rétt sinn í kosningum. Það er einnig mjög mikilvægt að ungt fólk láti í sér heyra í málum sem það varðar. Góð leið til þess er að kjósa. Ef hlutur ungs fólks eykst verða stjórnmálamenn að láta sig málefni þess varða, annars tapa þeir kjósendum. Að kjósa setur því þrýsting á stjórnmálamenn og eyk- ur vægi málefna sem varða ungt fólk. Þannig gætu menntamál og æskulýðsmál, svo dæmi séu tekin, fengið aukið vægi í stjórnmálaum- ræðunni, enda ekki vanþörf á. Ungt fólk hefur í flestum tilfell- um áhuga á að segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Ef ung- ur einstaklingur er spurður hvort hann vilji hafa eitthvað að segja um hvert skattarnir sem hann borgar fari, er svarið yfirleitt já. Ef hann er spurður hvort hann hafi skoðun á styttingu náms til stúdentsprófs eða upphæð innritunargjalda í HÍ, er svarið yfirleitt já. En hvers vegna fer kosningaþátttaka í þessum ald- urshópi þá minnkandi? Ástæður þess að ungt fólk telur stjórnmálin ekki koma sér við eru sjálfsagt óteljandi. Kannski hef- ur leiði íslenskra ungmenna gagn- vart þeirri átakapólitík sem hér er stunduð einhver áhrif. Þegar við horfum á fréttir frá Alþingi og heyrum viðtöl við stjórnmálamenn heyrum við lítið annað en karp og orðaskak. Auðvitað er það svo að skiptast þarf á skoðunum þeg- ar um stór og mikilvæg mál er að ræða. Hins vegar er alveg hægt að skiptast á skoðunum á vitrænum og rólegum nótum. Yfirveguð og vel upplýst skoðanaskipti eru líka mun líklegri til að skila niðurstöðu sem fleiri geta sætt sig við. Einnig er mögulegt að fræðslu á þessu sviði sé ábótavant. Þurfum við kannski að auka stjórnmála- fræðikennslu í grunn- og fram- haldsskólum landsins? Í sumum löndum hefur verið farin sú leið að lækka kosningaaldur. Sem dæmi má nefna Austurríki en þar er kosningaaldur nú 16 ár. Rannsókn- ir sýndu að eftir að kosningaald- ur var lækkaður úr 18 árum jókst kosningaþátttaka í aldurshópnum 18 – 24 ára einnig. Nú styttist í sveitastjórnarkosn- ingar og því tilvalið að velta fyrir sér leiðum til að hvetja ungt fólk til að nýta rétt sinn. Þetta er sam- eiginlegt verkefni okkar allra. Eins klisjukennt og það hljómar þá er unga fólkið þrátt fyrir allt framtíð landsins, fólkið sem tekur við. Sigmar Aron Ómarsson. Höf. er nemandi við Menntaskólann í Reykjavík Frá 4. febrúar næstkomandi verður gestastofa Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls opin alla virka daga en lokuð um helgar. Hingað til hefur gesta- stofan aðeins verið opin frá 20. maí til 10. september. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að á und- anförnum árum hafi ferðamönnum fjölgað mikið og er nú svo kom- ið að þónokkur fjöldi heimsæk- ir landið að vetri til. „Undanfarin ár hafa stjórnvöld lagt áherslu á að efla ferðaþjónustu á þeim árstíma undir kjörorðinu, „Ísland allt árið.“ Ferðaþjónustan á Vesturlandi svo og Snæfellsbær hafa einnig lagt áherslu á að auka ferðaþjónustu á veturna, í takt við stefnu stjórn- valda.“ Gestastofa þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls er á Hellnum. Hún var opnuð sumarið 2004 í fyrrverandi fjárhúsum. Þema sýningarinnar í gestastofunni er vermaðurinn og náttúran og er leitast við að sýna hvernig vermenn nýttu náttúruna til að sjá sér farboða. Höfðað er til allra skilningarvitanna og eru gestir hvattir til að smakka, lykta og reyna. Hægt er að finna eitthvað skemmti- legt fyrir fólk á öllum aldri í gesta- stofunni. Þar má einnig nálgast upplýsingar og fræðslu um svæðið undir Jökli hjá landvörðum sem þar starfa. Loks má þess geta að ný- verið var rekstur Vatnshellis innan þjóðgarðsins boðinn út með það að markmiði að auka þá þjónustu sem veitt er í tengslum við hann, sér- staklega utan sumartímans. mm Pennagrein Fjölbreytt starfsemi Rauða krossins í Borgarfirði Pennagrein Ungt fólk og kosningar Opnar ráðgjafarmiðstöð í Borgarnesi Jóhanna Magnúsdóttir ráðgjafi. Vetraropnun í Þjóðgarð- inum Snæfellsjökli Verslunin Einar Ólafsson (VEÓ) á Akranesi hefur fram- lengt styrktarsamning sinn við KFÍA um tvö ár. „VEÓ hefur styrkt félagið um árabil og hef- ur verið einn traustasti styrktar- aðilinn, án þess að láta mikið á því bera. Félagið þakkar Einari og fjölskyldu veittan stuðning en hann kemur sér vel í starfinu sem framundan er,“ segir Har- aldur Ingólfsson framkvæmda- stjóri KFÍA, en meðfylgjandi mynd var tekin þegar þegar Einar J Ólafsson, kaupmaður og Haraldur handsöluðu samning- inn. mm Verslunin Einar Ólafsson framlengir styrktarsamning sinn við KFÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.