Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Hvað er gert í tilefni bóndadagsins? Spurning vikunnar Kristján Guðmundsson Fer í flatbökuveislu hjá tengdó. Sæmundur Ásgeirsson Færði fólkinu á Markaðsstof- unni konfekt með kaffinu. Eiríkur Þór Theódórsson Jafnað sig á sigurvímunni eftir sigur Skallagríms í gær. Vigfús Friðriksson Ég ákvað að sleppa rakstrinum í tilefni dagsins. Alexander Jarl Ríkharðsson Ég er ekki bóndi á neinn hátt. (Spurt á bóndadaginn í Borgarnesi, síðastliðinn föstudag) Lið ÍA í 1. deildinni í körfubolta vann yf- irburðasigur á botn- liði deildarinnar, Augna- bliki, þegar liðin mættust á Jaðar- sbökkum sl. föstudagskvöld. Loka- tölur urðu 103:73. Með sigrinum er ÍA komið upp í 10 stig eftir ell- efu umferðir, er þó enn í 8. sæti deildarinnar jafnt þremur liðum sem eru ofar á töflunni. Langneðst eru Vængir Júpiters með 2 stig og Augnablik stigalaust. Mikið þarf að gerast til að þessi lið falli ekki nið- ur í 2. deild. Skagamenn voru betri allan tím- ann og 16 stigum munaði á lið- unum í hálfleik, en þá var staðan 52:36 fyrir ÍA. Hjá Skagamönnum var Jamarco Warren stigahæstur sem fyrr með 43 stig. Næstur kom Áskell Jónsson með 24 stig, Sig- urður Rúnar Sigurðsson skoraði 11, Birkir Guðjónsson 8, Þorleifur Baldvinsson 4 og Jón Rúnar Bald- vinsson og Trausti Freyr Rúnarsson 2 stig hvor. Í næstu umferð mætir ÍA í Rimaskóla í Grafarvogi Vængj- um Júpiters. Leikurinn fer fram nk. föstudagskvöld. þá Skagamenn töpuðu 2:3 fyrir Stjörnunni þegar liðin mættust í síðustu umferð riðlakeppni Fot- bolta.net mótsins í Kórnum í Kópavogi á þriðjudaginn í liðinni viku. Stjörnumenn sem m.a. eru með tvo Dana til reynslu hjá sér þessa dagana byrjuðu vel í leikn- um og skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum án þess að ÍA næði að svara. Það voru danski kantmað- urinn, Veigar Páll Gunnarsson og Halldór Orri Björnsson sem skor- uðu fyrir Stjörnuna. Garðar Berg- mann Gunnlaugsson kom inn í lið ÍA í seinni hálfleiknum og náði hann fljótlega að skora fyr- ir Skagamenn. Ingimar Elí Hlyns- son, Ólafsfirðingurinn sem kom til ÍA frá FH um áramótin, náði síð- an að minnka muninn undir lokin eftir góðan undirbúning unglings- ins Þórðar Þorsteins Þórðarson- ar. Hleypti það spennu í leikinn en þar við sat og Stjarnan vann því eins marks sigur. Skagamenn misstu þar með af úrslitasæti í mótinu. Gunn- laugur Jónsson þjálfari ÍA sagði í viðtali eftir leikinn við vefmiðilinn sem stóð fyrir mótinu, að Skagalið- ið væri á réttri leið, en spilamennsk- an enn sveiflukennd. Gunnlaugur sagði að það sem upp á vantaði með leikmannahópinn væri að leit stæði yfir að vinstri bakverði. þá Áhorfendur á leik Snæ- fells og KR í Dominos- deild kvenna í Stykkis- hólmi sl. miðvikudags- kvöld, urðu vitni að há- spennuleik undir lokin. Snæfells- konur unnu nauman sigur 67:65 og með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppi deildarinnar. Að lokn- um 19 umferðum er Snæfell með 32 stig og hefur nú sex stiga for- skot á næstu lið, Hauka sem töp- uðu fyrir Val og Keflavík sem lá fyrir nágrönnum sínum í Njarð- vík. Snæfellkonur byrjuðu vel í vörn- inni og voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 16:11. Áfram voru Snæfellskonur að gera KR-ing- um lífið leitt í sókninni og munur- inn á liðunum var orðinn 12 stig í hálfleik, 37:25 fyrir Snæfell. Áfram tókst Snæfellskonum að varðveita að mestu þetta forskot í þriðja leik- hluta og byrjun þess fjórða. Loka- leikhlutann byrjaði Snæfell með 53:40 en þá fóru KR-stúlkur að láta að sér kveða með Borgnesing- inn Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur í broddi fylkingar. Fljótt varð mun- urinn ekki nema fjögur stig 58:54 og svo 62:60 þegar tvær mínút- ur voru eftir. Spennan var allveru- leg síðustu mínútuna og komst KR yfir í fyrsta skipti í leiknum 64:65 þegar aðeins 26 sekúndur voru eft- ir. Hildur Sigurðardóttir jafnaði á vítalínunni 65:65 og 18 sekúndur á klukkunni. Snæfell fékk vítaskot þegar 0,7 sek voru eftir og Hild- ur Sigurðardóttir setti bæði skot- in niður og tryggði nauman Snæ- fellsigur, 67:65. Hjá Snæfelli var Chynna Brown með 24 stig og 9 fráköst, Hildur Björg Kjartans- dóttir 12 stig og 12 fráköst, Hild- ur Sigurðardóttir 9 stig, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 stig og 12 fráköst, Eva Margrét Kristjáns- dóttir 8 stig, Helga Hjördís Björg- vinsdóttir 3 stig og 7 fráköst og Hugrún Eva Valdmarsdóttir 2 stig. Hjá KR var Sigrún Sjöfn atkvæða- mest með 19 stig og 11 fráköst. Næsti leikur Snæfellskvenna er í kvöld, miðvikudag þegar liðið tek- ur á móti Haukum í Hólminum. þá Verðlaunaafhending fyrir langhlaup- ara ársins 2013 var kynnt sl. sunnu- dag. Langhlauparar ársins 2013 voru kosnir af hlaupurum og notendum vefsíðunnar hlaup.is. Langhlauparar ársins voru valin Helen Ólafsdóttir í kvennaflokki og Kári Steinn Karlsson hjá körlunum. Fengu þau hvort um sig aðeins innan við þrjú þúsund stig. Í öðru sæti urðu Elísabet Margeirs- dóttir og Friðleifur Friðleifsson. Í þriðja sæti urðu síðan Arndís Ýr Haf- þórsdóttir og Borgnesingurinn Stef- án Gíslason. Það fór því ekki hjá því að Vesturland ætti sinn fulltrúa þeg- ar bestu langhlauparar landsins voru valdir. Stefán Gíslason er 56 ára og æfði og keppti í hlaupum á menntaskóla- árunum. Eftir það tók við langt hlé en um fimmtugt var hann kominn á fulla ferð aftur og hefur bætt árangur sinn ár frá ári. Hljóp sitt besta mara- þon í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst sl. á tímanum 3:08:19. Á árinu 2013 náði Stefán einnig sínum besta árangri frá upphafi í 5 km götuhlaupi á tímanum 19:59 mín, hálfmaraþoni á 1:31:12 og Laugaveginn hljóp hann á 5:52:33. Þar sigraði hann í flokki 50-59 ára. Tími Stefáns í Laugavegshlaupinu, sem endar í Þórsmörk, er sá næst- besti sem náðst hefur í þessum ald- ursflokki frá upphafi og maraþontím- inn sá þriðji besti. Stefán hljóp þrjú maraþonhlaup á árinu og er þá kom- inn í 13 samtals. Þá hefur Stefán mik- inn áhuga á fjallahlaupum og hefur hlaupið yfir fleiri heiðar og fjallvegi en aðrir Íslendingar. „Stefán er einnig mjög duglegur að segja frá og miðla sinni reynslu og hvetja aðra,“ var meðal þess sem fram kom hjá þeim sem kusu Stefán í atkvæðagreiðslunni um langhlaupara ársins. þá Netnotkun Íslendinga eykst lítillega á milli ára, líkt og fyrri ár, og teljast nú 95% íbúa landsins til reglulegra netnotenda. Er það hæsta hlutfall sem mælist í Evrópu, en meðal- tal reglulegra netnotenda í löndum Evrópusambandsins er 72%. Tæp- lega helmingur netnotenda tengist netinu á farsímum eða snjallsímum og þar af taka 72% myndir á síma sína til að hlaða beint inn á netið. 59% netnotenda taka öryggisafrit af gögnum sínum, en af þeim sem það gera nota 55% til þess geymslurými á netinu, eða tölvuský. 12% þeirra einstaklinga sem nota tölvuský til að geyma öryggisafrit af gögnum greiða fyrir það. 58% netnotenda höfðu verslað af netinu ári fram að rannsókn. Aukning var mest á milli ára í kaupum á hugbúnaði og tölvu- leikjum, en einnig kom fram aukn- ing á kaupum á kvikmyndum og tónlist. Niðurstöður fyrir Ísland voru birtar á vef Hagstofu Íslands í nóvember, en í desember gaf Hag- stofa Evrópusambandsins, Euros- tat, út helstu niðurstöður fyrir öll þau lönd sem tóku þátt í rannsókn- inni. Fyrirtækjarannsóknin nær yfir þau fyrirtæki sem eru að lágmarki með 10 starfsmenn, en fjármálafyr- irtæki eru undanskilin. Af fyrirtækjum á Íslandi eru 85% með eigin vefsíðu og þar af eru 35% með möguleika á að panta vöru eða þjónustu af vefsíðunni. 20% fyrir- tækja telja kostnað við að hefja net- sölu vera of háan til að það borgi sig. Þá nota 19% fyrirtækja sam- félagsmiðla til að ráða starfsfólk. Það að fyrirtæki séu með opinbera stefnu til að takmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfið er álíka algengt á Íslandi og í Danmörku, en sjaldgæfara en í Svíþjóð. Mun sjaldgæfara er að fyrirtæki á Íslandi geri kröfu um umhverfisvottun framleiðenda upplýsingatækni en í Svíþjóð og Danmörku. mm Leikur ÍA gegn Augnabliki í 1. deildinni í körfubolta sl. föstudags- kvöld var ekki aðeins skemmtilegur fyrir þær sakir að lokins vann ÍA sig- ur og það stóran í deildinni. Held- ur einnig fyrir þá sök að í meistara- flokksleik léku í fyrsta skipti sam- an þrír bræður; Þorleifur, Jón Rún- ar og Ásbjörn Baldvinssynir. Þetta gerðist á sjálfan bóndadaginn en þeir bræður eru frá bænum Skor- holti í Hvalfjarðarsveit og væntan- lega eiga þeir eftir að skora ófá stig- in fyrir ÍA í framtíðinni. Ásbjörn lék sinn fyrsta meistaraflokksleik, 15 ára og 26 daga gamall. Tölfræð- in frá leiknum segir að elsti bróður- inn Þorleifur skoraði 4 stig og tók 7 fráköst, Jón Rúnar 2 stig og eitt frákast og sá yngsti Ásbjörn tók eitt sóknarfrákast þótt hann væri ekki lengi inni á vellinum. þá Snæfellskonur styrktu stöðuna á toppnum Tölvu- og netnotkun mest á Íslandi af Evrópulöndunum Skagamenn burstuðu Augnablik Bræðurnir þrír frá Skorholti, Jón Rúnar, Þorleifur og Ásbjörn. Þrír Skorholtsbræður í Skagaliðinu á bóndadaginn Skagamenn lágu fyrir Stjörnunni í fótboltanum Fremstu langhlauparar landsins. Talið frá vinstri: Borgnesingurinn Stefán Gísla- son, Friðleifur Friðleifsson, Kári Steinn Karlsson, Helen Ólafsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir. Á myndina vantar Arndísi Ýr Hafþórsdóttir. Ljósm. hlaup.is Stefán þriðji í vali langhlaupara ársins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.