Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Englendingurinn Darren Lough hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA. Darren er 24 ára örvfættur varn- armaður sem leikið getur stöðu vinstri bakvarðar og sem miðvörð- ur. Hann er uppalinn hjá Newcastle Utd þar sem hann lék með með unglingaliðum og varaliði úrvals- deildarliðsins. Darren kom einnig við sögu í æfingaleikjum aðalliðs- ins. Hann hefur leikið undanfar- in tvö keppnistímabil með KA þar sem lék 40 leiki í 1. deild. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA er mjög ánægður með að fá þenn- an fyrrum leikmann sinn í rað- ir ÍA, en Darren lék einmitt und- ir stjórn Gunnlaugs árið 2012 þeg- ar hann þjálfaði KA. “Ég er gríð- arlega ánægður að Darren sé búinn að skrifa undir hjá okkur. Ég hef mjög góða reynslu af þessum dreng og hann er mikill atvinnumaður innan sem utan vallar. Hann kom seint til liðs við KA fyrir tímabilið 2012 en varð fljótlega lykilmaður í liðinu og sýndi mikinn stöðugleika allt tímabilið og var að mínu mati jafnbesti maður liðs KA þetta tíma- bilið,“ segir Gunnlaugur á síðu ÍA sl. föstudag. mm Karlalið Snæfells í körf- unni mætti einbeitt til leiks í Vesturbæinn síð- astliðið fimmtudagskvöld þegar liðið sótti topplið KR heim í Dominos deildinni. Upphafsleik- hlutinn var jafn og skiptust lið- in á um að hafa forystu. Heima- menn voru þó ívið betri og leiddu í lok leikhlutans 30:26. KR-ingar bættu við forskotið í upphafi ann- ars leikhluta og komust mest átta stigum yfir í leikhlutanum. Hólm- arar minnkuðu hins vegar muninn með góðum leik undir lok hans og var staðan í hálfleik einungis 51:49 fyrir KR. Síðari hálfleikur fór jafnt af stað og komst Snæfell yfir strax í upphafi leikhlutans með vítaskot- um frá Travis Cohn III, 53:55. Lið- in skiptust síðan á um að vera yfir á næstu mínútum en þegar lengra leið byrjuðu heimamenn að ná yf- irhöndinni á nýjan leik. Staðan að loknum þriðja leikhluta 76:69 fyr- ir KR. Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu í lokaleikhlutanum til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og lönduðu KR-ingar að end- ingu sex stiga sigri, 99:93. Travis Cohn III var stigahæst- ur í liði Snæfells í leiknum með 26 stig en á eftir honum kom Sigurður Þorvaldsson með 18 stig. Jón Ólaf- ur Jónsson kom næstur með 16 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 11, Sveinn A. Davíðsson 9, Stefán Karel Torfason 5, Kristján Andrés- son 4 og loks þeir Finnur A. Magn- ússon og Þorbergur H. Sæþórsson 2 hvor. Þrátt fyrir tapið vermir Snæfell áfram 8. sæti Dominos deildarinn- ar með 10 stig. Næsti leikur liðsins verður annað kvöld, fimmtudaginn 30. janúar, á heimavelli í Stykkis- hólmi gegn Haukum. hlh Stjörnuleikshátíð Körfuboltasam- bands Íslands fór fram í Schenker- höllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn. Þá leiða saman hesta sína bestu leikmenn deild- arinnar í léttum og skemmtilegum leikjum. Sem fyrr var dagskráin fjölbreytt. Auk þess sem stjörnu- lið etja kappi sýndu einstakling- ar hvað í þeim býr í þriggja stiga skotum og troðslu. Óhætt er að segja að leikmenn Snæfells í Stykk- ishólmi hafi komið séð og sigrað. Þeir hreinlega sópuðu til sín verð- launum. Troðslukeppnin vakti verðskuld- aða athygli. Þar fór Snæfellingur- inn Travis Cohn III með sigur af hólmi eftir harða baráttu við Þórs- arann Jarrell Crayton. Þessir tveir tróðu til úrslita en í forkeppninni sáust einnig mikil tilþrif. Í viðureign bestu kvenna í úr- valsdeild fór Dominos lið und- ir stjórn Inga Þórs Steinþórs- sonar þjálfara Snæfells með sig- ur af hólmi gegn Icelandair lið- inu, 86:85. Snæfellsmærin Chynna Unique Brown, sem varð sigur- vegari í þriggja stiga keppninni, var einnig valin besti maður leiks- ins en hún setti 23 stig, tók 7 frá- köst og átti þrjár stoðsendingar. Stalla hennar Hildur Björg Kjart- ansdóttir bætti við 14 stigum og tók 8 fráköst. Í liði Icelandair var Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir atkvæðamest með 16 stig. Í stjörnuleik karla fóru leik- ar þannig að Icelandair-liðið sigr- aði með 140 gegn 116. Stjörnu- maðurinn Matthew James Hair- ston var valinn besti maður leiks- ins með 23 stig og 8 fráköst. amm Dregið hefur verið í undanúrslit Powerade- bikars karla og kvenna en leikið verður um og eftir næstu helgi. Í karla- flokki spilar Grindavík við Þór Þ og Tindastóll við ÍR og fara leikirnir fram á mánudaginn. Í kvennaflokki spila Snæfellsstúlkur annars veg- ar við KR klukkan 15:00 á laugar- daginn. Í hinni viðureigninni eigast við Keflavíkur- og Haukastúlkur og fer leikurinn fram klukkan 19:15 á sunnudaginn. mm Skallagrímsmenn sigruðu í sín- um öðrum leik í röð í Dominos deild karla í körfubolta síðastlið- ið fimmtudagskvöld þegar lið- ið lagði Stjörnuna frá Garðabæ á heimavelli 97:94 í hörkuleik. Borg- nesingar mættu vel stemmdir til leiks og leiddu nær allan leikinn. Grimmd og sigurvilji einkenndi leikinn og sömuleiðis góð hittni fyrir utan þriggja stiga línuna. Þar fóru fremstir í flokki bræðurnir Páll Axel og Ármann Vilbergssynir sem saman skoruðu 14 þriggja stiga körfur í leiknum, samtals 42 stig. Það munar sannarlega um minna. Um leið sló Páll Axel Íslandsmet í þriggja stiga körfum í úrvalsdeild. Heimamenn í Borgarnesi leiddu eftir fyrsta leikhluta 24:20 og í hálf- leik 47:40. Garðbæingar voru hins vegar staðráðnir í að selja sig dýrt og fylgdu heimamönnum eftir við hvert fótmál. Í síðari hálfleik hélt síðan baráttan áfram. Borgnesing- ar héldu forystunni og voru yfir að loknum þriðja leikhluta 73:65. Stjörnumenn reyndu þó hvað þeir gátu til að jafna leikinn og munaði litlu undir lok leiksins að þeir næðu því markmiði, en minnst fór mun- ur liðanna í tvö stig 93:91 þegar tæp mínúta var eftir. Öryggi Skalla- grímsmanna á vítalínunni á loka- andartökum leiksins gerði hins vegar útslagið þar sem Benjam- in Curtis Smith, Egill Egilsson og Orri Jónsson skoruðu úr mikilvæg- um vítaskotum. Kærkominn sigur í húsi og fögnuðu Borgnesingar, sem fjölmennt höfðu á leikinn, vel og innilega í leikslok. Atkvæðamestur í liði Borgnesinga var Benjamin Curtis Smith sem átti enn einn stórleikinn. Smith skor- aði 29 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar af var hann með 14/14 nýtingu af vítalínunni. Næst- ur kom Páll Axel Vilbergsson með 26 stig sem skráði nafn sitt í sögu- bækurnar í leiknum. Páll Axel bætti nefnilega þriggja stiga met Guðjóns Skúlasonar um sex körfur í leiknum og hefur enginn maður skorað jafn margar þriggja stiga körfur á ferlin- um í Íslandsmótinu, nú samtals 970 körfur. Þá skoraði Ármann Örn Vilbergsson 25 stig, hans besti leik- ur á ferlinum, Egill Egilsson 7, Sig- urður Þórarinsson 4 og Trausti Ei- ríksson, Davíð Ásgeirsson og Orri Jónsson allir 2. Með sigrinum styrktu Borgnes- ingar stöðu sína í Dominos deild- inni allverulega. Liðið var eft- ir leikinn í 9.- 10. sæti með 8 stig ásamt ÍR og var tveimur stigum á eftir Snæfelli í 8. sæti. Næsti leikur Skallagrímsmanna verður á Ísafirði föstudaginn 31. janúar gegn KFÍ. Sjá nánar viðtal við Vilbergssyni á bls. 18. hlh Víkingar frá Ólafsvík léku sinn annan leik af þrem- ur í b-deild fotbolta.net mótsins sl. föstudags- kvöld. Þeir mættu þá HK í Kórnum í Kópavogi og töpuðu 1:2. HK menn skoruðu snemma í leiknum en Steinar Már Ragnars- son jafnaði fyrir Víkinga rétt fyr- ir leikhlé. HK menn skoruðu síð- an sigurmarkið rétt undir lok leiks- ins. Víkingar leika síðasta leikinn í mótinu á Gróttuvelli á Seltjarn- arnesi nk. laugardag gegn heima- mönnum. HK menn standa best að vígi í b-deild mótsins og eru líklegir sigurvegarar. Þeir mæta Tindastóli í síðustu umferðinni en Króksarar hafa tapað báðum sínum leikjum. þá Víkingar töpuðu fyrir HK Snæfellsstúlkur mæta KR í bikarnum Darren Lough til liðs við Skagamenn Vilbergssynir skutu Garðbæinga í kaf Páll Axel Vilbergsson var sjóðheitur í leiknum. Enginn hefur skorað jafn margar þriggja stiga körfur á Íslandi og hann. Snæfell tapaði fyrir toppliðinu Snæfellingar í góðum gír á hátíð þeirra bestu Þátttakendur Snæfells í Stjörnuleik kvenna. Ljósm. Facebook/Snæfell karfan. Chynna þriggja stiga meistari kvenna 2014 og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. Ljósm. karfan.is/nonni Travis Cohn III úr Snæfelli fór með sigur af hólmi í troðslukeppninni. Ljósm. karfan.is/nonni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.