Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Page 1

Skessuhorn - 12.02.2014, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 7. tbl. 17. árg. 12. febrúar 2014 - kr. 600 í lausasölu Fermingarboðskort www.framkollunarthjonustan.is Jón Jónsson Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Næstu sýningar: 15. febrúar kl. 17:00 Örfá sæti laus 2. mars kl. 16:00 UPPSELT 8. mars kl. 20:00 23. mars kl. 16:00 11. apríl kl. 20:00 Miðapantanir í síma 437 1600 og landnam@landnam.is Hvíldarstólar Tau- eða leðurklæddir Opið virka daga 13-18 Nú standa yfir framkvæmdir við endurnýjun hluta neysluvatnslagn- ar fyrir Hellissand. Lögnin er um það bil 50 ára gömul og er nú verið að skipta henni út fyrir nýja á kíló- meters löngum kafla frá Gildru- holti að gamla björgunarsveitarhús- inu. Mikið hefur verið um bilanir á þessari leið og kemur það til af því að á þeim árum sem lögnin var lögð tíðkaðist ekki að setja sand undir lagnir. Lá lögnin því á grjóti sem á endanum gerði göt á hana. Undan- farin tvö ár hafa orðið átta bilanir á þessum hluta lagnarinnar og var kostnaður við hverja bilun um tvö hundruð þúsund krónur. Áætlaður kostnaður við verkið er tíu miljónir króna en það er verktakafyrirtækið Stafnafell sem sér um framkvæmd- irnar. þa 112 dagurinn var í gær. Hefð er komin fyrir því að 11. febrúar sé notaður til að minna á mikilvægi þess að fólk viti hvert það á að hringja ef slys, veikindi, eldsvoðar, eða hvaðeina annað bjátar á. Meðal þeirra viðbragsaðila sem kynntu starfsemi sína í gær voru sjúkraflutningamenn HVE á Vesturlandi, meðal annars í Borgarnesi og á Akranesi. Hér er hluti viðbragðshópsins á Akranesi, vaskir karlar sem þurfa ekki stuðtæki til að vera í stuði, en hafa samt slíkar græjur með í för til öryggis. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, til- kynnti í liðinni viku um þá ákvörð- un sína að veita Skaftárhreppi styrk vegna kaupa sveitarfélagsins á varmadælu til að hita upp Kirkju- bæjarskóla, íþróttahús og sund- laug. Styrkurinn er veittur í sam- ræmi við markmið um endurnýjan- lega orku og orkunýtingu í skýrslu Alþingis um Græna hagkerfið. Hér er tvímælalaust um að ræða stefnu- markandi ákvörðun hins opinbera að ræða og ættu því önnur sveitar- félög sem svipað er ástatt fyrir að geta í framtíðinni fengið helmings styrk vegna kaupa og uppsetning- ar á varmadælum í þeim tilgangi að lækka orkukostnað sinn. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fagnar innilega þessari ákvörðun ráðherra. Skaftárhreppur er á skilgreindu köldu svæði, þar sem ekki hef- ur fundist heitt vatn sem nýta má til húshitunar. Voru skólinn og íþróttamannvirki á árum áður hituð upp með svartolíubrennara og síð- ar með varma frá sorpbrennslustöð sveitarfélagsins. Eftir að stjórn- völd í árslok 2012 fyrirskipuðu lok- un sorpbrennslustöðvarinnar vegna mengunar frá henni hafa mann- virkin verið kynt með rafmagni og var sundlauginni á Klaustri lokað um tíma vegna gríðarmikils kyndi- kostnaðar. Í tilkynningu frá um- hverfisráðuneytinu segir: „Ljóst er að með notkun varmadælunn- ar dregur sveitarfélagið verulega úr umhverfisáhrifum vegna upphit- unar þeirra bygginga sem um ræð- ir auk þess sem hitunarkostnaður minnkar til muna. Nú er því hvorki notast við varma frá sorpi eða svart- olíu og með varmadælunni dreg- ur verulega úr rafmagnsnotkun til upphitunar. Þá er sorp flokkað í sveitarfélaginu eins og kostur er í því skyni að draga úr akstri og urð- un úrgangs.“ Þá segir í frétt ráðu- neytisins að þetta sé í fyrsta skipti sem sveitarfélag setji upp varma- dælu af þessari stærðargráðu og megi því ætla að önnur sveitarfé- lög á köldum svæðum geti nýtt sér reynsluna af notkun hennar. Þetta nýsköpunarverkefni fellur því vel að markmiðum um betri orkunýt- ingu í ályktun Alþingis um Græna hagkerfið. Eins og fyrr segir nemur styrk- urinn sem Skaftárhreppur fékk helmingi af kostnaði við kaup og uppsetningu varmadælunnar, eða átta af sextán milljóna króna stofnkostnaði sveitarfélagsins. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fagnar innilega þessari ákvörðun ráðherra. „Við í Snæfellsbæ erum einmitt að gera nákvæmlega sam- bærilega hluti og Skaftárhrepp- ur. Erum núna að kaupa varma- dælu fyrir sundlaugina í Ólafsvík. Ef sú aðgerð heppnast vel tengjum við einnig íþróttahúsið og grunn- skólann með sama hætti við orku frá varmadælum. Því fagna ég að sjálfsögðu þessari stefnumarkandi ákvörðun umhverfisráðherra og munum við í Snæfellsbæ strax í þessari viku setja okkur í samband við ráðuneytið um sambærilegan stuðning og Skaftárhreppur hefur nú fengið.“ mm Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt Guðmundi Inga Ingasyni oddvita sveitastjórnar Skaftárhrepps og Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra. Ljósm. umhverfisráðuneytið. Tímamótastyrkur vegna upphitunar á köldum svæðum Endurnýja vatnslögn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.