Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Smásöluverslun í nauðum Leiðari Hér í blaðinu eru að venju ýmsar fréttir, misjafnlega gleðilegar eins og gengur. Eina skrifaði ég þar sem fjallað er um talsverða fækkun verslana á Akranesi. Ekki skemmtilegasta frétt vikunnar, en engu að síður fjallar hún um staðreyndir sem blasa við. Ástæður lokana þessara verslana eru líklega jafn margar og þær voru. Nefna má heilsuleysi eða heimatilbúinn vanda af einhverju tagi en í flestum tilfellum hygg ég að ytri þættir í rekstrarum- hverfi fyrirtækja séu almennt að versna og þar megi skýringa leita. Allavega er einhver ástæða fyrir því að verslunum fækkar hratt, hvort sem það er á Akureyri, Selfossi, í Reykjavík eða á Akranesi. En af hverju eru fyrirtæki í verslun og þjónustu að tapa tölunni? Fyrst kemur upp í hugann að kaupmáttur almennings hefur síst verið að batna og því er einfaldlega minni verslun. Línulegt samhengi er jú á milli versn- andi kaupmáttar og heilsu fyrirtækja sem almenningur heldur uppi með viðskiptum sínum. Þá eru skattar og álögur annað. Líklega eru íslensk- ar verslanir jafnvel enn verr settar en ýmis önnur fyrirtæki. Þær glíma jú við háan virðisaukaskatt og ofurhátt tryggingagjald, eins og önnur fyrir- tæki, en þar að auki innflutningstolla og vörugjöld sem gerir samkeppn- ishæfni þeirra afleita. Í dag hafa aðstæður nefnilega breyst á þann veg að heimurinn er orðinn einn risastór markaður. Ef fólki finnst of dýrt að fara út í búð til að kaupa sér föt, gleraugu eða tölvuvörur, svo dæmi séu tek- in, þá fer það einfaldlega á netið og leitar sömu eða sambærilega vöru uppi og pantar hana. Lætur sig hafa að bíða jafnvel svo vikum skiptir. Neyðin kennir jú naktri konu að spinna og það er alltaf buddan sem telur. Hugtakið verslum í heimabyggð er einhvern veginn gleymt, jafn sorglegt og það nú er. Stjórnvöld verða fyrr en síðar að gera sér grein fyrir að allar þessar við- skiptahindranir og álögur sem íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki búa við, umfram erlenda kollega þeirra, eru að ganga að rekstri þeirra dauðum. Það er því betra fyrir heildina og þar með skatttekjur ríkisins að skattleggja hóflegar og fá í staðinn tekjur frá fleirum. Segja má að einu vöruflokkarnir sem almenningur getur ekki látið hjá líða að kaupa hér innanlands eru matvörur. Eðli málsins samkvæmt fer eng- inn á netið og pantar sér fjóra potta af mjólk og nokkur skinkubréf frá Þýskalandi, jafnvel þótt fólk fyndi þessar vörur ódýrari þar en hér heima. Þetta vita viðskiptamenn, svokallaðir fjármagnseigendur, enda er slegist um að eiga þær fáu matvöruverslanir sem hér geta þrifist. Sökum fæðar sinnar ríkir fákeppni á matvörumarkaði og sökum blankheita getur bláfá- tæk alþýða þessa lands ekki annað en verslað í búðunum, jafnvel þótt vitað sé að yfirmenn þeirra hafi átta milljónir í mánaðarlaun! Þótt fólk gjarnan vildi refsa fyrir slík fáránlegheit í ofurlaunum, þá getur það ekki annað en haldið áfram að kaupa í þessum sömu verslunum og ýta enn frekar undir að þeir ríku verði ríkari. Það ríkir jú fákeppni, hún er litla systir einokunar og báðar eru þær afleitar. Til að bæta gráu ofan á svart eru það lífeyrissjóðirnir „okkar“ sem verðlauna fyrir vitleysuna með að kaupa eignarhluta í þessum sömu verslanakeðjum og hækka verð hlutabréfanna til að ríkir verði ríkari. Eftir því sem fleiri upplýsingar af því tagi sem ég hef hér nefnt koma upp á yfirborðið, því augljósara virðist mér að við óbreytt ástand verður ekki unað. Líklega ræður ekki íslensk þjóð, sökum fámennis og spillingar, við að koma okkur út úr þesssum aðstæðum af sjálfsdáðum. Jafnvel ég er farinn að hugsa hvort þátttaka í ESB sé jafnvel betri kostur. Ég á sífellt erfiðara með að bægja þeirri hugsun frá mér. Reyndar kýs ég fremur að leita í austurátt og óska samstarfs við Norðmenn. Það hef ég nefnt áður og get svosem al- veg endurtekið í eitt skipti enn. Allavega vil ég að með einhverju móti verði stuðlað að því að áfram verði til kaupmenn hér á landi. Líka þeir sem selja annað en matvörur. Ég vil að tolla,- skatta- og vörugjaldapíning verði af- numin áður en gengið verður að íslenskri smásöluverslun dauðri. Magnús Magnússon. Gistinætur á hótelum í desemb- er voru 117.100 sem er 31% aukn- ing miðað við desember 2012. Þar af gistu útlendingar í 84% tilfella en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslend- inga fækkaði um 5%. Á höfuðborg- arsvæðinu voru 93.200 gistinætur skráðar á hótelum í desember sem er fjölgun um 27% miðað við desemb- er 2012. Á samanlögðu svæði Vestur- lands og Vestfjarða var mest aukning milli umræddra mánaða eða 2.200 gistinætur sem er fjölgun um 135% miðað við sama tímabil 2012. Á Suð- urlandi var aukning 66%, á Austur- landi 62%, á Suðurnesjum 48% og á Norðurlandi var aukning um tæp 8% samanborið við desember 2012. Á öllu síðasta ári fjölgaði gistinátt- um á hótelum landsins um ríflega 14%. Voru þær ríflega tvær milljón- ir talsins samanburðar við 1,8 millj- ón árið 2012. Frá árinu 2012 hef- ur gistinóttum erlendra gesta fjölg- að um 15% á meðan gistinóttum Ís- lendinga hefur fjölgað um 10%. mm Óhapp varð í Rifshöfn sl. fimmtu- dagskvöld þegar Tjaldur SH, sem er í eigu KG fiskverkunar, var að keyra í spring eins og það er kallað, til að ná bátnum frá bryggju. Þeg- ar keyrt er í spring þá eru landfest- ar dregnar aftur með bátnum og sett fast á polla til að ná skipi ým- ist að eða frá bryggju. Skipti engum togum að þegar kaðallinn slitnaði keyrði Tjaldurinn á mikilli ferð aft- an á Rifsnes SH-44 sem var um 10- 15 metra framan við. Við árekstur- inn urðu miklar skemmdir á Rifs- nesinu að aftan og einhverjar einn- ig fyrir neðan sjólínu. Meðal annars skekktist rekkverk skipsins. Engar teljandi skemmdir urðu hins vegar á Tjaldi SH og hélt skipið á miðin síðar um kvöldið. Þetta er ekki eina áfallið sem Hraðfrystihús Hellissands verður fyrir vegna Rifsnessins því í liðnum mánuði hrundi önnur ljósavélin og var verið að ljúka frágangi á nýrri vél nú í vikunni. þa Nýlega var hjá Faxaflóahöfnum opnuð tilboð í niðurrekstur 120 metra stálþils við lengingu viðlegu- bakka á Grundartanga sem unnin verður á þessu ári. Fimm tilboð bár- ust í verkið. Það lægsta var frá Ísar ehf upp á tæpar 238 milljónir eða 107% af kostnaðaráætlun. Hin til- boðin voru frá Hagtaki, ÍAV, Háls- afelli og Ístaki á bilinu 123-132% af kostnaðaráætlun. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna segir að Ísar hafi mikla reynslu í niðurrekstri á stálþili. „ÍSTAK er nú á lokametrunum að ljúka við fyllingar á bak við þar sem væntanlegt stálþil á að koma, en það er forsenda þess að hægt sé að hefja niðurrekstur á þilinu. Ísar mun væntanlega hefja niðurrekst- urinn í apríl eða maí en ljúka verk- inu í árslok,“ segir Gísli. Hann segir að lenging viðlegukantsins um 120 metra þýði að hann verði alls orð- inn um 820 metrar að lengd, þar af samfelldur í 620 metrum. „Þessi viðbót er mikilvæg þar sem um 300 skip koma á Grundartanga á ári og stundum er þétt setið við kant- inn. Stærstu súrálsskipin geta tek- ið allt að 200 metra í bryggjuplássi. Án súrálsskipa gætu eftir lengingu allt að fimm skip legið við bryggju á Grundartanga samtímis, annars fjögur,“ segir Gísli hafnarstjóri. þá Sæmundur Sigmundsson hópferða- bílstjóri hefur sagt upp samningum fyrirtækis hans um akstur skóla- barna fyrir Borgarbyggð. Í samn- ingnum felst akstur barna innan- bæjar í Grunnskóla Borgarness og þrjár akstursleiðir fyrir Grunn- skóla Borgarfjarðar á Varmalandi, eða alls fjórir bílar. Í samningi um aksturinn er gagnkvæmur þriggja mánaða uppsagnarfrestur þann- ig að Sæmundur mun að óbreyttu aka fram í byrjun maí miðað við uppsögn í síðustu viku. Þá verður mánuður eftir af skólaárinu. Næsta sumar verða liðin tvö ár af fjög- urra ára samningstíma. Að auki er ákvæði um að mögulegt sé að fram- lengja samninginn í tvisvar sinnum eitt ár. Aðspurður um ástæður þess að hann segir nú upp skólaakstrin- um segir Sæmundur þær nokkrar. Hann nefnir þó sérstaklega að all- ur rekstrarkostnaður við hópferða- akstur hafi hækkað á sama tíma og taxtinn hafi lítið tekið breytingum frá því hann bauð í aksturinn fyrir þremur árum. „Að öðru leyti vil ég ekki ræða ástæður þess að ég segi nú upp skólaakstri fyrir Borgar- byggð,“ segir Sæmundur. mm Sæmundur hefur sagt upp skólaakstri Flutningaskip við bryggju á Grundartanga. Samið við verktaka um niðurrekstur stálþils á Grundartanga Óhapp í Rifshöfn Gistinóttum fjölgaði mest á Vesturlandi og Vestfjörðum Nokkur hótel hafa bæst við á Vestur- landi og önnur stækkuð á nýliðnum árum. Í fyrra var m.a. Hótel Hamar stækkað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.