Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Virði landbún- aðar 61,5 milljarður LANDIÐ: Samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum fyrir árið 2013 jókst heildarframleiðslu- virði landbúnaðar hér á landi um 4,3% á árinu og var 61,5 milljarður á grunnverði, þ.e. að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum. Aðfanganotkun er talin hafa aukist um 4,7% og er nú 44,2 milljarðar. Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands, sem gefur nú í annað skipti út hagreikn- inga, er magnbreyting fram- leiðslu í landbúnaði árið 2013 hverfandi miðað við árið 2012 og vöxturinn nær alfarið vegna verðbreytinga. -mm Leitar uppruna formóður sinnar SNÆFELLSBÆR: Nýverið barst Snæfellsbæ tölvupóstur frá danskri konu að nafni Hed- vig Gerner Nielsen. Þar ósk- ar hún eftir upplýsingum um langömmu sína, Kristínu Sig- ríði Jónsdóttur, sem fædd var 6. júlí 1879. Að sögn Hedvig, var Kristín dóttir Jóns Jóns- sonar og Kristjönu Sigríðar Sigurðardóttur, sem bjuggu á Saxhól árið 1880 og fluttu síðar á Öndverðarnes. Krist- ín Sigríður var fimm ára göm- ul send til Danmerkur, í fylgd konu úr sveitarfélaginu. Hed- vig hefur áhuga á að vita um fjölskyldu langömmu sinnar, og þá sér í lagi um ástæðu þess að Kristín Sigríður var svona ung send frá fjölskyldu sinni til Danmerkur. Í frétt á vef Facebókarsíðu Snæfellsbæjar segir að ef einhver lumi á upp- lýsingum um þessa fjölskyldu þá megi hafa hafið samband við bæjarskrifstofuna í net- fangið snb@snb.is eða með skilaboðum á síðuna. Verð- ur þá haftí samband við Hed- vig, eða upplýsingum komið til hennar. –mm Meiri umferð í janúar HVALFJ.G: Umferðin í Hval- fjarðargöngum var nokkru meiri í nýliðnum janúar en í sama mánuði í fyrra. Aukning- in nam hátt í 2.000 ökutækj- um eða 1,5%. Í janúar í fyrra mældist reyndar mesta um- ferðaraukning í einum mán- uði á öllu árinu 2013. Þó ber þess að geta að janúar 2012 var slakur mánuður í umferð. Einungis um 100.000 ökutæki fóru þá um göngin en liðlega 116.000 í janúar 2014. Vega- gerðin upplýsir að umferðin á hringveginum hafi verið 5,5% meiri í janúar en í sama mán- uði 2013 og sú mesta í janúar- mánuði frá árinu 2010. Sömu sögu er að segja af umferð í göngunum, segir í frétt á vef Spalar. Umferð jókst í nýliðn- um janúar allsstaðar á hring- veginum nema á Austurlandi, en mest á Norðurlandi eða um 7,8%. Umferð á Austur- landi dróst hins vegar saman um 5,5%. –þá Óskráðir í utan- vegaakstri LBD: Ökumenn tveggja óskráðra fjórhjóla voru stöðv- aðir í akstri á Hvítárvallavegi í Borgarfirði um liðna helgi. Höfðu þeir einnig ekið hjól- unum utan vegar í óleyfi landeigenda. Verða viðkom- andi sektaðir fyrir þessi brot, en um utanhéraðsmenn var að ræða að sögn lögreglu. Góð færð hefur verið á flest- um aðalvegum í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum að undanförnu, en þó mikil hálka á sumum vegum inn til landsins. Eitt minni- háttar umferðaróhapp varð í umdæminu í liðinni viku. –þá Skal afhent endurskoðunar- skýrsla AKRANES: Einn af umsækj- endum um starf framkvæmda- stjóra Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi kærði á síðasta ári til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun stjórnar Höfða að synja beiðni hans um af- rit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012. Einnig hafði sá hinn sami óskað eftir bréfum um- sækjenda sem óskað höfðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf fram- kvæmdastjóra Höfða. Það var niðurstaða úrskurðarnefndar- innar að Höfða bæri að veita kæranda aðgang að endur- skoðunarskýrslu vegna árs- reiknings fyrir árið 2012. Beiðni um aðgang að bréf- um þriggja umsækjenda um beiðni um rökstuðning vegna ráðningar framkvæmdastjóra Höfða var hins vegar vís- að frá af úrskurðarnefndinni. Úrskurðinn í heild sinni má finna á vef forsætisráðuneyt- isins, mál nr. A-514/2014. -mm Um þessar mundir eru miklar framkvæmdir í gangi við Sundlaug Ólafsvíkur. Verið er að setja upp tvo heita potta, vaðlaug og lend- ingarlaug fyrir litla rennibraut fyr- ir utan íþróttahúsið. Skipt var um alla glugga, lagnir og loftræstingu í húsinu. Sjálfvirkt klórkerfi verð- ur sett upp og allur hreinsibúnaður er nýr. Þá var sagað úr fyrir nýjum glugga á endanum sem gerir inni- aðstöðuna mun bjartari. Kostn- aðaráætlun við verkið er um 160 milljónir króna og stefnt að því að opna sundlaugina að nýju í mars eða apríl. Það eru iðnaðarmenn úr Snæfellsbæ sem sjá um þessar fram- kvæmdir að stærstum hluta, ásamt starfsmönnum Áhaldahúss Snæ- fellsbæjar. af Framboðsmál í Hvalfjarðarsveit skýrðust talsvert á þriðjudagskvöld- ið í liðinni viku þegar samþykkt var á fundi Hvalfjarð- arlistans að bjóða fram lista fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. Einnig tilkynnti Sigurð- ur Sverrir Jónsson, nú- verandi oddviti listans og oddviti sveitarstjórn- ar, að hann væri tilbú- inn, eins og staðan væri núna, að taka sæti á list- anum. „Þetta var góð- ur fundur og einhug- ur í fólki að halda áfram því starfi sem við höfum staðið fyrir,“ sagði Sig- urður Sverrir í samtali við Skessu- horn. Fundurinn var haldinn heima hjá oddvitanum í Stóra-Lambhaga og voru 18 mættir. Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur verið unnið að og hvatt til að viðhöfð verði óhlutbundin kosn- ing í sveitarfélaginu í vor og undir- skriftasöfnun í gangi. Þannig hittist á að þegar búið var að funda á ann- an klukkutíma á fundi Hvalfjarð- arlistans í liðinni viku var bank- að og þar mættur Björn Páll Fálki Valsson með undirskriftalistann til hvatningar fyrir að íbúar samein- ist um óhlutbundna kosningu í vor. Fundarfólk skrifaði ekki á listann, að sögn Sverris, en hann segir að fólk hafi verið sammála um að kæmi afgerandi niðurstaða í und- irskriftasöfnuninni yrði ákvörð- un um framboð Hvalfjarðarlistans endurskoðuð. Var í því sambandi talað um að ef í ljós kæmi að 70-80% kjörbærra manna hvettu til óhlutbundinna kosn- inga yrði málið endur- skoðað. Við síðustu sveitar- stjórnarkosningar voru þrír listar boðnir fram í Hvalfjarðarsveit. L-listi Hvalfjarðarlistans og E- listi Einingar fengu hvor um sig þrjá menn kjörna og H-listi Heildar einn mann. Ekki liggur fyrir hvort þeir sem næstir standa Sigurði Sverri á Hvalfjarðarlistanum ætli að gefa kosta á sér áfram. Í sveit- arstjórninni núna eru aðalmenn af L-lista, auk Sigurðar Sverris, Sævar Ari Finnbogason í Glóru og Hall- dóra Halla Jónsdóttir í Gröf. þá Framkvæmdir á fullu við Sundlaug Ólafsvíkur Hvalfjarðarlistinn býður fram í vor

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.