Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Gæðakerfi í byggingariðnaði Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla sem ætla sér að starfa í byggingariðnaði í framtíðinni. Markmið þess er að kenna þátttakendum notkun gæðakerfa. Í nýlegum mannvirkjalögum og byggingareglugerð eru gerðar miklar kröfur til iðnaðarmanna, stjórnenda, byggingarstjóra og iðnmeistara. Er þess krafist að allir sem einhverja ábyrgð bera við mannvirkjagerð hafi gæðastjórnunarkerfi sem unnið er eftir. Á námskeiðinu er farið í gegnum gæðakerfi verktaka við framkvæmdir og hvernig unnið er eftir því. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin tölvur en einnig er boðið upp á afnot af tölvum á staðnum. Námsmat: 100% mæting. Kennari: Ferdinand Hansen, verkefnastjóri gæðastjórnunar hjá SI. Tími: Föstudagur 28. febrúar kl. 13.00 - 19.00 og laugardagur 1. mars kl. 9.00 - 16.00. Staðsetning: Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Lengd: 20 kennslustundir. Fullt verð: 30.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 6.000 kr. idan@idan.is www.idan.is Gæðin byggja á þekkingu Skráning á www.idan.is og í síma 590 6400. Námskeið fyrir byggingamenn 28. febrúar og 1. mars í Borgarnesi NÁNARIUPPLÝSINGARÁ IDAN.IS Sk 108 Reykjavík Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Nýjar vörur í hverri viku Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 S K E S S U H O R N 2 01 4 Íbúð óskast Skaginn hf. óskar eftir lítilli íbúð til leigu á Akranesi í 3-4 mánuði, helst með húsgögnum. Vinsamlegast hafið samband við Þorgeir Jósefsson í síma 893-4033 eða í netfang thorgeir@skaginn.is. S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Skaginn Bakkatúni 26 300 Akranes www.skaginn.is Nýleg gatnamót Borgarfjarðar- brautar og Hálsasveitarvegar neðan við bæinn Gróf í Reykholtsdal hafa reynst töluvert mörgum ökumönn- um sannkallaður Þrándur í götu. Gatnamótin, sem nú eru svoköll- uð T-gatnamót, voru tekin í notk- un á síðasta ári og breytt legu veg- anna sem þarna skerast. Eftir breyt- inguna hefur að minnsta kosti sjö bílum verið ekið útaf á hinum nýju vegamótum. Allt voru þetta bílar sem ekið hefur verið frá þjóðveg- inum áleiðis frá Deildartungu og í átt að Kleppjárnsreykjum. Þrír af bílunum sem ekið var útaf slitu í sundur nálæga girðingu og munu einhverjir þeirra hafa farið illa með vegvísa sem eru við gatnamótin. Að sögn Guðmundar S. Pétursson- ar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni eru þetta óeðlilega mörg óhöpp á stuttum tíma. Hann segir ekki endilega slæmum aðstæðum um að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú birt á netinu hljóðupptöku af fölsku neyðarkalli sem barst laust fyrir klukkan þrjú síðdegis sunnu- daginn 2. febrúar sl. Það átti að vera frá báti á Faxaflóa. „Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana,” sagði meðal annars í tilkynningunni. Strax var hafin víðtæk leit með ströndum, á sjó og úr lofti. Henni var form- lega hætt daginn eftir þar sem tal- ið var að um gabb hefði verið að ræða. Málið er litið mjög alvarleg- um augum. Lögreglan hefur rann- sakað það í samstarfi við Land- helgisgæsluna en lítt orðið ágengt við að upplýsa það. Nú hefur lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu grip- ið til þess úrræðis að birta hljóð- upptökuna af neyðarkallinu á fés- bókarsíðu sinni á netinu. Þar get- ur fólk hlustað og komið vísbend- ingum til lögreglu telji það sig bera kennsl á málróm og talanda þess sem sendi gabbið út. Allar vísbend- ingar sem fólk kann að hafa undir höndum eru vel þegnar. Einnig er hægt að hafa samband við lögregl- una í síma 444-1000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið abend- ing@lrh.is. mþh Síðastliðið mánudagskvöld spiluðu félagar í Briddsfélagi Borgarfjarð- ar 7. og 8. umferð aðalsveitakeppni félagsins. Alls verða spilaðar 10 um- ferðir svo spennan er tekin að vaxa. Til að auka enn frekar á spennuna mætti farand- gripur félagsins á svæðið, gljáfægð- ur, eftir ársdvöl í Kolbeinsstaða- hreppnum. Dóra Axelsdóttir hef- ur leitt keppnina lengst af en Arasynir þó aldrei ver- ið langt undan. Í seinni leik kvölds- ins mættust nefndar sveitir og „varð fjandinn laus.“ Hart var barist en niðurstaðan stórmeistarajafntefli, sem dugði Arasonum í efsta sætið, dyggilega studdum af bændaforyst- unni. Arasynir (Guðmundur, Unn- steinn, Sindri og Egill) hafa 111,31 stig, Dóra ásamt Rúnari, Heiðari, Önnu Heiðu og Loga hafa 107,48 stig og þriðju eru Skagamennirnir Einar, Sigurgeir, Magnús, Leó og Sölvi með 94,40 stig. Um næstu helgi verður Vestur- landsmót í sveita- keppni á Hót- el Hamri. Fjór- ar efstu sveitirnar tryggja sér rétt til keppni á Íslands- móti síðar í vetur. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig en það er gert hjá Ingimundi í síma 861- 5171. Spilað verður bæði laugar- dag og sunnudag, ca 60 spil hvorn dag og hefst spilamennska klukkan 10:00 báða dagana. ij Stórmeistarajafntefli hjá briddsurum Björgunarsveitarmenn úr Brák í Borgarnesi komu við á Akranesi til að sækja elds- neyti fyrir áframhaldandi leit. Myndin var tekin skömmu fyrir myrkur 2. febrúar sl. Ljósm. ki. Lögregla birtir hljóðupptöku af fölsku neyðarkalli Eins og sjá má er býsna fjölfarin leið út úr vegamótunum. Spurning hvort girðingaverktakinn setji ekki bara franskan rennilás á strengina? Buldurspelir eiga að minnka hættu á útafakstri í Reykholtsdal kenna því óhöppin hafi átt sér stað jafnt í góðu veðri að sumri sem og um vetur. Þá sé vitað að bæði öku- menn kunnugir svæðinu hafa farið út af ekki síður en ferðamenn sem ókunnugir eru á þessum slóðum. Einhverjir kunna því að hafa nálg- ast gatnamótin af gömlum vana og höfðu ekki varann á að framundan væru T-gatnamót. Í samtali við Skessuhorn sagði Ingvi Árnason, deildarstjóri við- halds og þjónustu hjá Vegagerð- inni, að allar merkingar við gatna- mótin væru eðlilegar og í samræmi við reglugerðir. Hins vegar væri ljóst að eitthvað í umhverfinu við gatnamótin gerði það að verkum að ökumenn hafi tilhneigingu til að taka seint eftir þeim. Við þessu ætl- ar Vegagerðin að bregðast og þegar vora tekur segir Ingvi að stefnt sé á að setja yfirborðsmerkingar á veg- inn, svokallaða „buldurspeli.“ Um er að ræða upphleyptar og málaðar þverrendur sem munu þjóna þeim tilgangi að vekja ökumenn til vit- undar um að gatnamót séu fram- undan. Að auki er stefnt á að koma upp biðskyldumerki 200 metr- um frá gatnamótunum. Með þessu móti er vonast til hætta við gatna- mótin minnki og að fegurð Reyk- holtsdalsins trufli ekki ökumenn meira en góðu hófi gegnir við akst- urinn. hlh/ Ljósm. bhs. Komið að nýju vegamótunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.