Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Það er vetrarlegt og kyrrlátt um að litast þegar ekið er inn Svínadal í Hvalfjarðarsveit einn gráan mánu- dagsmorgun í febrúarbyrjun. Eyr- arvatnið er ísilagt. Sólin baslar við að varpa geislum sínum úr austri yfir skammdegið sem er hægt og bítandi að hopa á þorranum. Við beygjum að veginum upp að bæn- um Kambshóli. Þegar ekið er að íbúðarhúsinu sprettur hundurinn á bænum úr leynum í vegkantinum. Hann hefur veitt bílnum vinalega fyrirsát og kemur hlaupandi fagn- andi þegar stigið er út. Í húsi sit- ur Hallfreður Vilhjálmsson bóndi og bíður blaðamanns. Við ætlum að taka spjall því brátt stendur hann á tímamótum. Hann ætlar að draga sig úr erli sveitarstjórnarmálanna eftir að hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir sína byggð í tvo áratugi. Við setjumst niður og fáum okkur kaffi. Úti á hlaði vappar hrafn og fylgist forvitinn með okkur inn um stóran stofugluggann með fallegu útsýni yfir Eyrarvatnið þar sem við sjáum til húsanna í Vatnaskógi handan vatnsins. Löng reynsla í félagsmálum Hallfreður segist vera búinn að sitja sem aðalmaður í sveitarstjórn í 20 ár. Þar af átta ár sem oddviti. „Þetta er orðin langur og reynslu- gefandi tími. Mér finnst bara kom- inn sú stund að ég dragi mig í hlé og fari að sinna öðru,“ svarar hann aðspurður hvers vegna hann ætli að hætta. Þrátt fyrir þetta ætlar Hall- freður ekki að hætta í félagsmálum. „Ég er stjórnarformaður Slátur- félags Suðurlands og búinn að vera þar í stjórn síðan 1999. Ég er líka í stjórn Veiðifélags Laxár í Leirár- sveit og formaður hennar í dag. Fé- lagssvæðið nær alveg frá Draghálsi við mynni Grafardals út í vestur- hluta Grunnafjarðar undir Akra- fjalli. Ég sé ekki fyrir mér neinar stórkostlegar breytingar hjá mér þó ég láti af störfum í sveitarstjórn. Ég ætla að vera bóndi áfram samhliða þessu sem og fleiru.“ Hann var aðeins fimm ára gam- all þegar foreldrar hans fluttu að Kambshóli 1964. „Foreldrar mín- ir Vilhjálmur og Ingibjörg bjuggu hér til 1995 en við Kristný keypt- um jörðina 1993. Við erum með 270 kindur á vetrarfóðrun hér á Kambshóli. Síðan erum við með stórt sumarhúsasvæði sem óx mjög hratt á sínum tíma og er nú full- byggt að þremur fjórðu og all- ar lóðir í leigu. Það þjónusta ég á ýmsa vegu. Varðandi félagsmálin þá leiddi eitt af öðru. Ég hóf þátttöku í þeim með ungmennafélaginu og búnaðarfélaginu. Síðan var ég kos- inn varamaður í sveitarstjórn Hval- fjarðarstrandarhrepps 1990. Fjór- um árum síðar varð ég svo aðal- maður í sveitarstjórninni. Þar vann ég með reyndum og gamalkunnum mönnum á borð við séra Jóni Ein- arssyni í Saurbæ, Jóni Valgarðssyni á Miðfelli, Jónasi Guðmundssyni á Bjarteyjarsandi og fleira góðu fólki.“ Margt hefur breyst á tveimur áratugum Fyrstu ár Hallfreðar í sveitarstjórn voru upphaf umbrotatíma við norð- anverðan Hvalfjörð. Stóriðjusvæð- ið dafnaði á Grundartanga og göng voru gerð undir fjörðinn. Miklar áskoranir fólust í þessu fyrir sveit- arstjórnir norðan fjarðar. Samein- ingarþreifingar hófust milli hrepp- anna sunnan Skarðsheiðar 2002 og 2003. Sameiningin var samþykkt af íbúum í kosningu haustið 2004 og tók svo gildi 2006. Í kjölfarið fóru fram kosningar til nýrrar sveitar- stjórnar þar sem þrír listar buðu fram. „Ég var þá í framboði með hópi sem kallaðist Sam-Eining þá en heitir nú Eining með listabókstaf- inn E. Við náðum þarna meiri- hluta, fengum fjóra menn kjörna. Við skipuðum svo sveitarstjórn með L-lista og H-lista, þar sem sá fyrrnefndi hafði fengið tvo menn en sá síðarnefndi einn mann,“ rifj- ar Hallfreður upp. Hann segir að þessir þrír listar hafi ekki legið eftir neinum ákveðnum línum frá hægri til vinstri. „Þetta voru eiginlega þverpólitískir listar. Fólk sameinað- ist um ákveðin málefni og áherslur í framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Þannig hefur það verið allt fram á þennan dag. Þau framboð sem hafa verið í Hvalfjarðarsveit hafa ekki fylgt hefðbundnum flokkpólitísk- um áherslum í þeim skilningi,“ seg- ir Hallfreður. Í minnihluta síðasta kjörtímabil Taflið snerist við í síðustu kosning- um árið 2010. „Okkur í Einingu tókst ekki að halda meirihlutanum. Misstum einn mann. Ástæðurn- ar fyrir því voru kannski augljósar. Við þurftum að taka stórar ákvarð- anir á kjörtímabilinu þar á undan. Sumar voru umdeildar. Í fyrsta lagi var leikskólinn Skýjaborg stækk- aður sem reyndar ríkti alger sam- staða um. Þar á eftir komu svo mál sem urðu þrætuepli. Ég minnist deilna sem urðu í upphafi um nýtt byggðarmerki. Þær tóku í en senni- lega fennti fljótt yfir það mál eftir að niðurstaða lá fyrir. Það voru hins vegar önnur hitamál sem komu á eftir sem kannski drógu meiri dilka á eftir sér. Það varð að fara í óhjá- kvæmilegar framkvæmdir við að byggja upp stjórnsýsluna miðsvæð- is í sveitarfélaginu. Þess vegna var farið út í að byggja stjórnsýsluhús- ið í Melahverfi. Það var vissulega umdeild framkvæmd en bæði ég og fleiri töldum hana nauðsynlega til framtíðar.“ Síðan var farið út í að endurnýja grunnskólann. „Um það var alger samstaða í sveitarstjórn enda eitt af áhersluatriðum sameiningarinn- ar. Skoðað var hvort ætti að byggja upp í Melahverfi eða Krosslandi ásamt því hvort gamli skólinn yrði gerður upp. Niðurstaðan varð sú að byggja nýtt skólahús við hlið hins gamla Heiðarskóla þar sem sveitar- félagið átti bæði lóð, hitaveiturétt- indi, sundlaug og íþróttahús. Sett var á laggirnar framkvæmdanefnd um verkefnið sem vann ötullega að verkefninu. Öll sveitarstjórnin varð sammála um þetta. Framkvæmdin varð hins vegar umdeild. Þegar leið á kjörtímabilið skildu leiðir inn- an sveitarstjórnar um hvernig ætti að útfæra þessa framkvæmd. Sum- ir íbúar vildu endurbyggja gamla skólahúsið í staðinn fyrir að byggja nýtt. Þetta var svo gert að kosn- ingamáli enda framkvæmdin þá ný- hafin.“ Sér ekki eftir neinu Hallfreður segir að þó sitt hafi sýnst hverjum þá hafi allar þessar bygg- ingar reynst mjög vel. „Reynslunni ríkari hefði maður þó kannski gert suma hluti varðandi ákvarðanatök- ur og annað með öðrum hætti. Ég sé samt ekki eftir neinu. Þetta voru stórar ákvarðanir í kjölfar samein- ingar. Þær voru teknar að stærstum hluta í sameiningu allra kjörinna fulltrúa. Íbúar sveitarfélagsins tóku fullan þátt í umræðum. Stundum þarf svo að taka ákvarðanir. Það er ekki hægt að velta málum endalaust á undan sér. Ég er þannig gerður að ég vil láta hlutina ganga.“ Hefur þá ekki verið erfitt að sitja í minnihluta og fá ekki að ráða för? Hallfreður hlær við og svarar: „Jú, ég leyni því ekki. Það hefur oft tek- ið á.“ Þegar hann lítur nú um öxl seg- ist hann í dag einkum fella sig illa við eina ákvörðun. „Ég var allt- af ósáttur við sameiningu leikskól- ans og grunnskólans. Þar var einn Hallfreður Vilhjálmsson frá Kambshóli í Hvalfjarðarsveit: Hættir eftir tuttugu ár í sveitarstjórn Hallfreður Vilhjálmsson bóndi á Kambshóli í Svínadal í Hvalfjarðarsveit á heimili sínu. Við heyskap. Fjær sést heim að bæjarhúsunum á Kambshóli. Hjónin Hallfreður Vilhjálmsson og Kristný Vilmundardóttir. Hallfreður og Kristný ásamt dætrum og tengdasonum. Þeim á vinstri hönd eru Heiður og Birkir. Til hægri standa Stefán og Linda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.