Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Nafn: Eygló Lind Egilsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Kirkju- vörður í Borgarneskirkju. Fjölskylduhagir/búseta: Ég er sjö barna móðir, á átta barnabörn og bý ein. Áhugamál: Útivist, göngur, leik- list og góðar bækur. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 10. febrúar 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mætti í vinnuna klukkan 9 og fyrstu verkin voru að þrífa safnað- arheimilið. Ég var að þrífa fram til hádegis með smá truflunum. Ég var svo heppin að Maggi í Straum- firði kom og fékk sér kaffibolla hjá mér. Hádegið? Ég náði að fara í hálf- tíma göngu í hádeginu og fá mér að borða. Eftir hádegið fór ég í heildsölu að versla, það vantaði pappír, ræstigræjur og fleira. Ég fór líka á pósthúsið með rukk- anir. Ég þurfti svo að fara í tölv- una til að svara pósti og senda út reikninga. Ég tók líka nokkur sím- töl en síminn hringir á hvaða tíma sem er. Svo komu fermingarbörn- in og þá aðstoðaði ég við ferming- arfræðsluna. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Undirbún- ingur fyrir KFUM starf. Því lýkur kl. 18 og þá er frágangur. Ég er svo komin heim svona um kl. 18:30. Fastir liðir alla daga? Það er bara þessi viðvera í safnaðarheimilinu sem er fastur liður, því það er í leigu alla daga vikunnar. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Það stendur ekkert sérstakt upp úr eftir þennan til- tekna vinnudag. Var dagurinn hefðbundinn? Já, en í raun er enginn dagur eins í þessari vinnu. Maður veit aldrei fyrirfram hvernig næsti dag- ur verður nákvæmlega. Starfið er mjög fjölbreytt og margt sem fell- ur til. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði árið 2008. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það? Það er ekki svo langt í að ég hætti að vinna. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, já, ég geri það. Maður á að mæta með jákvæðum hug til vinnu. Eitthvað að lokum? Maður á að hætta að vinna ef maður getur ekki mætt með gleði í hjarta. Fólk á ekki að vera í vinnu þar sem því líður illa. Það er óhollt fyrir alla að umgangast þá fyrir sem eru óánægðir í vinnunni. Dag ur í lífi... Kirkjuvarðar Freisting vikunnar Að þessu sinni erum við hjá Skessuhorni í hollust- unni. Freisting vikunnar er hollt og gott bananabrauð sem auðvelt er að baka. Tilvalið er að skella í eitt bananabrauð þegar bananarnir eru alveg komnir að skemmdum því brauðið er betra eftir því sem þeir eru brúnni. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að bæta við hana til dæmis fræjum, kanil, rúsín- um eða hnetum. Brauðið er sérlega gott nýbakað og ekki er það verra með smjöri og osti, en þá er dregur reyndar heldur úr hollustunni. Hollustu bananabrauð 2 bollar grófmalað spelt (má blanda saman haframjöli eða heilkorna hveiti) 1 dl agave síróp 3 eggjahvítur eða 1 egg 1 tsk salt ½ - 1 tsk matarsódi ½ - 1 tsk vínsteinslyftiduft 2 – 4 stappaðir bananar (því brúnni, því betra) 1 - 2 dl AB mjólk (eða Létt AB-mjólk) Má bæta við t.d próteini, kanil, ýmsum fræjum, 1 msk. olíu, döðlum, rúsínum o.fl. Aðferð: 1. Blandið þurrefnum saman í skál. 2. Stappið banana 3. Bætið öllu saman í skál. 4. Smyrja form með olíu og hella deiginu ofan í. Einnig er hægt að nota bökunarpappír í formið. Bakið við 180°C í u.þ.b. 45 mínútur. Hollustu bananabrauð Nýverið fóru nemendur í 8. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar í heim- sókn á Átthagastofu Snæfellsbæj- ar og afhentu stofunni líkön af höfnum Snæfellsbæjar. Líkön- in unnu nemendur í vinnu í átt- hagafræði fyrr í vetur. Öll líkönin eru unnin úr endurvinnanlegum efnum og komu nemendur með hráefnið að heiman. Vinnuferl- ið hófst með heimsókn nemenda í Hafnarvogina í Rifi. Þar fengu krakkarnir fyrirlestur frá hafnar- stjóra um starfið sem fram fer á höfninni. mm/ Snæfellsbær á Facebook Á aðalfundi Kvenfélags Stafholts- tungna sem nýverið var haldinn var Steinunn Júlía Steinarsdóttir í Norðtungu 3 kjörin formaður. Ása Erlingsdóttir í Laufskálum gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Voru Ásu þökkuð frábær störf í þágu félagsins og Steinunn Júlía boðin velkomin til starfa. -fréttatilkynning Forsvarsmenn Sementsverksmiðj- unnar hafa sótt um til Umhverfis- stofnunar að starfsleyfi verksmiðj- unnar til sementsframleiðslu verði fellt úr gildi. Sem kunnugt er gerðu núverandi eigendur verksmiðjunnar samning við Akraneskaupstað í lok síðasta árs þar sem þeir afsöluðu sér eignum og aðstöðu til framleiðslu sements. Þar með má segja að end- anlegt dánarvottorð hafi verið gefið fyrir því að sement verði framleitt framar á Íslandi, enda tvö ár lið- in frá því það var framleitt síðast í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Umhverfisstofnun hefur nú svar- að þessu erindi og telur ekki tíma- bært að fella starfsleyfið niður. Sementsverksmiðjan verði að fara í gegnum svokallað lokunarferli, sem tryggi að skil á athafnasvæð- um verði þannig að ekki sé hætta á mengun frá þeim. Athafnasvæði Sementsverksmiðunnar er auk Sementsverksmiðjureitsins á Akra- nesi líparítnáma í Hvalfirði. Sam- kvæmt upplýsingum frá Umhverf- isstofnun mun fara fram sýnataka í sumar í sambandi við lokunarferl- ið. Í erindi sem hlutaðeigandi aðil- um, Sementsverksmiðjunni, Akra- neskaupstað og Hvalfjarðarsveit hefur verið sent séu ekki tímamörk varðandi lokun svæða og þar með niðurfellingu starfsleyfis. Umrætt starfleyfi var síðast endurnýjað í ársbyrjun 2009. Það var til 16 ára, náði til ársbyrjunar 2025. þá Stjórn Stéttarfélags Vesturlands sam- þykkti á fundi sín- um 28. janúar sl. að skora á sveitarstjórn- ir á starfssvæði sínu að styðja við sam- starf aðila vinnu- markaðarins í átaki gegn svartri atvinnustarfsemi, sér- staklega þegar opinber útboð og innkaup eru annars vegar. Í áskor- uninni frá StéttVest segir að mikil- vægt sé að leggjast gegn hvers kyns gerviverktöku, t.d. í byggingariðn- aði, þjónustutengdri mannvirkja- gerð og veitingastarfsemi. Auka þurfi eftirlit með starfsemi og skatt- skilum þjónustu- veitenda og starfs- manna þeirra og þá þurfi að gera átak á sviði útboðs- mála til að koma í veg fyrir undirboð sem byggja á svokölluðu kennitölu- flakki. „Stjórn Stéttarfélags Vest- urlands telur að leikreglur sem miða að þessu marki séu sjálfsagð- ar í opinberum innkaupum, óháð fjárhæðum þeirra eða hvort í hlut eiga ríkið eða sveitarfélögin,“ segir áskoruninni til sveitarstjórna. hlh Snorrastofa í Reykholti undirbýr nú dagskrá í samvinnu við SAGA jarð- vang/geopark. Fer hún fram í há- tíðarsal Snorrastofu í Héraðsskóla- húsinu í Reykholti, laugardaginn 22. febrúar kl. 13-17. Fjallað verð- ur um ýmsar rannsóknir sem tengj- ast Surtshelli og Gilsbakka. Dagskránni er ætlað að gefa mynd af störfum og hugmyndum fræðimanna er skoðað hafa Gils- bakka og Surtshelli í ljósi forn- leifafræði, jarðfræði, sögu og bók- mennta. „Fyrst er að telja fornleifa- fræðinginn Kevin Smith, sem um árabil hefur stundað fornleifarann- sóknir í Borgarfirði meðal annars á Gilsbakka og nú nýlega í Surts- helli og konu hans Michele, sem rannsakaði klæði og vefnað í forn- leifum þeim er upp komu á Gils- bakka. Hildur Hákonardóttir vef- listarkona mun fjalla um sögu vefn- aðarins á Íslandi í ljósi þess, sem rannsókn Michele hefur sýnt. Um Surtshelli fjalla ásamt Kevin Smith þeir Árni Hjartarson jarðfræðing- ur og Heimir Pálsson bókmennta- fræðingur. Viðfangsefni Árna er Hallmundarhraun og goslýsing- in forna í Hallmundarkviðu og er- indi Heimis fjallar um Surt og jarð- elda. Dagskrárstjóri verður sr. Geir Waage. Allir eru hjartanlega vel- komnir í Reykholt að njóta þessar fróðlegu dagskrár. Kaffiveitingar í dagskrárhléi kosta kr. 500,“ segir í tilkynningu mm Sementsverksmiðjan sækir um niðurfellingu starfsleyfis Gáfu Átthagastofunni líkan af höfnunum Steinunn Júlía og Ása. Ljósm. Anna J Hallgrímsdóttir. Nýr formaður Kven- félags Stafholtstungna Frá munna Surtshellis í Hallmundar- hrauni. Uppsveitir Borgarfjarðar í alþjóðlegum rannsóknum Sveitarstjórnir berjist gegn svartri atvinnustarfsemi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.