Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 „Það er eins mikil einföldun og hugsast getur þegar menn fullyrða að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hafi ekkert að gera með upphæð veiðigjalda, heldur séu það mark- aðsaðstæður sem ráði. Áttum okkur á því að veiðigjöld eins og þau eru útfærð í dag eru bara fastur kostn- aður ofan á annan kostnað óháð af- komu. Hann hlýtur að skipta máli sama hvort ytra umhverfi er gott eða slæmt. Þegar hart er í ári verð- ur ríkið að spyrja sig hvort það vilji skattleggja fyrirtækin í þann- ig ástandi með þeim afleiðingum að þau neyðist til að hætta starf- semi. Hið opinbera getur þá ekki bara sagt að þetta komi því ekki við því það er ríkisvaldið sem ákveður þennan skatt.“ Georg Andersen framkvæmda- stjóri útgerðarinnar og fiskvinnsl- unnar Valafells í Ólafsvík hefur skýrar skoðanir á sjávarútveginum. Við hittum Georg til að heyra hvað hann hefur að segja um veiðigjöld, samþjöppun í sjávarútvegi og mark- aðsmál á íslenskum sjávarafurðum. Veiðigjöld ættu að mið- ast við hreinan hagnað „Ég er ekki á móti veiðigjöldum. Menn eiga að greiða fyrir að nota sjávarauðlindina, rétt eins og aðr- ir eiga að greiða fyrir notkun á öðrum auðlindum landsins. Ég er hins vegar andvígur útfærslunni við álagningu þeirra. Hún má ekki vera framkvæmd þannig að félögin verði ekki rekstrarhæf og hrökkl- ist úr starfsemi,“ segir Georg þegar við hefjum viðtalið á því að tala um veiðigjöldin sem hafa verið mjög í umræðunni undanfarið. Hann segir það ranga aðferð að tengja veiðigjöldin við hagnað fyr- ir fjármagnsliði og afskriftir eins og gert er í dag. Þau ættu frekar að miðast við hreinan hagnað fyrir- tækjanna eftir að þau hafi gert upp þessa liði. „Sumir hafa sagt að ef það væri þannig þá myndu fyrirtæk- in fela hagnaðinn. Þetta er ekki rétt nálgun. Menn standa ekki í svoleið- is. Þau myndu hins vegar leitast við að nota hagnaðinn í rekstrartengdar fjárfestingar til að sleppa við skatta. Til dæmis með því að kaupa nýjar vélar og tæki, eða endurbæta húsa- kost og skip. Hvert fara þeir pen- ingar? Þeir hríslast um æðar hag- kerfisins og skapa störf í stoðgrein- um sjávarútvegsins og víðar. Þann- ig vinna peningarnir í atvinnulíf- inu og ríkið fær alltaf sitt að lok- um í gegnum hefðbundna skatta og gjöld.“ Gjaldtaka sem eykur hættu á samþjöppun Georg telur augljóst að veiðigjöld- in ýti ásamt öðru undir frekari sam- þjöppun í sjávarútvegi. Minni fyr- irtækin úti á landsbyggðinni eins og á Vesturlandi séu oft eru rekin af fjölskyldum. „Þau ráða ekki við að þurfa að borga kannski helming af hagnaði fyrir fjármagnsliði og af- skriftir í veiðigjöld. Kannski er það viðhorf stjórnmálamanna að skatt- heimtan skuli vera með þessum hætti á fyrirtækin. Þeir telji þá að frekari samþjöppun í greininni sé æskileg vegna þess að veiðigjald- ið setji litlu fyrirtækin á hausinn eða þvingi þau í að sameinast þeim stærri. Ef svo er þá eiga menn bara að koma hreint fram og segja það.“ Georg segir að fleiri breytur en veiðigjöld hafi vissulega áhrif á fyr- irtækin og afkomu þeirra. Þar má nefna sveiflur í gengi gjaldmiðla og á hráefnis- og afurðaverðum. „Þetta eru hins vegar þættir sem við eig- um mjög erfitt með að stýra. Skatt- heimtan á fyrirtækin og útfærsla á henni er hins vegar nokkuð sem við höfum í hendi okkar hvernig við viljum hafa. Þegar menn kvarta yfir veiðigjaldinu þá er það vegna þess að það er hægt að benda stjórn- völdum á að þau séu ekki að gera mönnum lífið léttara í erfiðri stöðu. Veiðigjöldin eru rekstrarliður sem stjórnmálamenn geta lagað.“ Margslungin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er flókin og krefjandi atvinnugrein. „Vissulega má segja að ef mað- ur reiknar kalt þá séu of margir að veiða og vinna fisk á Íslandi í dag. Fjárfestingar okkar í tækjum, tól- um og öðrum rekstrarþáttum er of mikil. Við getum hins vegar ekki nálgast sjávarútveginn einvörð- ungu með þessum hætti. Grein- in er svo miklu meira en einhver reikniörk í tölvu. Hún er dreifð um landið. Margir þættir eru forsend- ur fyrir rekstri útvegsins. Við höf- um til að mynda byggðasjónar- miðin. Þar skipta einstaklingarnir sem standa í þessum rekstri og lifa af greininni miklu máli. Við meg- um ekki bara einblína á eitthvað eins og meðaltals hagnað sjávarút- vegsins yfir eitthvað ákveðið tíma- bil. Nota hann svo til að skella síð- an á veiðigjöldum yfir alla línuna. Hvað gerist til dæmis ef fjölskyldu- útgerðir og bolfiskvinnslur leggj- ast af á Snæfellsnesi? Þar er enginn nema trillur með veiðiheimildir í uppsjávarfiski. Hvað gerum við við íbúana þar? Söfnum við þeim í rút- ur og flytjum þá til Reykjavíkur?“ Nýtt fjármagn sýnir útveginum áhuga Að sögn Georgs er nú víða að koma að kynlóðaskiptum í minni sjávarútvegsfyrirtækjum. Fólk standi frammi fyrir þeim mögu- leika að selja sig úr greininni. „Á sama tíma verður vart við að lífeyrissjóðirnir leita kauptækifæra í vinnslu og veiðum. Það gera þeir í gegnum fyrirtæki eins og sölu- fyrirtækið Icelandic Group sem þeir eiga í dag. Dæmi um þetta eru nýleg kaup Icelandic Group á fiskvinnslufyrirtækinu Ný-Fisk í Sandgerði. Lífeyrissjóðirnir eru beint og óbeint farnir að horfa til þess að fjárfesta meira í sjávarút- vegi. Í gegnum þá safnast mikið fjármagn sem leitar nú ávöxtunar- leiða. Við erum með gjaldeyrishöft og lokað hagkerfi. Sjóðirnir geta ekki fjárfest beint í kvótum og fara því í gegnum fyrirtæki eins og Ice- landic Group. Menn hafa ákveðn- ar væntingar um að þorskkvótinn aukist árlega á næstu árum, segj- um um tíu prósent. Verð á varan- legum aflaheimildum er að hækka. Það stefnir hugsanlega í að þorsk- kvótinn gæti farið á nálægt 4.000 krónur kílóið á næstu árum. Á sama tíma eru afurðaverðin nán- ast ekkert að hækka og hafa frek- ar verið fallandi. Allur rekstrar- kostnaður er að hækka. Ríkið er að leggja auknar álögur á útveginn. Maður spyr sig hverjar forsend- ur séu fyrir fjárfestingum í kvóta? Tökum dæmi. Maður tekur lán til að kaupa aflahlutdeild sem gefur 100 tonna þorskkvóta í dag. Það kostar hann 230 milljónir. Vextir eru um 8 prósent eða yfir 18 millj- ónir á ári. Lánið er greitt niður á fimmtán árum. Afborganir eru 34 milljónir á fyrsta ári af þessum 100 tonnum. Hvað er það á kíló? Um 340 krónur. Hvað ertu að fá fyr- ir kílóið af seldum afla, 300 krón- ur, og átt þá eftir að borga skipta- hlut og kostnað sem er yfir 50%? Þetta hangir auðvitað ekki saman. Eru menn þá að veðja á aukningu í kvóta og að kvótaverðið hækki? Þarna er viss hætta á bólumynd- un.“ Georg segir að um leið og menn verði varir við eftirspurn frá stórum aðilum að þeir vilji sanka að sér aflaheimildum fari kvóta- verð að hækka. „Þetta skapar enn stærri freistingu en ella fyrir smærri aðila til að leggja árar í bát og selja. Sjávarútvegurinn stefnir bara í stór félög. Millistigið með vertíðarbátunum er í hættu að hverfa. Við munum sjá trillukarla og svo stórútgerðir.“ Verðlækkun á saltfiski hefur stöðvast Við látum þessa umræðu duga um veiðigjöldin. Blaðamanni Skessu- horns leikur hugur á að víkja að- eins að markaðsmálunum. Mikið verðfall hefur orðið á saltfiski og frystum fiski. Efnahagserfiðleikar á evru svæðinu og þá einkum Spáni og í Portúgal hafa orðið til þess að salfiskverð hafa lækkað. Mikilli aukningu á þorskafla í Barentshafi er svo kennt um verðfall á frystum og jafnvel ferskum fiski. „Við hjá Valafelli erum eiginlega bara í saltfiski sem við höfum selt til Spánar og Portúgals. Við höf- um lítið verið í þeim ferska. Það er bara svo erfitt eins og t.d. núna vegna samkeppninnar frá Noregi og Rússlandi. Verðlækkunin á salt- fiski hefur stöðvast. Reyndar þok- uðust verðin aðeins upp aftur á nýj- an leik en á sama tíma styrktist ís- lenska krónan og það át upp verð- hækkanirnar. Þetta hefur verið að gerast frá áramótum. Það virðist enginn æsa sig yfir því þó að út- flutningsfyrirtæki missi fimm til sex prósent af söluverðmæti sínu við styrkingu krónunnar enda er þetta nokkuð sem við ráðum illa við.“ Aflaaukningin í Barentshafi hafi bein áhrif á markaði fyrir fros- inn fisk og jafnvel þann ferska líka. „Menn urðu óöruggir og verð lækkuðu. Þetta mun sennilega jafna sig. Aukningin er í raun ekki sér- lega stórt hlutfall af heildarfram- boði af svokölluðum hvítfiski í heiminum. Okkur hættir oft til að ofmeta þorskinn. Sem villtur fiskur er íslenski þorskurinn tvímælalaust besti fiskur sem hægt er að kaupa. Hins vegar er hann það ekki endi- lega í augum kaupendanna nema þá helst á nærmörkuðum okkar. Þorsk- ur er mjög víða ekki neinn sérstak- ur vöruflokkur í augum neytenda. Hann er bara hvítfiskur í sama flokki og til dæmis tilapia-eldisfisk- ur sem er framleiddur í geysilegu magni úr tjörnum í Asíu. Tilapia er ekkert að seljast á mikið lægri verð- um en þorskurinn okkar á mörgum erlendum mörkuðum. Venjulegur Bandaríkjamaður sér engan mun á íslenskum þorski og kínverskri til- apiu. Hann sér bara hvítfisk.“ Þurfum samhæfðari markaðsvinnu Georg telur hiklaust að Íslending- Georg Andersen framkvæmdastjóri hjá Valafelli í Ólafsvík: Telur ytri skilyrði nú ýta undir frekari samþjöppun í sjávarútvegi Georg Andersen framkvæmdastjóri Valafells í Ólafsvík. Valafell er eitt af dæmigerðum fjölskyldufyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi. Það gerir út netabátinn Ólaf Bjarnason og rekur eigin fiskvinnslu í Ólafsvík. Saltfiskframleiðsla. Verðfall á honum virðist hafa stöðvast og hækkað aðeins frá áramótum. Sterkara gengi íslensku krónunnar á sama tíma hefur hins vegar étið þá hækkun upp.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.