Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Saurbær í Dalasýslu var sú sveit á Íslandi langt fram eftir síðustu öld sem státaði af því að þar væri nánast allt til alls og sveitin sjálfu sér nóg að flestu leyti. Þótt til dæmis kaup- félögin væru að tína tölunni í land- inu var kaupfélagið áfram á sínum stað á Skriðulandi. Það fór þó svo fyrir nokkrum árum að kaupfélag- ið hætti rekstri og einstaklingur tók við starfseminni. Þjónustan breytt- ist á Skriðulandi, verslunarhorn var þar áfram og fólki var sem fyrr tamt að tala um kaupfélagið á Skriðu- landi. Vegfarendum og íbúum í Saurbænum brá svo í brún síðasta vor þegar þar var skellt í lás. Þá var ekki lengur hægt að nálgast nauð- þurftir í Skriðuland heldur varð að sækja þær ýmist í Búðardal, á Reyk- hóla eða Hólmavík, eða jafnvel alla leið í Borgarnes. Datt í hug að senda inn tilboð Skriðuland er sem kunnugt er í al- fararleið þeirra sem eru á Vest- fjarðaleið og líka þeirra sem eiga leið út á Skarðsströnd og fyr- ir Klofning. „Við vorum búin að fara um hérna í nokkur skipti þeg- ar við vorum að koma í heimsókn á Skarðsströndina. Ég var búinn að sjá að Skriðuland var auglýst til sölu og ákvað þegar við vorum á ferð- inni hérna síðasta haust að skoða þetta betur. Þegar ég fór að spyrj- ast fyrir höfðu eiginlega engir sýnt þessu áhuga. Ég ákvað því að senda inn tilboð og á endanum var fallist á að selja mér eignirnar hérna fyr- ir tíu milljónir króna. Það þurfti að laga ansi mikið hérna til að hægt væri að opna verslunina og það er mikil vinna framundan hjá okkur,“ Ágæti ritstjóri! Ég má til með að koma á fram- færi leiðréttingum/ábendingum við ónákvæma frétt af gjafaafhendingu sem fram fór í Reykholtskirkju á kyndilmessu og greint var frá í síð- asta Skessuhorni (6. tbl.). Það var nú ekki alveg þannig að hinn fríði flokkur stúlkna í stúlknakórn- um úr Kópavogi hafi svona til- fallandi sungið þarna nokkur lög. Nei, það var nú heldur meira en það því kórinn, undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur, sá um all- an sálmasönginn í messunni svo unun var á að hlýða. Stúlkurnar bættu svo um betur og kvöddu með söng í messukaffinu á eftir. Hinn mjög svo góði Reykholts- kór sem að jafnaði syngur við guðsþjónustur í Reykholtskirkju fékk frí þennan daginn. Varðandi ljósabúnaðinn sem gamlir nemendur úr Reykholts- skóla afhentu kirkjunni að gjöf þennan tiltekna dag og Skessu- horn greindi frá er það rang- hermt að honum hafi verið kom- ið fyrir inni í kirkjunni enda kem- ur það fram í fréttinni að steindu gluggarnir eru lýstir upp utan frá. Að sönnu nutu gluggarnir sín vel á meðan guðsþjónustan fór fram. Svo var dagsbirtunni fyrir að þakka en það þurfti að bíða fram í rökk- ur til þess að upplifa áhrif lýsing- arinnar. Og hún var mögnuð svo ekki sé meira sagt. Margar gleði- gefandi samkomur eiga sér stað í Reykholtskirkju á dimmum vetr- arkvöldum og nú munu þeir sem þær sækja í framtíðinni fá notið til fulls þeirra listaverka sem steindu gluggarnir eru. Á einni myndinni sem fylgdi fréttinni í Skessuhorn- inu mátti sjá fulltrúa nemendanna sem afhentu gjöfina formlega en það voru þeir Snorri Bjarnason frá Kjalvararstöðum, óformlegur for- maður en ótvíræður foringi nem- endahópsins úr Héraðsskólanum í Reykholti árin 1958-1962, og svo Jón Emilsson forgöngumaður þessa framtaks sem lýsingin er. Sókn- arprestinn í Reykholti þarf auð- vitað ekki að nafngreina en þeir sem eru glöggir að þekkja fólk á ennissvipnum einum og hár- prýði átta sig fljótt á því að höf- uðið sem ber yfir öxl sr. Geirs muni tilheyra Þorvaldi Jónssyni sóknarnefndarformanni. Norð- anvert í kór mátti svo sjá sr. Elín- borgu Sturludóttur, sóknarprest í Stafholti og sr. Brynjólf Gísla- son fyrrv. sóknarprest þar. Á milli 30 og 40 nemendur úr nefnd- um árgöngum auk maka, alls um 50 manns, mættu í Reykholt af þessu tilefni. Sannarlega eftir- minnilegur dagur. Margt er með öðrum brag í Reykholti nú en var fyrir rúmum fimmtíu árum. En menningar- og menntasetur er Reykholtsstaður enn sem fyrr. Í því efni er Reykholt mikilvægast- ur staða í okkar héraði að öðrum ólöstuðum. Munum það. Lindarhvoli 6. febr. 2014 Jón G. Guðbjörnsson Margir hafa á síðustu vikum veitt slagorðinu „Konur til forystu“ at- hygli á samskiptamiðlum, sem og öðrum miðlum. Slagorðinu er ætl- að að hvetja þá sem standa að fram- boðum til sveitarstjórnarkosninga til að skipa konur í forystusæti til jafns á við karla. Slagorðið á svo að sjálfsögðu við á fleiri sviðum, eins og í atvinnulífinu. Á öðrum sviðum þurfa karlar hins vegar hvatningu til dáða en geymum það að sinni. Konur í forystu hjá sveitarstjórn- um eru miklu færri en karl- ar en til þess að ná fram jafn- tefli (jafnrétti) er mikilvægt að hvetja liðið sem er undir. Nú eru konur um 40% sveitarstjórnar- manna. Engu að síður voru kon- ur um helming- ur frambjóðenda í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Konur skip- uðu hins vegar síður en karlar efstu sæti framboðslista og því náðu færri konur kjöri. Konur voru í leið- togasæti á fjórðungi lista. Hlutfall kvenna í forystu sveitarfélaga sem bæjarstjórar, sveitarstjórar eða odd- vitar er 32%. Á þeim fundum sem ég hef setið með sveitarstjórnarmönnum frá því ég varð þingmaður kom ég fljótt auga á að konur eru oft um 25- 30% fundarmanna. Þetta eru fund- ir eins og aðalfundir samtaka sveit- arfélaga og fundir þar sem forystu- menn sveitarfélaganna fylgja eft- ir áherslumálum sveitarfélaga eða landshlutasamtaka. Þarna er hlut- fallið sem sagt enn lægra en hlut- fall kjörinna fulltrúa og jafnvel lægra en hlutfall kvenna í forystu sveitarfélaga. Ég hef velt fyrir mér ýmsum skýringum, t.d. kynjaskipt- ingu á vinnumarkaði, þar sem kon- ur sinna frekar störfum sem krefjast viðveru á þeim tímum sem fundir fara fram. Eins gæti verið að kon- ur stoppi styttra við í sveitarstjór- num og því telji konur sig síður hafa reynsluna sem þarf til að sinna forystustörfum. Ekki veit ég hvort þetta eru réttar skýringar en það er verðugt viðvangsefni að velta þess- um málum fyrir sér. Ef við viljum ná fram breytingum er mikilvægt að félög sem standa að framboðum til sveitarstjórna og hins vegar sveitarstjórnirnar sjálfar axli ábyrgð og leiti leiða til úrbóta, þó ákvörðun um framboð verði alltaf einstaklingsins. Félögin sem bjóða fram lista til sveitarstjórna verða að finna að- ferðir sem tryggja jafnrétti við röð- un á lista, bæði kynjajafnrétti sem og jafnrétti á ýmsum öðrum sviðum og það þarf líka að gæta að jafnrétti þeg- ar skipað er í for- ystusætin. Sveitarstjórn- ir þurfa að velta fyrir sér af fullri alvöru hvort hægt sé að haga starfi sveitar- stjórna þann- ig að það geri þeim sem hafa áhuga og hæfileika til starfa að sveitarstjórnarmál- um það mögulegt. Ég hef talað við fjölda karla og kvenna sem gef- ast upp á störfum í sveitarstjórnum vegna þess hversu erfitt er að sam- rýma þau atvinnuþátttöku, löngum ferðalögum í sífellt stærri sveitarfé- lögum o.s.fv. Hvernig eru jafnrétt- isáætlanir sveitarstjórna? Einstaklingar sem taka þátt í starfinu þurfa einnig að vera dug- legir að miðla af sinni reynslu, bæði jákvæðri og neikvæðri. Störf að sveitarstjórnarmálum geta vissulega verið tímaþjófur og það getur ver- ið krefjandi að sameina þau öðrum hlutverkum en þau eru líka gefandi á margan hátt. Í gegnum þessi störf gefst tækifæri til að kynnast fjölda fólks, læra ótrúlega margt um fjöl- breytt málefni og eiga ánægjulegt samstarf við ólíka einstaklinga. Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga á því samfélagi sem þeir búa í til að skoða möguleika á þátttöku. Ég vil þó sérstaklega hvetja konur til starfa, því við þurfum fleiri KON- UR TIL FORYSTU. Líneik Anna Sævarsdóttir. Höf. er alþ.m. fyrir Framsóknarflokkinn. Pennagrein Pennagrein Konur til forystu Árétting vegna fréttar um athöfn í Reykholti á Kyndilmessu „Þetta eru stórar ákvarðanir hjá okkur“ Kíkt í heimsókn hjá unga fólkinu á Skriðulandi í Saurbæ segir Valgeir Þór Ólason þrítugur Breiðhyltingur og fyrrum Kópa- vogsbúi sem ætlar nú að freista þess að ná fótfestu í Dölunum. Sam- býliskona Valgeirs er Kristný María Hilmarsdóttir rúmlega tvítug frá Skarði á Skarðsströnd og Skuld í Saurbænum. „Það má segja að ég sé komin heim aftur og það verð- ur spennandi að takast á við þetta,“ segir Kristný. „Já, mér líst vel á mig í sveitinni. Sveitafólkið er kurteist og skemmtilegt,“ segir Valgeir. Hótelið verði stærri hlutinn Eftir talsverðar endurbætur á versl- unarhúsnæðinu á Skriðulandi opn- uðu þau sveitaverslunina aftur fyr- ir nokkrum vikum. Bjóða þar upp á alla helstu dagvöruna. „Það hefur verið þó nokkuð um að sveitafólkið og einstaka vegfarandi kíki inn hjá okkur og versli. Þetta er náttúrlega rólegt á þessum árstíma en það var þó einn dagur mjög góður núna um daginn. Það var þegar þorrablótið var haldið hérna í Tjarnarlundi. Ég býst ekki við að verslunin verði stór póstur í rekstrinum hjá okk- ur. Ég reikna frekar með að hótel- byggingin hérna bakvið eigi eftir að skapa okkur meiri tekjur. Það eru átta herbergi nánast tilbúin. Það á bara eftir að tengja þar neysluvatn- ið bæði heitt og kalt og koma fyr- ir húsgögnunum. Þessum herbergj- um ætlum við að koma í stand fyr- ir vorið áður en ferðamannatíminn hefst. Þá verður eftir að ganga frá 20 herberjum og vinna við þau en frágangur verður líklega að bíða að talsverðu leyti fram á næsta vetur. Það verður ágætt að fá þann hluta í gagnið fyrir vorið 2015,“ seg- ir Valgeir Þór. Þau Kristný María gera sér vonir um að hótelgistingin komi til með að nýtast vegna auk- innar umferðar bæði í Dalina og vestur á firði, sem hefur orðið með tilkomu vegarins yfir Þröskulda. Menntunin ætti að nýtast Valgeir Þór er lærður matreiðslu- meistari en hann hefur einnig starf- að sem iðnverkamaður og segist kunna ýmislegt fyrir sér á því sviði. Flísalögn og smíði í verslunarrým- inu bendir líka til þess að svo sé. „Þessi menntun ætti að nýtast mér ágætlega. Ég ætla þó ekki að fara í það alveg strax að fara í svo kostn- aðarsama framkvæmd sem nýtt eldhús er. Það er betra að fá frek- ar inn gistirýmið til að skapa tekju- grundvöll til þess,“ sagði Valgeir Þór. „Það má kannski segja að þetta séu stórar ákvarðanir hjá okkur, en við erum mjög ánægð með að vera komin í sveitina,“ sögðu nýju eig- endurnir á Skriðulandi að endingu. þá Valgeir Þór og Kristný María ásamt litla Hilmari Óla. Skriðuland í Saurbæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.