Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Snæfellskonur gerðu góða ferð til Grindavík- ur á sunnudaginn þar sem þær lögðu heima- stúlkur með nærri tuttugu stiga mun; 93:74. Með sigrinum er deildarmeistaratitillinn nánast í höfn hjá Snæfelli. Haukastúlkur sem unnu Keflavík með eins stigs mun um helgina eru átta stigum á eftir og þurfa nú fimm sigrum fleiri en Snæfell úr þeim sex umferð- um sem eftir eru til að ná titlinum. Nánast útilokað eins og Snæfells- liðið hefur verið að spila. Leikurinn var fremur jafn í fyrsta leikhluta, en eftir hann var Snæfell þremur stig- um yfir, 23:20. Í öðrum leikhluta var spilamennskan sveiflukennd- ari. Snæfell náði fjórtán stiga mun 38:24, en heimastúlkur skoruðu ell- efu stig í röð og þau síðustu í leik- hlutanum. Það munaði því einung- is þremur stigum á liðunum í hálf- leik. Það var síðan í þriðja leikhluta sem leiðir skildu og heimastúlkur virtust ekki eiga neitt svar við leik gestanna. Snæfell var 18 stigum yfir eftir þriðja leikhluta 72:54 og sigldi síðan sigrinum heim af öryggi. Hjá Snæfelli var Chynna Brown atkvæðamest með 24 stig og 15 fráköst. Hildur Sigurðardóttir átti einnig mjög góðan leik, með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir skor- aði 16 stig, Hildur Björg Kjartans- dóttir 15 og tók 7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10 og tók 7 fráköst, Helga Hjördís Björgvins- dóttir 4 stig og Rebekka Rán Karls- dóttir 2. Í næstu umferð fá Snæfellskon- ur Val í heimsókn í kvöld, miðviku- dag, í Hólminn. Valur er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, 14 stigum minna en Snæfell. þá Á brattann var að sækja fyrir karlalið Snæfells sem lék gegn Grindvík- ingum á útvelli á föstu- daginn í Dominos deild- inni í körfubolta. Hólmarar mættu illa stefndir til leiks og fengu á sig hvorki meira né minna en 38 stig strax í fyrsta leikhluta. Sjálfir skor- uðu þeir einungis 16 stig á móti og voru heimamenn því komnir með 22ja stiga forystu eftir upphafs- leikhlutann. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells hefur vafalaust lesið sínum mönnum pistilinn milli leik- hluta því Hólmarar mættu tilbúnari til leiks í öðrum leikhluta. Eftir ró- lega byrjun minnkuðu þeir muninn jafnt og þétt og var munurinn ellefu stig þegar flautað var til hálfleiks, 56:45. Sama var upp á teningn- um í þriðja leikhluta og þegar tæp- ar þrjár og hálf mínúta var eftir af honum minnkaði Kristján Andrés- son muninn fyrir Snæfell í sjö stig, 69:62. Heimamenn náðu þó að auka við mun sinn næstu mínúturnar og voru komnir í níu stiga forystu þeg- ar leikhlutanum lauk, 75:66. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir í lokaleikhlut- anum náðu Hólmarar ekki að kom- ast nær heimamönnum sem unnu að lokum verðskuldaðan sigur; 99:83. Travis Cohn III var stigahæstur í liði Snæfells með 23 stig. Næstur á eftir honum kom Sigurður Á. Þor- valdsson með 17 stig og 11 fráköst. Þá skoruðu Stefán Karel Torfason 15 stig, Sveinn A. Davíðsson 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Finn- ur A. Magnússon 6 og Kristján Andrés son 4. Snæfell situr sem fastast eftir leik- inn með 12 stig í 8. sæti deildarinnar. Liðið er nú jafnt ÍR-ingum að stig- um sem sigruðu í sínum leik á föstu- dagskvöldið. Næsti leikur Snæfells er einmitt gegn ÍR heima í Stykkis- hólmi og fer leikurinn fram á morg- un, fimmtudag, kl. 19:15. hlh Skagamenn tóku á föstudaginn á móti Þórsurum í 1. deildinni í körfuboltanum. Fyrri leikur lið- anna á Akureyri var jafn og spenn- andi og fór á endanum þannig að norðanmenn fóru með 2ja stiga sig- ur. Allt útlit var fyrir að samskon- ar leikur færi fram á föstudaginn. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 23:24 fyrir Þór. Ann- ar leikhluti hófst á sömu nótum en Þórsarar voru alltaf skrefi á undan og um miðbik fjórðungsins höfðu þeir náð tíu stiga forystu. Skaga- menn neituðu þó að hleypa gest- unum of langt frá sér og komu til baka. Þegar hálfleiksflautan gall var munurinn 4 stig, 43 – 47 fyrir Þór en bæði lið höfðu tekið 20 fráköst hvort í hálfleiknum. Þriðji fjóðungur fór vel af stað hjá Þórsurum. Elías Kristjánsson setti niður þrjá þrista í röð og fljót- lega var munurinn aftur orðinn tíu stig Þórsurum í vil en enn og aft- ur neituðu leikmenn ÍA að gefast upp og minnkuðu muninn í fjög- ur stig áður en gestirnir gáfu aftur í og voru með góða 11 stiga forystu að loknum þriðja leikhluta, 65 – 76. Loka leikhlutinn var svo eign Þórs- ara og náðu þeir mest 22ja stiga forystu en þegar loka flautan gall var þægilegur 19 stiga sigur þorp- aranna frá Akureyri staðreynd; 84 – 103. Stigahæstur í liði ÍA var Zachary Jamarco Warren með meðaltalið sitt, 38 stig, en hann tók að auki 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá gestunum átti Elías Kristjánsson frábæran leik en hann setti niður 32 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur, auk þess að taka 7 fráköst. Með tapinu duttu Skagmenn niður í 8. sæti deildarinnar en FSu, Breiðablik, Hamar og ÍA eru öll með 12 stig í 5. – 8. sæti þannig að það er ljóst að mikil og hörð bar- átta er framundan um sæti í úrslita- keppninni í mars. Þórsarar styrktu hins vegar stöðu sína í 2. sæti deildarinnar og minnkuðu forskot Tindastóls niður í 4 stig, en Stól- arnir töpuðu á föstudaginn sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. hh/ Ljósm. Jónas Ottósson. Keppni í A-deild Fótbolta.net mótsins lauk um helgina þegar spil- að var um sæti. Skagamenn fóru til móts við Grindvíkinga og spiluðu við þá um 7. sætið í Reykjaneshöll- inni. ÍA skoraði eitt mark í leikn- um gegn tveimur mörkum Grind- víkinga og hafnaði þar með í neðsta sæti á mótinu. Grindvíkingar kom- ust yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu draumamark. Sókn ÍA þyngdist og það var síðan á lokamínútu fyrri hálfleiks sem ÍA jafnaði leikinn,. Andri Adolphsson átti þá fyrirgjöf sem speglaðist af varnarmanni í markið. Í seinni hálf- leik voru Skagamenn betri og áttu hættulegri færi en inn vildi bolt- inn ekki. Það sama gerðist reyndar hjá þeim og Grindvíkingum fyrr í leiknum að þegar tíu mínútur voru til leiksloka hrökk boltinn af varn- armann ÍA í markið. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA kvaðst þrátt fyrir tapið ekki ósátt- ur við spilamennsku liðsins. Bati væri í varnarleiknum og liðið hefði verið að skapa sér nokkur færi sem því miður hefðu ekki nýst. Nú væri aðal atriðið að halda áfram að bæta og þróa leik liðsins í Lengjubikarn- um sem byrjar um næstu helgi. ÍA fær BÍ/Bolungarvík í Akraneshöll- ina í fyrsta leik á laugardaginn. þá Eftir sigur Snæfells- kvenna á Keflavíkur- stúlkum suður með sjó síðastliðið fimmtudags- kvöld má segja að þær séu komnar með aðra hönd á bikarinn, en hann kemur í hlut deildarmeistaranna í Dominosdeildinni. Snæfellskon- ur stefna örugglega að sigri í deild- inni og ekkert virðist geta stöðvað þær miðað við árangurinn síðustu vikurnar. Eftir sigurinn var Snæfell komið með 36 stig og sjö umferðir eftir. Haukar eru átta stigum á eft- ir og Keflavík tíu stigum. Leikurinn í Keflavík var jafn framan af. Snæ- fellskonur voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og jafnt var í hálfleik 44:44. Það var í þriðja leik- hluta sem gestirnir gengu nánast frá heimastúlkum. Þá var eins og Keflavíkurstúlkur lentu á vegg þeg- ar þær komu að varnamúr gestanna auk þess sem þær hittu illa úr lang- skotum. Snæfellskonur voru á sama tíma að skora auðveldar körfur. Ell- efu stigum munaði á liðunum fyr- ir lokakaflann og Hólmarar sigldu síðan öruggum sigri heim, 88:79. Chynna Brown skoraði 23 stig fyrir Snæfell, Hildur Sigurðardóttir 21, tók 9 fráköst og átti 8 stoðsend- ingar, Hildur Björg Kjartansdótt- ir 18 stig og 12 fráköst, Eva Mar- grét Kristjánsdóttir 10 stig og 7 frá- köst, Guðrún Gróa Þorsteinsdótt- ir og Helga Hjördís Björgvinsdótt- ir 6 stig hvor og Hugrún Eva Valdi- marsdóttir 4. þá Skallagrímsmenn áttu við ramman reip að draga síðastliðinn fimmtu- dag í Dominos deildinni þeg- ar þeir fengu sprækt lið Njarð- víkinga í heimsókn í Borgarnes. Heimamenn voru undir nánast all- an leikinn og höfðu fá svör við öfl- ugri vörn gestanna af Suðurnesjum. Um leið réði liðið illa við sóknar- leik Njarðvíkinga þar sem þeir Elvar Friðriksson, Logi Gunnars- son og Tracy Smith Jr. fóru mik- inn. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 21:28 fyrir gestina og í hálf- leik 42:56. Borgnesingar reyndu hvað þeir gátu til að saxa á mun- inn í þriðja leikhluta og náðu hon- um minnst niður í átta stig, 60:68, þegar tæpar þrjár mínútur voru eft- ir af leikhlutanum. Njarðvíkingar brutu sókn þeirra hins vegar á bak aftur og leiddu að endingu með átj- án stigum eftir leikhlutann 62:80. Lokaleikhlutinn reyndist síðan formsatriði fyrir gestina því allur vindur var úr Skallagrímsmönnum. Mest fór forysta Njarðvíkinga í 24 stig. Borgnesingar náðu þó að laga stöðuna á síðustu mínútunum og urðu lokatölur 84:99. Benjamin Curtis Smith var stiga- hæstur í liði Skallagrímsmanna í leiknum með 27 stig. Páll Axel Vil- bergsson kom næstur með 22 stig og 12 fráköst og þá skoraði Grétar Ingi Erlendsson 16 stig. Egill Eg- ilsson, Davíð Ásgeirsson og Trausti Eiríksson skoruðu 4 stig hver, Atli Aðalsteinsson skoraði 3 og þeir Orri Jónsson og Sigurður Þórar- insson 2 hvor. Segja má að þriggja stiga hittni liðsins hafi dregið veru- lega úr sigurlíkum þess í gær. Lið- ið var með 1/18 nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna og hafa Borg- nesingar sjaldan upplifað jafn mik- inn uppskerubrest á þeim slóðum körfuboltavallarins. Borgnesingar sitja því sem fast- ast í 10. sæti Dominos deildarinnar með 8 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Keflavík á útivelli og fer leik- urinn fram næsta fimmtudag. hlh Snæfellskonur með aðra hönd á bikarnum Sannfærandi sigur Þórsara á Skaganum Karlalið Snæfells tapaði í Grindavík Skagamenn neðstir á æfingamóti Benjamin Curtis Smith á tæpasta vaði í leiknum gegn Njarðvíkingum. Töpuðu fyrir öflugum Njarðvíkingum Deildarmeistaratitillinn nánast í höfn hjá Snæfelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.