Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 28
www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Skessuhorni bárust í vikunni sem leið skilaboð frá nemendum í 2. bekk Grundaskóla á Akranesi. Í þeim kemur fram að óþekktur fugl hafi flogið inn um glugga á kennslustofu bekkjarins og komið hafi í ljós að þar var svokölluð se- brafinka á ferð. Gefum nemendum 2. bekkjar orðið: „Nýlega þegar við vorum farin heim og kennarinn var að vinna í stofunni okkar heyrðist allt í einu skrítið og fallegt hljóð. Kennarinn heyrði hljóðið mjög nálægt sér og sá að það var fugl að fljúga í stof- unni. Stundum settist fuglinn á hillu eða grein sem hangir í loftinu. Þetta var gæfur fugl. Svo kom ann- ar kennari með búr og náði fuglin- um. Næsta dag þegar við komum í skólann urðum við mjög hissa á að sjá fugl í búri í stofunni okkar. Við fengum að heyra alla söguna um hvernig hann kom fljúgandi inn um gluggann og við vorum mjög glöð að hafa hann. Okkur finnst hann sætur. Við teiknuðum mynd af fugl- inum og skrifuðum sögu um hann. Við sáum í tölvunni að hann heit- ir Sebrafinka og lifir villtur í heit- um löndum. Við sáum á litnum að þetta er karlfugl. Við vitum að einhver á þennan fugl og saknar hans sennilega mik- ið. Hann hlýtur að hafa sloppið úr búrinu sínu og út um gluggann heima hjá sér. Ef eigandi fugls- ins les þessa frétt má hann koma til okkar í 2.bekk í Grundaskóla og sækja fuglinn sinn. Bestu kveðjur frá krökkunum í 2.bekk í Grundaskóla.“ hlh Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef- ur ákveðið að breyta skipulagi sorphirðu í sveitarfélaginu í sam- ræmi við tillögur starfshóps frá því í mars á síðasta ári. Stefnt er á að sorphirða í þéttbýli og dreif- býli verði eftir breytingarnar með sambærilegum hætti. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að breyting- arnar verði í grófum dráttum þær að öll heimili í dreifbýli fái tunnu fyrir almennan úrgang í júní á þessu ári. Úrgangur úr henni verður hirtur á tveggja til þriggja vikna fresti. Á sama tíma fá heim- ili í dreifbýli einnig kar fyr- ir endurvinn- anlegt sorp sem síðan verða los- uð annan hvern mánuð. Þá verða flokk- unarstöðvar settar upp á sumarbústaðasvæðum þar sem verða kör fyrir almennan- og end- urvinnanlegan úr- gang. Samhliða þessum breytingum verða grenndarstöðv- arnar í sveitarfélaginu lagðar nið- ur og fjarlægðar í júlí á þessu ári. Loks er liður í breytingunum að opnunar- tími móttöku- stöðvarinnar við Sólbakka í Borg- arnesi verður lengdur frá miðju ári. Þá segir í frétt B o r g a r b y g g ð - ar að mönnuðum, lokuðum móttökustöðv- um verði fjölgað í áföngum en ekki verði þó hafist handa við þær breytingar á þessu ári. Í tengslum við endurnýjun starfsleyfis fyrir Bjarnhóla, sem er urðunarstaður sveitarfélagsins fyrir óvirkan úr- gang, verður svæðinu lokað með girðingu og eftirlit með losun eflt. Þá segir að það liggi á að inn- leiða hirðu á jarðgeranlegum úr- gangi en einhver bið verður á að hafist verði handa við það. „Við þessar breytingar verð- ur sorphirða í þéttbýli og dreif- býli með sambærilegum hætti. Í dreifbýli verður þessu til við- bótar haldið áfram að ná í rúllu- plast heim að bæjum á hverju ári. Jafnframt verður íbúum reglu- lega boðið að taka þátt í umhverf- isátaki þar sem losa sig má við timbur og járn eins og verið hef- ur. Í sveitarfélaginu eru tæplega 1200 heimili í þéttbýli, tæplega 500 heimili í dreifbýli og tæplega 1300 sumarhús. Gert er ráð fyr- ir 40 flokkunarstöðvum á sumar- húsasvæðum og tveimur nýjum móttökustöðvum til viðbótar við þá sem er í Borgarnesi.“ mm Mikið fall hefur orðið í útflutn- ingsverðmæti á söltuðum grá- sleppuhrognum og grásleppukaví- ar sem framleiddur er úr hrogn- unum. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2012 var heildarútflutningsverð- mæti þessa afurða alls 2,2 milljarðar króna. Verðmæti síðasta árs fyrstu ellefu mánuðina varð hins vegar aðeins 1,3 milljarðar. Þarna munar 900 milljónum króna. Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku er mjög þungt hljóð í grásleppukörl- um um þessar mundir. Þeir telja að nýjustu reglugerðir stjórnvalda þrengi mjög að möguleikum þeirra til að afla sér lífsviðurværis af grá- sleppuveiðum. Tíðindin af sam- drætti í útflutningsverðmæti verða vart til að kæta geð þeirra. mþh Akraneskaupstaður auglýsti nýver- ið starf markaðs- og kynningarfull- trúa laust til umsóknar. 32 sóttu um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Á stefnu- mótunarfundi um atvinnumál, sem haldinn var í lok nóvember á síðasta ári, var lögð áhersla á mikilvægi þess að kynna Akranes betur sem áhugaverðan áfangastað fyrir inn- lenda og erlenda ferðamenn. Sér- stakt starf markaðs- og kynningar- fulltrúa er liður í því að auka þjón- ustu Akraneskaupstaðar á því sviði. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Alma Auðunsdóttir, Ásta Björns- dóttir, Bára Brandsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Bjarni H. Þorsteinsson, Björn S. Lárusson, Drífa Gústafs- dóttir, Emilía Ottesen, Eva Ei- ríksdóttir, Eva Karen Þórðardótt- ir, Gísli Sveinn Loftsson, Grét- ar Örn Bragason, Guðbjörg Gúst- afsdóttir, Guðmundur Fannar Vig- fússon, Guðný Ruth Þorfinnsdótt- ir, Gústaf Gústafsson, Hannibal Hauksson, Hilmar Sigvaldason, Hlédís Sveinsdóttir, Jón Páll Ás- geirsson, Jón Trausti Sæmundsson, Kristín Minney Pétursdóttir, Krist- ján Guðmundsson, Marinó Árna- son, Ólafur Hilmarsson, Ólöf Vig- dís Guðnadóttir, Ragna Finnboga- dóttir, Sóley Dögg Guðbjörnsdótt- ir, Tómas Guðmundsson, Vigdís Sæunn Ingólfsdóttir og Þorbjörn Ólafsson. mm Frá hruni hefur vegagerð á land- inu verið með minnsta móti og fjármunir til viðhalds eldri vega og annarra framkvæmda einnig verið af skornum skammti. Má víða sjá þess merki að hinu opinbera skortir peninga. Reiðvegagerð er til dæm- is víða afar aðkallandi verkefni af ýmsum ástæðum. Með góðum reiðvegum er í senn dregið stór- lega úr slysahættu en einnig sliti á malbikuðum vegum. Meðfylgjandi mynd er tekin í Eyja- og Mikla- holtshreppi nýverið. Á henni sjást glöggt aðstæður tamningamanna þar sem reiðvegagerð hefur setið á hakanum. mm/ Ljósm. iss. Boða breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð Nemendur 2. bekkjar ásamt Sebrafinkunni. Auglýsa eftir eiganda sebrafinku Sebrafinkan sem flaug inn um gluggann hjá 2. bekkingum í Grunda- skóla. Reiðvegagerð víða áfátt Fall í verðmæti grásleppukavíars og hrogna Margir vilja í starf markaðs- og kynningarfulltrúa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.