Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 8. tbl. 17. árg. 19. febrúar 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Fermingarboðskort www.framkollunarthjonustan.is Jón Jónsson 15% afsláttur af öllum dömu ilm- og snyrtivörum. Gildir fimmtudag til laugardags. NÝTT KORTATÍMABIL KONUDAGURINN Tilvalin á konudaginnMikið líf var á þemadögum í Brekkubæjarskóla á Akranesi á dögunum. Þar unnu nemendur fjölbreytt verkefni með dyggðina sköpunar- gleði að leiðarljósi og var afraksturinn kynntur á opnu húsi. Þá skipulögðu m.a. nemendur á miðstigi skólans sirkus sem sló í gegn. Hér má sjá sirkusmeðlimi bregða á leik. Það var Kristinn Pétursson starfsmaður Brekkubæjarskóla sem tók myndina. Sjá nánar inni í blaðinu. Við athöfn á Klafastöðum á Grund­ artanga síðdegis í gær var nýtt launaflsvirki Landsnets tekið form­ lega tekið í notkun. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið. Þetta er stærsta einstaka verkefni Landsnets á liðn­ um árum og nam heildarkostnaður rúmum tveimur milljörðum króna. Launaflsvirkið bætir verulega rekst­ ur raforkuflutningskerfis Lands­ nets, eykur afhendingaröryggi og gerir Landsneti kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæð­ ið. Framkvæmdir við launaflsvirkið hófust í ágúst 2012. Ákveðið var að ráðast í Klafastaðaverkefnið þegar ljóst var að launaflsskortur var far­ inn að hamla frekari álagsaukningu í tengivirkinu á Brennimel í Hval­ firði, stærsta afhendingarstað orku í flutningskerfi Landsnets. Þangað liggja þrjár 220 kílóvolta flutnings­ línur og þar er tengipunktur við iðn­ aðarsvæðið á Grundartanga. Tveir stórir notendur; Norðurál og El­ kem Ísland, eru tengdir þar við kerf­ ið ásamt fjölda annarra smærri fyrir­ tækja. Á Brennimel er einnig teng­ ing inn á dreifikerfi RARIK og ann­ ar upphafspunktur byggðalínunnar. „Það er áhugi hjá bæði núverandi notendum og nýjum aðilum að fá afhenta meiri orku á Grundartanga en við höfum ekki fyrr en nú ver­ ið í stakk búin til að sinna þeim ósk­ um. Frekar en að ráðast í umfangs­ miklar breytingar og endurbætur á tengivirki okkar á Brennimel og lagningu nýrrar línu inn á iðnaðar­ svæðið var farin sú leið að reisa nýtt launaflsvirki hér á Grundartanga með besta tæknibúnaði sem völ er á. Hann hefur þegar sannað sig í prufu rekstri virkisins og er mikil­ væg viðbót við þær snjallnetslausn­ ir sem við erum að innleiða í rekstri og stjórn raforkukerfisins til að auka afhendingaröryggi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Auðveldara að bregðast við álagsbreytingum Uppsetning launaflsvirkisins er fyrsta skrefið í endurskipulagn­ ingu orkuafhendingar Landsnets á Grundartanga og með tilkomu þess er mögulegt að auka flutning eft­ ir núverandi línum. Orkuflutnings­ getan eykst umtalsvert til svæðisins sem er í takt við þau uppbyggingar­ áform og skipulagsbreytingar sem bæði Faxaflóahafnir og Hvalfjarðar­ sveit hafa unnið að á Grundartanga. Í framtíðinni mun virkið stækka og afhending orku til notenda verða möguleg frá tveimur stöðum á svæðinu. Þannig minnkar mikil­ vægi spennistöðvarinnar á Brenni­ mel við þessa ráðstöfun en afhend­ ingaröryggi eykst. Launaflsvirk­ ið bætir einnig verulega spennu­ stýringu flutningskerfisins og verð­ ur Landsnet mun betur í stakk búið til að bregðast við snöggum álags­ breytingum og áhrifum truflana í kerfinu með virkri spennustýringu. Við hönnun Klafastaðavirkisins var haft að leiðarljósi að draga sem mest úr umhverfisáhrifum slíkra mann­ virkja. Liður í því er að hafa virk­ ið yfirbyggt sem eykur líka rekstr­ aröryggið og stórbætir endingu alls búnaðar. Þetta mun jafnframt bæta spennugæðin umtalsvert í kerfinu og ættu notendur um allt land að njóta góðs af því. Undirbúningur að byggingu launaflsvirkisins hófst árið 2010 og var samið við ABB í Svíþjóð um kaup og uppsetningu á búnaði. Uppsetningu hans lauk í desember 2013 og frá þeim tíma hefur virkið verið í tilraunarekstri með tilheyr­ andi tækniprófunum. þá Nýtt launaflsvirki tekið í notkun Iðnaðarráðherra spennusetti nýja virkið í gær. Við hlið hennar er Þórður Guð- mundsson forstjóri Landsnets. Nýja launaflsvirkið á Klafastöðum á Grundartanga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.