Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Kappleikir Leiðari Ýmsar keppnir fara nú fram, misjafnlega stórar en flestar þó spennandi. Það er keppt í ræðulist á vegum framhaldsskóla og í sjónvarpssal, keppt í frumlegasta sönglaginu fyrir árlegt Júróvisjón partí og svo er náttúrlega keppt í vetrarsporti. Þessa dagana fara nefnilega fram vetrarólympíuleikar í borginni Sotsji við strönd Svartahafs í Rússlandi. Kostnaður við að halda þetta mót með fimmtán íþróttagreinum er svona á að giska tíföld fjárlög ís­ lenska ríkisins og unnu Rússar auðveldlega heimsmeistarakeppni þjóða um dýrustu leika sem haldnir hafa verið og mesta vanmat á kostnaði. Komið hefur fram að árið 2007, þegar Rússar unnu kapphlaupið um að halda þessa vetrarleika, var gert ráð fyrir að kostnaðurinn myndi nema 1.400 milljörð­ um króna á núvirði. Nú sjö árum síðar er ljóst að kostnaðurinn er meira en fjórfalt hærri, eða 5.800 milljarðar. Ástæða fyrir þessum stjarnfræðilega mun, fyrir utan að þeir kunna ekki að gera áætlanir, er sá að Rússar þurftu að ráðast í miklar framkvæmdir í kringum borgina. Þurftu m.a. að byggja nýja vegi, hótel, íþróttaleikvanga og önnur svæði. Raunar þurfti að byggja allt frá grunni. Þá hefur það ekki hjálpað þeim blessuðum að kostnaður vegna öryggisgæslu vegur þungt og rekja menn það til hótana íslamskra skæruliða. Ljósið í myrkrinu fyrir Rússa er að hluti þessara framkvæmda mun nýtast þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður haldið á þess­ um slóðum eftir fjögur ár. Þá hefur keppni í MORFÍs, mælsku­ og rökræðukeppni framhaldsskól­ anna, farið fram að undanförnu. Í þeirri keppni er jafnan mikill orðaflaum­ ur, með og á móti einhverju málefni. Reyndar hefur mér í gegnum tíðina þótt keppni þessi leiðinleg af því að allt er svo yfirdrifið; orðskrúð, fram­ koma og upphrópanir sem ekkert eiga skylt við ræðulist. Nú hefur einn keppandi séð ástæðu til að leggja inn formlega kvörtun vegna framkomu annars liðs í keppninni í sinn garð. Áttu samskipin að hafa einkennst af af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu. Málið hefur verið kært. Hér er heilbrigð keppni komin út í öfgar og spurning hvort ekki þurfi að endur­ meta stöðu þessa kappleikjar frá grunni. Í gegnum tíðina hafa ýmsir fjölmiðla­ og stjórnmálamenn fetað sín fyrstu framaspor einmitt í þessari MORFÍs keppni. Því má segja að ein slík fram­ haldskeppni hafi farið fram á sunnudaginn þegar Gísli Marteinn Baldurs­ son sjónvarpsmaður og borgarfulltrúi þar til fyrir skemmstu, tók á móti forsætisráðherra í þætti sínum. Eitthvað virðast þessir ungu menn hafa far­ ið vitlaust framúr þennan morguninn. Samtalið þróaðist upp í einhverja skringilegustu uppákomu í sjónvarpi í seinni tíð. Enda var ekki að sökum að spyrja að samfélagsmiðlarnir tóku að loga með og á móti frammistöðu þeirra. Einhvern veginn finnst mér að spyrill í spurningaþætti eigi ekki að vera í kappræðu við ráðherra. Á sama hátt á ráðherra ekki að láta plata sig í slíkt orðaskak. Niðurstaðan varð enda sú að báðir töpuðu þeir í þessari orr­ ustu og áhorfendur sátu agndofa á eftir. Þjóðarbúið tapar, RÚV missir trú­ verðugleika og stjórnin er enn meira rúin trausti en hún var fyrir. En tvímælalaust ein aðal keppnin var í sjónvarpssal á laugardagskvöldið. Þar var keppt um hvaða lag skyldi verða framlag Íslands í Júróvisjón sem að þessu sinni verður haldið í Danmörku. Þar unnust ýmsir sigrar. Bar­ áttan gegn einelti vann ákveðinn sigur með því að textinn í vinningslagi hljómsveitarinnar Pollapönks fjallar um þá eilífðar baráttu. Þarna komu saman hressilegir leikskólakennarar af karlkyni og öll yngri kynslóð þessa lands sat heima og kaus í símum foreldra sinna Pollapönkarana til sigurs. Í ljósi þeirrar staðreyndar að boðskapur textans höfðar til unga fólksins skipti engu máli hvernig lagið er. Tvímælalaust er þó sigurvegari kvölds­ ins hið fjárvana íslenska þjóðarbú. Það þarf örugglega ekki að halda keppn­ ina 2015. Magnús Magnússon Nýverið var hjá Ríkiskaupum opn­ að tilboð í rekstur Vatnshellis á Snæfellsnesi. Hellaferðir slf., fyr­ irtæki feðganna Þórs Magnússon­ ar og Ægis Þórs Þórssonar var eini bjóðandinn í reksturinn. Þeir feðg­ ar hafa rekið hellinn frá því í fyrra­ sumar. Undir þeirra stjórn meira en tvöfaldaðist gestafjöldinn, fór úr 3.400 árið 2012 í um 8.000 síðast­ liðið ár. Hellaferðir buðu 3,1 millj­ ón á ári í reksturinn. Er það hálfri milljón lægri upphæð en Umhverf­ isstofnun hafði gert ráð fyrir að fá í tekjur af rekstrinum. Samningur­ inn mun gilda í tvö ár með mögu­ leika á að framlengja þrisvar um eitt ár í senn, eða í allt að fimm ár. mm Í frétt Skessuhorns í síðustu viku var ranglega staðhæft að starfsemi Bílasölunnar Geisla væri að hætta í Borgarnesi. Hið rétta er að starf­ semi Geisla er einungis að hætta á lóðinni Fitjum 2, sem er við gatna­ mót Snæfellsnesvegar og Þjóðvegar 1. Lóðina hefur Geisli haft á leigu síðustu 15 ár. Óljóst er hins vegar á þessu stigi hvar Geisli verður með starfsemi í bænum eftir að verunni á Fitjum 2 lýkur. Þessu vildi Arilíus Sigurðsson, annar eigandi Geisla, koma á framfæri við Skessuhorn eftir að fréttin birtist. Beðist er vel­ virðingar á þessu. Skil lóðarinnar að Fitjum 2 koma til vegna samnings Geisla og Borgarbyggðar. Samn­ ingurinn var samþykktur á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nýver­ ið og mun Geisli samkvæmt hon­ um skila lóðinni til sveitarfélags­ ins um miðjan næsta mánuð sam­ kvæmt ummælum Páls S. Brynjars­ sonar sveitarstjóra. Í samtali við Skessuhorn í lið­ inni viku sagði Dagbjartur Arilíus­ son, hinn eigandi Geisla, að ástæða lóðaskilanna væri breytt rekstrar­ umhverfi. Fljótlega yrði byrjað að hreinsa lóðina. „Við stefnum á að vera búnir að hreinsa af lóðinni [Fitjum 2] og skila henni af okkur núna strax í vor. Við viljum þakka öllum, viðskiptavinum og velunn­ urum, fyrir okkur, á þeim árum sem við höfum verið starfandi hér eða síðan 1999,“ sagði Dagbjart­ ur orðrétt í skriflegu svari sínu til blaðsins vegna vinnslu fréttarinnar í liðinni viku. hlh Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarð­ arsveitar á þriðjudaginn í lið­ inni viku var gengið frá ráðningu í starf félagsmálastjóra sem nýlega var auglýst. Í starfið, sem 26 sótt­ um um, var ráðin Hildur Jakobína Gísladóttir. Hún kemur frá Hólma­ vík, hefur í tvö og hálft ár sinnt þar starfi félagsmálastóra. Þar áður var Hildur Jakobína í þrjú ár forstöðu­ maður heimilisþjónustu Kópavogs­ bæjar. Hildur Jakobína byrjaði á því þegar hún kom til Hólmavíkur að stýra uppbyggingu félagsþjón­ ustu fyrir fjögur sveitarfélög. Auk Strandabyggðar, fyrir Kalrananes­ hrepp, Árneshrepp á Stöndum og Reykhólahrepp. Fram kom í bók­ un sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveit­ ar einróma álit hópsins sem fór yfir umsóknir um starf félagsmálastjóra, og ræddi við fimm umsækjendur, að mæla með Hildi Jakobína í starfið. Hún kemur til starfa í Hvalfjarðar­ sveit um næstu mánaðamót og tek­ ur þá við af fráfarandi félagsmála­ stjóra Karli Marinóssyni. þá Um þessar mundir er unnið að end­ urskoðun skipulags við hafnarsvæð­ ið á Akranesi er tekur til lóða frá 1 til 9 við Faxabraut. Breyting á deili­ skipulagi svæðisins var auglýst í lok síðasta árs og náði athugasemda­ frestur fram í janúar. Endurskoðun á skipulaginu nú er unnið m.a. með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu frá eigendum Nótastöðvar­ innar og Skóflunnar sem eiga hús á lóðum númer 7 og 9, en JP lögmenn unnu það álit fyrir fyrirtækin. Sig­ urður Páll Harðarson framkvæmda­ stóri umhverfis­ og framkvæmda­ sviðs Akraneskaupstaðar sagði þeg­ ar Skessuhorn leitaði frétta af mál­ inu að hann ætti von á því að end­ urskoðun á skipulaginu verði tek­ in fyrir á næsta fundi umhverfis­ og skipulagsnefndar. Þar verði væntan­ lega m.a. horft í svæði milli lóða og götu varðandi rétt lóðahafa til að at­ hafna sig á því svæði. Því til viðbótar verði skoðað að stytta gangstétt lóð­ armegin við götu til að rýmka fyrir athafnastarfsemi lóðahafa við Faxa­ braut 1 til 9. þá Óljóst hvar Geisli verður með starfsemi í Borgarnesi Þór Magnússon er hér að leiðsegja gestum um Vatnshellinn. Feðgar einir um að vilja reka Vatnshellinn Stór hluti svæðisins við Faxabraut þar sem skipulag er nú í endurskoðun. Skipulag endurskoðað við Faxabraut Hildur Jakobína Gísladóttir. Nýr félagsmálastjóri ráðinn í Hvalfjarðarsveit

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.