Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Á næstunni taka Hugheimar, frum­ kvöðla­ og nýsköpunarsetur Vestur­ lands, til starfa. Aðsetur þess verð­ ur að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Á 68. ársþingi Knattspyrnusam­ bands Íslandss (KSÍ) sem haldið var á Akureyri um nýliðna helgi voru tveir sæmdir heiðurskrossi sambandsins. Það voru þeir Jón Gunnlaugsson Akranesi og Guðni Kjartansson í Keflavík. Á heima­ síðu KSÍ segir að heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir sérstök­ um kringumstæðum þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Jón Gunnlaugsson á að baki mikið starf innan knattspyrnu­ hreyfingarinnar á Íslandi. Hann var í stjórn Knattspyrnufélags Akraness 1966­1970 og í stjórn knattspyrnuráðs Akraness á ár­ unum 1971­1978 með hléum. Hann var fyrsti formaður Knatt­ spyrnufélags ÍA 1986 eftir endur­ skipulagningu knattspyrnufélag­ anna á Akranesi, auk þess að sitja í stjórn Íþróttabandalags Akra­ ness 1988­1996. Jón sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands frá 1990 til 2011 og var m.a. ritari stjórnar, auk þess að sitja í í fjöl­ mörgum nefndum á vegum KSÍ. Þá var Jón Gunnlaugsson leik­ maður ÍA á árunum 1968­1982 og lék 5 A­landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1974­1977. Jón gegndi einnig þjálfarastörfum og þjálfaði m.a. Völsung á Húsavík í 2. deild 1981. Guðni Kjartansson er íþrótta­ kennari að mennt, er með KSÍ­A þjálfaragráðu, og án vafa einn reynslumesti þjálfarinn í íslensku knattspyrnunni. Guðni hefur stjórnað flestum landsliðum Ís­ lands, m.a. A­landsliði karla, auk þess sem hann stjórnaði U19 landslið karla um árabil og var aðstoðarmaður Sigurðar Ragn­ ars með kvennalandsliðið. Guðni var valinn íþróttamaður árs­ ins árið 1974, fyrstur allra knatt­ spyrnumanna. Hann á að baki 31 A­landsleik sem leikmaður fyr­ ir Ísland á árunum 1967­1973 og var fyrirliði í 7 leikjum. Guðni á m.a. ættir að rekja vestur á Horn­ strandir. Faðir hans Kjartan Guð­ mundsson hefur verið búsettur á Akranesi frá 1958 og mörg síð­ ustu árin verið heimilismaður á Höfða. þá Jón Gunnlaugsson og Guðni Kjartansson með heiðursskjölin. Jón sæmdur heiðurskrossi KSÍ Hugheimar, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Vesturlands stofnað í Borgarnesi Að stofnun setursins stendur hópur fyrirtækja og stofnana í Borgarfirði; KPMG, Nepal hugbúnaður, SSV þróun og ráðgjöf, Símenntunar­ miðstöð Vesturlands, Arion banki, Háskólinn á Bifröst, Landbúnað­ arháskóli Íslands, Kaupfélag Borg­ firðinga og Verkís ásamt Vitbrigð­ um Vesturlands, sem eru nýlega stofnuð samtök ungs fólks í skap­ andi greinum á Vesturlandi. Auk þess tekur Borgarbyggð þátt í verk­ efninu. Hluti aðila í hópnum hefur nú þegar starfsemi að Bjarnarbraut 8 en það var einmitt þar sem hug­ myndin að stofnun setursins komst á skrið, segir Haraldur Örn Reynis­ son endurskoðandi hjá KPMG sem rekur starfsstöð í húsinu. Haraldur hefur að undanförnu unnið í und­ irbúningshópi vegna stofnunar set­ ursins fyrir hönd síns fyrirtækis og segir hann mikinn áhuga í hópnum fyrir hugmyndinni og að hún fái gott brautargengi. Hlúa að frumkvöðla- starfi og nýsköpun „Það má segja að hugmyndin að frumkvöðla­ og nýsköpunarsetri sé búin að vera í gerjun hér í húsinu í mörg ár,“ svarar Haraldur spurður út í aðdragandann. „Við sem störf­ um hér að Bjarnarbraut 8 ræðum stundum okkar á milli hvar tæki­ færi atvinnulífsins á svæðinu liggi og hvað megi gera til að örva ný­ sköpun og auka fjölbreytni þess á Vesturlandi. Um leið höfum við verið að velta fyrir okkur hvern­ ig hægt sé að nýta betur laust skrif­ stofurými hér í húsinu. Í öðrum hlutum hússins eru starfandi ýmis þekkingarfyrirtæki og stofnanir þar sem reynslumikið fólk með yfir­ gripsmikla þekkingu á ýmsum svið­ um starfar. Í tengslum við þá um­ ræðu fóru aðilar að velta því fyrir sér að hugsanlega væri kjörið fyrir einstaklinga í frumkvöðlastarfi og nýsköpun að stíga sín fyrstu skref í slíku umhverfi. Bæði er hér góð að­ staða auk þess sem aðilar geta með auðveldum hætti nálgast og hag­ nýtt þekkingu og reynslu innanhúss til að koma áhugaverðum verkefn­ um á legg. Samstarfsaðilar vilja með stofnun setursins leggja sitt að mörkum til að hlúa að slíku frum­ kvöðlastarfi,“ segir Haraldur. Nýsköpunarstyrkir til framúrskarandi verkefna Skipað verður framkvæmda­ ráð til að stýra frumkvöðlasetrinu og segir Haraldur að þar muni all­ ir samstarfsaðilar verkefnisins eiga sinn fulltrúa. Það verði eina form­ lega yfirbygging setursins. „Ferill­ inn verður síðan þannig að frum­ kvöðull sem er með hugmynd get­ ur sótt um til framkvæmdaráðs­ ins að fá aðstöðu í setrinu. Ráðið metur umsækjendur sjálfstætt og ákveður hvort viðkomandi fái að­ stöðu. Verði grænt ljós gefið fær hver frumkvöðull úthlutaða starfs­ stöð með nettenginu á lágmarks­ gjaldi til ákveðins tíma. Lagt verð­ ur upp með að þeir sem valdir eru fái góðan aðgang að sérfræðing­ um þeirra aðila sem að verkefninu standa. Mánaðarlega verða haldnir fundir með þátttakendum þar sem farið er yfir stöðu mála, en með þeim hætti viljum við stuðla að því að framvinda verkefna verði árang­ ursrík. Stefnt er að því að starfrækja setrið til tveggja ára í fyrstu, þ.e. tvö styrkjatímabil. Að þeim tíma lokn­ um verður reynslan af rekstri set­ ursins metin og framhald ákveðið,“ segir Haraldur. „Hugmyndin er að veittir verði styrkir til framúrskarandi verkefna. Þeir koma til með að samanstanda af beinu fjárframlagi auk styrks frá KPMG í formi bókhalds­ og sér­ fræðiþjónustu fyrir ákveðna fjár­ hæð. Arion banki hefur meðal ann­ ars lagt verkefninu til eina millj­ ón króna sem úthlutað verður. Auk þess verður öllum þátttakendum veitt aðstoð og leiðbeint við um­ sóknir um styrki í aðra sjóði.“ Geti tengst svæðinu betur Hluti sameiginlegs rýmis Bjarnar­ brautar 8 verður nýttur undir setr­ ið. Haraldur segir að rýmið verði gert meira aðlaðandi og verður miðrými við inngang t.d. innrétt­ að á þann veg að þar verði nokk­ urskonar miðstöð frumkvöðlaset­ ursins. „Markmiðið er að innrétta miðrýmið þannig að þar verði kjör­ inn vettvangur fyrir fólkið í hús­ inu og gesti til að hittast, skiptast á hugmyndum, fá sér kaffi og spjalla saman. Mikilvægt er að slíkur vett­ vangur sé til staðar í svona mið­ stöðvum. Þar gerjast hugmyndir og nýjar fæðast.“ Haraldur segir að farveg sem þennan hafi vantað fyrir frumkvöðla á Vesturlandi. Frumkvöðlamiðstöð er mikilvæg hverju atvinnusvæði ekki síst til að brúa bilið milli at­ vinnulífs og skólasamfélagsins. „Í raun hefur vantað frumkvöðlamið­ stöð hér á svæðið þar sem til dæm­ is nýútskrifaðir háskólanemar geta stokkið inn og byrjað að vinna að hugmyndum sem þeir hafa feng­ ið í skóla. Þá skiptir máli að vinnu­ umhverfið sé hvetjandi og frjótt. Þannig ætlum við að hafa það á setrinu.“ Kynning og undirritun á atvinnusýningu Haraldur segir að hugmyndin verði kynnt stuttlega og samstarfssamn­ ingur aðila undirritaður á atvinnu­ sýningu Rótarýklúbbs Borgarness, sem fram fer í Hjálmakletti í Borg­ arnesi á laugardaginn. Formleg opnun verður síðan í lok mars þar sem aðstaðan verður sýnd en auk þess verða haldin fróðleg erindi sem tengjast frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. „Okkar markmið er að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örva um leið nýsköpun á Vesturlandi með stuðningi öflugra samstarfsaðila. Von okkar er sú að frumkvöðlarn­ ir þarna úti grípi nú tækifærið og komi til okkar með hugmyndir sín­ ar. Næg eru sóknarfærin á svæð­ inu,“ segir Haraldur að lokum. hlh Þróun viðskiptahugmynda og frumkvöðlastarfs byrjar með samræðu. Frá opnum fundi Vitbrigða Vesturlands í Landnáms- setrinu í Borgarnesi á laugardaginn, en samtökin eiga aðild að Hugheimum. Ljósm. Kristín Jónsd. Stjórnsýsluhúsið við Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi verður heimavöllur Hugheima.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.