Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Síðastliðið mánudagskvöld lauk að­ alsveitakeppni Bridgefélags Borg­ arfjarðar. Eftir þessar níu umferð­ ir voru allir búnir að spila við alla en til að hætta ekki á miðju kvöldi var spiluð tíunda umferðin þar sem efsta sveitin spilaði við sveitina í öðru sæti og svo koll af kolli. Mik­ il spenna var enda mjótt á munum eftir níu umferðir. Sveit Arasona og bændaforustunnar leiddi eftir níu umferðir og spilaði við Skagamenn í lokaumferðinni á meðan Dóra atti kappi við Vatnshamrabúið. Leikar fóru þannig að Arasynir unnu sinn leik örugglega á meðan Vatnsham­ rabúið marði sigur á Dóru. Ara­ synir, Unnsteinn og Guðmundur, ásamt Sindra í Bakkakoti og Agli í Örnólfsdal vann því á mótinu með 135,75 stig. Dóra ásamt Rúnari, Önnu Heiðu, Heiðari og Loga náðu öðru sætinu aftur og enduðu með 119,18 stig. Skagamenn end­ uðu svo í þriðja sæti með 117,79 stig. Einungis 0,01 stigi á undan Vatnshamrabúinu. Það voru þeir Einar, Sigurgeir, Magnús, Leó og Sölvi sem skipuðu sveit Skaga­ manna. Næsta mánudagskvöld verður spilaður léttur tvímenningur til að ná mönnum niður eftir hasar sveita­ keppninnar. Sveit Þorvaldar vann Vesturlandsmótið Um liðna helgi var haldið Vestur­ landsmót í sveitakeppni á Hótel Hamri. Sex sveitir mættu til leiks og spiluðu tvöfalda umferð. Sveit Þor­ valdar Pálmasonar stóð uppi sem sigurvegari með 141,22 stig. Með Þorvaldi voru Jón Viðar Jónmunds­ son, Lárus Pétursson og Sveinbjörn Eyjólfsson. Sveit Guðmundar Ólafs­ sonar kom önnur í mark með 137,81 stig en með honum spiluðu Hall­ grímur Rögnvaldsson, Karl Alfreðs­ son, Alfreð Viktorsson og Tryggvi Bjarnason. Kaffi Kyrrð varð svo þriðja með 94,34 stig, en þar voru að störfum Kristján B Snorrason, Ás­ mundur Örnólfsson, Unnsteinn og Guðmundur Arasynir. ij Leikhópur nemendafélags Mennta­ skóla Borgarfjarðar frumsýndi söngleikurinn Grease í Hjálmakletti 7. febrúar síðastliðinn. Sýningin er hin besta skemmtun og hefur nú verið sýnd þrisvar fyrir fullu húsi. Næsta sýning verður annað kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar og hefst kl. 20.00. Sunnudaginn 23. febrú­ ar verður sérstök barnasýning sem hefst kl. 16.00. Þá verða sýningar 25. og 27. febrúar og föstudaginn 28. verður svokölluð power sýning sem hefst klukkan 21.00. Miðaverð er 2.500 krónur fyr­ ir fullorðna, 1.500 krónur fyr­ ir börn á aldrinum 7 – 12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Panta má miða í síma 846 7685 (Ingibjörg Jóhanna) og 843 6818 (Alexandra Rut). -fréttatilkynning „Það kom bara straumur fólks hingað upp úr morgunkaffinu en það virðist aðeins lægð í því núna í augnablikinu. Annars erum við mjög ánægð með hvað Akurnesing­ ar eru duglegir að gefa blóð,“ sagði Sigríður Ósk Lárusdóttir hjúkrun­ arfræðingur í blóðbíl Rauða kross­ ins sem kom á Akranes í gær og var lagt á planinu við Ráðhúsið eins og vanalega. Blóðbíllinn er á Akranesi einu sinni á mánuði. „Það er nauð­ synlegt fyrir okkur að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið til að ná í nýja blóðgjafa, verða líka sýnilegri og svo er þetta líka þjónusta við fólk­ ið sem vill gefa blóð,“ sagði Sig­ ríður Ósk. Hún sagði staðina í ná­ grenni borgarinnar; Akranes, Sel­ foss og Keflavík mjög öfluga í blóð­ gjöfinni. Á Akranesi voru til dæmis að safnast um 45 einingar af blóði í hverjum mánuði á síðasta ári. Sig­ ríður Ósk segir að Vestlendingar sé yfir höfuð viljugir að gefa blóð. Þannig væri farið í Borgarnes þrisv­ ar á ári og á þéttbýlisstaðina á Snæ­ fellsnesi bæði vor og haust. Að­ spurð hvort greint hafi verið hvort Vestlendingar tilheyrðu meira ein­ um blóðflokki en öðrum, sagði Sig­ ríður Ósk að ekki hefði verið gerð ítarleg greining á því, en hins vegar hafi vakið athygli hve margir blóð­ gjafar í Borgarnesi reyndust í blóð­ flokknum B. Þær Sigríður Ósk og Hulda Tryggvadóttir umsjónar­ maður blóðbílsins vildu að lokum koma á framfæri áskorun til allra á aldrinum 18­60 ára að koma og láta kanna hvort þeir gætu gerst blóð­ gjafar. Nýir blóðgjafar væru alltaf vel þegnir. þá Whole Seafood er nýtt fyrirtæki á sviði framleiðslu­ og vöruþró­ unar í sjávarútvegi sem byrjar brátt starfsemi að Vallarási 7­9 í Borgar­ nesi. Samhliða komu Whole Sea­ food í húsið mun svokölluð matar­ smiðja taka til starfa í því. Smiðjan verður sérsniðin fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu á svæðinu til að framleiða og þróa vörur sínar. „Það má segja að frumkvöðlar í vinnslu á sjávarfangi og öðrum matvælum séu nú að taka sér bólfestu í hús­ inu,“ segir Davíð Freyr Jónsson einn af aðstandendum Whole Sea­ food. „Við sem stöndum að fyrir­ tækinu höfum í nokkurn tíma haft augastað á þessu húsi sem er hent­ ugt fyrir okkar starfsemi og vel í sveit sett. Starfsemin mun skiptast í tvennt. Annars vegar mun fara fram fullvinnsla á aukaafurðum úr fisk­ vinnslum á borð við afskurð. Hins vegar mun þar fara fram vöruþró­ unarverkefni sem snýr að vinnslu á skelfiski, krabba og makríl,“ segir Davíð Freyr. Þekking í matvælavinnslu Eigendur Whole Seafood koma úr ýmsum áttum. Davíð Freyr kemur að verkefninu ásamt föður sínum fyrir hönd fyrirtækis þeirra feðga, Arctic Seafood. Lítil útgerð norð­ ur í landi sem rekur línu­ og hand­ færabát kemur einnig að því sem og fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu á aukaafurðum. En af hverju Borgarnes? Dav­ íð segir staðsetningu hússins þýð­ ingarmikla fyrir verkefnið auk þess sem á svæðinu búi töluverð þekk­ ing í vinnslu matvæla. „Þegar við fórum að skoða okkur betur um á svæðinu við undirbúning verk­ efnisins kom í ljós að hér er mik­ ið af fagfólki í vinnslu á matvæl­ um. Húsnæðið hentar líka sérlega vel fyrir starfsemi sem þessa og er nýlegt, tekið í notkun 2006. Það er hólfað niður þannig að þar getur verið fleiri en ein starfsemi. Í raun hentar það vel fyrir klasa eins og við erum að koma á legg.“ Fjármagnað til þriggja ára Til að fullnýta húsið kom upp sú hugmynd að stofna í því matar­ smiðju í samstarfi við nokkra að­ ila í héraði. Gott eldhús er í húsinu sem hentar vel fyrir slíka starfsemi. „Við fengum fyrir nokkru styrk frá Vaxtasamningi Vesturlands til að undirbúa stofnun matarsmiðjunn­ ar og höfum nú náð að hóa sam­ an fjölbreyttum hópi fyrirtækja Arasynir og bændur sigursælir í briddsinu Sigursveitin í sveitakeppni BB. F.v. Sindri, Guðmundur, Egill og Unnsteinn. Stefnir Ægir Stefánsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir fara með aðalhlutverkin í Grease sem parið Danny og Sandy. Ljósm. Arnór Orri Einarsson. Grease menntskælinga í Hjálmakletti Hulda Tryggvadóttir, Sigríður Ósk Lárusdóttir og Lilja Jónsdóttir í blóðbíl Rauða krossins. Vestlendingar eru duglegir að gefa blóð Whole Seafood og matarsmiðja taka til starfa í Borgarnesi og stofnana sem koma að smiðj­ unni með ýmsum hætti. Þetta eru við, SSV þróun og ráðgjöf, Mat­ ís, Háskólinn á Bifröst, Landbún­ aðarháskóli Íslands, Íslenski sjáv­ arklasinn og Borgarbyggð. Mikill áhugi er fyrir smiðjunni og marg­ ir sýnt verkefninu áhuga á kynn­ ingarfundum sem við höfum staðið fyrir. Ég átti til dæmis góðan fund á mánudaginn í Borgarnesi með áhugasömum aðilum m.a. nokkr­ um aðilum sem tengjast markaðin­ um Ljómalind.“ Davíð reiknar með að Whole Seafood taki til starfa í næsta mán­ uði í húsinu. Matarsmiðjan yrði síðan opnuð mánuði síðar eða í apríl. „Óljóst er á þessu stigi hversu mörg stöðugildi verða hjá okk­ ur. Það mun þó skýrast þegar við förum af stað og eftir því sem um­ fang starfseminnar eykst. Búið er að tryggja fjármögnun fyrir verk­ efninu til næstu þriggja ára þannig að það eru spennandi tímar fram­ undan.“ hlh Vallarás 7-9 í Borgarnesi. Ekki hefur verið starfsemi í húsinu undanfarin tvö ár eða síðan mjólkurvinnsla Vesturmjólkur hætti. Húsið er í eigu Byggðastofnunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.