Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Mörg byggðarlög út um landið hafa átt undir högg að sækja um nokk­ urt skeið meðal annars vegna þess að unga fólkið fer burtu og skil­ ar sér ekki til baka að námi loknu. Þrátt fyrir dreifða byggð og frem­ ur fábreytt atvinnulíf hefur nokk­ ur nýliðun orðið bæði í bændastétt og þjónustustörfum í Dölunum. Þórunn Björk Einarsdóttir hjúkr­ unarfræðingur kom í Dalina fjög­ urra ára gömul með móður sinni Svönu Guðmundsdóttur, sem hafði þá tekið saman við stjúpföður Þór­ unnar, Jóhannes Óskarsson bónda á Svínhóli. Þær sneru til baka aftur suður þegar Þórunn Björk var níu ára gömul. Það voru samt bernsku­ minningarnar frá Svínhóli og upp­ vöxturinn þar sem átti sinn þátt í því að Þórunn hélt tengslum við Dal­ ina og flutti þangað mörgum árum síðar. „Það var vinsælt hjá okkur krökkunum að fara upp í kastalann sem við kölluðum hæðina fyrir ofan bæinn. Svo vorum við líka að leika okkur við krakkana á Oddsstöðum þarna við hliðina.“ Á flækingi Þórunn Björk segist hafa verið mik­ ið á flækingi sem barn og ungling­ ur. Átti þá meðal annars heima í Vestmannaeyjum um tíma, á Kjal­ arnesi og í Mosfellssveit. Faðir hennar Einar Jónsson er úr Land­ eyjunum, rétt við Bakka þar sem flugvöllurinn er milli lands og Eyja. „Flugvöllurinn var einmitt byggð­ ur út úr kartöflugarðinum hjá afa mínum Jóni Einarssyni. Ég var mikið þarna í Landeyjunum þegar ég var krakki. Ég var svolítið spennt að fylgjast með flugumferðinni og ekki dró það úr að bróðir móður­ afa míns átti flugvél. Það kom því fyrir að ég fékk að skreppa í flug­ túr. Þetta varð kveikjan að því að þegar ég stálpaðist ákvað ég að læra á flugvél og taka einkaflugmanns­ próf. Þegar ég var orðin tvítug, árið 2001, fór ég svo til London til að læra atvinnuflugmanninn. Ég tók bóklegu fögin þar, kom svo heim en kláraði ekki prófin. Þá fór ég vest­ ur og fékk sumarvinnu hjá Gunn­ ari í Dalakjöri. Það sumar, 2002, kynntist ég manninum mínum Við­ ari Jóelssyni frá Harastöðum í Mið­ dölum. Ég fékk vinnu á hjúkrunar­ heimilinu Fellsenda og féll sú vinna ákaflega vel. Þar með fór að dvína áhuginn hjá mér að halda áfram í flugnáminu. Konurnar sem ég vann með á Fellsenda hvöttu mig og aðra unga konu sem vann með mér til að afla okkur menntunar á þessu sviði. Þessi hvatning varð til þess að ég ákvað að skella mér í hjúkrunar­ nám og stalla mín Ingibjörg Anna Björnsdóttir fór í iðjuþjálfun.“ Vildu komast úr Reykjavík Það var haustið 2006 sem Þórunn Björk hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Bjó í leiguíbúð í Grafarvoginum en Viðar maður hennar hélt áfram að keyra í vöru­ flutningum fyrir vestan. „Ég út­ skrifaðist svo haustið 2010 og þá var Dagný Sara dóttir okkar orðin fjögurra ára gömul. Með skólanum vann ég á bæklunardeild Landspít­ alans. Sumarið 2011 misstum við leiguhúsnæðið í Grafarvoginum. Um svipað leyti fæddist strákurinn okkar hann Róbert Orri þannig að ég var komin í fæðingarorlof. Við vildum gjarnan komast úr Reykjavík og fara aftur vestur. Það varð úr og þegar síðan vantaði hjúkrunarfræð­ ing til starfa í Silfurtúni snemma árs 2012 byrjaði ég að vinna þar. Í Silfurtúni starfaði ég í eitt og hálft ár eða þar til starf hjúkrunarfræð­ ings hjá heilsugæslustöð HVE hér í Búðardal losnaði um mitt síðasta ár. Mér þótti spennandi að sækja um það starf sem ég fékk, en skömmu síðan kom í ljós að ég var ófrísk að þriðja barninu þannig að núna und­ anfarið hef ég verið í fæðingaror­ lofi. Það var stúlka sem bættist við og hún fæddist 13. desember síð­ astliðinn.“ Þekkir orðið marga Mikið var að gerast hjá þeim Þór­ unni Björk og Viðari um mitt síð­ asta ár. Þá réðust þau í að kaupa hús í Búðardal. Það var hús sem hafði um árabil verið sýslumannsbústað­ ar, en var selt þegar staða sýslu­ manns í Dölum var lögð niður. Þetta er Búðarbraut 12, stórt og mikið hús á tveimur hæðum með bílskúr. „Við erum ekkert á för­ um og ætlum okkur að búa hérna áfram. Ég hef kunnað vel við mig hérna og við finnum að stærri staðir eins og Reykjavík henta okkur ekki. Hérna þekkir maður orðið marga og kannast við alla. Það er notalegt að skreppa hérna upp í þorpið og í kaupfélaginu eru alltaf einhverj­ ir til að spjalla við. Það er notaleg­ ur mórall hérna, en auðvitað verð­ ur fólk að taka það með í reikning­ inn að á stað eins og þessum er ekki hægt að gera sömu kröfur um þjón­ ustu og á stærri stöðum. Það segir sig bara sjálft,“ sagði Þórunn Björk að endingu. þá Nýsköpunarverðlaun forseta Ís­ lands voru veitt á Bessastöðum í lið­ inni viku. Verkefnið sem hlaut verð­ launin að þessu sinni heitir „Hjóla­ leiðir á Íslandi“ og var það unnið af þeim Gísla Rafni Guðmundssyni meistaranema í sjálfbærri borgar­ hönnun við háskólann í Lundi og Evu Dís Þórðardóttur sem nýlega hefur lokið MSc prófi í skipulags­ fræði og samgöngum úr Háskól­ anum í Reykjavík. Leiðbeinendur þeirra í verkefninu voru Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árna­ son hjá Eflu, verkfræðistofu. „Þetta er ánægjulegt fyrir LbhÍ en Gísli Rafn er fyrrverandi nemandi skól­ ans, brautskráðist frá umhverfis­ skipulagsbraut vorið 2012. Skólinn átti einnig fulltrúa við verðlauna­ afhendinguna í fyrra þegar verk­ efnið Ströndin og skógurinn hlutu viðurkenningu sem öndvegisverk­ efni. Þá hefur annar leiðbeinend­ anna, Ólafur Árnason, um árabil kennt áfangann mat á umhverfisá­ hrifum við LbhÍ,“ segir í frétt frá LbhÍ. Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi fólst í því að vega og meta hjólaleið­ ir á Íslandi út frá kröfum EuroVelo verkefnisins með það að markmiði að koma einni leið á Íslandi inn á kort EuroVelo sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Á korti EuroVelo eru í dag 14 leiðir, sem eru samtals um 45.000 km langar. Skráning á leið um Ísland inn á kort samtak­ anna er mikilvægur þáttur í að vekja athygli á Íslandi sem viðkomustað fyrir hjólaferðamenn og auka tæki­ færi í sjálfbærri ferðaþjónustu hér á landi. Samtök iðnaðarins gáfu verð­ launin í ár, en verðlaunagripirn­ ir eru ullarteppi, Páfagaukurinn og Hrafninn, eftir Vík Prjónsdótt­ ur, sem er eitt af athyglisverðustu hönnunarfyrirtækjum samtímans. Vík Prjónsdóttir er í eigu hönn­ uðanna Brynhildar Pálsdóttur, Borgnesingsins Guðfinnu Mjall­ ar Magnúsdóttur og Þuríðar Rós­ ar Sigurþórsdóttur. mm Ferðaskrifstofan Þemaferðir á Snæfellsnesi gaf nýverið út sumar­ ferðaáætlun sína. Eins og margir þekkja reka hjónin Óli Jón Ólason í Grundarfirði og Steinunn Hans­ dóttir kona hans ferðaskrifstofuna Þemaferðir í félagi við dóttur Óla og tengdason en þau búa á Bakka í Bjarnarfirði. Því má segja að heim­ ili fyrirtækisins sé á báðum stöðum. Þó að ferðaskrifstofan sé aðeins á sjötta ári, hafa eigendur hennar og starfsfólk langa reynslu í ferðamál­ um bæði innanlands og í nokkr­ um löndum erlendis. „Ferðir okk­ ar bæði hér á Íslandi og í útlöndum eru allar miðaðar við góða þekk­ ingu okkar á viðkomandi landi eða svæði. Við höfum skipulagt og séð um ferðir allt frá árinu 1995, bæði innanlands sem og erlendis, fyrir ýmis félög eins og t.d. kvenfélög, Lionsklúbba, félög eldri borgara og skógarbændur svo nokkur séu nefnd. Auk þess talsvert af ferðum fyrir einstaklinga,“ segir Óli Jón. Óli segir að Þemaferðir miði ferðir sínar við áhuga fólks. „Við aðlögum ferðirnar að getu ferða­ félagana við t.d. gönguferðir og þess háttar. Erum því tilbúin, með frekar stuttum fyrirvara, að koma á fundi hjá félögum eða stofnunum, án allra skuldbindinga, og útskýra betur ferðirnar, hvað er innifalið eða hverju er hægt að breyta. Einn­ ig að útbúa sérstaka ferð fyrir hópa. Fram að þessu höfum við lítið aug­ lýst okkur nema með góðum um­ mælum þátttakenda í ferðum okk­ ar,“ segir Óli Jón. Nýir áfangastaðir Þemaferðir kynna þrjá nýja áfanga­ staði í sumar; Orkneyjar, Harðang­ ursfjörð og Bergen og svo sjálfa Rómarborg. „Við höldum áfram með vinsælu ferðirnar okkar til Skotlands, bæði um Hálöndin og til Orkneyja og einnig gönguferðirn­ ar á Ströndum. Á þessum stöðum erum við sérstaklega vel heima, höf­ um farið margar ferðir um Hálönd­ in í Skotlandi, þar sem við ferðumst rólega yfir, gistum í litlum þorpum og kynnumst landi og þjóð. Engar tvær ferðir eru eins. Orkneyjar eru gríðarlega spenn­ andi, ekki síst fyrir Íslendinga þar sem tengingin við norræna arf­ inn er alltumlykjandi og einnig er sérlega áhrifaríkt að virða fyrir sér mannvirki sem eru talsvert eldri en eygypsku pýramídarnir og velta fyrir sér verkþekkingu steinald­ armanna. Gönguferðin á Strönd­ um hefur vinnuheitið „Unaður og Munaður.“ Þar eru gengnar gamlar þjóðleiðir á milli byggða, gist á hót­ elum og baðað í heitum laugum. Nú kynnum til sögunnar Harð­ angursfjörðinn og Bergen. Þar höf­ um við góð tengsl við samlanda sem hafa búið þar lengi og verða með okkur í ferðinni. Við höfum farið nokkrum sinnum og kynnt okkur þetta fagra landssvæði og alla möguleikana til að njóta. Við erum svo heppin að hafa í okkar röðum Sólrúnu Guðjónsdóttur, leiðsögu­ mann sem hefur dvalið langdvöl­ um á Ítalíu og farið margar ferð­ ir þangað með hópa. Hún ætl­ ar að sýna sínar heimslóðir í borg­ inni eilífu, Róm. Þá er síðast en ekki síst að nefna Tallinn í Eist­ landi sem er ótrúlega heillandi, sér­ staklega gamli miðaldabærinn með þröngum götum, virkisveggjum og spennandi mannlífi. Við bregðum okkur í stutta ferð þangað í haust og kíkjum aðeins á Helsinki í leið­ inni.“ Óli segir að ferðir Þemaferða séu til að njóta lífsins. „Litlir hópar, góður aðbúnaður og staðkunnugir fararstjórar eru okkar aðalsmerki. Við forðumst að þjóta yfir landið og eyða miklum tíma í akstur held­ ur stoppum og skoðum jafnt hið stóra og smáa. Það eru fleiri stað­ ir á Íslandi en Gullfoss og Geysir og það á líka við um önnur lönd og þess vegna leggjum við áherslu á að leiðsögumenn og skipuleggjend­ ur þekki vel til og geti opnað fyrir okkur leyndarmálin. Til að fá nán­ ari dagskrá einstakra ferða og allar frekari upplýsingar er um að gera að hafa samband. Við erum bæði á Facebook og heimasíðunni þema­ ferðir.is.“ mm Þemaferðir Óla Jóns og fjölskyldu bæta við ferðum Úr einni af ferðum Þemaferða. Verðlaunahafar f.v. Eva Dís Þórðardóttir, Ólafur Árnason og Gísli Rafn Guðmunds- son. Fyrrverandi nemandi LbhÍ fær Nýsköpunarverðlaun Flugmaðurinn varð hjúkrunarfræðingur Þórunn Björk og Viðar Jóelsson maður hennar ásamt börnum. Þórunn Björk Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur í Búðardal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.