Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Velta menningar­ og miðaldaset­ ursins Snorrastofu í Reykholti fór á síðasta rekstrarári yfir 100 millj­ ónir króna og er það í fyrsta skipti í sögu stofnunarinnar sem það ger­ ist. Veltuaukningin nemur um 23 milljónum króna eða 35% frá árinu 2012 og munar einna mest um tekjuaukningu vegna þjónustu við ferðamenn og aukin framlög ým­ issa sjóða vegna einstakra verkefna, bæði vegna rannsókna og uppbygg­ ingar fyrir móttöku ferðamanna. Að sögn Bergs Þorgeirssonar for­ stöðumanns er þetta til marks um hve starfsemi Snorrastofu er orðin umfangsmikil nú á átjánda starfs­ ári sínu. Um leið undirstriki þetta hversu þýðingarmikill staður Reyk­ holt er fyrir allt Vesturland, ekki síst með tilliti til ferðaþjónustu. „Samkvæmt talningu sem við höf­ um látið framkvæma voru heim­ sóknir í Reykholt um 170.000 árið 2013. Við teljum að árið 2013 hafi um 30.000 komið inn til okkar í Snorrastofu og Reykholtskirkju ýmist til að nýta sér þjónustu versl­ unar og upplýsingamiðstöðvar, sækja viðburði eða fara á sýninguna um Snorra Sturluson. Hana sóttu t.d. um 13.000 manns í fyrra sem var vonum framar,“ segir Bergur. Hann segir jafnframt að gestir séu ánægðir með sýninguna. „Stígandi hefur verið í komu gesta í Reyk­ holt á síðustu árum. Heildaraðsókn dróst saman á árinu 2009 og 2010 en tók kipp á árinu 2012. Það er von okkar að sú þróun haldi áfram á næstu árum.“ Reykholt er þjóðmenningarstaður Að mati Bergs skiptir höfuðmáli að haldið verði áfram að hlúa að rekstri Snorrastofu og uppbyggingu Reyk­ holts enda er staðurinn einn af fjór­ um þjóðmenningarstöðum Íslands. „Reykholt er sögufrægur staður og er á sama stalli og staðir á borð við Hóla í Hjaltadal, Skálholt og Þing­ velli. Varðveisla og uppbygging staðanna skiptir miklu máli fyrir okkur sem þjóð, bæði til að varð­ veita söguna fyrir komandi kynslóð­ ir og einnig til að miðla henni til þjóðarinnar og gesta landsins. Það er einna best gert á stöðunum sjálf­ um,“ segir Bergur sem bindur vonir við að stjórnvöld eigi eftir að leggja uppbyggingu Reykholts og Snorra­ stofu frekara lið á næstunni. „Nú­ verandi ríkisstjórn hefur gefið það út að íslensk þjóðmenning verði í hávegum höfð og að hún verði efld á kjörtímabilinu með ýmsum hætti. Því ber að fagna. Við bíðum þess vegna spennt eftir því hvernig stjórnvöld sjá fyrir sér að Reykholt falli inn í þær fyrirætlanir.“ Öflug fræðamiðstöð Starfsemi Snorrastofu er fjölþætt og er í mörg horn að líta að mati Bergs. Hann segir stofnunina leit­ ast við að vera öflug fræðamiðstöð. „Við stöndum fyrir kröftugu rann­ sóknar­ og útgáfustarfi og eigum í samstarfi við fræðimenn um allan heim á sviði miðaldabókmennta. Tvær bækur komu út í þessum flokki á síðasta ári. Annars vegar bókin From Nature to Script í rit­ stjórn Helga Þorlákssonar prófess­ ors og Þóru Bjargar Sigurðardótt­ ur heimspekings. Hins vegar gáfum við út Uppsala­Eddu í nýrri útgáfu með skýringum og ítarlegum inn­ gangi eftir Heimi Pálsson. Þess utan gáfum við út bókina Héraðsskólar Borgfirðinga eftir Lýð Björnsson sagnfræðing þar sem rakin er saga tveggja héraðsskóla sem Borgfirð­ ingar hafa átt, Hvítárbakkaskóla og Reykholtsskóla. Önnur mikilvæg verkefni eru í vinnslu og ber þar kannski hæst úrvinnsla fornleifa­ rannsókna og stórt alþjóðlegt verk­ efni um norræna goðafræði sem við stýrum og lýkur árið 2017.“ „Að auki rekum við almenn­ ingsbókasafn sem opið er öll­ um. Því stýrir Gíslína Jensdóttir og þar eru um 50.000 titlar. Safn­ ið er kjörið fyrir fræðimenn að nýta og í tengslum við það bjóðum við til leigu sérstaka lista­ og fræði­ mannaíbúð hér í staðnum. Á veg­ um Snorrastofu erum við að auki með tvö stúdíó herbergi fyrir fræði­ menn til útleigu hjá okkur. Fræði­ menn koma hingað á öllum tímum ársins og styrkir það fræðamiðstöð­ ina enn frekar.“ Aðsókn góð á viðburði Um 40 viðburðir eru nú skipu­ lagðir á vegum Snorrastofu yfir vetrarmánuðina og draga marg­ ir að sér fjölda gesta á staðinn. „Á dagskrá okkar eru fjölbreyttir við­ burðir á borð við fyrirlestra, nám­ skeið, ráðstefnur og síðast en ekki Á fundi sveitarstjórnar Reykhóla­ hrepps sl. fimmtudag var lagt fram til kynningar bréf frá Guð­ jóni Dalkvist Gunnarssyni og Birni Samúelssyni varðandi bygg­ ingu miðaldavirkis á Reykhólum. Þar er vísað til virkis þess sem sögur herma að hafi verið á Reyk­ hólum á ofanverðri 15. öld. Þeir Guðjón og Björn byggja á teikn­ ingu sem Sigurður Guðmunds­ son málari lagði fram um bygg­ ingu virkisbúðar á Þingvöllum á nítjándu öldinni. „Við undirrit­ aðir erum mjög áhugasamir um að byggja miðaldavirki frammi á Kaldrananum fyrir vestan kirkj­ una á Reykhólum. Virkið er hugs­ að sem tilgátuvirki hlaðið úr til­ höggnu grjóti eins og hleðslan sem er byrjað á við kirkjugarð­ inn, það er spurning hver verður á undan. Virkið er eingöngu hugsað til að draga að ferðafólk til Reyk­ hóla en ekki til að efna til ófrið­ ar af neinu tagi,“ segja þeir Guð­ jón og Björn m.a. í bréfi sínu, en frá þessu er greint á Reykhóla­ vefnum. þá Vilja virki á Reykhólum Umsvif Snorrastofu þýðingarmikil fyrir héraðið síst prjóna­bóka­kaffið vinsæla á fimmtudögum. Fyrirlestrarnir eru um fjölbreytt efni, allt frá miðalda­ arfinum til efnis tengt sögu Borg­ arfjarðar, en Jónína Eiríksdóttir hefur yfirumsjón með skipulagn­ ingu þeirra,“ bætir Bergur við. Að­ sókn hefur jafnan verið góð á við­ burðina. Þá rekur stofnunin gesta­ stofu sem þjónustar ferðamenn og er hún opin allt árið. „Gestastof­ an er rekin undir öflugri forystu Dagnýjar Emilsdóttur og Sigrúnar Þormar með sniði upplýsingamið­ stöðvar og hinnar sérstöku sýning­ ar um Snorra. Þar rekum við einn­ ig verslun, sem m.a. býður upp á skartgripi, hljómdiska og bækur tengdar sögu staðarins.“ Snorrastofa hefur haft á sinni könnu hirðu og framkvæmd um­ hverfisverkefna í Reykholti í sam­ starfi við heimamenn. „Það hef­ ur ýmislegt verið gert hér til að fegra staðinn og gera aðgengi um hann betra með lagningu göngu­ stíga. Tryggvi Konráðsson og sr. Geir Waage hafa stýrt þessu starfi af mikilli óeigingirni og dugnaði. Þá mun sveitarfélagið Borgarbyggð leggja þessari uppbyggingu lið með malbikun bílastæða o.fl. Ýmsar framkvæmdir eru á döfinni á árinu á þessum sviði. Við fengum t.d. styrk upp á 13 milljónir úr Fram­ kvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir skemmstu vegna allra þessara um­ hverfisframkvæmda.“ Búast við aukningu á árinu Bergur segir að þó að veltuaukn­ ingin sé mikilvæg fyrir rekstur Snorrastofu verði menn þó að vera á tánum. „Það má lítið út af bregða hjá okkur í rekstrinum. Framlög til okkar frá ríkinu voru skorin niður við gerð síðustu fjárlaga. Við stönd­ um hins vegar keik eins og við höf­ um gert undanfarin ár og horf­ um bjartsýn fram á veginn. Starfs­ menn Snorrastofu eru átta talsins, en þeim fjölgar hins vegar á sumr­ in þegar aðsókn í Reykholt eykst og umhverfisverkefni eru í gangi. Fyrirséð er að fleiri erlendir gest­ ir eru á leiðinni til landsins og bú­ umst við því við að enn fleiri komi í Reykholt til að upplifa staðinn og umhverfið og skoða sýninguna um Snorra. Verkefnin eru því næg þeg­ ar til framtíðar er litið.“ hlh Fjölbreyttir viðburðir eru skipulagðir á vegum Snorrastofu í Reykholti. Hér er mynd frá fjölsóttum og fróðlegum fyrirlestri Snorra Jóhannessonar bónda á Augastöðum um íslenska refinn. Ljósm. Bergur Þorgeirsson. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Ljósm. hlh. Frá Reykholti. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Sýningin um Snorra Sturluson sem opnuð var í fyrra hefur notið vinsælda gesta í Reykholti. Hér er svipmynd frá sýningunni. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.