Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Viðbragðsaðilar á Akranesi héldu upp á 112 daginn líkt og kollegar þeirra annarsstaðar á Vesturlandi. Að þessu sinni var opið hús frá kl. 16 hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar í slökkvistöðinni við Kalmansvelli. Sjúkraflutninga­ menn Heilbrigðisstofnunnar Vest­ urlands voru einnig á staðnum sem og félagar í Björgunarfélagi Akra­ ness og lögreglumenn. Nokkuð af fólki lagði leið sína á staðinn í til­ efni dagsins og stóð því til boða að prófa tæki og tól aðilanna, m.a. að setjast upp í bíla, prófa brunaslöngu og kveikja á sírenum svo eitthvað sé nefnt. Þá voru sjálfboðaliðar Rauða krossins með kynningu á skyndi­ hjálp og skyndihjálpar­appi RKÍ fyrir snjalltæki við verslun Bónuss á sama tíma. Í tilefni dagsins afhenti Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri SAH ein­ um heppnum grunnskólanemanda á Akranesi verðlaun fyrir eldvarnar­ getraun slökkviliðs­ og sjúkraflutn­ ingamanna sem fram fór nýverið. Sá heppni reyndist vera Pétur Jóhannes Óskarsson nemandi í 3. bekk Grunda­ skóla og var hann mjög ánægður með verðlaun sín. hlh /Ljósm. ki. Haldið var með áberandi hætti upp á 112 daginn við verslunarmið­ stöðina Hyrnutorg í Borgarnesi. Á fjórða tug fólks frá viðbragðsað­ ilum í Borgarnesi og Borgarfirði voru af þessu tilefni saman komin við Hyrnutorg milli kl. 16­18 til að kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Þetta voru Slökkvilið Borgarbyggðar, Heilbrigðisstofn­ un Vesturlands, Björgunarsveitirn­ ar Brák, Elliði, Heiðar og Ok, Lög­ reglan í Borgarfirði og Dölum og loks Borgarfjarðardeild RKÍ. Marg­ ir stöldruðu við og kynntu sér mál­ ið og fengu sumir að prófa hjarta­ hnoð, þreyta skyndihjálpargátu, setjast upp í slökkvibíl, kveikja á sír­ enum og setjast á vélasleða. hlh Í tilefni 112 dagsins síðastlið­ inn þriðjudag afhenti Sigurþór Ó. Ágústsson formaður Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, Gísla Björnssyni yfirmanni sjúkra­ flutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands nýtt hjartastuðtæki að gjöf fyrir hönd félagsins. Afhend­ ingin fór fram í Hyrnutorgi í Borg­ arnesi þar sem ýmiss búnaður við­ bragðsaðila var kynntur. Hjarta­ stuðtæki þetta kemur til með að verða staðsett í slökkvistöð SB á Hvanneyri ásamt nýrri súrefnis­ tösku sem HVE leggur til. Tæki sem þessi er nú að finna á þremur stöðum í uppsveitum Borgarfjarð­ ar; Húsafelli, Reykholti og Hvann­ eyri. HVE hefur þjálfað upp sér­ stök teymi í notkun tækjanna sem björgunarsveitarmenn og slökkvi­ liðsmenn í uppsveitunum skipa og stendur til að slíkt teymi verði einnig þjálfað upp vegna búnaðar­ ins á Hvanneyri. hlh Grundfirskir viðbragðsaðilar létu ekki sitt eftir liggja á 112 deginum. Þeir notuðu tækifærið og heimsóttu Grunnskóla Grundarfjarðar í til­ efni dagsins og voru með kynningu á starfsemi sinni á lóð skólans. Áður en kynningin fór fram hittu félagar í Björgunarsveitinni Klakki eldri nem­ endur grunnskólans og kynntu fyrir þeim vefinn safetravel.is. Vefurinn er sérstaklega gerður fyrir fólk á ferða­ lagi og veitir góðar upplýsingar um hvernig best sé að verða útbúinn fyr­ ir hin ýmsu ferðalög. Einnig sýndu björgunarsveitarmenn nemendum skyndihjálp. Að þessu loknu bauðst öllum nemendum grunnskólans að skoða bíla, tæki og tól viðbragðs­ aðila og náðu margir krakkar að svala forvitni sinni. Auk Klakksmanna tóku slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Grundarfjarðar og sjúkraflutninga­ menn Heilbrigðisstofnunar Vestur­ lands þátt í deginum. hlh /Ljósm. tfk. Sigurþór Ó. Ágústsson og Gísli Björnsson með tækið. Gáfu hjartastuðtæki sem staðsett verður á Hvanneyri Líf og fjör var hjá grunnskólabörnum við skoðun björgunar- báts Klakks. Grunnskólabörn heimsótt á 112 deginum Þessar ungu grundfirsku stúlkur fengu að skoða sjúkrabíl- inn. Lögregluþjónar framtíðarinnar prófa að setjast undir stýri. Héldu upp á 112 daginn við slökkvistöðina Fjöldi fólks lagði leið sína í slökkvistöðina að Kalmansvöllum á þriðjudaginn. Pétur Jóhannes Óskarsson með verðlaun sín fyrir eldvarnargetraun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Akranesi. Slagorð 112 dagsins í ár var „Auk­ um öryggi í vetrarferðum.“ Við­ bragðsaðilar í Snæfellsbæ létu sitt ekki eftir liggja á þessum degi frek­ ar en endranær. Óku þeir með ljós­ um og sírenum um götur bæjarins til þess að vekja athygli bæði á deg­ inum og starfi sínu. Lauk akstrin­ um við Slökkvistöð Snæfellsbæj­ ar þar sem bílum og öðrum tækj­ um var stillt upp. Gafst bæjarbúum tækifæri til að skoða tækin ásamt því að spjalla við við þá sem þeim stýra. þá Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir á hverju ári til eld- varnarátaks meðal 8 ára barna. Sonja Ósk Bjarnadóttir í 3. bekk í Snæfellsbæ fékk viðurkenninguna og var það Svanur Tómasson sem afhenti hana. Neyðarnúmersdagurinn í Snæfellsbæ Í góðu yfirlæti á slökkvistöðinni. Kristján Jóhannes Pétursson (Kiddi Jói) og Steinunn Ingólfsdóttir stilltu sér upp fyrir myndatöku meðan þau voru að svara skyndihjálpargátu RKÍ. Kynntu starfsemi sína við Hyrnutorg Nokkrir viðbragðsaðilar stilltu sér upp fyrir myndatöku fyrir fram tækjabíl Slökkviliðs Borgarbyggðar. F.v. Kristján Jóhannes Pétursson Björgunarsveitinni Brák, Margrét Vagnsdóttir Borgarfjarðardeild RKÍ, Bjarni Þorsteinsson slökkvi- liðsstjóri, Laufey Gísladóttir og Jón Arnar Sigurþórsson Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum, Halldór Sigurðsson Björgunarsveitinni Ok og Grétar Þór Reynisson Björgunarsveitinni Heiðari. Einnig er lögregluhundurinn Nökkvi með á myndinni. Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru á svæðinu. F.v. Ragnheiður Guðnadóttir, Svava Svavarsdóttir, Margrét Vagnsdóttir og Elín Kristinsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.