Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Spurningakeppnin Viskukýr­ in fór fram í tíunda skipti síðast­ liðið fimmtudagskvöld. Sem fyrr var skemmtunin í matsal Land­ búnaðarháskóla Íslands í Ásgarði á Hvanneyri. Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með keppninni og var fullt út úr dyrum. Líkt og undanfarin ár stýrði sjónvarpsmaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson keppn­ inni á léttan og skemmtilega hátt og má með sanni segja að nærvera hans og hnyttin stjórnun hafi fram­ kallað ófá hlátrasköll hjá gestum og keppendum. Alls kepptu átta lið að þessu sinni. Þetta voru lið búvís­ inda, starfsmanna LbhÍ, búfræði 1, búfræði 2, umhverfisskipulags, íbúa á Hvanneyri, Hvannahússins og nemenda Háskólans á Bifröst. Eft­ ir spennandi viðureignir í átta liða úrslitum komust lið búvísinda og kennara áfram í undanúrslit ásamt báðum liðum búfræðinnar. Búvís­ indin drógust þar á móti liði kenn­ ara sem þeir báru síðan sigurorð af 24:20 á meðan búfræði 2 lagði koll­ ega sína í búfræði 1; 16:20. Jafn úr­ slitaleikur fór síðan í hönd þar sem lið búvísinda sigraði 19:24 í jafnri keppni. Spurt var fjölbreyttra spurninga. Bæði var spurt um efni almenns eðlis en einnig landbúnaðartengd­ ar spurningar auk spurninga sem tengjast skólanum sjálfum. Það voru þau Svanhvít Lilja Viðarsdótt­ ir, Kristín Jónsdóttir, Axel Sigurðs­ son og Sara Björk Þorsteinsdóttir sem sáu um spurningagerð og stiga­ vörslu. Tveir af upphafsmönnum keppninnar fengu loks það hlutverk að færa sigurliðinu verðlaun sín í lok kvölds, þau Guðrún Bjarnadótt­ ir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Í hléum milli umferða var boð­ ið upp tvö skemmtiatriði. Karlakór­ inn Hrútarnir, skipaður nemend­ um LbhÍ, söng þrjú lög undir stjórn Heimis Klemenzsonar og þá minnt­ ist Logi Bergmann viskukúa liðanna ára í máli og myndum. Hefð er fyr­ ir því í hverri keppni að nýborinn kálfur úr Hvanneyrarfjósinu taki á móti gestum í anddyri matsalarins og fær hver kálfur þá sæmdarheitið viskukýr ársins. Að þessu sinni var viskukýrin Rán 1636 en hún hafði komið í heiminn tveimur dögum fyrir keppnina. hlh Fullt út úr dyrum á tíundu Viskukúnni á Hvanneyri Lið búvísinda fagnar sigri. F.v. Baldur Örn Samúelsson, Jón Hjalti Eiríksson og Þorgerður Bjarnadóttir. Ljósm. hlh. Lið búfræði 2 hafnaði í öðru sæti. F.v. Ásmundur Óskar Einarsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Jón Ingi Ólafsson. Fyrir aftan stendur stjórnandinn Logi Bergmann Eiðsson með glott á vör og að sjálfsögðu klæddur lopapeysu. Ljósm. hlh. Einn flokkur var bjölluspurningar. Oft munaði litlu hvort liðið næði bjöllunni af mjólkurbrúsanum. Ljósm. Áskell Þóriss. Sigurlið búvísinda, þau Baldur Örn, Jón Hjalti og Þorgerður, ásamt Loga Berg- mann. Ljósm. hlh. Áhorfendur skemmtu sér vel, ekki síst Hákon Garðar Þorvaldsson frá Skeljabrekku sem hér brosir sínu breiðasta. Ljósm. hlh. Viskukýrin 2014 var að þessi sinni kálfurinn Rán 1636 úr Hvann- eyrarfjósinu. Kálfurinn var heldur hlédrægur þegar blaðamaður Skessuhorns hugðist ná af honum mynd enda tiltölulega nýkominn í þennan heim, var borinn tveimur dögum áður. Ljósm. hlh. Heimamenn á Hvanneyri voru með lið í keppninni sem skipað var þeim Aðalheiði Kristjánsdóttur, Sveinbirni Eyjólfssyni og Hauki Júlíussyni. Ljósm. hlh. Karlakórinn Hrútarnir skipaður nemendum LbhÍ söng þrjú lög fyrir gesti undir stjórn Heimis Klemenzsonar við góðar undirtektir gesta. Ljósm. hlh. Stigaverðir og spurningahöfundur fylgdust með af nákvæmni. F.v. Svanhvít Lilja Viðarsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Axel Sigurðsson. Ljósm. hlh. Lið starfsmanna LbhÍ komst í undanúrslit. F.v. Jón Gíslason frá Lundi, Dagný Sigurðardóttir frá Skeljabrekku og Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Ausu. Ljósm. hlh. Heimir Klemenzson stýrir söng karlakórsins Hrútanna af innlifun. Ljósm. Áskell Þóriss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.