Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 9. tbl. 17. árg. 26.mars 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður Fermingarboðskort www.framkollunarthjonustan.is Jón Jónsson Ný sending Tilvalið í fermingarpakkann Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Næstu sýningar: 2. mars kl. 16:00 Nokkur sæti laus 8. mars kl. 20:00 23. mars kl. 16:00 4. apríl kl. 20:00 11. apríl kl. 20:00 Miðapantanir í síma 437 1600 og landnam@landnam.is Í lítilli vík vestan við Breiðina á Akranesi var síðast- liðinn mánudag talsvert af loðnuhrognum í fjörunni og flæðarmálinu. Þúsundir máva voru þarna í einhverri dýrustu kavíarveislu sem um getur og hart var barist um sæti við veisluborðið. Þarna skammt frá er jafnframt úthlaup frá fiskvinnslu- húsum ofan við Breiðina. Að líkindum má rekja þetta magn loðnuhrogna til vinnslunnar, en hrognataka og -frysting hófst hjá HB Granda föstudeginum áður. Mögulega hefur hrognunum verið skolað út við hreinsun í vinnslunni en mikils hrein- lætis er gætt við hrogna- vinnslu og frystingu og allt þvegið hátt og lágt milli þess sem skipin landa. Loðnan er nú komin fast að hrygningu vestan við landið og keppast skipin við veiðarnar meðan gefur eins og lesa má um í Skessuhorni á bls. 10. Ljósm. mm. Mjög góð þorskveiði hefur verið undanfarið hjá neta- og dragnóta- bátum sem stunda veiðar við Snæ- fellsnes. „Núna er alveg rosalegt af þorski í Breiðafirði og við Snæ- fellsnes. Netaveiðin er algert ævin- týri. Menn eru að fá fleiri tonn af fiski í nokkur net. Það er allt fullt af þorski með ströndinni frá Grundarfirði vestur að Öndverða- nesi. Þetta er auðvitað alveg æðis- legt. Ekki hægt að hugsa sér það betra,“ segir Kristján Kristjánsson skipstjóri á dragnótabátnum Mar- gréti SH 177 í samtali við Skessu- horn. Hér fylgist hann með Þor- grími Laufari syni sínum blóðga vænan þorsk þar sem báturinn var við veiðar skammt frá Öndverða- nesi í liðinni viku. Sjá nánar bls. 10. mþh/ Ljósm. Alfons Finnsson. Snjóflóð féll á sunnudaginn úr hengju milli Heinabergs og Nýpur á Skarðsströnd í Dölum og lokaði veginum um tíma. Flóðið var um það bil 15 metra breitt og hálfur annar metri á hæð þar sem það stóð hæst. Engan sakaði í flóðinu. Að sögn Höllu Steinólfsdóttur bónda í Ytri-Fagradal, sem tók meðfylgj- andi mynd, eru snjóflóð á þessum vegarkafla á Skarðsströnd árlegur atburður og hefur oft verið vara- samt að aka þar um, til dæmis fyrir skólabílinn sem fara þarf þessa leið. Fljótlega var búið að opna veginn aftur. Frá þessu var greint á vefnum budardalur.is mm Kavíar­ veisla Mokveiði hjá stærri bátunum Snjóflóð lokaði um tíma veginum um Skarðsströnd

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.