Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 3
Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands laugardaginn 1. mars kl. 12.30-14.00 Salurinn Silfurberg á 1. hæð Hörpu Allir eru velkomnir á setningarathöfn Búnaðar- þings, sem hefst með lé�ri hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, landbúnaðarverðlaunin verða vei� og Magni Ásgeirsson tekur lagið. Kokkakeppni Food & Fun laugardaginn 1. mars, kl. 13.00-16.00 Salurinn Norðurljós á 1. hæð Hörpu Food & Fun hefur löngum verið einn af há- punktum ársins í íslenskri veitingaflóru. Nokkrir gestakokkar keppa sín á milli um titilinn Food & Fun matreiðslumaður ársins í Hörpunni. Veitingastaðirnir sem taka þá� í hátíðinni munu bjóða gestum að bragða á dýrindis mat sem gerður er úr hágæða íslensku hráefni. Vetrarmarkaður Búrsins laugardaginn 1. mars og sunnudaginn 2. mars, kl. 11.00-17.00 Jarðhæð Hörpu Ljúfmetisverslunin Búrið heldur stærsta matarmarkað landsins, þar sem bændur, framleiðendur og neytendur bera saman bækur sínar og stunda viðskipti. Einkunnarorð Vetrarmarkaðarins eru „Uppruni, umhyggja og upplifun“ og öruggt að allir finna ei�hvert góðmeti við si� hæfi. Laugardaginn 1. mars verður mat gert há� undir höfði í Hörpunni í Reykjavík. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega se� við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matar- hátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á Matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í húsinu. Vélasalar sýna drá�arvélar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður ekki langt undan og sauð�árbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn kl. 14 á laugardag. Allir eru velkomnir í Hörpuna! Velkomin á matarhátíð í Hörpu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.