Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Umferðar­ öryggisáætlun DALIR: Sveitarstjórn Dala- byggðar óskaði síðasta haust eftir samstarfi við Vegagerð- ina um að leita leiða til að auka umferðaröryggi á Vest- fjarðavegi um Vesturbraut í gegnum Búðardal. Fram kom á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag að Vegagerðin hef- ur falið hönnunardeild stofn- unarinnar að skoða málið með Dalabyggð. Hönnunar- deildin hefur lagt til að unnin verði umferðaröryggisáætlun þar sem Dalabyggð leiði und- irbúningsvinnu en Vegagerð- in komi að málum með upp- lýsingaöflun, tækniráðgjöf og þátttöku í undirbúnings- og kynningarfundum. Þá hef- ur fyrirtækið Vist & Vera ehf sótt í rannsóknasjóð Vega- gerðarinnar vegna verkefnis sem getur tengst gerð um- ferðaröryggisáætlunar á bein- an hátt. Á umræddum fundi sveitarstjórnar var samþykkt að Dalabyggð geri umferð- aröryggisáætlun í samvinnu við Vegagerðina. Byggðar- ráði verði falið gera tillögu að skipan verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra. –þá Tilboð í snjó­ mokstur og hálkueyðingu AKRANES: Snjómokstur og hálkueyðing á Akranesi var nýverið boðin út. Fimm til- boð bárust og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem var 20,040 milljónir. Gámaþjón- usta Vesturlands bauð lægst, 23,364 milljónir. Þar næst komu tilboð frá Skóflunni hf upp á 24,660 millj. og Þrótti ehf 24,762 millj. Skagaverk ehf. bauð 27,546 milljónir og Snókur verktakar ehf 36,006 milljónir. Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar hefur falið framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við lægstbjóð- anda Gámaþjónustu Vestur- lands. –þá Nýtt fyrirtæki opnað í Búðardal DALIR: Nýtt fyrirtæki verð- ur formlega opnað í Búðardal á morgun, fimmtudag, þegar Björn Anton Einarsson stáls- miður opnar verkstæði sitt í gömlu trésmiðjunni við Vest- urbraut 8. Þar verður boðið upp á bílaviðgerðir, vélavið- gerðir og stálsmíði og munu tveir starfsmenn sinna þeirri þjónustu. Björn Anton hefur síðustu misserin starfað sjálf- stætt í járnsmíði og vélvirkjun í Dölum og nágrenni. Hann hefur m.a. þjónað Þörunga- verksmiðjunni og fyrirtækj- um á Reykhólum og í Búð- ardal. Toni sérsmíðaði m.a. lausfrysti fyrir fyrirtækið Sæ- frost sem er með aðstöðu og vinnslu í sláturhúsinu. –þá Umhverfismál á oddinum hjá íbúaþingi HVALFJ.SV: Á fundi umhverf- is-, skipulags- og náttúruverndar- nefndar Hvalfjarðarsveitar mánu- daginn 17. febrúar var tekin fyrir samantekt frá íbúaþingi sem hald- ið var í sveitarfélaginu í lok síð- asta árs. Fram kom á fundinum að unnið verði áfram úr niður- stöðum íbúaþingsins en þar voru umhverfismál mikið til umræðu. Á umræddum fundi umhverf- is-, skipulags- og náttúruverndar- nefndar var lagt til að gerður verði sérstakur flipi um umhverfismál á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Þar verði haldið utan um upplýsing- ar, skýrslur, heimildir og önnur gögn sem varpað geta ljós á stöðu umhverfisgæða í Hvalfjarðarsveit, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 20. febrúar 2012. USN-nefndin felur skipulagsfulltrúa að boða þá aðila sem sinna mengunarmælingum vegna umhverfisvöktunar á iðn- aðarsvæðinu við Grundartanga á fund nefndarinnar. Það eru full- trúar frá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, Náttúrufræðistofnun Ís- lands, Tilraunastöð HÍ á Keldum og Matís. Þá fól nefndin nefnd- armönnunum Sævari Ara Finn- bogasyni og Björgvini Helgasyni að hefja undirbúning að vinnu við drög að stefnu í samgöngumálum fyrir Hvalfjarðarsveit. –þá Erlendir ferða­ menn aðstoðaðir LBD: Lögreglan í Borgarfirði og Dölum kallaði út björgunar- sveitina Ok sl. sunnudag vegna bíls sem fastur var í snjó á vegin- um sem liggur að Surtshelli rétt ofan Kalmanstungu. Í ljós kom að þarna var um að ræða erlenda konu, bandarískan ljósmynd- ara, sem hafði fest jeppling sinn. Þá voru þarna skammt frá fjór- ir Frakkar á öðrum bílaleigubíl sem líka var fastur í snjó. Að sögn Snorra Jóhannessonar á Auga- stöðum gekk vel að aðstoða fólkið þannig að það kæmist til byggða, en sú bandaríska sagðist í staðinn koma í júní til að mynda Surts- helli. –þá Skessuhorn var líkt og fimmtíu önnur fyrirtæki með kynningarbás á at- vinnusýningu Rótarý- klúbbs Borgarness í Hjálmakletti í Borgar- nesi sl. laugardag. Fjöl- margir gestir lögðu leið sína að básnum til að kynna sér starfsemi Skessuhorns. Gestum gafst einnig kostur á að taka þátt í lukkuleik í tilefni sýning- arinnar með því að skrá nafn sitt á miða og setja í pott. Góð þátttaka var í leikn- um en fern verð- laun voru í boði; ársáskrift að Skessu- horni í fyrsta vinn- ing og þrjú páska- egg að auki. Dregið var úr pottinum á ritstjórn Skessuhorns í gær. Í ljós kom að 345 höfðu tekið þátt í lukkuleikn- um. Fyrsta vinning, ársáskrift að Skessuhorni, hlaut Eyrún Ingþórs- dóttir, Vallholti 13 Akranesi. Þrjú páskaegg voru svo í aukavinninga. Þau fá Birgir Benediktsson Akur- hvarfi 2 í Kópavogi, Jósep Magnús- son Stöðulsholti 22 í Borgarnesi og Guðbjörg Ingólfsdóttir Hamravík 28 í Borgarnesi. Eyrún fær nú sent blaðið en páskaeggjahafarnir munu fá þau send á næstunni, eða um leið og þau koma í verslanir. hlh Sunnudaginn 2. mars kl. 17 flytur Kór Akraneskirkju sálumessuna Eter- nal Light eftir enska tónskáldið How- ard Goodall. Er þetta í fyrsta skipti sem tónverkið er flutt í heild sinni á Íslandi. Sálumessur eru og voru oft- ast samdar til minningar um látna ein- staklinga en í þessu tilfelli, fléttar tón- skáldið inn í sitt verk ljóðum sem eru ekki síður hugsuð fyrir okkur hin sem eftir stöndum og syrgjum. Þetta eru sérlega fallegir textar sem hafa sterk skilaboð og eru eftir ensk ljóðskáld. Verkið hefur vakið mikla athygli víða í heim og má segja að vinsældir þess séu að aukast verulega. Tónskáldið How- ard Goodall er þekkt kvikmyndatón- skáld í Englandi og hefur m.a. samið tónlist í myndir og þætti um Mr. Bean, Blackadder og fleiri þekkta sjónvarps- þætti. Árið 2009 hlaut hann BRIT verðlaunin fyrir Eternal Light. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Björg Þórhallsdóttir sópran, Ein- ar Clausen tenór og Halldór Hall- grímsson tenór en hann er einnig fé- lagi í kórnum. Um hljóðfæraleik sjá þau Birg- ir Þórisson sem leikur á orgel, Við- ar Guðmundsson píanóleikari, Krist- ín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sop- hie Schoonjans hörpuleikari. Stjórn- andi er Sveinn Arnar Sæmundsson. Tónleikastaðurinn vekur kannski at- hygli en tónleikarnir fara fram í versl- unarhúsnæði að Kalmansvöllum 1 sem áður hýsti m.a. verslunina Nettó. Þar er einstaklega góður hljómburður sem hentar vel kórtónlist sem þessari og því var tekin ákvörðun um að not- færa sér húsnæðið. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og er forsala í Bjargi sem og í gamla Iðnskólanum við Vinaminni. -fréttatilkynning Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var síðdegis á laugardag- inn kallað út vegna elds á Grund- artanga. Í ljós kom að kvikn- að hafði í lyftara utan við Járn- blendiverksmiðju Elkem Ísland. Starfsmenn fyrirtækisins náðu að slökkva eldinn sem logaði m.a. í gálga og hjólabúnaði og þeg- ar slökkviliðsmenn komu á stað- inn var lítið eftir að gera. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkviliðs- stjóra var lítil sem engin hætta á ferðum þar sem tækið var utan- dyra þegar eldurinn blossaði upp í því. mm Kviknaði í lyftara Frumflutningur á Íslandi á sálumessunni Eternal Light Þrjú páskaegg og ársáskrift að Skessuhorni voru í verðlaun í lukkuleiknum. Dregið í lukkuleik Skessuhorns frá atvinnusýningunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.