Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Nýverið fór hópur íbúa úr Hval- fjarðarsveit af stað í söfnun undir- skrifta þar sem skorað er á fólk í sveitarfélaginu að styðja hugmynd um persónukjör í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Frá því Hval- fjarðarsveit varð til við samruna f j ö g u r r a sveitahreppa 2006 hefur verið kos- ið listakosn- ingu. Björn Páll Fálki V a l s s o n ferðaþjón- u s t u b ó n d i að Þóris- stöðum í Svínadal er forgöngu- maður að söfnun undirskrifta. Nú hefur verið lokið söfnun þeirra og reyndust 80% þeirra sem náð- ist til vera fylgjandi persónukjöri. 20% voru ýmist fylgjandi lista- kosningu eða vildu ekki taka þátt í könnuninni. „Við sem stönd- um að söfnun undirskriftanna erum afar ánægð með þessa nið- urstöðu. Samkvæmt Hagstofunni voru 466 íbúar í sveitarfélaginu 18 ára eða eldri árið 2013 og af þeim tóku 307 þátt í þessari könnun, eða tæplega 66% kosningabærra íbúa. Af þeim eru 80% fylgjandi því að hætt verði að kjósa lista- kosningum í sveitarfélaginu. Ég trúi ekki öðru en á það sjónarmið verði hlustað enda er yfir helm- ingur kosningabærra íbúa fylgj- andi persónukjöri,“ sagði Björn Páll í samtali við Skessuhorn. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa verið skiptar skoðanir meðal núverandi sveitar- stjórnarfólks í Hvalfjarðarsveit um ágæti pers- ónukjörs eða l i s t a k o s n - inga. Hall- freður Vil- h j á l m s s o n oddviti E lista er t.d. s tuðnings- maður pers- ónukjörs en fylgjendur L lista, Hvalfjarðar- listans, sem nýverið samþykktu að bjóða fram lista á ný, vildu endur- skoða afstöðu sína ef 70-80% íbúa úr fyrrgreindri könnun reynast fylgjandi persónukosningu. Kom það fram í frétt nýverið þar sem rætt var við Sigurð Sverri Jónsson oddvita í kjölfar fundar L lista- fólks. Björn Páll segir að aðstand- endur undirskriftasöfnunarinnar séu nú búnir að senda póst á for- ystumenn þeirra framboða sem buðu fram lista í sveitarstjórnar- kosningunum 2010. „Þar óskum við eftir að fá svar í síðasta lagi sunnudaginn 2. mars um hvort framboðin munu leggja fram lista í vor eður ei,“ sagði Björn Páll Fálki Valsson. mm Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnarskrifstofu, sveitarstjórnar og nefnda er hvergi hærri á Vestur- landi á hvern íbúa en í Skorradals- hreppi. Þar var hann 214.657 krón- ur árið 2012. Næst hæsti kostnað- urinn er í Hvalfjarðarsveit. Þar var hann 180.004 krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins. Í þriðja sæti var svo Reykhólahreppur með 111.103 krónur á íbúa. Þetta er meðal nið- urstaðna útreikninga sem Grímur Atlason fyrrverandi sveitarstjóri í Dalabyggð hefur unnið og sett fram á fésbókarsíðu sinni í grein sem ber yfirskriftina; „Það eru milljarðar sem bíða okkar og blómleg byggð!“ Varlega áætlað 2,2 milljarðar á ári Grímur er mikill áhugamaður um sameiningu sveitarfélaga. Hann tel- ur að ná megi fram mikilli hagræð- ingu og sparnaði ef núverandi sveit- arfélög verið sameinuð. „Eftir að hafa farið í gegnum árs- reikninga sveitarfélaganna fyrir árið 2012 er ég sannfærður að það megi spara a.m.k. 2,2 milljarða á ári með því að fækka sveitarfélögunum úr 74 í sex. Það skal tekið fram að inn- an hvers sveitarfélags verða fleiri en ein stjórnsýslueining og geri ég hér ráð fyrir 16 einingum í útreikn- ingum mínum. Að auki fullyrði ég að sparnaðurinn verður umtalsvert meiri en hér er sett fram. Tölurn- ar sem ég dreg fram eru svo borð- leggjandi að auðvelt er að leggja á þær mat án mikilla útreikninga. Stóru liðirnir fræðslu- og uppeldis- mál, æskulýðs- og íþróttamál, um- ferðar- og samgöngumál og menn- ingarmál gera samtals 68,5 millj- arða. Það má áætla að fjárhagsleg- ur ávinningur sem næst með sam- einingu sveitarfélaga geti hlaupið á milljörðum umfram það sem ég dreg hér fram,“ skrifar Grímur Atl- ason. Vill sjá sex sveitarfélög Að mati Gríms ættu sveitarfélög á Íslandi alls að verða sex talsins í Áttatíu prósent fylgjandi persónukjöri Telur að ná megi fram milljarða hagræðingu með sameiningum framtíðinni. Þetta yrðu Reykjavík (Seltjarnarnes, Reykjavík og Mos- fellsbær), Kraginn (Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær), Vestur- land (frá Kjósarhreppi að Strand- abyggð), Norðurland (frá Húna- þingi vestra að Langanesbyggð), Austurland (frá Vopnafjarðarhreppi að Djúpavogshreppi) og Suðurland (frá Höfn í Hornafirði að Reykja- nesbæ). Innan þessara nýju sveitarfélaga leggur Grímur til að stjórnsýslu- hús verði í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Snæfellsbæ, Dalabyggð, Ísafirði, Hvammstanga, Skagafirði, Akureyri, Húsavík, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjabæ, Vík, Höfn, Ár- borg og Reykjanesbæ. Rafræn stjórnsýsla tæki við flestum erind- um. Látum af „þúfnahyggju“ Grímur telur að róttæk samein- ing sveitarfélaga myndi skila nauð- synlegri tiltekt og hagræðingu sem yrði til góða fyrir íbúana og þjóð- arbúið í heild. Í pistlinum sem fylgir niðurstöð- um útreikninga hans á fésbókar- síðunni skrifar hann: „Með því að láta af þúfnahyggjunni mætti taka til í fjármálum hins opinbera svo um munaði og efla byggð í land- inu. Við gætum sett t.d. einn millj- arð á ári í að greiða niður skuldir ríkissjóðs og 1,2 milljarða á ári í ný- sköpunarverkefni út um allt land. Ég ítreka aftur að hér er ekki tekið til í öðrum rekstri sveitarfélaganna – aðeins yfirbyggingunni. Hvers vegna að henda peningum í ónauð- synlega hluti,“ spyr hann. Tölurnar fyrir Vesturland Hér með fréttinni má sjá þær tölur sem Grímur birtir varðandi sveitar- félög á Vesturlandi. Þau eru flokk- uð í þrjá hópa; sveitarfélög sunn- an Skarðsheiðar, á Snæfellsnesi og á norðanverðu Vesturlandi. Fyrir hvern hóp eru svo sýndar heildar- tölur íbúa árið 2012 ásamt þeim töl- um sem kæmu fram varðandi kostn- að við rekstur sveitarstjórnarskrif- stofu, sveitarstjórnar og nefnda. Að lokum er svo reiknaður kostnaður á íbúa ef sveitarfélögin væru ein heild miðað við þær tölur sem lágu fyrir í ársreikningum 2012. Sunnan Skarðsheiðar: Akraneskaupstaður – 6.592 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 226,7 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 50 m.kr. Kostnaður á íbúa: 41.982 kr. Skorradalshreppur – 60 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 8,2 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 4,6 m.kr. Kostnaður á íbúa: 214.657 kr. Hvalfjarðarsveit – 627 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 98 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 14,9 m.kr. Kostnaður á íbúa: 180.004 kr. Borgarbyggð – 3.470 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 128 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 20,6 m.kr. Kostnaður á íbúa: 42.808 kr. Samtals – 10.749 íbúar Kostnaður við rekstur skrif­ stofu: 460,8 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar­ stjórnar og nefnda: 90,2 m.kr. Kostnaður á íbúa: 51.260 kr. Snæfellsnes: Grundarfjörður – 899 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 50,5 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 9,9 m.kr. Kostnaður á íbúa: 67.197 kr. Stykkishólmur – 1.108 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 34 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 11,6 m.kr. Kostnaður á íbúa: 41.035 kr. Eyja­ og Miklaholtshreppur – 132 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 6,9 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 921 þús.kr. Kostnaður á íbúa: 59.091 kr. Snæfellsbær – 1.737 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 55 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 16 m.kr. Kostnaður á íbúa: 40.831 kr. Helgafellssveit – 57 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 3,8 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 350 þús.kr. Kostnaður á íbúa: 72.211 kr. Samtals – 3.933 íbúar Kostnaður við rekstur skrif­ stofu: 150 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar­ stjórnar og nefnda: 38,9 m.kr. Kostnaður á íbúa: 47.983 kr. Norðanvert Vesturland: Dalabyggð – 698 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 44,5 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 13,3 m.kr. Kostnaður á íbúa: 84.271 kr. Reykhólahreppur – 271 íbúar Kostnaður við rekstur skrifstofu: 21 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar- stjórnar og nefnda: 9,2 m.kr. Kostnaður á íbúa: 111.103 kr. Samtals –969 íbúar Kostnaður við rekstur skrif­ stofu: 65,5 m.kr. Kostnaður við rekstur sveitar­ stjórnar og nefnda: 22,5 m.kr. Kostnaður á íbúa: 90.815 kr. mþh Grímur Atlason fyrrverandi sveitarstjóri í Dalabyggð rýnir nú í tölur um rekstrarkostnað sveitarfélaga á landinu. Hann hefur lagt mat á það hagræði sem hann telur að mætti ná fram með sameiningu sveitarfélaga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.