Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Margt var um manninn í Hjálm- akletti í Borgarnesi á laugardag- inn þegar atvinnusýning Rótarý- klúbbs Borgarness fór fram. Þetta var í annað skipti sem rótarýmenn í héraðinu efna til sýningar af þessu tagi en fyrri sýning þeirra fór ein- mitt fram á sama stað fyrir tveimur árum. Um 50 fyrirtæki og þjónustu- aðilar með starfsemi í Borgarbyggð og nágrenni kynntu starfsemi sína á sýningunni og voru sýningarbásar hver öðrum fjölbreyttari. Í tengslum við sýninguna stóðu rótarýmenn fyrir málstofu undir yfirskriftinni samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Málstofan fór fram í Hjálmakletti á laugardagsmorgn- inum og fluttu erindi þau Birna Bjarnadóttir formaður Rótarýsjóðs- ins á Íslandi, Ketill Berg Magnús- son framkvæmdastjóri Festu, mið- stöðvar um samfélagsábyrgð og Haraldur Örn Reynisson endur- skoðandi hjá KPMG í Borgarnesi sem kynnti starfsemi Hugheima, frumkvöðla- og nýsköpunarseturs Vesturlands. Eftir málstofuna not- uðu síðan aðstandendur Hugheima tækifærið og skrifuðu undir sam- starfssamning um formlega stofn- un setursins. Að sögn Kristjáns Rafns Sig- urðssonar formanns Rótarýklúbbs Borgarness var almenn ánægja hjá gestum og þátttakendum með dag- inn. Gestir voru yfir 650 manns og voru þátttakendur auk rótarýfélaga mjög sáttir í ljósi heilmargra við- burða sem fram fóru annars stað- ar sama dag. „Þátttakendum fannst reyndar fólk staldra lengur við á básum en síðast sem er vel. Hvað okkur rótarýmenn snertir þá erum við mjög sáttir við daginn og von- um að hann hafi skilað hvatn- ingu og jákvæðni í garð atvinnu- lífsins á svæðinu. Við vonumst síð- an til að þessi viðburður örvi frum- kvæði einstaklinga til aukinnar ný- sköpunar í atvinnulífi Vesturlands,“ sagði Kristján sem vildi þakka öll- um gestum fyrir komuna og þátt- takendum fyrir þátttökuna. hlh Hér eru þau Ása Harðardóttir sem kynnti starfsemi gistiheimilisins Borgarnes Bed and Breakfast, Helga Björk Bjarnadóttir og Inga Dóra Halldórsdóttir hjá Símennt- unarmiðstöð Vesturlands og Haraldur Örn Reynisson hjá KPMG í Borgarnesi. Öll stóðu þau vaktina á sínum kynningarbásum. Atvinnusýning Rótarýklúbbs Borgarness haldin í annað skipti Haraldur Örn Reynisson flytur erindi í málstofunni. Með honum á myndinni eru rótarýmennirnir Magnús Þorgrímsson, Kristján Rafn Sigurðsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness og Lárus Ársælsson forseti Rótarýklúbbs Akraness. Málstofugestir hlýða á erindi af athygli. Karl Ingi Torfason kynnti starfsemi Eðalfisks. Rótarýmennirnir Guðmundur Brynjúlfsson og Haukur Valsson buðu gesti velkomna og afhentu bæklinga. Hér eru þeir nýbúnir að afhenda Guðbjarti Hannessyni alþingismanni bækling. Bræðurnir Bjarni og Svanur Steinarssynir tóku þátt í sýningunni. Bjarni kynnti málningarþjónustu sína og skiltagerð og Svanur starfsemi Framköllunarþjónustunnar. Börn Bjarna voru föður sínum einnig innan handar, þau Logi, Ásrún og Eyrún. Elín Elísabet Einarsdóttir, klædd þjóð- búningi, sá um að kynna starfsemi ferðaþjónustunnar í Ensku húsunum við Langárósa á Mýrum. Þorsteinn Guðmundur Erlendsson hjá Geirabakarí býður Ullu Pedersen að smakka heilkorna rúgbrauð úr bakaríinu. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar lét sig ekki vanta. Hér er hann ásamt Kristjáni Guðmundssyni verkefnisstjóra hjá Markaðsstofu Vesturlands við kynningarbás stofunnar. Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri og Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku ræða málin við Hauk Júlíusson frá Jörva á Hvanneyri. Þær Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Guðdís Jónsdóttir sáu um að kynna Landbúnaðarháskóla Íslands. Pálmi Þór Sævarsson og Gísli Karel Halldórsson hjá Verkís verkfræðistofu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.