Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Þegar vika verður liðin af mars- mánuði, nánar til tekið dagana 6.- 8. mars, verður haldin stór fram- haldsskólakynning í Kórnum í Kópavogi. Þar munu tæplega 30 framhaldsskólar og menntastofn- anir kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt. Starfsfólk skól- anna og nemendur veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Grunnskólanem- endur, foreldrar, forráðamenn og allir sem eru að velta fyrir sér námi á þessu skólastigi eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð,” segir í tilkynningu. Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og er keppnin sú stærsta til þessa. Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngrein- um. Keppt verður í 23 greinum og því margt að skoða. Auk keppn- innar verða sýningar á margvísleg- um iðn- og verkgreinum og einn- ig atriði á sviði. Grunnskólanem- endur verða boðnir sérstaklega vel- komnir og þeim og öðrum gestum gefinn kostur á að prófa ýmislegt spennandi undir handleiðslu fag- fólks. Ratleikur verður um svæð- ið og verða verðlaun fyrir rétt svör dregin út í lok hvers dags. Félag náms- og starfsráðgjafa verður með kynningarbása á svæð- inu og munu svara fyrirspurnum um val á námsleiðum, veita upp- lýsingar um áhugasviðskannan- ir og fleira. Opið er fyrir almenn- ing alla daga og er aðgangur ókeyp- is. Sjá dagskrá á menntagatt.is og á Facebooksíðu Verkiðn. mm Á næstu dögum ættu nemendur af yngsta stigi Grundaskóla á Akranesi að sjást vel í umferðinni. „Okkur finnst nauðsynlegt að börn á skóla- aldri noti endurskinsvesti og ákváð- um því að gefa öllum á yngsta stigi slík vesti. Með því vildum við gera þau sýnilegri í umferðinni og auka öryggi þeirra til muna. Við viljum að nemendur noti vestin þegar þeir eru að koma og fara í skólann, fara á milli vina eða húsa eftir skóla eða við önnur tækifæri,“ segir í frétt á vef skólans. Foreldrar eru hvattir til að minna börnin á að nota vest- in. Þess má einnig geta að það hef- ur færst í vöxt að fullorðnir noti vesti af þessu tagi á ferð um bæinn í skammdeginu. mm Aðstandendur Hugheima, frum- kvöðla- og nýsköpunarseturs Vesturlands, nýttu tækifærið og undirrituðu samstarfssamning um stofnun setursins á atvinnusýn- ingu Rótarýklúbbs Borgarness í Hjálmakletti á laugardaginn. Að Hugheimum standa samtals ell- efu fyrirtæki eða stofnanir en setr- ið verður til húsa í stjórnsýsluhús- inu að Bjarnarbraut 8 í Borgar- nesi. Stefnt er að Hugheimar taki til starfa í næsta mánuði en mark- miðið með stofnun setursins er að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örvun nýsköpunar á Vesturlandi. Það voru þau Páll S. Brynjars- son sveitarstjóri Borgarbyggð- ar, Haraldur Örn Reynisson verk- efnastjóri hjá KPMG, Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV, Inga Dóra Halldórsdóttir fram- kvæmdastjóri Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands, Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri Kaup- félags Borgfirðinga, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bif- röst, Gísli Karel Halldórsson úti- bússtjóri Verkís á Vesturlandi og Bernhard Þór Bernhardsson úti- bússtjóri Arion banka í Borgarnesi sem undirrituðu samninginn. Auk þeirra standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Nepal hugbúnaður og samtökin Vitbrigði Vesturlands að Hugheimum. hlh/ Ljósm. Þórir Páll Guðjónsson. Á fundi menningar- og ferðamála- nefndar Dalabyggðar fyrir skömmu var ákveðið að bæjarhátíðin Heim í Búðardal yrði haldin helgina 11.- 13. júlí nk. Seinka þurfti hátíðinni eilítið til að kraftakeppnin Vest- fjarðavíkingurinn gæti orðið hluti af dagskránni. Í tilkynningu frá menningar- og ferðamálanefnd segir að dagskrá bæjarhátíðarinnar verði í samræmi við áhuga íbúa og þeirra þátttöku. Allar hugmyndir séu vel þegnar. Á síðustu bæjarhá- tíð var m.a. á dagskrá listasmiðja fyrir börn, blindrabolti, kjötsúpa, kvöldvökur, Vestfjarðavíkingur- inn, markaður, lambakjötskynning, fornbíla- og dráttarvélasýning, ljós- myndasýning, tónlistaratriði, nytja- markaður, kassabílarallý og dans- leikur. „Bæjarhátíð sem þessi bygg- ist á að félagasamtök, fyrirtæki eða einstaklingar taki einstök verkefni í fóstur og fylgi þeim eftir. Ekki eru aðrar greiðslur í boði fyrir þátttöku en bros frá gestum og eigin gleði,“ segir einnig í tilkynningunni. Jón Egill Jóhannsson formaður nefnd- arinnar hefur tekið að sér að halda utan um skipulag og undirbúning hátíðarinnar í samvinnu við aðra áhugasama. þá Hressir krakkar af yngsta stigi í nýju vestunum. Grundaskóli gefur nem­ endum endurskinsvesti Vestfjarðarvíkingurinn verður meðal dagskrárliða á Heim í Búðardal. Ljósm. bae. Sumarhátíðin Heim í Búðardal næsta sumar Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn­ og verkgreina Hér er keppt í hárgreiðslu. Keppt í smíðum. Skrifað undir samning um stofnun Hugheima Víkurhvarf 5 Verð kr. 9.900 stk. S K E S S U H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.