Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Víða á Vesturlandi hefur verið gerð gangskör að endurgerð og varð- veislu gamalla húsa sem byggð voru í árdaga þéttbýlismyndunar í land- inu. Nægir að nefna Stykkishólm sem dæmi um hvernig vel hefur til tekist í þeim efnum. Í gamla bæn- um í Borgarnesi hefur slík vakning einnig átt sér stað á liðnum árum. Skemmst er að minnast framtaks nokkurra athafnamanna þar á tí- unda áratugnum sem hófu að gera upp Búðarklett sem nú hýsir hluta af starfsemi Landnámssetursins. Sömuleiðis má nefna frumkvæði Hollvinasamtaka Englendingavíkur sem hófu að gera upp verslunarhús- in í Englendingavík þar sem Eddu- veröld er með starfsemi í dag. Við þetta er að bæta átak ýmissa húseig- enda í gamla bænum sem ráðist hafa í markverðar endurbætur á húsum sínum. Skessuhorn skoðaði dæmi af fjórum húsum í gamla bænum í Borgarnesi sem unnið hefur verið að endurbótum á síðustu misserin. Egilsgata 6 og 8 (Smiðj­ an og Stefánshús) Egils Guesthouse húsin við Egils- götu 6 og 8 hafa verið gerð upp á fallegan hátt á síðustu fjórum árum. Bræðurnir Gunnar og Finnbogi Jónssynir ásamt eiginkonum sín- um þeim Helgu Halldórsdóttur og Kristínu Ósk Halldórsdóttur hafa staðið fyrir endurgerð húsanna. Þau eignuðust annað húsið, Egilsgötu 8 eða Stefánshús eins og það var lengi kallað, árið 2010. Það er eitt af eldri húsum Borgarnesbæjar, byggt árið 1906 og er jafn gamalt húsinu Ar- abíu sem er næsta hús við hliðina. Egilsgötu 8 reisti Stefán Björnsson kaupmaður eftir að hafa átt í miklu karpi og deilum við sr. Einar Frið- geirsson prest á Borg um að fá lóð úthlutaða fyrir húsið. Fékk hann að endingu smá skika úthlutaðan með herkjum í hálfgerðri óþökk prests- ins og er lóðin fyrir vikið ein sú minnsta í Borgarnesi. Fjórmenn- ingarnir keyptu húsið með það að markmiði að gera það upp og leigja út til gesta í svokallaðri „self-cater- ing“ þjónustu undir heitinu Egils Guesthouse. Að sögn Helgu Hall- dórsdóttur var húsið gert sem næst í upprunalega mynd og hefur fram- takið gefið góða raun, bæði meðal gesta og Borgnesinga. „Við finn- um fyrir því að gestir okkar, t.d. út- lendingum, líkar afskaplega vel við að koma í venjulegan íslenskan bæ með bæjarbrag eins og hér er og fá að gista í gömlum húsum eins og hjá okkur. Í Borgarnesi leika gömlu húsin mikilvægt hlutverk hvað þetta snertir og því er mikilvægt að þau fái að njóta sín,“ segir Helga. Fyrir tveimur árum festi hóp- urinn síðan kaup á næsta húsi við hliðina, Egilsgötu 6 eða Smiðjunni eins og hún hefur verið kölluð. Það hafði þá verið nýlega sett á sölu. Smiðjan var byggð árið 1936. Þar var Ólafur Þórðarson með járn- smiðju lengi vel á neðri hæðinni en bjó í íbúð á efri hæð hússins. Eftir tíma Óla var ýmis starfsemi á neðri hæð hússins, t.d. verslunin Ísbjörn- inn. „Þegar við tökum við hús- inu einsettum við okkur að breyta neðra rýminu sem þá var hálfgert geymslurými í þrjár rúmgóðar stúdíóíbúðir. Efri hæðin fékk síð- an góða yfirhalningu og er þar nú tveggja svefnherbergja íbúð. Hús- ið tókum við síðan í notkun í júní í fyrra og rekum það einnig undir merkjum Egils Guesthouse,“ seg- ir Helga. Af þessu má ljóst vera að fjölmörg tækifæri felast í endur- gerð gamalla húsa. Egilsgata 10 (Arabía) Eins og vikið hefur verið að nefn- ist næsta hús við Stefánshús því óvenjulega nafni Arabía. Þetta er Egilsgata 10 á horni Egilsgötu og Bröttugötu. Húsið hefur ver- ið kallað Arabía af Borgnesingum í áratugi en það var byggt árið 1906 af Ara Þórðarsyni kaupmanni sem hugðist opna í því gistiheimili. Ari mun hafa hætt við gistihúsarekst- urinn fljótlega eftir að hafa tekið húsið í notkun og þess í stað far- ið út í verslunarstarfsemi með tak- mörkuðum árangri. Af þessum sökum byrjuðu gárungar í Borgar- nesi að kalla húsið Arabíu, sérstak- lega vegna þess að fjárreiður Ara þóttu ekki eins og best var á kosið. Rekstur Ara var ekki langlífur í Ar- abíu og seldi hann húsið árið 1907. Það er 214 fermetrar að flatarmáli og þótti stórhýsi á sínum tíma. Núverandi eigendur, þau Guð- mundur Smári Valsson og Hildur Áhugaverðar endurbætur á húsum í gamla bænum í Borgarnesi Séð niður Egilsgötu í Borgarnesi. Fremst er Egilsgata 10 (Arabía), síðan Egilsgata 8 (Egils Guesthouse/Stefánshús) og loks Egilsgata 6 (Egils Guesthouse/Smiðjan). Ljósm. hlh. Arabía einhvern tímann á síðari hluta 20. aldar. Ljósm. ókunnugur. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Borgarfjarðar. Egils Guesthouse húsin, Stefánshús og Smiðjan. Myndin er tekin í desember síðastliðnum. Ljósm. hlh. Smiðjan fyrir endurbætur árið 2012. Ljósm. Helga Halldórsdóttir. Smiðjan eftir endurbætur árið 2013. Ljósm. Helga Halldórsdóttir. Svarfhóll við Gunnlaugsgötu í dag. Vinnupallar eru enn utan á húsinu en til stendur að framkvæmdum á ytra byrði þess ljúki á árinu. Ljósm. hlh. Svarfhóll um miðbik tíunda áratugarins, stuttu eftir að Pétur Geirsson keypti húsið. Ljósm. Birna G. Konráðsdóttir. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.