Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Hallkelsdóttir, eignuðust stærst- an hluta hússins árið 1998. Hluta úr neðstu hæð á hins vegar Ingileif Gunnarsdóttir hárgreiðslukona þar sem hún rekur Hárgreiðslustofuna Heiðu. Smári segir húsið hafa ver- ið í hálfgerðu eyði þegar þau tóku við því og lá fyrir að þar þurfti að taka til hendinni. „Mér var sagt að það væri ónýtt þegar við vorum að spá í að kaupa það á sínum tíma og leyni ég því ekki að það var orðið nokkuð lélegt. Við létum hins veg- ar ekki segjast og eftir að hafa skoð- að húsið gaumgæfilega, sérstaklega ástand burðargrindar, ákváðum við að slá til. Síðan þá höfum við í hæg- um skrefum verið að gera það upp, mest eftir að það varð aldargam- alt fyrir átta árum. Við höfum m.a. skipt um klæðningu að utanverðu, málað það upp á nýtt og látið smíða nýja glugga sem taka mið af upp- runalegri hönnun þess. Við létum síðan byggja yfir tröppur hússins að austanverðu og höfum komið þar fyrir svölum. Upp á síðkastið höf- um við þó aðallega verið að vinna inni í húsinu, mest á efri hæðinni þar sem svefnherbergin eru,“ segir Smári sem stefnir á að vinna meira í svölunum nýju á árinu. Smári og Hildur hafa að mestu sjálf sinnt endurbótum í Arab- íu. Þau hafa þó notið góðrar að- stoðar greiðvikinna vina og vanda- manna í einstökum áföngum fram- kvæmdanna. „Grófleg verkaskipt- ing hefur verið þannig að ég hef smíðað og Hildur málað. Það hef- ur reynst vel. Síðan má geta þess að við fengum smá styrk úr menn- ingarsjóði Borgarbyggðar fyrir fá- einum árum vegna endurbótanna. Mér finnst mikilvægt að sveitar- félagið styðji að einhverju leyti við endurbætur á gömlum hús- um í bænum og hvetji þannig eig- endur til að huga að viðhaldi. Hér eru mjög mörg falleg hús sem væri hægt að gera upp og laga. Ég nefni sem dæmi húsið Dal við Borgar- braut sem skemmdist í eldsvoða fyrir tveimur árum. Hægt væri að nefna fleiri hús hér í gamla bæn- um. Miklu skiptir að hafa húsin í góðu ástandi því það fegrar bæinn og gerir hann skemmtilegri stað til að búa á og heimsækja.“ Gunnlaugsgata 9 (Svarfhóll) Sé haldið frá Arabíu upp Bröttu- götu blasir við eftir stutta stund stórt, rautt og reisulegt hús. Þetta er húsið Svarfhóll eða Gunn- laugsgata 9. Svarfhóll var reistur árið 1920 af kaupmanninum Jóni Björnssyni frá Svarfhóli í Stafholt- stungnum og konu hans Ragnhildi Jónasdóttur og var húsið nefnt eft- ir æskustöðvum húsbóndans. Jón var aðsópsmikill í verslunarmálum héraðsins á sinni tíð, rak verslun ásamt alnafna sínum frá Bæ í Búð- arkletti og var að auki kaupfélags- stjóri Kaupfélags Borgfirðinga í þrjú ár. Jón var það umsvifamik- ill að hann hafði látið reisa stórt íbúðarhús í Borgarnesi litlu áður en hann lét reisa Svarfhól. Það hús varð eldi að bráð í nóvember 1920. Svarfhóll er tvílyft hús með kjall- ara og risi og er samtals 410 fer- metrar að flatarmáli. Á tímabili var þar skrifstofa Borgarneshrepps. Núverandi eigandi Svarfhóls er Pétur Geirsson, eigandi Hótel Borgarness. Pétur eignaðist Svarf- hól árið 1991, keypti af Borgar- nesbæ. Að sögn Péturs hefur ver- ið unnið að endurbótum á húsinu hægt og bítandi síðan hann eign- aðist það og mun framkvæmd- um að líkindum ljúka á þessu ári. Við endurbætur hefur verið leit- ast við að koma húsinu í sem upp- runalegasta horf. Þó hafa fáein- ar undantekningar verið gerðar og er ein sú helsta að ekki hafa verið gerðir gluggar á vesturhluta húss- ins þar sem sólstofa Jóns og Ragn- hildar var, undir svölum á annarri hæð. Pétur segir að hreppsyfirvöld hafi lokað fyrir gluggana sökum þess að þar var skjala- og peninga- geymsla Borgarneshrepps á sín- um tíma. Pétur bætir við að í vetur hafi verið unnið í þaki hússins og einnig að steypuviðgerðum á jarð- hæð og tröppum við inngang að austan- og norðanverðu. Húsið er klætt vinnupöllum eins og stendur en með vorinu koma þeir til með að hverfa. Rétt er að geta þess að Pétur stendur fyrir endurbótum á öðru merku húsi í gamla bænum en það er gamla mjólkursamlag- ið við Skúlagötu. Þar tók hann við keflinu af fyrri eigendum sem hófu endurbætur á húsinu árið 2006. Skúlagata 9 (Gamla símstöðin/Miðnes) Við Skúlagötu er auk samlagsins fjöldi annarra áhugaverðra húsa. Eitt af þeim er húsið Miðnes eða gamla símstöðin eins og marg- ir kalla það. Miðnes er tvískipt og var byggt í áföngum. Elsti hluti þess var byggður úr timbri 1898 af hjónunum Oddnýju Jónsdóttur og Teiti Jónassyni sem stækkuðuð það árið 1913. Tæpum tuttugu árum síðar var byggt aftur við það, þá steypt viðbygging á tveimur hæð- um. Sá hluti er í dag Skúlagata 9, en sá eldri Skúlagata 11. Báðir hús- hlutar hafa verið gerðir upp á liðn- um árum af myndarbrag. Skúla- götu 9 á Einar Ingimarsson arki- tekt sem keypti húsið 2004. Einar tók við húsinu með það að mark- miði að taka það í gegn og endur- nýja. Það var þá orðið ansi illa á sig komið. Í upphafi hugðist hann gefa sér fimm ár í verkið en við nánari skoðun kom í ljós að það þurfti að gera miklu meira fyrir húsið en séð var í fyrstu. „Í ár eru tíu ár liðin frá kaupunum og er enn allmikið eft- ir til að ljúka endurgerðinni. Svona langur tími er að sumu leyti góð- ur, því þá hefur maður ráðrúm til að vega og meta lausnir fyrir við- fangsefnin sem blasa við,“ segir Einar. Hann segir Skúlagötu 9 um margt sérstakt hús. „Það var reist í tvennu lagi, neðri hæðirnar árið 1930 og þriðja hæðin árið 1947. Neðri hæðirnar eru ágæt heild – þó auðvitað sé furðulegt að þær skyldu byggðar í þessum stíl upp að fallegu timburhúsi. Þriðju hæðinni var síðan bætt ofan á húsið og síðar var byggð forstofa ofan á inngangspall. Hvernig skal gera upp hús sem byggt hefur ver- ið í svona áföngum og í mörgum stílbrigðum? Ég fór þá leið að ná samræmdu útliti og setti t.d. „aldamótaglugga“ í efstu hæðina eins og á miðhæðinni. Vonandi verða svo slíkir gluggar á neðstu hæðinni þegar þeir verða endur- nýjaðir.“ Einar hefur unnið um- talsverða vinnu við endurbætur hússins m.a. í múrviðgerðum á út- veggjum, grisjun á lóð, styrkingu á gólfi efri hæðar og endurbætur á þakfestingum. „Eitt leiddi af öðru í þessu. Það kom til dæmis í ljós þegar ég fjarlægði málmklæðn- ingu af tveimur útveggjum húss- ins að veggirnir voru illa farnir. Klæðningin var fest á grind með skotnöglum sem allir voru í sund- ur og „hékk“ hún því öll á málm- áfellunum í kringum gluggana sem voru þéttnegldar við glugga- rammana. Hún hefur sennilega geta fokið í einhverjum „góðum“ stormi. Ég hef grun um svona eigi við í fleiri húsum í Borgarnesi og víðar,“ segir hann. Að mati Einars skiptir máli að hlúð sé að gömlum húsum eins og símstöðinni. Slíkt skipti máli fyrir framtíðina. „Það er mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að hús eru menningararfur og sam- an skapa þau umhverfi okkar. Það má því ekki vera undir tilviljun- um komið, hvernig farið er með þau við „viðhald“ og breytingar. Sem betur fer er vaxandi skiln- ingur á þessu. Í Borgarnesi hef- ur þetta líka verið gert – en þar er stórt verk að vinna og tækifæri til, nánast í hverju horni í gamla bæn- um,“ segir Einar að lokum. Safnahúsi Borgarfjarðar eru færðar þakkir fyrir að veita að- gang að heimildum og ljósmynd- um vegna þessarar umfjöllunar. hlh Skúlagata 9 (Símstöðin) fyrir og eftir breytingar. Einar Ingimarsson ákvað að mála það „pósthúsrautt“ eins og hann orðaði það, enda var póstafgreiðsla í húsinu meðan þar var starfrækt símstöð. Hann hyggst með tíð og tíma koma fyrir bláum skildi af fálka með áletruninni „Landssímastöð“ framan á húsinu til að halda sögu þess á lofti. Ljósm. hlh. og Einar Ingimarsson. Svona leit Skúlagata 9 út sennilega um miðja síðustu öld. Ljósmynd úr fórum Einars Ingimarssonar. Bæjarmyndir breytast ótt og títt. Þessi mynd er frá Borgarnesi árið 1912 og tekin í Brákarey. Á myndinni má m.a. sjá Arabíu og Stefánshús. Ljósm. ókunnugur. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.