Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Grundarfjörður – miðvikudagur 26. febrúar Vinahúsið er nú staðsett í Sögumiðstöðinni mánudaga og miðvikudaga frá kl. 13 -16. Á miðvikudögum er líka unnið að verkefni Rauða krossins „ungbarnafatnaður til Hvíta Rússlands“. Þá er sniðið, saumað, prjónað og haft gaman saman. Saumum gjarnan úr notuðum fötum, t.d. peysum, sængurfatnaði, flísefnum o.fl. sem má gjarnan færa okkur í Sögumiðstöðina á miðvikudögum. Grundarfjörður – fimmtudagur 27. febrúar Spiladagar eldri borgara í Sögumiðstöð. Þriggja daga spiladagakeppni verður kl. 15 dagana 27. febrúar, 13. mars og 17. mars 2014. Eldri borgarar Grundarfirði. Akranes – fimmtudagur 27. febrúar Nemendatónleikar í Tónbergi kl. 18. Valtónleikar þar sem nemendur keppast um að taka þátt í Nótunni. Borgarbyggð – fimmtudagur 27. febrúar Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar – Varmalandi í Þinghamri kl. 20. Frumsamin leikverk undir stjórn Bjarna Snæbjörnssonar. Kaffihlaðborð á eftir. Miðaverð: 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir grunnskólabörn, frítt fyrir yngri. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 9. bekkjar. Grundarfjörður – föstudagur 28. febrúar Söngur eldri borgara í Grundarfjarðarkirkju kl. 14. Borgarbyggð – laugardagur 1. mars Aðalfundur Borgarnesdeildar Kaupfélags Borgfirðinga verður í Alþýðuhúsinu v/ Sæunnargötu, Borgarnesi kl. 10. Fundurinn hefst á kosningu fulltrúa á aðalfund KB. Veitingar. Félagsmenn hvattir til að mæta. Dalabyggð – laugardagur 1. mars Tölt í Nesoddahöllinni kl. 13. Hestamannafélagið Glaður heldur töltkeppni í Nesoddahöllinni. Næstu mót eru fjórgangur 22. mars, Vetrarleikar 12. apríl og opið íþróttamót 1. maí. Borgarbyggð – sunnudagur 2. mars Opið hús verður í Félagsbæ kl. 15. Allir 60 ára (á árinu) og eldri velkomnir. Skemmtun og kaffi. Aðgangseyrir kr.500. Borgarbyggð – sunnudagur 2. mars Söguloft Landnámsseturs í Landnámssetri. Baróninn á Hvítárvöllum, Þórarinn Eldjárn flytur hina mögnuðu sögu Barónsins kl. 16. Grundarfjörður – mánudagur 3. mars Opið hús verður í Sögumiðstöðinni á bolludaginn kl:15. Kaffi og heimagerðar bollur til sölu. Allir velkomnir. Hægt er að panta bollur hjá Elsu Árnadóttur í síma 438-6644 og 897-7047. Allur ágóði rennur í sjóð eldri borgara í Grundarfirði. Akranes – þriðjudagur 4. mars Klifurnámskeið fyrir 8-12 ára í Íþróttahúsi Vesturgötu. Nýtt sex vikna námskeið fyrir alla 8-12 ára krakka sem finnst gaman að hanga, príla og klifra upp um allt, hefst í dag. Kennari: Þórður Sævarsson, íþróttakennari. Nánari upplýsingar og skráning hjá Klifurfélagi Akraness á Facebook eða s: 898-7619. Markaðstorg Vesturlands Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is ÓE sumarvinnu Þroskaþjálfanemi á öðru ári er að leita vinnu frá 1.júní til 20.ágúst. Allt kemur til greina, verður ekki endilega að vera tengt þroskaþjálfafræðum. Vinnustaðurinn verður að vera á Akra nesi, Borgarnesi eða í Hval- fjarðarsveit. Vinnutíminn getur verið sveigjanlegur; dagvinna, kvöld- eða næturvinna. Nánari upplýsingar fást á netfang: 67dagny@gmail.com Mikið efni Til sölu Brúnskjótt hryssu á 5. vetri. Falleg hryssa, þæg í umgegni. Hag- stætt verð. Upplýsingar í síma 770- 6644. Lok á heita potta Framleiðum lok á heita potta eftir máli, lokin eru gerð úr bestu fáan- legum efnum og hafa langa lífslengd miðað við mörg önnur á markaði. Full ábyrgð á framleiðslugöllum. Lokin eru afgreidd í Reykjavík eða á næstu flutningastöð án aukakostnaðar. Upplýsingar: kiano@kiano.is Húsnæði á Akranesi óskast Reyklaus, reglusöm fjölskylda óskar eftir 4-5 herbergja húsnæði til leigu á Akranesi helst nálægt Grundaskóla, frá og með 1.maí næstkomandi eða fyrr. Aðeins langtímaleiga kemur til greina og mjög gott væri ef gælu- dýrahald væri leyfilegt þar sem tveir litlir kettlingar eru með í för. Skilvísum greiðslum heitið. Nánar í síma 846-3083 (Lilja) eða 8613-982 (Sævar). Óska eftir jörð Óska eftir jörð til leigu margt kemur til greina. Hús mega þarfnast við- halds. holabr@simnet.is og 898-2221. Langtímaleiga 3. herbergja, 92 fm. íbúð, með 20 fm. geymslu í kjallara. Verð: 110 þús. á mánuði fyrir utan hita og rafmagn. Leigist reyklausum og reglusömum. Dýrahald ekki leyft. Frekari uppl. hjá Gunnari í síma 893-4949. Einstæð móðir með 3 ára stelpu Óska eftir 3. herbergja íbúð til leigu. Á litla þriggja ára skottu og svo hundtík sem væri voða glöð að koma með. Við erum húsnæðislausar núna og erum með tryggingu í formi víxils. Uppl.s. 779-6090. Jörð óskast til leigu Óskum eftir að taka á leigu litla jörð í Borgarfirði með hobbýbúskap í huga frá 1. júní n.k. Vinsamlegast hafið samband á hannvar@gmail.com eða í síma 842-6474. Íbúð til leigu í Borgarnesi Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í húsi við Gunnlaugsgötu í gamla bænum í Borgarnesi er laus til leigu. Íbúðin er um 60 fm. og er laus strax. Uppl. í síma 864-3816. Óska eftir 4 herbergja íbúð á Akranesi Par með 2 börn óskar eftir 4-5 her- bergja íbúð sem fyrst. Verður helst að vera nálægt Grundaskóla eða leikskólanum Akraseli. Upplýsingar í síma 774-7123. Herbergi Akranesi Til leigu bjart og gott herbergi með ljósleiðaratengingu á Akranesi. Sam- eiginlegt eldhús, baðherbergi með sturtu, þottavél. Room for rent, in Akranes, with internet connection. Kitchen, bathroom and washing machine in common. Pokój do wynajeca ulica Bárugata, wspulna tazienka I kuchna oraz pralnia, kabel swiatlowodowy. Upplýsingar / Info. tel. 864-0011 eða 898-0066. Trébílar Trébílar tvær stærðir. Upplýsingar á sel@simnet.is eða í síma 899-1547. Viltu losna við bjúginn og sykur- þörfina fljótt ? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Þú getur fengið grænt lífrænt te með á 1500. 100 pokar, kynningarverð. S: 845-5715 Nína. Skartsmidjan.is Skartsmiðjan er komin með vefverslun. Verslaðu heima hjá þér, einfalt og öruggt. Skartsmidjan.is, sími 421-5121. Bílaþvottur Sylvíu Tek að mér að þrífa og bóna bíla á sanngjörnu verði. Get sótt og skilað ef þess þarf ef þú ert á Akranesi. Er vandvirk og hef ágætis reynslu ásamt því að ég nota aðeins hágæða efni! Sími 862-1859 eða https://www. facebook.com/bilathvottursylviu Ráðgjöf – sjálfsrækt Hef opnað stofu á Brákarbraut 25 (sama húsi og Nytjamarkaðurinn). Býð upp á viðtöl, fyrirlestra og nám- skeið fyrir einstaklinga, pör og fjöl- skyldur. Einnig starfsfólk vinnustaða. Stuðningur hvað varðar meðvirkni, samskipti - breytt hugarfar - sálgæsla vegna missis o.fl. Jóhanna Magn- úsdóttir, guðfræðingur - ráðgjafi Lausnin Vesturland. sjá www.lausnin. is og johannamagnusdottir.com Tímapantanir johanna@lausnin.is eða 8956119. - Hjartanlega velkomin. Á döfinni ÝMISLEGT Nýfæddir Vestlendingar www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 ATVINNA ÓSKAST DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU 19. febrúar. Drengur. Þyngd 3.235 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Guðrún Lilja Þorsteinsdóttir og Valdimar Kristmunds Sigurðsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Með á myndinni er Vigný Lea stóra systir. 20. febrúar. Stúlka. Þyngd 3.410 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Monika Joanna Górska og Tomasz Górski, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Stúlkan heitir Zofia. 20. febrúar. Tvíburadrengir. Drengur A: Þyngd 2.800 gr. Lengd 49 sm. Drengur B: Þyngd 2.680 gr. Lengd 48 sm. Foreldrar: Aníta Dögg Stefánsdóttir og Benedikt Ölver Eymarsson, Akranesi. Ljósmæður: Fanny Berit Sveinbjörnsdóttir Landspítala og Áslaug Birna Jónsdóttir. 23. febrúar. Drengur. Þyngd 3.830 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Daníela Hadda Hafsteinsdóttir og Magnús Magnússon, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.