Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Í kvöld, miðvikudaginn 26. febrú- ar, verður kvennaliði Snæ- fells afhentur deildarmeist- arabikarinn í Stykkishólmi. Verður bikarinn afhentur að leik Snæfells og Njarð- víkur loknum í Domino´s deildinni. Snæfell varð deildarmeistari 16. febrúar sl. að loknum leik Snæfells og Hamars það kvöld. Sama kvöld lagði Valur Keflavík og því var ljóst að ekkert lið gat náð Snæ- felli. Snæfellskonur hafa átt góðu gengi að fagna í vet- ur. Léku meðal annars til úrslita í bikarkeppninni sl. laugardag, en urðu að lúta í gras fyrir Haukum í æsi- spennandi leik. Fyrir bikar- leikinn höfðu Snæfellskon- ur ekki tapað fimmtán leikj- um, þar af 13 í deildinni og tveimur bikarleikjum. mm Kvennalið Hauka varð Powerade- bikarmeistari kvenna 2014 eftir 70- 78 sigur á Snæfelli í úrslitaviður- eign liðanna sem fram fór í Laugar- dalshöllinni á laugardaginn. Í við- ureign karlanna voru það Grind- víkingar sem höfðu betur gegn ÍR. Kvennaleikurinn var af bestu sort, hnífjafn og spennandi allan tímann. Í upphafi leiks sleit Snæfell sig frá Haukastúlkum með sterkum varnarleik og komust í 10-4. Teig- skot Haukakvenna vildu ekki nið- ur og nýtingin var afleit og að sama skapi var Chynna Brown að hitta úr öllu sínu fyrir Snæfell. Staðan var 21-11 eftir fyrsta hluta. Annar leik- hluti var magnaður hjá Haukum og unnu þær hann 14-30 og Hólm- arar, sem virtust hafa öll spilin á hendi sér eftir fyrsta leikhluta, voru komnar á hælana. Staðan í hálfleik því 41:35 fyrir Hauka. Stuðið úr öðrum leikhluta var enn kraumandi í æðum Hauka í upphafi þriðja leikhluta því Hafn- firðingar komust í 39-47 eftir tvo þrista í byrjun. Hólmarar náðu þó að rétta stöðuna aðeins af fyrir lok þriðja hluta og staðan þá 54-59 fyrir Hauka. Síðasti leikhluti einkennd- ist af góðum varnarleik beggja liða. Skotnýting varð léleg og var hver karfa nánast lúxusvara. Eftir hreint út sagt ótrúlega spennandi loka leikhluta var sigurinn Hauka og staðan 70-78. Engu að síður hreint út sagt frábær leikur. Ástæða er til að óska Snæfellsstúlkum til ham- ingju með góðan árangur í vetur og Haukum með bikarinn. Sá kemur síðar í Hólminn. Loks er bæði rétt og skylt að geta þess að Haukaliðið skartaði tveim- ur stórgóðum kanónum af Vestur- landi; þeim Gunnhildi Gunnars- dóttur úr Stykkishólmi og Guð- rúnu Ósk Ámundadóttur úr Borg- arnesi. mm/karfan.is Skagamenn töpuðu með 29 stiga mun fyrir Tinda- stóli í 1. deildinni í körf- unni þegar Sauðkrækingar kom í heimsókn á Jaðarsbakka sl. föstudagskvöld. ÍA byrjaði leikinn ágætlega og var ein- ungis einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta. Tindastóll var síð- an mun betri í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 63:48 fyr- ir gestina. Tindastóll jók síðan muninn um fimm stig í þriðja leik- hluta og sýndi síðan styrk sinn í lokafjórð- ungnum sem þeir unnu með 11 stiga mun og þar með leikinn 122:93. Hjá ÍA var Jamarco Warren at- kvæðamestur með 38 stig. Birkir Guðlaugsson kom næstur með 18 stig, þá Sigurður Rúnar Sigurðsson 15, Birkir Guðlaugsson 10, Ómar Örn Helgason 8 og Áskell Jónsson og Jón Rúnar Baldvinsson skoruðu 2 stig hvor. Í kvöld, mánudag, fara Skagamenn í Kópavoginn og mæta þar Breiðabliki í þriðju síðustu um- ferðinni í 1. deildinni. þá/ Ljósm. Jónas Ottósson. Keppni í A-riðli Faxa- flóamótsins í knatt- spyrnu lauk sl. fimmtu- dagskvöld þegar Skaga- konur tóku á móti Haukum í Akraneshöllinni. ÍA vann 5:3 og náði með sigrinum 3. sætinu í riðl- inum. FH vann riðilinn með tals- verðum yfirburðum, hlaut 12 stig, en Breiðablik, ÍA og Selfoss fengu hvert um sig sex stig. Haukar urðu neðstir án stiga. Skagakonur höfðu nokkra yfir- burði í fyrri hálfleik á móti Hauk- unum, skoruðu þá þrjú mörk og bætti við því fjórða í byrjun seinni hálfleiks. Haukar gáfust ekki upp, náðu að skora þrívegis og laga stöðuna í 3:4 áður en Skagastúlk- ur bættu við fimmta markinu undir lok leiks. Eyrún Eiðsdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir tvö mörk. þá Snæfellingar náðu aðeins að færa sig upp töfluna með sigri á Vals- mönnum á Hlíðarenda sl. fimmtu- dagskvöld. Framan af leik leit út fyrir að Hólmarar myndu fara fremur létt með Valsmenn en sú varð ekki raunin. Aðeins þrjú stig skildu liðin að í lokin í 89:86 sigri Snæfells, sem nú er komið í 7. sæti deildarinnar með 16 stig. Í fyrstu virtist sem Snæfell myndi rúlla yfir heimamenn sem fundu enga leið í gegnum vörn gestanna. Staðan eft- ir fyrsta leikhluta var 9:24. Leik- urinn jafnaðist í öðrum leikhluta sem Valsmenn unnu 24:21. Staðan í hálfleik var því 45:33 fyrir Snæ- fell. Jafnvægi var í leiknum í þriðja leikhluta og munur Snæfells hélst. Lokaleikhlutinn byrjaði á sérkenni- legan máta. Valsmenn voru nán- ast í sókn fyrstu mínútuna en tvær tæknivillur voru dæmdar á Snæ- fellsliðið. Valsmenn voru á vítalín- unni og skoruðu 8 stig á 35 sek- úndna kafla og byrjuðu leikhlutann 10:1. Staðan var orðin 67:70 eftir hálfa aðra mínútu í lokafjórðungn- um. Leikurinn var síðan í járnum allan fjórða leikhluta. Valsmenn minnkuðu muninn í 2 stig 83:85 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og síðan var staðan 85:87 þeg- ar tvær mínútur voru eftir. Snæfell- ingum tókst alltaf að skora á krít- ískum augnablikum og þeir reynd- ust sterkari á lokasprettinum. Vals- menn klúðruðu síðustu tækifærun- um í leiknum til að ná sigri og Snæ- fell bar sigur úr býtum 86:89. Hjá Snæfelli var Travis Cohn III atkvæðamestur með 31 stig, 7 frá- köst og 8 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17 stig og 10 fráköst, Sig- urður Á Þorvaldsson 13 stig, Stefán Karel Torfason 8 stig og 8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6 stig, Sveinn Arnar Davíðsson og Krist- ján Pétur Andrésson 5 stig hvor og Finnur Atli Magnússon 4. Í næstu umferð, þeirri nítjándu, sækja Snæfellingar Stjörnuna heim í Garðabæ á fimmtudagskvöld. þá Þór frá Þorlákshöfn reyndist Skallagrímsmönnum erfiður ljár í þúfu þegar liðin áttust við í Borgar- nesi á fimmtudagsinn í Dom- inos deild karla í körfubolta. Skallagrímsmenn byrjuðu þó betur og voru yfir fram- an af í fyrsta leikhluta. Þórs- arar komust hins vegar fram úr heimamönnum í síðustu sóknum leikhlutans og voru tveimur stigum yfir að hon- um loknum, 24:26. Í öðr- um leikhluta skiptust liðin á um að hafa forystu. Gestirn- ir voru ívið betri og komust mest fimm stigum yfir. Góð flautukarfa hjá Páli Axel Vil- bergssyni fyrir Skallagrímsmenn undir lok leikhlutans minnkaði muninn aftur í tvö stig og var stað- an því í hálfleik 41:43 fyrir Þórsara. Heimamenn mættu illa stemmd- ir til leiks í seinni hálfleik og léku afleitlega í þriðja leikhluta. Gest- irnir gengu á lagið og skoruðu fyr- ir vikið körfur í öllum regnbogans litum undir forystu hins stóra og stæðilega Ragnars Nathanaelsson- ar. Þegar yfir lauk voru Sunnlend- ingar komnir með tuttugu og eins stigs forskot. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 56:77. Þórsar- ar slökuðu eilítið á í lokaleikhlutan- um og náðu heimamenn að minnka muninn í tíu stig 76:86 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir hertu þá tökin að nýju og lönduðu átján stiga sigri, 83:101. Sem fyrr dró Páll Axel Vilbergs- son vagninn í liði Skallagríms í leiknum og skoraði hann 30 stig og tók 8 fráköst. Benjamin Curtis Smith kom næstur með 23 stig og þá skoruðu Grétar Ingi Erlends- son 11, Ármann Örn Vilbergs- son og Orri Jónsson 8 hvor og Eg- ill Egilsson 3.Þrátt fyrir tapið sitja Borgnesingar sem fastast í 10. sæti Dominos deildarinnar með átta stig, jafn mörg stig og KFÍ sem er í 11. sæti. Borgnesingar standa hins vegar betur að vígi gagnvart KFÍ vegna innbyrðis leikja. Liðið á nú einungis fjóra leiki eftir í deildinni og er næsti leikur þess á heimavelli í Borgarnesi næsta fimmtudag gegn botnliði Valsmanna. hlh Orri Jónsson geysist upp að körfunni í leiknum í gær. Egill Egilsson og Þórsarinn Ragnar Nathanaelsson fylgjast með. Þriðji leikhluti varð Borgnesingum að falli Fá deildarmeistarabikarinn í kvöld ÍA tapaði stórt fyrir Tindastóli Einbeitingin var mikil. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Haukar höfðu betur í bikarúrslita­ leiknum gegn Snæfellskonum Hart barist undir hringnum. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Snæfellssigur á Hlíðarenda Nonni Mæju við það að setja knöttinn í hringinn. Ljósm. sá. Skagakonur unnu Hauka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.