Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 32
www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Kæru samferðamenn Í tilefni þess að ég fagna 80 árum um þessar mundir býð ég til mannfagnaðar á Hótel Borgarnesi þann 1. mars 2014 á milli 18:00 og 22:00. Gjafir eru eindregið afþakkaðar en þeir sem vilja láta gott málefni njóta gera svo að vild. Pétur Geirsson Menningarlegt yfirbragð verður í Stykkishólmi næstu daga þegar sögu- og bókahátíðin Júlíana fer þar fram í annað skipti. Eins og Skessu- horn greindi frá í síðasta mánuði er þema hátíðarinnar í ár glæpir og misgjörðir og vilja skipuleggjendur hennar, þær Þórunn Sigþórsdótt- ir, Dagbjört Höskuldsdóttir, Gréta Sigurðardóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir, þannig vekja at- hygli á þessum þætti í samskiptum fólks. Hátíðin verður sett í Vatna- safninu annað kvöld kl. 20 þar sem lífsstarf Guðmundar Páls Ólafsson- ar náttúrufræðings verður heiðrað auk þess sem úrslit verða tilkynnt í smásagnasamkeppni hátíðarinn- ar sem staðið hefur yfir undanfarn- ar vikur. Dagskráin mun síðan standa yfir fram á sunnudag. Efnt verður til fjölbreyttra viðburða um allan bæ á borð við upplestra, sögustunda í heimahúsum, leiklesturs og sagna- gerðar. Þá munu rithöfundarnir Ármann Jakobsson, Guðmundur Andri Thorsson og Árni Þórarins- son flytja erindi tengt verkum sín- um. hlh Á fundi hreppsnefndar Skorradals- hrepps síðastliðið mánudagskvöld voru talin atkvæði í skoð- anakönnun um vilja íbúa til sameiningar við ann- að hvort Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit, eða áframhaldandi sjálfstæði hreppsins. Niðurstaðan var afgerandi. Meirihluti íbúa, eða 59% þeirra, vilja að Skorradalshreppur verði áfram sjálfstætt sveitarfélag. 38,5% valdi þann kost að taka upp sam- einingarviðræður við Borgarbyggð en 2,6% að rætt yrði við Hvalfjarð- arsveit um sameiningu. Á kjörskrá voru 47 íbúar og kusu 39 þeirra eða 83%. Um póstkosningu var að ræða. Í tilkynn- ingu frá hreppsnefnd Skorradalshrepps kemur fram að Hrefna B Jóns- dóttir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hafi opnað umslögin með atkvæðaseðl- unum og talið atkvæðin. Jafn- framt segir að hreppsnefnd muni taka ákvörðun varðandi niðurstöð- ur könnunarinnar á fundi í næstu viku. þá Í Bátahöllinni á Hellissandi vinna þrír ættliðir saman. Eigandinn Viðar Páll Hafsteinsson ásamt föð- ur sínum Hafsteini Björnssyni. Sonur Viðars, Hafsteinn Ingi vinn- ur svo hjá föður sínum með skól- anum. Bátahöllin ehf var stofnuð árið 1998 til að sinna breytingum og viðgerðum á plastbátum. Einn- ig framleiðir fyrirtækið plasttoppa á húsbíla. Árið 2002 var svo hafin smíði á fyrstu nýsmíði Bátahallar- innar sem fékk nafnið Björn. Verk- efni fyrirtækisins koma allsstaðar að og eru fjölbreytt. Ekki er annað að sjá en ættliðirnir þrír vinni vel saman, þarna gengur þekking og reynsla frá einni kynslóð til ann- arar. Verkefni af ýmsum toga Verkefnin hjá Viðari í Bátahöllinni koma víða að. Til dæmis kemur eitt af þeim, sem unnið er að núna, alla leið frá Frakklandi. Forsagan er sú að árið 2012 lagði Frakkinn Di- dier Bovard upp í leiðangur. Var ætlunin að sigla frá Grænlandi til Frakklands. Báturinn var ekki vél- knúinn heldur fótstiginn og var tilgangur ferðarinnar að vekja at- hygli á bráðnun jökla og áhrifa þess á ísbirni og í leiðinni tilraun til að bjarga þeim. Þaðan er nafn- ið á leiðangrinum komið; Icebear 2012.net og fékk báturinn nafnið My Way. Þegar Didier var nýlagð- ur af stað frá Grænlandi lenti hann í óveðri og þurfti að yfirgefa bát- inn. Það var svo grænlenskur tog- ari sem fékk bátinn í trollið og í framhaldinu kom honum til Hafn- arfjarðarhafnar. Þá hafði bátur- inn verið týndur í 11 mánuði. Þar hefst svo aðkoma Bátahallarinnar en sölumaður frá Trefjum í Frakk- landi hafði upp á Viðari sem tók að sér að gera við bátinn. Stefnir Di- dier að því að gera aðra tilraun við leiðangurinn síðar, en viðgerð á bátnum er nýhafin. Hafði Viðar á orði við fréttaritara að skemmtilegt væri hversu mikið birnir tengd- ust þessum báti og leiðangrinum Icebear. Togarinn sem fékk bátinn í trollið heitir Polarbear og Báta- höllin framleiðir báta sem bera nafnið Björn. þá Skorrdælingar vilja áfram vera sjálfstæðir Upplestur í Bókaverzlun Breiðafjarðar á hátíðinni í fyrra. Anna Margrét og Sara Hlín Sigurðardóttir lesa upp. Upp- lestur fer einnig fram í ár í versluninni. Júlíana ­ hátíð sögu og bóka Þrír ættliðir í Bátahöllinni á Hellissandi Þrír ættliðir í Bátahöllinni. Hinn fótstigni franski bátur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.