Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Síða 1

Skessuhorn - 05.03.2014, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 10. tbl. 17. árg. 5. mars 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Fermingarboðskort www.framkollunarthjonustan.is Jón Jónsson Bíleigendur í Borgarnesi og ná- grenni og ferðamenn um héraðið geta nú tekið gleði sína á ný því Olís hefur ákveðið að byggja nýtt þvottaplan í Borgarnesi. Verður nýja planið norðaustan við þjón- ustustöð Olís við Brúartorg. Þar með má segja að þvottakústarnir hafi snúið aftur í Borgarnes eft- ir tveggja og hálfs árs fjarveru. Kústaleysið í bænum hefur vak- ið nokkra athygli á landsvísu, ekki síst fyrir þær sakir að á engum stað á Íslandi standa bensínstöðv- ar eins þétt og við Brúartorg, norðan við Borgarfjarðarbrúna. Hins vegar hefur síðan 2011 ver- ið ómögulegt að þvo bíla á þess- um fjölfarna ferðamannastað við þjóðveg eitt. Að sögn Þórðar Jónssonar stöðvarstjóra Olís í Borgarnesi verður nýja þvottaplanið í norð- austurhorninu á lóð stöðvarinnar og verður um að ræða hefðbund- ið þvottaplan með vatnstengd- um kústum. Þar munu viðskipta- vinir Olís getað þrifið bílana sína. Þegar þeir síðan líta upp frá því verki geta þeir notið útsýnisins yfir Borgarfjörðinn, en það er einkar fallegt frá þessum stað. Nú um stundir er verið að ljúka við teikningar og undirbúningsvinnu vegna þvottaplansins, en Þórður segir að stefnt sé að því að fram- kvæmdir hefjist þegar frost fer úr jörðu. Þvottaplanið verði síð- an tekið í notkun í vor eða byrjun sumars. hlh Á aðalfundi FEBAN, Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni, sem fram fór síðastliðinn laugar- dag tilkynnti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri félagsmönnum stór tíð- indi í húsnæðismálum. Sagði hún að bæjarráð Akraneskaupstaðar hefði samþykkt að fela sér að ganga til samninga við forsvarsmenn Bif- reiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarson- ar um kaup bæjarins á húsinu Dal- braut 6, þar sem starfsemi ÞÞÞ er nú til húsa. Áformað væri að setja á laggirnar þjónustumiðstöð í húsinu með félagsaðstöðu fyrir FEBAN og það félagsstarf sem bærinn hefur rekið fyrir aldraða. Í febrúar á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur með fulltrú- um FEBAN, þeim Jóhannesi Ingi- bjartssyni og Ólafi Guðmunds- syni, og bæjarfulltrúunum Þresti Þór Ólafssyni, Sveini Kristinssyni og Gunnari Sigurðssyni. Hópur- inn hefur skoðað fjölmarga kosti og leist best á húsnæðið að Dal- braut 6. Húsið er tæplega 900 fer- metrar að stærð með möguleika á stækkun. Tilkynningu bæjarstjóra var vel fagnað á aðalfundinum, en mörg síðustu ár hefur verið unn- ið að lausn til framtíðar á húsnæð- ismálum FEBAN. Félagið fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. FEBAN hefur frá árinu 2002 verið með aðstöðu fyrir meginstarfsemi sína á þriðju hæð verkalýðshússins á Kirkjubraut 40, en sá samningur rennur út í árslok 2015. Húsið er of lítið fyrir starfsemina enda eru félagsmenn í FEBAN um 650. þá Þessi mynd er tekin af þeim fasta punkti hér á jörð þar sem ekki er hægt að komast hærra. Hér er á ferðinni Ingólfur Geir Gissurarson íþrótta- og fjallgöngukappi. Hann kleif á síðasta vori hæsta fjall heims; Mount Everest. Ingólfur er fimmti Ís- lendingurinn til að leggja þessa svaðilför að baki en sá fyrsti til að gera það eftir að vera orðinn afi. Sjá ítarlega ferðalýsingu á bls. 28-29 í Skessuhorni í dag. Þvottakústar með rennandi vatni munu vafalaust laða til sín fjölmarga viðskiptavini á Olísstöðina í Borgar- nesi. Þvotta­ kústar aftur í Borgarnes Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpar hér aðalfund FEBAN á laugardaginn. ÞÞÞ húsið við Dalbraut verður þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara Fluconazol ratiopharm - fæst án lyfs eðils RÚMTEPPI SÆNGUR KODDAR RÚMFATNAÐUR FERMINGARRÚM

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.