Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Þessa dagana er hópur á vegum Sameinuðu þjóðanna á námskeiði í Borgarnesi. Er hann staddur hér á vegum utanríkisráðuneytis- ins en tilheyrir OCHA, samræm- ingaraðila Sameinuðu þjóðanna. „OCHA er hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem þjálfaðir er til að fara á hamfara- svæði. Hópurinn samræmir að- gerðir allra viðbragsaðila og passar að allir vinni saman að sömu mark- miðum og að enginn falli á milli fjala, eins og sagt er. Þetta er æðsta samræmingaraflið þegar hamfarir eiga sér stað,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnastjóri að- gerðamála hjá Landsbjörgu í sam- tali við Skessuhorn. Um er að ræða undirbúningsnámskeið þar sem fé- lagar í hópnum eru búnir undir að starfa sem stjórnendur á hamfara- svæðum. „Ísland er einn af fjórtán aðilum sem eru hluti af OCHA. Námskeiðin eru haldin til skiptis á milli landa og nú er þessi tæp- lega þrjátíu manna hópur á vegum Sameinuðu þjóðanna staddur hér. Sex einstaklingar eru frá Íslandi; tveir frá Landsbjörgu og fjórir úr Friðargæslunni,“ segir Guðbrand- ur. Hópurinn kíkti í síðustu viku í heimsókn til Björgunarfélags Akraness. Að sögn Þórs Bínó, for- manns Björgunarfélagsins, var starfsemin kynnt fyrir hópnum, félögum í honum boðið í siglingu og einhverjir reyndu fyrir sér í kas- saklifri, svo fátt eitt sé nefnt. Með- fylgjandi myndir voru teknar í heimsókn hópsins á Akranesi. grþ Þær gerast varla stærri gjafirnar en þær sem afhentar voru við at- höfn í Bæjarþingsalnum á Akra- nesi sl. föstudag. Þá var formlega lagður niður minningarsjóður sem stofnað var til árið 1969 til minn- ingar um hjónin á Bræðraparti á Akranesi, Guðlaugu Gunnlaugs- dóttur húsmóður og Jón Gunn- laugsson útvegsbónda. Við athöfn- ina sl. föstudag var veitt framsal fyrir á annað hundrað milljónum króna til uppbyggingar og velferð- ar á Akranesi eins og fram kom í ávarpi Elínar Sigrúnar Jónsdótt- ur þegar hún minntist afa síns og ömmu frá Bræðraparti. Við slit á minningarsjóðnum rennur bróð- urpartur hans til björgunarmála á Akranesi. Þau mál voru Bræðrap- artshjónum hugleikin og ákvæði um þann skipan í reglum sjóðsins. Björgunarfélag Akraness og Slysa- varnarfélagið Líf fá lóð sjóðsins til eignar, en fasteignamat hennar er nú um 66 milljónir króna. Björg- wunarfélagið og Líf fá auk þess 20 milljónir krónur samtals í pen- ingum. Sjóðsstjórn fær tæplega 35 milljónir sem úthlutað verður til eftirfarandi verkefna: Tíu millj- ónir fara til fjármögnunar endur- bóta sem hafa verið gerðar á gamla vitanum á Breið á Akranesi, en þar var Jón Gunnlaugsson vitavörður í rúm 30 ár. Tíu milljónir króna fara til Byggðasafnsins í Görðum til varðveislu muna fjölskyldunn- ar sem gefnir hafa verið til safns- ins, þar með talinn er árabáturinn Sæunn. Loks verður hluta sjóðsins varið til að byggja heita laug við Langasand á Akranesi til afnota fyrir almenning. Laugin skal bera nafnið Guðlaug. Stofnárið 100 ára árstíð Jóns Eins og áður segir eru eignir minn- ingarsjóðsins metnar á liðlega eitt hundrað milljónir króna. „Það er von fjölskyldunnar að allt þetta fé sem nú er framselt megi verða Akurnesingum og samfélaginu til heilla, hamingjuauka, gleði og efl- ingar,“ sagði Elín Sigrún Jónsdótt- ir í ávarpi sínu við upphaf athafn- arinnar sl. föstudag. Guðlaug og Jón bjuggu á Bræðraparti í rúm 40 ár við virðingu og vinsældir eins og sagt var í grein sr. Jóns M. Guð- jónssonar um þau. Hugmyndin að stofnun minningarsjóðsins um Bræðrapartshjónin varð til á 100 ára árstíð Jóns árið 1968. Stofnfé sjóðsins var lagt fram af börnum þeirra hjóna sem jafnframt voru stofnendur sjóðsins. Þau voru Ingunn M. Jónsdóttir Freeberg, Jón Kr. Jónsson og Ólafur Jóns- son. Sjóðsstofnendur báru þá von í brjósti að á Akranesi yrði stofn- settur sjávarútvegsskóli. Á fundi bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag var ákveðið að hætta við að ráða í starf markaðs- og kynningarfulltrúa Akraneskaup- staðar og hefur öllum umsóknum um starfið því verið hafnað. Starfið var auglýst fyrr í vetur og voru um- sækjendur 32. Þeim hefur nú verið tilkynnt um ákvörðun bæjarráðs og jafnframt boðið að umsókn þeirra gildi áfram. Í stað fyrrgreinds starfs verður starf ferðamálafulltrúa aug- lýst laust til umsóknar og hæfnis- kröfur fyrir það starf sambærilegar og í starf markaðs- og kynningar- fulltrúa sem ekki verður ráðið í að minnsta kosti að sinni. Skýringin sem gefin er fyrir þess- ari ákvörðun bæjarráðs og töfum sem orðið hafa á ráðningu í um- rætt starf eru ákveðnar breytingar sem orðið hafa og tengjast ferða- málum á Akranesi. Þær eru að nú- verandi rekstraraðili tjaldsvæðisins hefur sagt upp samningi við Akra- neskaupstað um reksturinn. Það gefi tilefni til að endurhugsa starf að ferðamálum í bænum. Þar sem rekstur tjaldsvæðisins sé umfangs- mikill og krefjist mikillar viðveru á sumrin, þá var það mat bæjaryf- irvalda að starfið, eftir að rekstrar- þætti og umsjón með tjaldstæði var bætt við, hefði tekið það miklum breytingum að ekki væri unnt ann- að en auglýsa það að nýju. Heiti á starfinu er einnig breytt til að gefa sigrúm fyrir starfsheitið upp- lýsinga- og kynningarfulltrúi ef ákveðið verður að ráða starfsmann í slíkt starf síðar meir, segir í skýr- ingum sem umsækjendum voru gefnar. þá/ Ljósm. fh. Hópur sérfræðinga í björgun á hamfarasvæðum Hætt við ráðningu í starf markaðs­ og kynningarfulltrúa Á annað hundrað milljónum veitt til samfélagsmála á Akranesi Ingunn M Jónsdóttur Freeberg og Agnar Sigurðsson sem var góður vinur hennar. Aggapallur undir áhorfenda- stúkum Akranesvallar er nefndur eftir honum. Myndin er líklega frá 1945 og er í vörslu Haraldarhúss. Fulltrúar gefenda og þiggjenda við slit minningarsjóðsins í Bæjarþingsalnum sl. föstudag. Ljósmynd: Guðni Hannesson. Átti að styrkja fátæka til sjávarútvegsnáms Tilgangur sjóðsins var að styrkja fátækt ungt fólk til náms í sjávar- útvegsfræðum og vinnslu sjávar- afurða, til náms í skipstjórn, vél- stjórn, verkstjórn og fiskiðnaði. Stofnfé sjóðsins var landareignin Bræðrapartur, þrír og hálfur hekt- ari lands með öllum gögnum og gæðum. Með landareigninni fylgdu leigulóðasamningar af landinu og hafa leigutekjur alla tíð runnið til sjóðsins og mynda í dag helming hans á móti fasteignamati landsins. Sjóðsstjórnina hafa skipað þrír full- trúar fjölskyldu Guðlaugar og Jóns ásamt forseta bæjarstjórnar og bæj- arstjóra á Akranesi. Eini eftirlifandi stofnenda sjóðsins er Ingunn M. Jónsdóttir Freeberg, sem er á tí- ræðis aldri en bræður hennar tveir voru kenndir við útgerðarfyrirtæk- ið Miðnes í Sandgerði. Ingunn hef- ur verið búsett í Kaliforníu í rúm 60 ár. Fram kom við athöfnina sl. föstudag að hún hafi stöðugt fylgst með þróun mála og vakað yfir út- hlutnum og málefnum sjóðsins. þá. Ljósm. Guðbrandur Örn Arnarson Hjónin frá Bræðraparti; Jón Gunn- laugsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Ljósm. úr safni Haraldarhúss. Ljósm. Kolla Ingvars.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.