Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Háskóladagurinn var haldinn hátíð- legur síðastliðinn laugardag í blíð- skaparveðri í Reykjavík. Landbún- aðarháskóli Íslands var með kynn- ingu í HÍ auk þess að kynna starf- semina í Hörpunni sama dag. Há- skólinn á Bifröst kynnti námsfram- boð sitt ásamt HR í Nauthólsvík. Mikill mannfjöldi kom og heilsaði uppá glaða og hressa nemendur frá Háskólanum á Bifröst ásamt kenn- urum og öðru starfsfólki skólans. Mátti að sögn Bifrestinga merkja mikinn áhuga á Háskólanum á Bif- röst og því námi og kennsluaðferð- um sem í boði eru. Þá voru einnig fulltrúar frá leikskólanum Hraun- borg og grunnskólanum á Varma- landi á staðnum til að svara spurn- ingum. Á staðnum var einnig lukku- hjól, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Vakti það mikla athygli og mun einn heppinn þátttakandi fá í verðlaun miða á tónleika Justin Timberlake. mm „Umboðsmaður barna og Heim- ili og skóli hafa verulegar áhyggjur af nemendum í framhaldsskólum vegna fyrirhugaðs verkfalls fram- haldsskólakennara sem boðað hefur verið til þann 17. mars. næstkom- andi,“ segir í tilkynningu. „Brott- fall nemenda úr framhaldsskólum hefur verið mikið áhyggjuefni hér á landi og er hætt við að langvar- andi verkfall verði til þess að fleiri nemendur hætti í skóla og ljúki ekki framhaldsnámi.“ Fyrrgreindir aðilar vilja koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: „Framhaldsskólanemendur eru hvattir til að missa ekki móðinn og stunda nám af fullum krafti þó hætta sé á verkfalli. Óvíst er hvort til verkfalls komi og þá hvaða áhrif það mun hafa á skólastarf. Mikil- vægt er að huga sérstaklega að vel- ferð og menntun nemenda í fram- haldsskólum. Kennarar og ann- að starfsfólk framhaldskóla er því hvatt til að undirbúa nemendur eins vel og hægt er fyrir hugsanlegt verkfall og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að nemendur flosni ekki upp úr námi. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barna sinna og eiga að stuðla að því að þau fái menntun við hæfi. For- eldrar eru því hvattir til að halda vel utan um börn og ungmenni í fram- haldsskólum ef til verkfalls kem- ur og veita þeim þá aðstoð sem þau þurfa. Börn og ungmenni eiga rétt á framhaldsmenntun í faglegu um- hverfi þar sem stuðlað er að alhliða þroska hver og eins. Það skiptir sköpum fyrir starf framhaldsskóla að hægt sé að ráða hæfa kennara og borga þeim viðunandi laun miðað við menntun og reynslu. Hvetjum við því samningsaðila til að semja um kjör sem fyrst, svo verkfall bitni ekki á hagsmunum og menntun nemenda.“ mm Undanfarnar vikur hafa nokkrir landeigendur stigið fram og kynnt áætlanir sínar um að hefja gjald- töku við nokkrar af náttúruperl- um landsins. „Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og fordæm- ir stjórn Samtaka ferðaþjónustunn- ar (SAF) þá leið sem þarna er far- in,“ segir í tilkynningu frá samtök- unum. „Samtök ferðaþjónstunnar hafa ávallt lagt áherslu á að við út- færslu á gjaldtöku sé horft til heild- arhagsmuna ferðaþjónustunn- ar, hvort heldur verið er að meta möguleika til gjaldtöku eða við út- færslu á uppbyggingu ferðamanna- staða. Þá verður líka að tryggja að þær tekjur sem af gjaldtökunni verða skili sér örugglega að fullu til áframhaldandi uppbygging- ar ferðamannastaða víðs vegar um landið.“ Nú liggur fyrir að ráðherra ferðamála muni um mánaðamót- in kynna útfærslur að heildstæðri lausn hvað varðar fjármögnun til uppbyggingar ferðamannastaða. Telur SAF mikilvægt að horft sé til slíkra heildarlausna frekar en far- ið verði af stað með staðbundn- ar lausnir. Þannig eru heildarhags- munir einnar stærstu og mest vax- Um 75% þeirra sem skráðir voru hjá Vinnumálastofnun í atvinnu- leit á árunum 2009–2013 voru í vinnu eða námi haustið 2013 sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem Vinnumálastofnun lét gera á að- stæðum þessa hóps. Markmið- ið var að kanna stöðu hópsins og einnig viðhorf einstaklinga innan hans til mismunandi vinnumark- aðsúrræða. Þýði könnunarinnar voru um 24.000 einstaklingar sem skráðir voru í atvinnuleit á fyrr- nefndu árabili en úrtakið var um 3.500 einstaklingar. Svarhlutfall var tæp 60%. Vinnumarkaðsúrræði sem könnuð voru sérstaklega voru: Vinnandi vegur, Nám er vinnandi vegur, Liðsstyrkur, ÞOR þekking og reynsla og Ungt fólk til athafna. Stærstur hluti svarenda var í vinnu þegar könnunin var gerð eða 63,5% en þar af voru 1,5% í fæð- ingarorlofi. Því til viðbótar voru tæplega 5% í vinnu samhliða námi og 8% voru í námi. Samtals voru því 75,5% í vinnu og/eða námi. Ef þessi niðurstaða er umreiknuð á þýðið má áætla að tæplega 18.100 af 24.000 einstaklingum sem í hlut áttu hafi verið í vinnu og/eða námi haustið 2013. Samkvæmt könnun- inni má ætla að um 2.100 einstak- lingar af heildinni hafi hætt þátt- töku á vinnumarkaði á tímabilinu vegna aldurs, örorku eða langtíma- veikinda. Um 200 einstaklingar voru í fæðingarorlofi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að um 15% þátttakenda eru hvorki virk á vinnumarkaði né í námi án þess að fyrir því séu tilgreindar ástæður. Nánari skoðun á aðstæð- um þessa hóps sýndi að karlar eru þar fleiri en konur, einstaklingar af erlendum uppruna eru þar fleiri en Íslendingar og flestir í þessum hópi eru 45 ára og eldri. Ósérhæft starfs- fólk er áberandi í þessum hópi og fólk sem áður var í störfum sem kröfðust ýmis konar tæknikunn- áttu. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að hlutfallslega fleiri í þess- um hópi búi í leiguhúsnæði, í for- eldrahúsum eða séu húsnæðislaus- ir borið saman við fólk í hinum hópunum. „Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun munu skoða hvaða leiðir eru færar til að koma til móts við þennan hóp sem hvorki er virkur á vinnumarkaði né í námi,“ segir að endingu í tilkynningu um könnunina frá Vinnumálastofnun. mm Þrír af fjórum sem voru án atvinnu eftir hrun eru nú í vinnu Líf og fjör á háskóladegi Lýsa áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls framhaldsskólakennara Grjótagjá. Segja vegið að framtíð ferðaþjónustunnar andi atvinnugreinar landsins best tryggðir. Þá vilja SAF ítreka enn og aftur mikilvægi þess að allar kröfur um gjaldtöku þurfa að liggja fyrir með góðum fyrirvara þar sem sala til erlendra ferðaheildsala á sér stað langt fram í tímann. Tímabund- inn vanda væri t.a.m. hægt að leysa með valkvæðum greiðslum ferða- manna. Ferðaþjónustunni er mik- ið mun að standa við gerða samn- inga. Eitt stærsta ferðamannasum- ar sögunnar er handan hornsins og því skiptir öllu máli að aðilar innan greinarinnar sæki á miðin í sátt og samlyndi,“ segir í tilkynningu frá SAF. mm Víti í Þingeyjarsýslu. Eigendur Reykjahlíðar eru í hópi þeirra sem hyggjast hefja gjaldtöku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.