Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Starf afgreiðslufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar er laust til umsóknar. Helstu verkefni afgreiðslufulltrúa eru símsvörun og móttaka þeirra sem koma í ráðhúsið, upplýsingagjöf um starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins, umsjón með pósti og móttaka á greiðslum ásamt ýmsum öðrum skrifstofustörfum. Umsækjendur skulu hafa menntun sem nýtist í starfinu og hæfni í mannlegum samskiptum. Þá er þjónustulund, áhugi og metnaður nauðsynlegur þáttur. Laun eru skv. kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí 2014. Umsóknir skulu berast undirrituðum á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi eigi síðar en 17. mars 2014. Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri eirikur@borgarbyggd.is s: 433-7100. Skrifstofustjóri. Laust starf á skrifstofu Borgarbyggðar Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum Meistaraflokkur karla 1. deild Föstudaginn 7. mars. kl. 19.15 ÍA - FSU Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 13. mars Föstudaginn 14. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 4 Freisting vikunnar Að þessu sinni kemur freisting vikunn- ar frá Grundarfirði. Dagný Ágústsdótt- ir sendi okkur uppskrift af vinsælli döðlu- tertu sem hefur verið í fjölskyldu hennar í áratugi og talin ómissandi í öllum boðum. Við gefum Dagnýju orðið: „Þetta er eldgömul uppskrift frá mömmu, yfir 40 ára gömul. Hún er næstum því allt- af til hjá mömmu þegar það koma gestir. Sum barnabarnanna hafa pantað döðlu- tertuna hjá ömmu þegar hún kemur í heim- sóknir og einnig er hún ómissandi í öllum afmælum og fjölskylduboðum. Uppskrift- in sem ég sendi er uppskriftin frá mömmu í nýrri útfærslu, þannig að þetta eru eig- inlega tvær kökur. Þessi gamla góða með sultunni á milli og svo aðeins nýrri útgáfa, þar sem hún er pínulítið blaut í sér með karamellu ofan á. Varðandi sultuna á milli, er engin ein sulta sem þarf að nota, heldur má nota hvaða sultu sem maður á til, t.d. jarðarberja eða rabarbara, eða jafnvel blanda þeim saman. Döðlutertan: 250 gr. smjörlíki/smjör 1 bolli sykur 2 egg 2 bollar hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 1 msk. edik (má sleppa) ½ bolli mjólk 150 gr. brytjaðar döðlur 150 gr. brytjað suðusúkkulaði Bakað við 200°C í u.þ.b. 35-40 mín. Aðferð: Smjörlíki og sykur hrært saman, eggjum bætt út í. Þurrefnum blandaði saman og bætt út í til skiptis við mjólkina. Síðast er edikinu, vanilludropunum, döðl- unum og súkkulaðinu bætt út í. Uppskriftin hennar mömmu er þannig að þetta er sett í 2 form og svo sett sulta á milli. En það sem ég hef gert er að setja þetta í eitt form og hafa kökuna að- eins blauta. Svo set ég smá karamellu yfir. Það er líka mjög gott að hafa niðurskorin fersk jarðarber ofan á kökunni. Hún er svo borin fram með þeyttum rjóma,“ segir Dagný að lokum og við færum henni bestu þakk- ir fyrir uppskriftina. grþ Gamla döðlutertan hennar mömmu í nýjum búningi Eins og fram kom í Skessuhorni ný- verið hætti Ormsson rekstri sölu- deildar á Akranesi fyrr á árinu. Var hún í leiguhúsnæði inni í verslun Módels við Þjóðbraut 1. Nú hafa hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir kaupmenn í Módel svarað óskum markaðarins og opn- að nýja og glæsilega heimilistækja- verslun í sama húsnæði. Hafa þau fengið söluumboð fyrir vörur frá Heimilistækjum og Tölvulistan- um. Þar er því hægt að fá allt frá smærri eldhústækjum upp í sjón- vörp, ísskápa og þvottavélar. Fleira er einnig á prjónunum hjá þeim hjónum því með vorinu verður opnuð ferðamannaverslun í Módel og í því sambandi hefur verið gerð- ur samningur við Sólarfilmu sem er helsti innflutnings- og söluaðili slíks varnings. Guðni Tryggvason segir að vissu- lega hafi sitthvað komið til greina þegar ráðstafa þurfti svo stóru rými sem Ormsson hafði áður haft á leigu. „Fljótlega var samt leitað til okkar og okkur boðið að taka í um- boðssölu vörur frá Heimilistækjum og Tölvulistanum. Eftir vandlega skoðun ákváðum við að slá til enda nauðsynlegt að þessar vörur séu fá- anlegar á Vesturlandi. Þetta vöru- framboð samrýmist líka vel öðru sem við erum með í versluninni,“ segir Guðni. Stór þáttur í rekstri þeirra er innflutningur, dreifing og endursala til annarra verslana á landinu. „Við höfum verið hepp- in að getað útvegað okkur góð um- boð og hefur vörunni verið gríð- arvel tekið. Þannig höfum við get- að mætt sölusamdrætti vegna efna- Módel opnar heimilistækjadeild að nýju Dönsku flókaskórnir sem Módel hefur umboð fyrir hér á landi hafa verið að seljast vel, jafnt á Akranesi sem annarsstaðar á landinu. Guðni og Hlín í nýju heimilistækjadeildinni í Módel. hagsástandsins með nýjum verkefn- um. Til dæmis eru dönsku Glerups flókaskórnir að slá í gegn víða og salan verið langt umfram vænting- ar. Þá erum við að flytja inn allskyns vörur til heimilisins, snyrtivörur, gjafavöru auk þess að selja blóm. Við erum því bjartsýn á framhaldið. Vissulega hafa árin frá hruni ver- ið erfið en nú sjáum við breytingu til hins betra og vonandi er batn- andi tíð fyrir landsmenn handan við hornið,“ segja þau hjón Guðni og Hlín í Módel á Akranesi. mm Séð yfir hluta þeirrar vöru sem kemur frá Heimilistækjum og Tölvulistanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.