Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Hollvinasamtök Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í samstarfi við Þróunarfélag Snæfellinga og Umhverfisstofnun boða til fundar um stöðu og framtíðarhorfur í starfsemi Þjóðgarðsins. Fundurinn verður í Hótel Hellissandi 14. mars og hefst kl.15.00. Aðal umfjöllunarefni frummælenda verður þetta: Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, umhverfismál, rannsóknir innan marka þjóðgarðsins og á Snæfellsnesi, horfur í ferðaþjónustu árið 2014 og framlag Þjóðgarðsins í þágu landkynningar og ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Setning og stutt ávarp. Sturla Böðvarsson formaður 1. stjórnar Hollvinasamtakanna Vinir Snæfellsjökuls. Umhverfismál og hlutverk Þjóðgarða. Kristín Linda 2. Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Starfsemi Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls árið 2013 og 3. áætlun um starfið 2014. Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóð- garðsvörður. Hlutverk þjóðgarða við að efla landkynningu í þágu 4. ferðaþjónustunnar á Íslandi. Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri. “Þjóðgarðar í þágu þeirra” - Hvað þarf til? Helga Árna-5. dóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Rannsóknir á vegum Náttúrustofu Vesturlands í Þjóð-6. garðinum og á Snæfellsnesi. Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Fornleifarannsóknir í Þjóðgarðinum. Magnús A. 7. Sigurðsson minjavörður og Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur. Náttúruperlan Vatnshellir. Ferðaþjónusta innan Þjóð-8. garðs. Þór Magnússon hellaleiðsögumaður og rekstrar- aðili Vatnshellis. Fyrirspurnir og umræður.9. Fundarslit verða fyrir kl. 19.10. Kaffihlé Hollvinasamtök Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða skipulags- og byggingarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. HELSTU VERKEFNI: Yfirferð og frágangur gagna vegna umsókna um byggingarleyfi, yfirferð og gerð skipulagsuppdrátta og önnur verkefni sem viðkomandi er falið af framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs eða sem falla undir verksvið skipulags-og byggingarfulltrúa. Meðal framtíðarverkefna er verkefnastjórn á skipulagi og uppbyggingu Sementsreitsins. HÆFNISKRÖFUR Háskólamenntun sem uppfyllir skilyrði 7. gr. skipulags- laga nr.123/2010 þ.e. arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur, verkfræðingur eða skipulagsfræðingur og með lögggildingu sem hönnuður í samræmi við 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ennfremur þarf viðkomandi að hafa: Þekkingu og reynslu af skipulags-og byggingarmálum, þ.m.t. skipulagsgerð og lagaumhverfi, frumkvæði, skipulagshæfni og góða samskiptahæfileika. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar í síma 849-4300 eða á netfangið sigurdur.pall.hardarson@akranes.is. Umsóknarfrestur er til 17. mars næstkomandi. Sækja skal um starfið á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is SKIPULAGS- OG BYGGINGARFULLTRÚI Í tilefni alþjóðadags krabbameina í börnum, sem var 15. febrúar síð- astliðinn, gáfu alþjóðasamtök for- eldrafélaga barna með krabba- mein (ICCCPO) og alþjóðasamtök barnakrabbameinslækna (SIOP) út veggspjald þar sem vakin er athygli á fyrstu merkjum um krabbamein í börnum. Veggpjaldið er sérstaklega ætlað þeim heilbrigðisstarfsmönn- um sem gætu fengið börn með þessi einkenni til skoðunar en tímanleg greining getur skipt miklu máli og aukið batahorfur og lífslíkur barna með krabbamein. Aðildarfélag ICCCPO á Íslandi, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, dreif- ir veggspjöldunum til allra heilsu- gæslustöðva landsins. Texti vegg- spjaldsins er á íslensku og ensku. Um 70-80% krabbameina í börnum eru læknanleg ef þau greinast nógu snemma og eru rétt meðhöndluð. Á Íslandi greinast 10-12 börn undir 18 ára aldri með krabbamein árlega og er það svip- að hlutfall og annars staðar á Vest- urlöndum. Ef frá eru talin slys þá er krabbamein algengasta dánar- orsök barna á Vesturlöndum. Al- gengustu krabbamein hjá börnum eru hvítblæði og heilaæxli en þess- ar tvær tegundir ná yfir rúmlega helming allra krabbameinstilfella hjá börnum. Aðrar krabbamein- stegundir sem finnast hjá börnum eru t.d. eitla æxli, beinæxli og fóst- urvefsæxli. Meðhöndlun krabbameina í börnum og unglingum felst fyrst og fremst í lyfjameðferð, skurðaðgerð- um og geislameðferð. Hægt er að meðhöndla með þessum aðferðum hverri fyrir sig eða saman. Algeng- ast er að nota lyfjameðferð. Meðferð krabbameina í börnum krefst samvinnu sérfræðinga á ýms- um sviðum, ekki aðeins til að veita læknismeðferð, heldur einnig sál- félagslegan stuðning við börnin og fjölskyldur þeirra, enda er það yfir- leitt mikið áfall fyrir alla í fjölskyld- unni þegar barn greinist með jafn- alvarlegan sjúkdóm og krabbamein er. Tilgangur starfsemi Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna er að vera þessum fjölskyldum til halds og trausts og vera þeim félagslegur og fjárhagslegur bakhjarl ef á þarf að halda. mm Mynd af veggspjaldinu fylgir hér með. Veggspjald um fyrstu einkenni krabbameins í börnum INTERNATIONAL CONFEDERATION OF CHILDHOOD CANCER PARENT ORGANIZATIONS w e care, w e share ICC C P O 1 4 7 3 6 2 5 ! VIÐVÖRUNAR- MERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir. Pallor, bruising or bleeding, general bone pain. Bólgur eða fyrirferð – sérstaklega ef verkjalausar, með hitaleysi og engum vísbendingum um sýkingu. Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection. Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti. Unexplained weight loss or fever, persistent cough or shortness of breath, sweating at night. Breytingar á augum – hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu. Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eyes. Bólga eða fyrirferð í kvið. Abdominal swelling. Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum). Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days). Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu. Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection. LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR IF THESE SYMPTOMS ARE PRESENT REFER FOR FURTHER EXAMINATION www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.