Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Töluvert hefur borið á því undan- farið að unglingar á Akranesi séu hjálmlausir á reiðhjólum og raf- vespum. Samkvæmt umferðarlög- um er öllum börnum, 15 ára og yngri, skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. „Nú eru hjólin og vespurnar að koma út aftur og þá er mikilvægt að herða á í sambandi við hjálmanotkun. Undanfarið hefur verið töluvert um að ung- lingarnir sleppi hjálminum, þó að það séu alltaf einhverjir sem nota hann,“ segir Karen Lind Ólafs- dóttir, verkefnisstjóri umferðar- fræðslu hjá Grundaskóla. Nýlega var rætt við nemend- ur Grundaskóla um mikilvægi hjálmsins. „Við ræddum mest um hvað heilinn er viðkvæmur fyrir hnjaski og bentum krökkunum á að þó að þeir fari varlega, þá séu alltaf einhverjir ökumenn í um- ferðinni sem ekki gæti sín nægi- lega vel. Hugsunin „það kemur ekkert fyrir mig, ég fer svo var- lega“ er rík hjá þessum aldri og því er mikilvægt að benda þeim á að þau geta mætt ökumönnum sem fara ekki varlega.“ Einnig hefur eitthvað borið á því að ungling- ar vilji ekki setja á sig hjálma til að skemma ekki hárgreiðsluna og hafa þeir verið beðnir um að taka hárgelið frekar með í skólann en að sleppa hjálminum. Þá hafa þeir fengið að fylgjast með sögu Ryan Smiths, 16 ára drengs í Bretlandi sem varð fyrir bíl í fyrra og skað- aðist mjög illa á heila. „Hann vildi ekki nota hjálm því það skemmdi hárgreiðsluna og nú hefur fað- ir hans stofnað samtök sem berj- ast fyrir öruggum hjólreiðum og leggja áherslu á að allir noti reið- hjólahjálm. Faðir Ryans segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið en hjálmurinn hefði varið heila drengsins bet- ur fyrir skaða. Við höfum því ver- ið að reyna að benda krökkunum á að höfuðhögg er ekki eins og að handleggsbrot. Heilinn grær ekki eins og beinin ef hann verður fyrir hnjaski,“ segir Karen. Nota hjálminn eða ganga Hvatt hefur verið til áframhald- andi umræðu um þessi mál heima fyrir enda mikilvægt að allir noti reiðhjólahjálma, líka þeir sem eru eldri en 16 ára. „Við leggjum til að allir noti reiðhjólahjálma, þó þeir séu orðnir 16 ára. Þeir sem eldri eru eru fyrirmyndir þeirra yngri og því enn mikilvægara að sýna gott fordæmi. Við viljum einnig hvetja foreldra og forráðamenn til að aðstoða börnin við val á góð- um hjálmi og gefa börnunum tvo kosti; að nota hjálminn ef þau ætli sér að hjóla, annars ganga þau,“ segir Karen Lind að lokum. grþ Nýr og glæsilegur golfhermir var tekinn í notkun í Eyjunni, inniæf- ingaaðstöðu Golfklúbbs Borgar- ness í Brákarey í Borgarnesi á laug- ardaginn. Það var Þórður Sigurðs- son heiðursfélagi í GB og fyrrver- andi formaður klúbbsins sem fékk þann heiður að vígja herminn með því að slá fyrsta höggið sem reynd- ist vera um 200 metra högg með driver. Að sögn Ómars Arnar Ragn- arssonar umsjónarmanns golfherm- isins hefur hópur klúbbfélaga unnið hörðum höndum í sjálfboðavinnu frá febrúarbyrjun að smíða nauð- synlega aðstöðu utan um herminn. Hann segir herminn afar fullkom- inn og geti kylfingar m.a. valið úr yfir 100 golfvöllum til að leika, þar af mörgum heimsfrægum á borð við Augusta National í Bandaríkj- unum. Í herminum er líka sveiflug- reiningartæki sem m.a. verður hægt að nota við golfkennslu. Ómar seg- ir að hermirinn hafi kostað um 1,7 milljón króna en hann hafi ver- ið fjármagnaður þannig að klúbb- félagar og aðrir kylfingar keyptu sér spilatíma í honum fyrirfram. „Nýr hermir með öllu kostar reyndar miklu meira en þar sem við settum hann upp í sjálfboðavinnu með að- stoð úr ýmsum áttum náðum við að lækka kostnaðinn. Fullbúinn herm- ir sem þessi ætti að kosta með öllu á bilinu 4-5 milljónir króna. Tilkoma hans mun gjörbylta æfingaaðstöðu klúbbfélaga og vafalaust stuðla að forgjafarlækkun hjá mörgum.“ Ómar segir að hermirinn sé op- inn öllum kylfingum á Vesturlandi. „Hægt er að panta tíma með því að fara inn á sérstaka heimasíðu sem við höfum sett upp. Slóðin á hana er www. golfhermir.simplybook. me. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um tímaverð og verð á afsláttarkortum. Áætlað er að 18 holu hringir taki um þrjá klukku- tíma fyrir þrjá til fjóra í holli. Síðan minni ég á að í Eyjunni eru einnig þrír æfingabásar og stærðar æfinga- púttflöt, þannig að þar eru kjörað- stæður til að æfa sig,“ segir Ómar sem bendir áhugasömum einnig á fésbókarsíðu GB fyrir frekari upp- lýsingar um starfið í Eyjunni. hlh Ný æfingaaðstaða til reykköfunar á vegum Slökkviliðs Borgarbyggðar í Brákarey í Borgarnesi var tekin í notkun á sunnudaginn. Þá fór fram lokadagur í Námsskeiði 1 sem hald- ið var á vegum Mannvirkjastofn- unar og kennara frá Brunavörnum Suðurnesja fyrir slökkviliðsmenn SB. Að sögn Bjarna Þorsteinsson- ar slökkviliðsstjóra gekk námskeið- ið og æfingin vel og kom æfingaað- staðan nýja að góðum notum. Nám- skeiðið markar einnig upphafið að miklu og góðu samstarfi milli SB og BS í samræmi við samninga um gagnkvæma aðstoð milli slökkvi- liðanna. Nýja aðstaðan er í gamla vatnsgeyminum á suðuaustur hluta Brákareyjar. Slökkviliðið fékk ný- lega geyminn til umráða frá Orku- veitu Reykjavíkur og Borgarbyggð með því skilyrði að slökkviliðsmenn fengju þar aðstöðu til æfinga. Unnið í sjálfboðavinnu „Það var nokkur aðdragandi að því að geymirinn fékk þetta hlut- verk,“ segir Bjarni slökkviliðsstjóri. „Slökkviliðinu hefur skort aðstöðu til að reykköfunaræfinga alla tíð og höfum við af þeim sökum þurft að æfa í allskyns húsakynnum í hér- aðinu. Fyrir nokkrum misserum héldum við æfingu í gamla slátur- húsinu við hliðina á geyminum. Meðan á æfingunni stóð varð mér litið á geyminn sem er ofan á kletti bakvið sláturhúsið. Hann hafði þá fyrir löngu glatað hlutverki sínu. Eftir nokkra umhugsun var ég kom- inn á þá skoðun að hann gæti hent- að vel sem æfingaaðstaða og fór því í kjölfarið að vinna að því máli.“ Bjarni komst að því að geymir- inn var í eigu Orkuveitu Reykjavík- ur og kynnti hann hugmyndir sínar um nýtt hlutverk hans fyrir fulltrú- um fyrirtækisins og stjórnend- um Borgarbyggðar. „Þeir voru all- ir að vilja gerðir hjá Orkuveitunni að eftirláta Borgarbyggð geym- inn með því skilyrði að slökkvilið- ið fengi hann til afnota. Það varð úr og hafa slökkviliðsmenn SB unnið að því að útbúa þar æfingaaðstöðu á tveimur hæðum í sjálfboðavinnu. Framkvæmdir á lóð hafa einnig ver- ið unnar af okkur sjálfum,“ segir Bjarni sem bætir því við að æfinga- aðstaðan bjóðist slökkviliðum í ná- grannasveitarfélögum einnig til af- nota. „Breytingin á geyminum hef- ur ekki kostað sveitarfélagið krónu en í staðinn fær það betur þjálfað slökkvilið. Við höfum fengið styrki hér og þar ásamt aðstoð í ýmsu formi vegna framkvæmdanna og vil ég þakka fyrir stuðninginn fyrir hönd slökkviliðsins. Ef einhver hef- ur síðan áhuga á að skoða geyminn er það að sjálfsögðu velkomið og er best að setja sig í samband við mig vegna þess.“ Geymirinn fær andlitslyftingu Bjarni segir að slökkviliðsmenn stefni að því ganga frá lóð geymisins með myndarlegum hætti á árinu. „Stefn- an er sú að geymirinn fái andlitslyft- ingu í sumar þegar málaðar verða á hann myndir sem tengjast atvinnu- sögu Brákareyjar. Lóðin verður síðan þannig frágengin að fólk geti þar áð og skoðað útsýnið yfir fjörðinn í ró- legheitunum, sem og geyminn sjálf- an. Við höfum jafnvel hug á því að koma fyrir handriði á þaki hans, ekki síst til að geta nýtt hann til frekari æfinga. Þá væri ekki úr vegi að koma fyrir tröppum upp á geyminn og út- sýnisskífu fyrir gesti eins og á tankn- um í Bjargslandi,“ segir Bjarni sem segir slökkviliðsmenn horfa til þess að sveitarfélagið snyrti umhverfið í kring á suðurhluta eyjunnar. hlh Frá reykköfunaræfingu slökkviliðsmanna á sunnudaginn í nýju aðstöðunni í Brákarey. Slökkvilið Borgarbyggðar tekur í notkun nýja æfingaaðstöðu Arnór Tumi Finnsson býr sig undir að slá í golfherminum. Ingvi Jens Árnason for- maður GB fylgist með. Símamynd: hlh. Golfhermir tekin í notkun í Eyjunni Foreldrar hvattir til að fylgjast með hjálmanotkun unglinga Hinn 16 ára Breti, Ryan Smith, varð fyrir bíl í fyrra og skaðaðist mjög illa á heila. Hann notaði ekki hjálm á hjólinu. Illa getur farið ef ekki er notaður reiðhjólahjálmur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.