Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 eitt fór ég á námskeið á Varma- landi í Borgarfirði. Þar heillaðist ég af staðnum þar sem meðal ann- ars var rekinn heimavistarskóli fyr- ir börnin úr sveitunum. Ég var lærð fóstra, slík staða var laus þar. Ég var ráðin, þá orðin ein með tvö börn. Fóstrustaðan var ekki hefðbundin, heldur fól hún í sér kennslu yngstu barnanna að hluta til og gæslu á kvöldin og nóttunni. Ég var ein- konar „mamma“ fyrir þau yngstu á heimavistinni. Þar kenndi ég í sex ár. Tveimur árum eftir að ég kom að Varmalandi kynntumst við Hálf- dán. Það var afskaplega gott að búa á Varmalandi. Þar var heimavistar- skóli og mikið líf. Ég hefði viljað búa þar áfram ef við hefðum ekki komið okkur fyrir hér á Háhóli. Sjálf hafði ég alltaf átt mér draum frá barnæsku að búa í sveit. Mér finnst mjög gaman að vera inn- an um dýr, ekki síst sauðfé, hesta, hunda og ketti. Seinna og eftir að við fluttum hingað að Háhóli, fór ég í kennaranám og hef um ára- bil verið kennari í Grunnskólan- um í Borgarnesi. Áður kenndi ég mest yngri börnum og síðar á mið- stigi. Nú kenni ég tónlist, leiklist og dans,“ segir Margrét sem nú hefur kennt börnum í Borgarfirði í um þrjá áratugi. Mikið átak að koma búskapnum á fót Hálfdán hlustar þögull á konu sína en fær nú ekki á sér setið að skjóta inn nokkrum orðum. „Mér hefur alltaf fundist stór- kostlegt að Margrét skuli hafa ver- ið tilbúin að leggja í það með mér að stofna bú hér á Háhóli. Í byrj- un höfðum við fátt nema kannski áhugann og viljann. Hugmynd- in var að ég sæi um sauðfjárbúið en hún sinnti hálfri kennslustöðu með. Þarna fyrstu árin bjuggum við á Varmalandi þar sem Margrét kenndi. Ég keyrði hjá Sæmundi á veturna en sinnti ræktunarmál- um hér á jörðinni á sumrin. Mér er mjög hlýtt til Varmalands. Þar fékk ég mína einu formlegu menntun, var í heimavist og þar kynntist ég Margréti. Síðan byggðum við íbúð- arhúsið hér á Háhóli 1987 og við fluttum hingað. Fyrstu árin sem við bjuggum hér vorum við líka með nautakjötsframleiðslu með sauð- fjárbúskapnum. Margrét kenndi í Borgarnesi og síðar í skólaseli fyr- ir sveitina sem var í félagsheimilinu Lyngbrekku og svo aftur í Borgar- nesi.“ Margrét bætir við: „Þetta hefur allt komið smám saman og í litlum skrefum hjá okkur en Hálfdán er búinn að vinna ofboðslega mikið.“ Bóndi hennar hlær glettnislega við þegar hann heyrir þetta. „Það má ýmislegt um mig segja en ég er ekki latur. En auðvitað hefur líka margt unnið með manni. Við höfum auð- vitað notið nálægðarinnar við Vals- hamar þar sem foreldrar mínir bjuggu og Valur bróðir býr í dag. Við höfum samnýtt heyvinnutæki og annað. Börnin okkar gátu allt- af farið yfir að Valshamri ef Mar- grét var í burtu að kenna og ég við vinnu,“ segir hann. Að hjálpast að skiptir miklu Margrét tekur undir þau orð að samhjálpin hafi skipt miklu máli. „Foreldrar mínir komu hér líka mjög oft frá Reykjavík. Næstum hálfsmánaðarlega voru þau hjá okk- ur um helgar og í 20 ár héldu þau jól hjá okkur á meðan börnin voru að vaxa upp. Faðir minn naut þess mjög að koma hingað vestur úr störfunum í Seðlabankanum og taka til hendinni við allskyns verk, en hann var sérlega handlaginn. Börnin okkar hafa einnig reynst okkur afar hjálpsöm, bæði börnin mín af fyrra hjónabandi og börnin tvö, dóttir og sonur, sem við Hálf- dán eignuðumst saman. Dóttir hans úr fyrra sambandi var líka stund- um hjá okkur. Til samans eigum við fimm börn sem öll eru uppkomin í dag. Við eigum líka þrjú barnabörn. Við hefðum ekki getað gert stór- an hluta af þessu nema fyrir þessa miklu hjálp frá okkar fólki og börn- um okkar. Þau hafa verið dugleg að hjálpa okkur allt fram á þennan dag.“ Hálfdán segir að þau hafi ver- ið komin með rúmlega 200 kind- ur fljótlega eftir að þau fluttu að Háhóli. Til að ná endum sam- an varð hann þó að vinna við ým- islegt annað samhliða sauðfjárbú- skapnum. Hann stundaði verktöku með vinnuvélum í alls kyns jarð- vegsvinnu. „Þegar mest var að gera í verktökunni þá fækkaði fénu að- eins og fór minnst í 170 kindur. Fyrir bankahrun var endalaus vinna í verktakabransanum. Féð galt hins svokallaða góðæris. Enn er það svo að mér finnst fjárbúskapurinn líða fyrir það að við getum ekki lifað af honum eingöngu. Við þurfum alltaf að hafa aðra vinnu með.“ Túnþökusala og jarðvegsvinna Eitt af því sem skapaði tekjur var að skera túnþökur. „Í upphafi var mað- ur alveg peningalaus. Þá gat ég far- ið út á tún og skorið þökur og selt. Það hef ég nú gert í um 25 ár. Tún- þökurnar hjálpuðu okkur mikið á tímabili. Við höfum líka selt gróð- urmold. En þar hafa verið mikl- ar sveiflur. Bæði góð og mögur ár. Það má ekki flytja túnþökur út fyrir sauðfjárvarnaveikigirðingar án leyf- is þannig að markaðssvæðið er tak- markað. Árin 1993 og 1994 man ég að margir fóru í þetta úti á Akranesi. Markaðurinn varð ofsetinn þar sem menn undirbuðu hvor aðra. Sumar- ið þar á eftir skar ég ekki eina ein- ustu þöku hér í landi Háhóls. Hins vegar fór ég vestur á Snæfellsnes og skar þökur á íþróttasvæði í Ólafsvík, á Hellissandi og í Dölum. Þarna var ég alveg í friði. Auðvitað var önugt að vera svona langt í burtu að heim- an en það var ekkert annað í stöð- unni. Þetta er svona dæmi um það hvernig maður þarf alltaf að vera fyrstur í að byrja á einhverju til að bjarga sér. Ég held til dæmis að ég hafi verið sá fyrsti hér á þessu svæði sem hafði einhverjar tekjur af því að eiga sturtuvagn. Nú eiga hins veg- ar allir sturtuvagn og lítið upp úr því að hafa. Þegar maður er í svona vélaharki og jarðvegsvinnu þá geta sveiflurnar verið miklar. Þetta krefst útsjónarsemi. Áhuginn er hins veg- ar fyrst og fremst sá að vera sauð- fjárbóndi. Mér finnst óskaplega skemmtilegt að vera með kindur, “ segir Hálfdán. Góður árangur í sauðfjárræktinni Nú berst talið aftur að sjálfum sauðfjárbúskapnum. Þau Hálfdán og Margrét hafa ekki nefnt það sjálf en blaðamanni eru kunnugt um að sauðfjárbúið á Háhóli á Mýrum hafi hlotið framfaraverðlaunin í sauð- fjárrækt. Þetta er mikil viðurkenn- ing sem byggir á niðurstöðum sauð- fjárskýrsluhaldsins síðustu 7 til 8 ár. Á því árabili hefur vetrarfóðruðu fé fjölgað um 240 fjár á Háhóli. Það er um 60% fjölgun. Á sama tíma hafa afurðir eftir hverja kind aukist veru- lega. Kjötmatið hefur sömuleiðis batnað mikið. Hver ær skilar nú um fjórum kílóum meira af kjöti en fyr- ir sjö árum. Frjósemi ánna er góð. Hálfdán og Margrét segja að þegar verkefni drógust saman í vél- areksti og verktöku eftir banka- hrunið 2008 hafi meiri tími gefist til að sinna búskapnum. Það hef- ur vissulega fjölgað í hjörðinni. Nú eru um 400 fjár á Háhóli. „Við lögðum meiri áherslu á sauðféð eft- ir hrun. Samt nota ég þau tækifæri sem bjóðast til vinnu með búskapn- um,“ segir Hálfdán. Hann segir framfaraverðlaunin ákveðna hvatn- ingu og vísbendingu um að þau séu á réttri leið. „Það er samt margt sem á eftir að laga og bæta.“ „Við vorum tvisvar kominn á fremsta hlunn með að byggja ný fjárhús. Við hættum við í bæði skiptin. Sem betur fer í það síðara því það var rétt fyrir bankahrun,“ segir Margrét. Þakkar helst þrennu góðan árangur Hálfdán bóndi vill einkum nefna þrennt sem hefur skilað þeim svo góðum árangri í sauðfárræktinni. „Í fyrsta lagi eru það sæðingarn- ar. Þær eru að gera stóra hluti. Ég hugsa oft hlýtt til Lárusar Birgis- sonar sem var með sæðingastöð- ina í Borgarnesi til fjölda ára. Hann sagði við mig: „Láttu sæða fleiri ær en færri.“ Hann gaf góð ráð. Síð- an vil ég nefna lambamælingarn- ar á haustin. Það kemur fólk frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins til að mæla hryggvöðvana í lömb- unum og fituna og gefa þeim stig. Það kemur í veg fyrir að maður láti bara eigin tilfinningu ráða í rækt- uninni. Þessar mælingar hjálpa afar mikið. Í þriðja og síðasta, en ekki sísta lagi, vil ég nefna Helga Elí son okkar sem er nú við búvísinda- nám í Kanada. Hann hefur verið al- veg óþreytandi að leggja gott til,“ segir Hálfdán. „Helgi Elí hefur al- veg brennandi áhuga og veltir öllu mjög mikið fyrir sér hvort heldur er fóðrun, aðstöðu eða öðru,“ bæt- ir Margrét við. „Hann er mjög út- sjónarsamur.“ Túnþökuskurðurinn hefur líka skilað þeim ávinningi. Túnin á jörðinni eru alltaf í skipulagðri endurræktun samfara þökusölunni. Þau gefa því góða vor- og haustbeit sem skilar sér ótvírætt í árangrinum í sauðfjárræktinni. Hefðu kosið að lifa af sauðfénu Fengi Hálfdán að velja þá myndi hann vilja helga sig alfarið sauð- fjárbúskapnum. „Ég trúi því sjálfur að það eigi eft- ir að verða lífvænlegt að vera sauð- fjárbóndi. Ég er búinn að bíða mjög lengi eftir því og enn er ég að bíða. Von mín er að ég lifi þann tíma því ég er sannfærður um að hann kem- ur. Það er skortur á mat í heiminum og við erum að framleiða hágæða- vöru. Fólk á eftir að hugsa meira til þess,“ segir Hálfdán með festu í rómnum. „Draumurinn er að eiga einhvern tímann eftir að byggja ný fjárhús og geta lifað af þessu,“ segja þau hjón að lokum. mþh Sauðféð á Háhóli lifir í þéttu nábýli við mannfólkið. Þessar kindur gerðu sér lítið fyrir einn daginn og gengu til stofu. Úti- hurðin á íbúðarhúsinu hafði verið skilin eftir opin. Nokkrar ær höfðu verið látnar taka þátt í æfingum með smalahundinum. Þær urðu leiðar á því veseni og hurfu því inn í hús og til stofu þar sem komið var að þeim. Hálfdán bóndi á Háhóli hefur bjargfasta trú á framtíð sauðfjárræktarinnar á Íslandi og á þann draum að geta lifað af henni eingöngu. Hálfdán og Margrét á Háhóli ásamt börnum. F.v. Sigurður Sveinn,Valdís Brynja, Helgi Elí, Jóhanna Sveina og Ástbjörg Rut.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.