Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Fólk er að takast á við ýmsar áskor- anir í lífinu og sumir virðast enda- laust í því að bæta fyrri met eða ná nýjum markmiðum. Sumir eru fæddir sigurvegarar og setja sín tak- mörk og gera sínar áætlanir sam- kvæmt því. Ingólfur Geir Gissurar- son, sem á árum áður var frækinn sundkappi á Akranesi, fellur mjög vel inn í þann hóp. Þegar hann var orðinn margfaldur Íslandsmeist- ari, hafði sett 19 Íslandsmet í sundi og stóð uppi sem sundmaður ársins á Íslandi 1981, hætti hann í sund- inu aðeins 19 ára gamall. Nokkr- um árum seinna byrjaði hann að skokka og átti það að vera heilsubót í hádeginu með skrifstofuvinnunni. Ekki leið á löngu þar til Ingólfur Geir var kominn í hörkukeppni í hlaupunum og fimm sinnum varð hann Íslandsmeistari í maraþon- hlaupi á árunum 1995-2001. Ing- ólfur hafði alla tíð haft mikinn áhuga á fjallgöngum og stundað þær af og til. Hann byrjaði síðan að stunda háfjallgöngur í kringum 2005 og það áhugamál vatt upp á sig eins og þau fyrri. Fjöllin urðu sí- fellt hærri sem Ingólfur kleif og á síðasta ári náði hann lokatakmark- inu þegar hann kleif Mount Everest hæsta fjall í heimi. Ingólfur varð fimmti Íslending- urinn sem kleif þennan hrikalega fjallstind, jafnframt sá elsti hingað til, 50 ára gamall og fyrsti íslenski afinn til að afreka þetta. Þeir eru trúlega ekki margir sem hafa kynnt sér hvað liggur að baki því að tak- ast á við þá áskorun að klífa hæsta fjallstind í heiminum. Hvað þá að gera sér grein fyrir þeim lífsháska sem þeir fjallgöngumenn bjóða byrginn þegar þeir feta einstígið á fjallsegginni, með hyldýpi á báðar hendur, langt ofan við þau hæðar- mörk sem fólk ferðast um án auka súrefnis. Það er líka ýmislegt ann- að sem fyrir augu ber á þessari leið sem fjarri lagi er hughreystandi og til þess fallið að auka kjark göngu- fólks. Blaðamaður Skessuhorns fékk áhrifamikla lýsingu af ferðinni á Everest í spjalli við Ingólf Geir á dögunum. Hætti alltof snemma í sundinu Ingólfur Geir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 1962. Á fjórða ári kom hann með móður sinni Jónínu Ingólfsdóttur ljósmóður á Akranes, en Jónína var lengi yfirljósmóðir á fæðingadeild sjúkrahússins. Fóst- urfaðir Ingólfs og maður Jónínu er Ásmundur Ólafsson sem lengi var framkvæmdastjóri dvalarheim- ilisins Höfða á Akranesi. „Ég var átta eða níu ára þegar ég byrjaði að æfa sundið í Bjarnalaug hjá Helga Hannessyni og Ævari Sigurðssyni. Það hentaði mér vel að synda og á þessum tíma var mikill áhugi fyrir sundinu á Akranesi. Við höfðum átt mikla kappa þarna á undan, Guð- jón Guðmundsson sem setti Norð- urlandamet og var kosinn íþrótta- maður ársins, Finn Garðarsson og marga fleiri í fremstu röð. Ég og vinur minn Ingi Þór Jónsson vor- um arftakar þeirra og urðum marg- faldir Íslandsmeistarar og methaf- ar á árunum í kringum 1980,“ seg- ir Ingólfur þegar hann rifjar upp bernskuna og unglingsárin á Akra- nesi. Hann segist líklega hafa hætt of snemma í sundinu. „En það var bara brauðstritið sem tók við. Það var komin kona í spilið og svo börn. Maður varð að koma sér upp þaki yfir höfuðið og ég fór á sjóinn,“ segir Ingólfur. Hann er menntað- ur íþróttakennari frá Laugarvatni 1986. Síðar aflaði hann sér réttinda sem löggiltur fasteignasali og hef- ur síðustu 25 árin starfað við fast- eignasölu og er annar af tveimur eigendum fasteignasölunnar Val- hallar í Síðumúlanum í Reykjavík. Fjöllin urðu sífellt hærri Aðspurður hvenær áhuginn hafi kviknað fyrir háfjallgöngunum seg- ir Ingólfur Geir að það hafi ver- ið árið 2005. Þá hafi hann geng- ið á Hvannadalshnjúk. „Sumarið 2006 var ég á Tenerife og gekk þar á hæsta fjall Spánar, Teide sem er 3.720 metrar. Vorið 2007 hringdi frændi minn í mig og bauð mér að koma með í ferð til að klífa fjall- ið Elbrus í Kákasusfjöllum í Suð- ur Rússlandi, en það er hæsta fjall Evrópu. Sú ferð tók um tíu daga og heppnaðist fullkomlega.“ Elbrus er skammt frá Soshi þar sem Ólymp- íuleikarnir voru haldnir á dögun- um. Þá var mikið talað um þunna loftið og hæðarmuninn sem skíða- fólkið þurfti að vinna bug á í 1600- 1800 metrum, en Elbrus er miklu ofar, eða í 5.650 metrum. „Eftir þá göngu jókst til muna áhugi minn á að ganga á hæstu fjöll í heimin- um, enda sá ég þar að ég átti fullt erindi í þunna loftið og þoldi vel það álag sem því fylgir. Í janú- ar 2009 og 2011 fór ég til Argent- ínu og gekk þar á fjall sem kallað er Everest áhugamannsins. Það heitir Aconcagua og er 6.960 metra hátt. Það ferðalag tók tvær vikur. Vorið 2011 ákveð ég í samráði við góðan vin minn Guðmund Stefán Marí- asson að gera atlögu að tindi í Hi- malaya fjallgarðinum. Hann heitir Cho oyu og er á landamærum Tíb- et og Nepal, 8.201 metri á hæð. Það er sjötta hæsta fjall í heiminum. Sú ferð var á dagskrá í september 2012. Mánuði áður var ferðin blás- in af. Ástæðan var sú að Kínverjar lokuðu landamærunum Tíbetmeg- in, við Nepal, en eingöngu er fært þaðan á tindinn. Okkur var sagt af ferðaskrifstofunni að kínversk stjórnvöld virtust leynt og ljóst vera að reyna að trufla eða brjóta niður ferðamannaiðnaðinn í Tíbet til að erlendir ferðamenn verði síður var- ir við þá kúgun sem þar er í gangi. Við vorum búnir að borga allt í sambandi við ferðina.“ Mikill undirbúningur Ingólfur segir að nú hafi góð ráð verið dýr en þeir félagarnir ákveðið í staðinn að setja stefnuna á að klífa Mount Everest. „Þótt við þyrftum þá að bæta við öðru eins af pening- um og við höfðum borgað í ferðina sem slegin var af. Ég var alveg sáttur með það, því mér fannst að fyrst við værum að fara í Himalayafjallgarð- inn þá gætum við allt eins ráðast til uppgöngu á efsta tind. Við höfðum því hálft ár í viðbót til að undirbúa okkur fyrir gönguna á Everest. Og það var ekki slegið slöku við. Farið í tvær fjallgöngur í viku, synt tvisv- ar, æft í World Class tvisvar í viku, hlaupið og æft sex daga vikunnar.“ Himalaya fjallgarðurinn er eins og margir vita á landamærum Kína, Nepal, Pakistan og Indlands og er hæsti fjallgarður heims. Ingólfur segir að þeir félagarnir hafi keypt ferðina hjá öðru af tveimur bestu fyrirtækjum í heiminum sem gera sig út fyrir háfjallaferðir. Það heit- ir Adventure Consutants og er á Nýja-Sjálandi. „Fyrirtækið gerir miklar kröfur um líkamlegt atgervi þeirra sem skrá sig í ferðirnar. Þeir þurftu að láta í té ýmsar upplýsing- ar svo sem læknisskýrslur. Ég fékk fyrirspurn frá þeim hvort það væri rétt að hvíldarpúlsinn hjá mér væri ekki nema 38. Þeir trúðu því ekki að hann væri svona lár, en skýring- in er einfaldlega áratuga ástundun á úthaldsíþróttum. Hættulegasti flugvöllur heims Lagt var af stað í Everest leiðang- urinn 30. mars 2013, en framund- an var tveggja mánaða leiðangur. Ferðalagið tók 30 klukkustundir, Keflavík - Frankfurt - Abu Dhabi - Kathmandu í Nepal. Ferðalaginu var síðan haldið áfram 3. apríl þeg- ar flogið var upp í fjöllin og lent á flugvelli í bæ sem heitir Lukla. Ing- ólfur segir að sá flugvöllur sé núm- er eitt á lista yfir hættulegustu flug- velli heims, annað hafi hann ekki til síns ágætis. Flugbrautin mjög stutt og í talsverðum halla. Lendingin er upp stutta brekku, flugtak síðan á fullu áfram niður brekkuna og eins gott að ná hraða í loftið þar sem hamraveggurinn er rétt framund- an. Í Lukla, sem er í 2.800 metra hæð, tók við níu daga u.þ.b. 70 km ganga upp í fyrstu grunnbúðir sem eru í 5.450 metrum. Þangað var komið 12. apríl. Á leiðinni var far- ið í gegnum fjölda þorpa þar sem Serparnir búa. „Það var magnað að sjá þeirra lifnaðarhætti og hvað þeir búa við hörð og kröpp kjör. Þess- ir menn eru samt alltaf brosandi út að eyrum. Það var ekki óalgengt að mæta þeim 4-6 saman á þröngum stígum í miklum halla með sína eig- in þyngd á bakinu. Þetta er smávax- ið, duglegt og einstaklega harðgert fólk, varla nema 1,65 á hæð og um 60 kíló á þyngd. Fyrstu grunnbúðir eru á Khumbu skriðjöklinum sem á upptök sín við rætur Everest fjalls. Rétt fyrir ofan er einn erfiðasti og hættulegasti hluti leiðarinnar og á öllu fjallinu, Ísfallið; skriðjökull sem fellur einn metra á dag, 700 metra niður úr Vesturdal sem er hæsti dalur í heiminum. Við tók 12 daga hvíld í grunnbúðunum ásamt því að við vorum að aðlagast hæð- inni, m.a. með því að fara í stutt- ar göngur upp í nærliggjandi hlíðar, með ísklifri, æfa álstigagöngur yfir jökulsprungur og fleira.“ Aðlögun í grunnbúðum eitt og tvö Upp úr miðnætti 24. apríl, á kald- asta tíma sólarhringsins, var ferð- inni haldið áfram frá neðstu grunn- búðum upp í grunnbúðir 2, úr 5.450 upp í 6.500 metra. Á nóttunni er kaldast og minnsta hreyfingin á Ís- fallinu, skriðjöklinum. „Á þessari leið var mestmegnis gengið á ál- stigum yfir hyldjúpar jökulsprung- ur, klifið upp lóðrétta ísveggi o.s.fv. Það var gott fyrir okkur að vera á ferðinni þarna í myrkri því þá sá maður ekki vel þessar hrikalegu ís- blokkir sem slúttu yfir manni og virtust vera að falla hvað úr hverju, sumar mörg hundruð tonn. Dval- ið var í fimm daga í grunnbúðum tvö til að venjast hæðinni og að- lagast þessu þunna og þurra lofti. Þá var aftur farið niður í grunn- búðir 1, niður Ísfallið. Þar var aftur hvílt í fimm daga og þá aftur farið upp í grunnbúðir tvö og þar verið við undirbúning í aðra fimm daga. Einn af þeim dögum var farið hærra upp í hlíðarnar, hálfa leið upp í svo- kallaða Lhotse brekku, í búðir þar sem eru 900 metrum ofar grunn- búðum 2, eða í 7.400 metra hæð. Að þessum fimm dögum loknum var aftur farið niður í grunnbúðir 1. Nú var kominn 7. maí og aðlög- un að mestu lokið. Nú tók við bið eftir veðurglugganum svo að hægt væri að ganga á toppinn, Mount Everest. Félaginn veiktist Ekkert viðbótarsúrefni var not- að í þessar aðlögunarferðir milli grunnbúða og það reyndi á. „Allir voru með kvef, svokallað Khumbu- kvef, en þá hóstar þú oft án afláts en hóstar engu upp, þetta eru að- allega ofnæmisviðbrögð frá lung- unum vegna þess hve ofsalega þurrt og kalt loftið er. Til marks um hvað þunna loftið er göngufólki erfitt,“ segir Ingólfur, að fyrir ofan 7.000 metra geti fólk ekki gengið nema Kemst ekki hærra í þessum heimi Spjallað við Ingólf Geir Gissurarson sem kleif Mount Everest fyrstur íslenskra afa Ingólfur Geir á toppi Everest. Ingólfur bendir á topp Everest á mynd sem hann er með á skrifstofu sinni í fasteignasölunni Valhöll. Tuttugu metrar eftir á tindinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.