Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Sími 455 54 00 Fax 455 54 99 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is TIL SÖLU Gamla vélsmiðjan á Patreksfirði - Sjóræningjahúsið - Byggðastofnun lýsir eftir tilboðum í fasteignina Vatneyri vélsmiðja (fnr. 212-4171) á Patreksfirði. Húseignin er samtals 736 og þar hefur verið rekið kaffihús með aðstöðu til veislu-, funda- og tónleikahalds. Fasteignamat er samtals 8.975.000,-. Brunabótamat er samtals 58.490.000,- Nánari upplýsingar eru veittar í síma 455-5400. Sjá einnig fleiri auglýstar eignir á www.byggdastofnun.is Auglýst er eftir áhugasömum aðila til að byggja upp ferðaþjónustu á Akurshól Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að byggja upp ferðaþjónustutengda starfsemi á landsvæðinu Akurshól sem er grasi gróinn hóll rétt fyrir ofan Akraneshöfn. Byggingarreiturinn er skilgreindur sem eitt byggingarsvæði og er u.þ.b. 2.064 m2. Leyfi er fyrir því að reisa gufubaðsklefa og 6-7 gistiskála. Sett er sem skilyrði að húsin séu flytjanleg. Frekari gögn varðandi málið er hægt að nálgast í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18. Einnig stendur til boða að fá þau afhent rafrænt. Við val á rekstraraðila verður einkum litið til eftirfarandi þátta: Hversu vel hugmyndin rýmar við ferðaþjónstutengda • starfsemi Lýsing á því hvernig svæðið verður byggt upp og útlit • húsa Viðskiptaáætlunar• Að fjármögnun verkefnisins sé tryggð• Tíma- og verkáætlun• Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2014 og skal skila inn umsóknum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða með tölvupósti á akranes@akranes.is. Nánari upplýsingar veitir Runólfur Sigurðsson skipulags- og bygginarfulltrúi í síma 433-1000. Breytingar eru framundan í Norska húsinu í Stykkishólmi, Byggða- safni Snæfellinga og Hnappdæla. AlmaDís Kristinsdóttir forstöðu- maður hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur verið forstöðumaður Norska hússins í tvö ár og eru áætl- uð starfslok hennar 30. apríl næst- komandi. Ástæðuna fyrir uppsögn- inni segir hún tvíþætta. „Ástæðan er bæði persónulegs og faglegs eðl- is. Annars vegar eru það húsnæð- ismálin en ég hef verið svo hepp- in að leigja yndislegt hús síðastlið- in tvö ár sem nú er komið í sölu. Ég sé mér ekki fært að kaupa það og hef því ákveðið að snúa aftur til höfuðborgarinnar þrátt fyrir frá- bæran tíma í fallegum bæ. Hins vegar hefur mér hlotnast styrk- ur sem gerir það að verkum að ég get sinnt doktorsrannsókn minni í safnafræði betur og verið nær fjöl- skyldu og eigin fræðasviði í námi og kennslu,“ segir AlmaDís. Hún bæt- ir því við að þetta hafi verið mjög góður og lærdómsríkur tími, sem eini starfsmaður Byggðasafns Snæ- fellinga og Hnappdæla í Norska húsinu frá apríl 2012. „Föðurafi minn og -amma tengdust Snorra- stöðum og Syðstu-Görðum í Kol- beinsstaðahreppi og það hafa verið forréttindi að hafa fengið að kynn- ast svæðinu betur.“ Frábært tækifæri fyrir þá sem þora Hún nefnir að Norska húsið sé stórmerkilegt hús, enda 182 ára í júní á þessu ári og á lista yfir tíu merkilegustu hús landsins. Norska húsið – BSH öðlaðist nýlega við- Miðvikudaginn 1. janúar síðast- liðinn voru landsmenn 325.671 og hafði fjölgað um 3.814 frá sama tíma árið 2013. Þetta jafngildir fjölgun um 1,2% milli ára. Konum og körl- um fjölgaði sambærilega á árinu og voru karlar 1.065 fleiri en konur á nýársdag. Mikil fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en þar voru íbúar 3.077 fleiri 1. janúar 2014 en ári fyrr. Það jafngildir 1,5% fjölgun íbúa þar. Hlutfallslega varð fólks- fjölgunin hins vegar mest á Suður- nesjum, þar sem fjölgaði um 1,7%, eða 354 íbúa frá síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á Suðurlandi, um 253 einstaklinga (1,1%), og um 90 (0,7%) á Austurlandi. Minni fólks- fjölgun var á Vesturlandi (0,4%) og Norðurlandi eystra (0,2%). Fólks- fækkun var á tveimur landssvæðum, Vestfjörðum þar sem fækkaði um 59 manns, eða 0,8%, og á Norður- landi vestra en þar fækkaði um 26, eða 0,4%. Um áramót voru 74 sveitarfélög á landinu, sami fjöldi og árið áður. Sveitarfélögin eru misstór. Íbúa- tala sex sveitarfélaga var undir 100 en undir 1.000 í 42 sveitarfélögum. Einungis níu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa. Á landinu voru 69 þétt- býlisstaðir með 200 íbúa eða fleiri 1. janúar 2014. Þeim hafði fjölgað um tvo frá fyrra ári. Auk þeirra voru 34 smærri staðir með 50-199 íbúa sem er fækkun um tvo frá fyrra ári. Í þétt- býli bjuggu 305.642 manns 1. janúar 2014 og hafði þá fjölgað um 4.178 á árinu. Í dreifbýli og smærri byggða- kjörnum bjuggu 20.029 manns. Breytingar á Vesturlandi Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu fjölgar íbúum sumsstaðar á Vestur- landi en fjölgar á öðrum. Af fimm- tán stöðum sem teknir eru út í sam- antekt Hagstofunnar fjölgar íbúum á sex stöðum en fækkar á níu. Íbú- um fækkar í strjálbýli og víða á Snæ- fellsnesi en fjölgar í Borgarnesi og Akranesi, Bifröst, Hellissandi, Búð- ardal og á Innnesinu í Hvalfjarðar- sveit. mm Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri Alls 2013 2014 Akranes 6.612 6.686 Innnes 56 58 Melahverfi í Hvalfirði 115 113 Borgarnes 1.759 1.824 Hvanneyri 251 250 Kleppjárnsreykir 51 47 Bifröst 246 251 Hellissandur 389 396 Rif 163 161 Ólafsvík 1.010 981 Grundarfjörður 852 826 Stykkishólmur 1.108 1.091 Búðardalur 252 266 Strjálbýli á Vesturlandi 2.517 2.491 Reykhólar 133 129 Landsmenn voru 325.671 í ársbyrjun AlmaDís Kristinsdóttir hættir sem for- stöðumaður Norska hússins. AlmaDís hættir brátt sem forstöðumaður Norska hússins urkenningu sem faglegt safn frá Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu en aðeins 39 söfn hafa hlot- ið slíka viðurkenningu á landsvísu. „Safnamál þyrftu að vera meira for- gangsmál hér um slóðir en fimm sveitarfélög standa að Norska hús- inu. Mér sjálfri hefur fundist ganga heldur hægt að breyta og bæta en ein manneskja breytir ekki viðhorf- um heils samfélags. Til þess þarf mikinn meðbyr allra hlutaðeigandi sveitarfélaga og hér eru tækifæri til samvinnu á hverju strái. Hér er að opnast frábært tækifæri til að takast á við safnamál á svæðinu og gríð- arlega spennandi áskorun fyrir þá sem þora, og það á fallegasta svæði landsins,“ segir AlmaDís að end- ingu. Hún mun fylgja eftir skipu- lagningu sem hefur átt sér stað um þónokkurn tíma vegna sumaropn- unar 1. júní 2014 og verður nýjum forstöðumanni til halds og trausts í lok maí. grþ Norska húsið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.